Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

Sjálfstæðisflokkurinn:

Fundi flokksráðs-

og formanna haldið

áfram í gærdag

RKIKNAÐ var með fundarslitum

flokksráðs- og formannafundar

Sjálfstæðisflokksins síðdegis í gær

eftir umræður um stjórnmálaálykt-

un og afgreiðslu hennar, en fyrír

hádegið fóru fram umræður um

flokksstarfið og undirbúning fyrir

næstu þingkosningar.

Fundurinn var settur á föstu-

dag af formanni flokksins, Geir

Hallgrímssyni, en síðan fór fram

kjör stjórnmálanefndar og Frið-

rik Sophusson, varaformaður

Sjálfstæðisflokksins, gerði grein

fyrir drögum að stjórnmálaálykt-

un.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins

kom saman til fundar klukkan 9 í

gærmorgun en flokksráðsfundur

er æðsta valdastofnun Sjálfstæð-

isflokksins að landsfundi undan-

skildum og eru flokksráðsfundir

haldnir þau ár sem landsfundur

kemur ekki saman.

Enginn getur sagt fyr-

ir um stjórnarmynstur

að loknum kosningum

— segir Pálmi Jónsson vegna yfirlýsingar

Friðjóns Þórðarsonar

„ENGINN getur sagt um það með

neinni vissu hvaða stjórnarmynstur

tekur við að loknum næstu kosn-

ingum," sagði Pálmi Jónsson land-

búnaðarráðherra er Mbl. spurði

hann  álits á yfirlýsingu  Friðjóns

Fulltrúar Is-

lands á þingi SÞ

ÞING Sameinuðu þjóðanna sem nú

stendur yfir sitja auk fastanefndar ís-

lands og fulltrúa frá utanríkisráðuneyt-

inu einn fulltrúi frá hverjum stjórn-

málafiokki. Fulltrúar koma heim 11.

desember n.k. Eru tveir menn tilnefnd-

ir af hverjum flokki og skipta þeir með

sér að sækja fundina.

Þeir sem nú sitja þing Sameinuðu

þjóðanna eru: Asgeir Pétursson,

Sjálfstæðisflokki, Ólafur Þórðarson,

Framsóknarflokki, Árni Gunnarsson,

Alþýðuflokki og Garðar Sigurðsson,

Alþýðubandalagi. Hinn hópurinn, sem

ekki fór utan að þessu sinni, skipa eft-

irtaldir: Geir Hallgrímsson, Sjálf-

stæðisflokki, Stefán Valgeirsson,

Framsóknarflokki, Hrafnkell Ásgeirs-

son, Alþýðuflokki og Svava Jakobs-

dóttir, Alþýðubandalagi.

Þórðarsonar dómsmálaráðherra í

útvarpsumræöum á Alþingi um van-

trauststillögu á ríkisstjórnina, en

Friðjón lýsti þvi þar yfir, að aldrei

hefði komið til greina að fram-

lengja núverandi stjórnarmynstur

óbreytt eftir þingkosningar.

Pálmi sagði einnig: „Á hinn

bóginn treysti ég því, að gifta

Sjálfstæðisflokksins dugi til þess

að hann standi saman í afstöðu

sinni til næstu ríkisstjórnar."

Innanlandsflug-

fargjöld hækka um 9%:

Farið úr 18

krónum í 22

VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi

sínum í vikunni, að heimila 22%

hækkun á fargjöldum Landleiða

milli Reykjavíkur og Garðabæjar og

Hafnarfjarðar og hefur hækkunin

tekið gildi.

Sem dæmi um hækkunina má

nefna, að fargjald fullorðinna

hækkar úr 18 krónum í 22 krónur.

Farid til Akur-

eyrar úr 759 kr.

í 826 kr.

VERÐLAGSRÁÐ hefur sam-

þykkt að heimila 9% hækkun á

fargjöldum í innanlandsflugi,

eins og skýrt hefur verið frá í

Mbl. Dæmi um hækkunina er,

að fargjaldið frá Reykjavík til

Akureyrar, ásamt flugvallar-

skatti, hækkar úr 759 krónuni í

826 krónur, samkvæmt upplýs-

ingum Sæmundar Guðvinsson-

ar, fréttafulltrúa Flugleiða.

