Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 1
64 SIÐUR ijrguswKíWiiíli 271. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins NATO samþykkir nýja varnaraætlun Hríissvl, 2. desember. AP. NATO samþykkti í dag varnaráætlun til sex ára, en hún getur reynzt of kostnaðarsöm til þess að hægt verði að hrinda henni í framkvæmd. Jafn framt var skýrt frá því, að Caspar Weinberger, landvarnaráðherra Banda- ríkjanna, færi á morgun til Belgrad til viðræðna við júgóslavneska ráða- menn. Samkvæmt varnaráætluninni, sem var samþykkt á fundi land- varnarráðherra bandalagsins, er gert ráð fyrir meiriháttar vopna- kaupum, endurnýjun á útbúnaði og betri staðsetningu herliðs til að mæta „áframhaldandi her- gagnauppbyggingu" sovét- blakkarinnar. í áætluninni er að finna öll loforð NATO-þjóða und- anfarna mánuði um að kaupa þús- undir skriðdreka og skriðdreka- varnavopn, ný herskip og mörg hundruð orrustuþotur. Tilkynnt hefur verið um flest helztu atriði áætlunarinnar, þótt hún sé leynileg, svo sem loforð Bandaríkjamanna um að koma fyrir nýtízku Ml-orrustuskrið- drekum í Evrópu og fyrirætlanir Evrópuríkja um að kaupa fleiri bandarískar F-16 orrustuflugvél- ar. „Ég held að þörfin á því að gera allt sem við mögulega getum sé viðurkennd,“ sagði Weinberger eftir fundinn. „Einnig er viður- kennt að efnahagsástandið er erf- itt. Ég veit að landvarnaráðherr- arnir gera sér grein fyrir áhætt- unni og þörfunum og erfiðleikun- um á því að tryggja fjárveitingar tii að gera það sem allir vildu gera. Ég vil ekki láta í ljós álit á möguleikum þeirra á því að ná árangri," sagði hann. Yfirmaður herliðs NATO, Bern- ard Rogers hershöfðingi, hefur áætlað að aðildarríkin verði að auka herútgjöld um fjóra af hundraði umfram verðbóigu. Nokkur NATO-ríki hafa ekki staðið við loforð frá 1978 um að auka herútgjöld um þrjá af hundraði á ári. Josef Luns, framkvæmdastjóri NATO, sagði að allmörg ríki ættu við efnahagserfiðleika að stríða og of oft hefði komið fyrir að áætlanirnar hefðu verið sam- þykktar án þess að staðið hefði verið við gefin loforð. Brezki landvarnaráðherrann, John Nott, sagði: „Ekkert bendir Svíar banna sovézkt kjöt Stokkhólmi, 2.des«mber. AP. SVÍAR hafa stöðvað allan innflutn- ing á kjöti frá Sovétríkjunum vegna frétta um að gin- og klaufaveiki hafi gosið upp i Eystrasaltshéruðum Sov- étríkjanna. Finnsk yfirvöld óttast að veikin berist til Finnlands frá Eistlandi og segja að þar hafi gin- og klaufaveiki komið upp á sex til sjö stöðum. Ferðaskrifstofur hafa verið beðnar að aflýsa öllum ferð- um til Eistlands. til þess að NATO-löndin geti lagt fram meira fé til venjulegra vopna." Vestur-þýzki landvarna- ráðherrann, Manfred Wörner, sagði: „Við erum raunsæir. Við þekkjum takmörk fjárhagslegra skuldbindinga okkar." Samkvæmt nýjum tölum munu aðeins Bandaríkin verja allt að 7% þjóðartekna til landvarna, en það er helmingur þess sem Rússar verja til landvarna. Þrátt fyrir alla erfiðleika sagði Weinberger að loforðin og aðrar ráðstafanir, sem voru boðaðar á fundinum, gætu auðveldað baráttu Banda- ríkjastjórnar gegn samþykkt frumvarpa um heimkvaðningu nokkurs bandarísks herliðs frá Evrópu. 1 Belgrad mun Weinberger m.a. ræða hugsanleg kaup Júgóslava á bandarískum hergögnum. Síðan 1961 hafa Bandaríkin nær ein- göngu útvegað Júgóslövum vara- hluti, en Bandaríkjaþing sam- þykkti nokkra hergagnasölu til Júgóslavíu 1977. Júgóslavar hafa áhuga á ratsjárviðvörunarkerfi og skriðdrekavarnavopnum. I.