Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Það er stundum talað um það í Biblíunni, að við menn- irnir þurfum að vera á verði, vera viðbúnir að taka á móti Jesú, þegar hann kemur. Ein slík áminning felst í hinni al- kunnu dæmisögu af meyjunum tíu, sem Jesús sagði. Aðventan er tími viðbúnað- ar og eftirvæntingar vegna komu Jesú Krists. Við vitum, að hann er í nánd, og kristnir menn reyna að búa sig undir komu hans af kostgæfni. Þá er áríðandi að ekki fari eins fyrir okkur og hinum fávísu meyj- um, að við missum af allri jólagleðinni vegna þess, að undirbúningur okkar var lítill sem enginn. Hvernig eigum við að undir- búa okkur undir komu jól- anna? Þetta er spurning, sem margir velta fyrir sér þessa dagana, ekki síst blessaðar húsmæðurnar, sem vilja leysa verk sín svo vel af hendi, að allt geti verið í fullkomnu lagi um jólin og þær vonir geti ræst, sem bæði börn og full- orðnir gera sér um jólin og hvernig þau skulu haldin há- tíðleg. Já, jólaundirbúningurinn er hafinn, það leynir sér ekki, enda er aðventan undirbún- ingstími. En það skiptir öllu máli fyrir sanna jólagleði, að við undirbúum okkur betur fyrir jólin heldur en fávísu meyjarnar bjuggu sig af stað. Jólin eru svo miklu meira en ytri hátíð. Hjá okkur ber mest á ytra umbúnaði jólanna, og hjá sumum verða þau kannski eins og skrautlegur lampi, sem vantar olíu á. Það þarf innra ljós og gleði til þess að jólin verði einhvers virði í hugum okkar og skilji eitthvað annað eftir en tómar umbúðir utan af jólagjöfum. Sagan af hinum tíu meyjum er mjög einföld og skýr. En hvað vill Jesús Kristur benda okkur á með þessari sögu. Eg held, að hann vilji m.a. benda mönnum á, að þeir séu allir gæddir hæfileikanum til að trúa á Guð. Þeir eiga allir sinn lampa. Það er gjöf frá Guði. En því miður rækta ekki allir menn þennan hæfileika sinn. Hyggnu meyjarnar sýna okkur þá menn, sem hlúa að trú sinni. Þær tóku nóga olíu með sér, svo að ljósið geti logað á lömpunum. Þannig hlynna hyggnir menn að trú sinni og gæta þess vel, að hana skorti ekki eldsneyti og gæti þannig logað björt og skær og lýst allt um kring. Þeir eru sem log- andi ljós Guðs. Hvernig hlynna menn að trú sinni? Það er fyrst og fremst með því að lesa Guðs orð að staðaldri og eiga traust bæn- arsamfélag við Guð. Við lestur Guðs orðs opnast okkur nýr og fagur heimur, og bænin er far- vegur kærleika Guðs til okkar. Þegar við tölum við Guð, streymir til okkar friður og blessun og veitir okkur styrk og kraft í daglegu lífi. Sagan um fávísu meyjarnar er mikil sorgarsaga og þeim mun sorglegri fyrir þá sök, að hún gerist á hverjum degi. Það eru svo margir, sem ana áfram með tóma lampa og eiga svo ekkert ljós, þegar dimmir. Nú gæti verið, að einhverj- um fyndist, að meyjarnar, sem áttu olíu, hefðu átt að gefa hinum fávísu, sem ekkert áttu. En Jesús tekur ekki þá af- stöðu. Hann lætur segja, að olían hefði ekki nægt báðum hópum. Með því á hann við, að það er ekki hægt að taka trú frá einum og gefa öðrum. Mál- ið er ekki svo einfalt. Enginn getur fengið lánaða annars manns trú. Þar verður hver að búa að sínu. Trúin að óaðskilj- anlegur hluti af hverjum manni. Hins vegar má gróðursetja trú í hjörtum manna og benda á leiðir og veita leiðsögn, og það var líka gert. Fávísu meyj- unum var bent á að fara til kaupmannanna og kaupa olíu á lampa sína, og það gerðu þær loksins, en þá voru þær búnar að missa svo mikið, svo dýr- mætan hluta af lífi sínu, og þær gátu ekki endurheimt þann tíma, sem þær höfðu lif- að í myrkri hinna Ijóslausu lampa. Ekkiiskortir fólk upp- fræðslu nú á dögum um kristna trú, ef það á annað borð vill sinna þeim málum. Það er ekki af þekkingar- skorti, sem sumir fara út í lífið með tóma lampa, miklu frem- ur af hugsunarleysi. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, hve mikils þeir fara á mis að eiga ekki lifandi trú. Margir teljs sig vera trúaða, og það er vel. En trúin getur dofnað, gufað upp vegna kæru- leysis og gleymsku. Það þarf að viðhalda trúnni alveg eins og sífellt þarf að bæta olíu á lampann, ef ljósið á ekki að slokkna. Þeir sem eiga slokknaða lampa missa af öllu því feg- ursta og besta í lífinu, sem að- eins trúin getur veitt. Þeir týna Guði í myrkri sínu. Fá- vísu meyjarnar voru fyrir- hyggjulausar. Þær hugsuðu aðeins um líðandi stund, ekki til framtíðarinnar. Þannig eru margir menn og þyrftu þeir að læra af mistökum fávísu meyj- anna. Láttu það ekki koma fyrir í lífi þínu, kæri lesandi, að það slokkni á lampanum þínum og þú sitjir í myrkri. Láttu heldur líf þitt fyllast fögnuði og friði Guðs, svo að þú mættir alltaf lifa í birtu og gleði trúarinnar og vera viðbúinn að taka á móti frelsaranum, þegar hann kemur til okkar að gefa okkur líf og frelsi. Blaóburöarfólk óskast! IMtogiiiilMbiMfe Austurbær Lindargata 1—29 Lindargata 39—63 Þingholtsstræti Hverfisgata 63—120 Freyjugata 28—49 Laugavegur 1—33 Stigahlíð frá 26—97 Úthverfi Gnoðarvogur 44—88 Hjallavegur Sólheimar 27 Vesturbær Nesvegur II Eiöistorg Vesturgata 2—45 Garðastræti Faxaskjól Dæmi um þá Gísla, Eirík og Helga sem áttu ofangreinda upphæð fyrir tveimur árum: Þeir ráðstöfuðu peningum sínum þannig, að Gísli keypti sér nýjan jap- anskan bíl. Eirfkur keypti verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs og Helgi keypti verðtryggð veðskuldbréf með afföllum. í nóvember 1982 seldi Gísli bílinn, en Eirfkur og Helgi seldu bréf sín á verðbréfamarkaði. Á síðastliðnum tveimur árum hafði eftirfarandi gerst: Peninga- eign nóv.'SO Ráðstöfun: Peninga- eign nov. 82 Ávöxtun í%eftir tvöár: -w- w A. Gisli 67.000 Nýrbill 123.250* 42% W 4. Eirikur 87.000 Sparisk. 213.524 145% W 4 Helgl 87.000 Veðsk.br. 235.892 171% *Hér er átt við staðgreiðsluverð bílsins. Nyr bíll af sömu gerð og Gfsli keypti 1980 kostar f dag kr. 212.000.00. Gfsla vantar því kr. 88.750.00 til að geta keypt sér nýjan bíl. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hefur sjö ára reynslu í verð- bréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlar þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráð- stöfun þess. Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Simi 28566 Gengi verðbréfa 5. desember 1982: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Solugengi RÍKISSJÓÐS: i pr. kr. 100.- 1970 2. flokkur 9.745.19 1971 1. flokkur 8 534.40 1972 1 flokkur 7.400,95 1972 2 flokkur 6.267.84 1973 1. flokkur A 4.514.05 1973 2. flokkur 4.158,85 1974 1. flokkur 2.870,43 1975 1. flokkur 2.358.80 1975 2. flokkur 1.777,00 1976 1. flokkur 1.683,26 1976 2. flokkur 1.345,69 1977 1. flokkur 1.248,41 1977 2. flokkur 1.042,35 1978 1. flokkur 846,42 1978 2. flokkur 665,89 1979 1. flokkur 561,37 1979 2. flokkur 433,91 1980 1. flokkur 327,42 1980 2. flokkur 257,29 1981 1. flokkur 221,05 1981 2. flokkur 164,17 1982 1. flokkur 149,14 Meðalávoxtun ofangreindra flokka um fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sólugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.