Þá hækkar farið milli

Reykjavíkur og ísafjarðar úr

709 krónum í 772 krónur og er

flugvallarskattur ennfremur

inni í þeim tölum. Farið milli

Reykjavíkur og Egilsstaða

hækkar úr 1.009 krónum í

1.099 krónur. Þá hækkar farið

milli Reykjavíkur og Vest-

mannaeyja úr 498 Jtrónum í

542 krónur.

Árni John-

sen gefur

kost á sér

„ÉG HEF ákveðið að gefa kost á

mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í

Suðurlandskjördæmi fyrir næstu Al-

þingiskosningar," sagði Árni John

sen í samtali við Morgunblaðið í

gær. „Það er Ijóst," sagði Árni, „að

rétta þarf hlut Sunnlendinga á marg-

an hátt, menn þurfa að sameinast

um afl Suðurlands. Það kostar bar-

áttu að styrkja stöðu Sunnlendinga í

þjóðarbúinu og ég er tilbúinn til

þess að leggja mitt af mörkum í

þeirri baráttu."

Sólheimar Grímsnesi:

Sölusýning-

in í dag

SÓLHEIMAR í Grímsnesi halda

sína árlegu sölusýningu, kökubasar

og kaffisölu í Templarahöllinni við

Eiríksgötu, sunnudaginn 5. desem-

ber 1982, klukkan 2.00 eftir hádegi.

Seldir verða handunnir munir

gerðir af vistmönnum Sólheima,

svo sem ofnar gólfmottur, prjón-

aðar dúkkur, tréleikföng og

margskonar trémunir. Einnig hin

vinsælu bývaxkerti. Foreldra- og

vinafélag Sólheima verður með

kökubasar og kaffisölu.

Margir missa vinnu

vegna rækjudeilunnar

Hlutur sjómanna allt að 54 þúsund krónur fyrir 13 daga í nóvember

FLESTIR þeir rækjubátar, sem frá því í haust hafa veitt rækju í Arnarfirði,

ísafjarðardjúpi og Húnaflóa hafa legið bundnir við bryggju frá mánaðamót-

um. Ástæðan er fyrst og fremst óánægja sjómanna með rækjuverð, en einnig

er deilt um hlutaskipti á ísafirði. Að sögn Sveins Finnssonar í Verðlagsráði

sjávarútvegsins hækkaði rækjuverð eins og annað fiskverð um 7,72% um

mánaðamót og 13. desember verður fundur í ráðinu um það verð, sem gilda

á frá áramótum. Sveinn sagðist ekki reikna með að rækjuverð hækkaði fyrir

áramót. Á þeim stöðum þar sem rækja er unnin hefur verkfall sjómanna haft

mikil áhrif á atvinnu í landi og hafa margir, einkum konur, misst vinnu sína.

Talsmenn rækjuverksmiðja á ísa-

firði segja þessa deilu sér óvið-

komandi, samningar í þessu máli

eru á milli eigenda báta og sjó-

manna.

Frá ísafirði róa tveir rækjubát-

ar þessa daga, en þeir eru í eigu

verksmiðja, aðrir bátar hafa ekki

látið úr höfn til rækjuveiða. Frá

Súðavík róa rækjubátarnir fjórir,

en Súðvíkingarnir byrjuðu vertíð

seinna en ísfirðingar vegna breyt-

inga á rækjuverksmiðjunni. Átta

rækjubátar eru gerðir út frá

Bíldudal og hafa þeir ekki róið í

Aukin söltun smáfisks

veldur erfiðleikum í sölu

NOKKUR vandræði hafa nú komið

upp vegna vaxandi hlutdeildar

smærri fisks í saltfiskverkun. Er

hún nú um fjórðungur, eða 4.000 iest-

um meiri en á síðasta ári. Nú á eftir

að afhcnda um 12.000 lestir af salt-

fiski upp í sölusamninga við Portú-

gal og hefur Sölusamband islenzkra

fiskframleiðenda því verið að reyna

að auka magn smærri fisks í þeim

samningum og jafnframt að selja

hann til annarra landa.