íbanska vinstrileiðtoganum Walid Jumblatt hjálpað eftir banatilræðið í fyrradag. Sex biðu bana og að minnsta kosti 38 slösuðust i sprengingu sem varð til þess að sjö bílar eyðilögðust. Gemayel vill að Reagan þrýsti á stjórn ísraels Beirút, 2.desember. AP. AMIN GEMAYEL beindi þeirri eindregnu áskorun til Bandaríkjastjórnar í dag að hún beitti ísraelsmenn þrýstingi til þess að þeir hörfuðu með hernámslið sitt frá fjöllum Mið-Líbanon. Jafnframt börðust vinstrisinn- aðir Drúsar og kristnir hægri- menn með vélbyssum og stór- skotaliðsvopnum í fjöllunum í kjölfar tilraunarinnar sem var gerð til að ráða Drúsaleiðtogann Walid Jumblatt af dögum. Gemayel sagði sendimanni Bandaríkjaforseta, Morris Drap- er, að brottflutningur ísraels- manna mundi gera kleift að koma fyrir sveitum úr líbanska hernum „Ég lék á KGB,“ segir Hambleton fvrir rétti London, 2.desember. Al*. HITGH Hambleton frá Kanada, fyrrverandi hagfræðingur í þjón- ustu NATO, sem heldur því fram að hann hafi leikið tveim skjöld- um, sagði í dag að franskur leyni- þjónustuforingi, Jean Masson, hefði breytt NATO-skjölum, sem hann afhenti útsendurum KGB. Verjendur Hambletons sögðu að hann mundi einnig halda því fram að kanadíska leyniþjónust- an hefði falið Masson að hafa umsjón með honum í starfinu hjá NATO. „Jean Masson afhenti mér skjöl, sem ég ljósmyndaði og af- henti KGB,“ sagði Hambleton. „Þetta var orðið mjög þreytandi Hugh George Hambleton starf og mér var farið að leiðast það.“ Sir Michael Hayers ríkissak- sóknari kvað það alvarlega ásök- un að halda því fram að Kanada hefði haft njósnara á sínum snærum innan NATO. Fyrrverandi ríkissaksóknari Kanada, Allan Lawrence, sagði í Ottawa að hann tryði því ekki að Hambleton hefði leikið tveim skjöldum. Lawrence sagði að sovézkur flóttamaður hefði bent á Hambleton. Lögregluvitni hafa sagt í rétt- arhöldunum í Old Bailey að Hambleton hafi aldrei haldið því fram í yfirheyrslum að hann hafi leikið tveim skjöldum. og alþjóðléga friðargæzluliðinu á svæðunum þar sem barizt er og stuðla að því að endir yrði bund- inn á átökin. Gemayel kvaddi Draper á sinn fund eftir síðustu bardagana í fjöllunum. Aður hafði Gemayel ákveðið að láta verða af ráðgerðum fundi með Jumblatt og leiðtogum Fal- angistaflokksins á fimmtudags- kvöld til að reyna að stöðva bar- dagana, sem hafa kostað minnst 88 mannslíf síðan þeir hófust fyrir fimm vikum. Síðustu bardagarnir brutust út um hádegi og fjöruðu út um tveimur tímum síðar. Barizt var í bæjunum Souk al-Gharb og Sitat, um 10 km suðvestur af Beirút. Út- varpsstöðvar hermdu að átökin hefðu byrjað skömmu eftir að sveitir úr ísraelska hernámsliðinu hörfuðu þaðan. Talsmaður ísraelshers neitaði að staðfesta fréttirnar um brottflutninginn eða bera þær til baka. Seinna neitaði annar ísra- elskur talsmaður því að brott- flutningur hefði átt sér stað, en sagði að á sumum stöðum hefðu hermenn skipt um stöðvar. Jafnframt lokuðu ísraelskir hermenn Ðrúsabænum Shweifat, sjö km fyrir sunnan höfuðborg- ina, eftir sprengjuárás á ísraelsk- an herflokk. Hermennirnir leit- uðu í úthverfum bæjarins og handtóku nokkra menn áður en þeir opnuðu aftur vegina til bæj- arins. ísraelskur talsmaður sagði að engan hefði sakað í árásinni. PLO sagði að Shweifat-árásin hefði verið verk „líbönsku þjóðarand- spyrnunnar". Þau samtök segjast hafa ráðizt á ísraelska hermenn í Sidon í gærkvöldi. í Kuwait sagði Yasser Arafat, leiðtogi PLO, að meiriháttar orrusta gegn ísraelsmönnum væri í nánd: „Orrustan um Bekaa-dal- inn er að hefjast. Eftir nokkra daga mun ég skora á ykkur að taka þátt í orrustunni." Fá Pólverjar franskt kerfi? N arsjá. 2.dest‘ml»er. AP. VALDAMIKILL forseti, eins og í Krakklandi, kemur í staðinn fyrir herforingjastjórnina í Póllandi um mitt næsta ár, að því er pólskir emb- ættismenn hafa tjáð vestrænum full- trúum. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin og á það er lögð áherzla að kommúnistaflokkurinn muni halda áfram að gegna for- ystuhlutverki. Stofnun kristilegs demókrata- flokks í tengslum við kirkjuna er einnig til umræðu. Slíkur flokkur yrði eins konar öryggisventill og gerði fólki kleift að láta í ljós and- úð á stjórninni án þess að upp úr þyrfti að sjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.