Að sögn Friðriks Pálssonar,

framkvæmdastjóra SÍF, hefur það

verið stórfiskurinn, sem erlendir

kaupendur hafa mest verið að

sækjast eftir héðan, þar sem mik-

ið magn smærri fisks hefur verið

fáanlegt hjá öðrum framleiðslu-

löndum. Friðrik sagði einnig, að

þó verið væri að reyna að selja

meira af smærri fiski til Portúgal

þýddi það ekki, að ekki væri hægt

að standa við gerða samninga þar

vegna skorts á stórfiski. í samn-

ingunum við Portúgali væri gert

ráð fyrir því, að hlutfall stórfisks

væri 80% og við það væri hægt að

standa, þegar vertíðarfiskurinn

kæmi inn í dæmið. Vandamálið

væri hins vegar að losna við smá-

fiskinn á viðunnandi verði og að

því máli væri nú unnið.

Aðspurður um það, hvers vegna

hlutdeild smærri fisks færi vax-

andi, sagði Friðrik, að það gæti

stafað af erfiðleikum annarra

vinnslugreina. Á þessu ári yrði

framleitt svipað magn af söltuð-

um þorski og á síðasta ári, þrátt

fyrir samdrátt í þorskaflanum og

hlyti því sú framleiðsla að vera á

kostnað annarra vinnslugreina og

þá líklega aðallega smærri fiskur.

Þá gæti meðalþyngd þorsks einnig

verið að lækka, eins og ýmislegt

benti til.

Þá má benda á það, að nú er

flutningaskipið Keflavík að lesta

saltfisk á Portúgal á Akureyri og

býður þar átekta eftir því, hvort

hægt verði að fá Portúgali til að

kaupa meira af smærri fisknum.

mánuðinum. Frá Hólmavík eru

gerðir út átta rækjubátar og fjórir

frá Drangsnesi, þeir hafa ekki

haldið til veiða síðustu daga. Á

Blönduósi eru rækjubátarnir tveir

að hluta í eigu vinnslunnar og

hafa þeir ekki hætt róðrum. Frá

Hvammstanga eru gerðir út fjórir

rækjubátar og hafa þeir ekki róið

frá mánaðamótum. Tveir eða þrír

menn eru á hverjum rækjubáti.

Starfsfólk í rækjuvinnslum hef-

ur margt misst vinnuna og þá

einkum húsmæður, sem stunda

þessi störf. Er það hálfum mánuði

fyrr en venjulega, en undanfarin

ár hafa rækjubátarnir ekki róið

frá miðjum desember fram í miðj-

an janúar þegar dagur er

skemmstur. Á Hvammstanga hef-

ur um 15 manns verið sagt upp,

um 30 manns hafa misst vinnuna

á Hólmavík og Drangsnesi, um 40

manns á ísafirði og stór hluti

þeirra 25 sem vinna við rækju-

vinnslu á Bíldudal.

Við Húnaflóa eru skipti þannig

að 50—60% hlutar fara til áhafn-

ar, en 40—50% í hlut bátsins. Á

ísafirði er skiptum hins vegar

þannig háttað, að áhöfn fær %

aflaverðmætis, en báturinn 14.

Samkvæmt upplýsingum frétta-

ritara var aflahlutur rækjusjó-

manna 30—54 þúsund krónur hjá

einni verksmiðjunni á ísafirði í

nóvember eftir úthaldsdögum og

reri þá hæsti báturinn 13 daga.

Kuml könnuð

á næsta vori

„ÞAÐ er ákveðið að rannsaka

þetta n.iii.ir með vori, þegar tíð

verður orðin sæmileg," sagði Þór

Magnússon þjóðminjavórður í

samtali við Morgunblaðið, að-

spurður hvort á döfinni væru

rannsóknir í Borgarfirði eystra. í

frétt frá Borgarfirði fyrir nokkru

kom fram, að hauskúpa og tann-

garður hefðu fundist í dys í landi

Njarðvíkur í Borgarfirði. Þór

sagði, að ekki væri vitað hvaða

minjar þarna væri um að ræða, en

trúlega væru þarna forn kuml.

Þá var Þór spurður um kamb,

sem fannst í Borgarfirði, og

sagði hann, að kambur þessi

væri úr beini og óvenjulegur í

laginu. Þó væru til kambar með

þessari lögun, en úr bronzi. Þór

sagðist ætla, að kamburinn

væri frá fyrri hluta miðalda.

Hann sagði, að um merkan grip

væri að ræða, pó ekki væri

nema vegna aldurs hans, en

ekki er um marga gripi að ræða

í Þjóðminjasafninu frá þessum

tíma.

Þór var að lokum spurður

hvort til stæðu rannsóknir í

landi          landnámsjarðarinnar

Bakka í Borgarfirði. Hann sagði

svo ekki vera.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48