Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 19 Meyjarhaft. Að vera múraður Hormotta. Að greiða í kótelettu. um áfengi og fíkniefni, en þó eink- um orð tengd ástarlífi og kynat- höfnum. í orðabókinni er að finna fjölda slíkra bannorða og í for- mála benda höfundar á að athygl- isvert er, að flest þeirra virðast aðallega notuð af körlum og lýsa viðhorfum karlaveldis. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi um slík bannorð: Að taka í er algengt orðfæri um samfarir og af þvi er dregið orðið ítak sem getur bæði þýtt kvenmað- ur eða samfarir. Þá má nefna að bylta eða vera til byltings, en í at- hyglisverðri grein sem Arni Böð- varsson skrifaði í Samvinnuna fyrir rúmum tíu árum, nefndi hann einmitt þetta dæmi. Þar nefnir hann gott dæmi, sem gæti verið þverskurður af málfari ungs fólks á þeim tíma, þegar þessi mál bar á góma: „Ég var til ofsa bylt- ings í nótt með píunni sem við vor- um að spá í í fyrradag.” í bókinni er að finna mikinn fjölda orða yfir þessa athöfn og sjálfsagt eru ein- hver þeirra almennari nú, en þau sem hér eru nefnd. Þá eru einnig til fjölmörg orð yfir ýmislegt sem tengist samlífi karla og kvenna, svo og orð um kynfæri, kynvillu og þar fram eft- ir götunum. Það er einnig athygl- isvert hversu mörg heiti eru til um kvenfólk í niðrandi merkingu og undirstrikar það „karlrembuna", sem skín víða í gegn þegar bókinni er flett. Sem dæmi um slík niðr- andi orð yfir kvenfólk má nefna: tjása, meri, tussa, kússa, ílát, hækja, innstunga og önnur þaðan af ósmekklegri og svo auðvitað einn- ig orð sem eru síður niðrandi, svo sem pæja, skvísa og skutla (um föngulegan kvenmann) og bomba eða kroppur (um vel vaxinn, kyn- æsandi kvenmann). Þá má nefna orðin skúta (um fyrirferðarmikinn kvenmann) og brjóstalind (um brjóstmikla konu). Um karlmann eru mun færri orð og fá í niðrandi merkingu. Af nokkrum karlaheitum má nefna: gaur, gæi, töffari (kaldur karl) eða töff gaur og svo hönkböllur (um lít- inn verkmann eða óreiðusaman mann), en þetta orð er reyndar komið úr sjómannamáli. Einnig má nefna hlandauli (um heimskan mann) og kvuntuþeysir eða kuntu- þeysir (um karlmann sem er at- hafnamikill í ástamálum). I bókinni er allmikið orðafar um áfengisneyslu og ýmis stig ölvun- ar. I því sambandi má nefna orð eins og að búsa og búsari um mann sem drekkur mikið. Um slíka menn eru reyndar til fjölmörg orð, svo sem róni, fyllikunta, fyliisvín, bytta og djúsari, sbr. að djúsa (drekka áfengi) og vera djúsaður (vera ölvaður). Einnig gera menn mikið af því að kikja i glas, fá sér í tána eða í annan fótinn, eða fá sér einn skakkan og verða skakkur, en það er reyndar einnig notað um að vera undir hampáhrifum. Afleið- ingar af mikilli drykkju eru svo margvíslegar, svo sem: að verða urrandi fullur, sauðdrukkinn, draugfullur, vera á eyrnasneplun- um, herðablöðunum, augabrúnunum eða augnalokunum og þannig má lengi telja. I bókinni er einnig gert nokkuð úr málfari tengdu neyslu ólög- legra fíkniefna og kennir þar ým- issa grasa, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér, enda er þetta málfar bundið við tiltölulega afmarkaðan hóp fíkniefnaneyt- enda. Meginleidir við slangursköpun Hoföndar bókarinnar geta þess í formála, að rannsóknir á ís- lensku slangurmáli séu skammt á veg komnar, en við gerð bókarinn- ar hafi þeir þóst greina nokkrar meginleiðir við slangursköpun og skal nokkurra þeirra getið hér. Viðskeytinu -ó er oft bætt aftan við fyrsta atkvæði nafnorða og lýsingarorða (og atviksorða) og síðari atkvæði felld niður. Þessi orðmyndunarleið hefur verið til í málinu a.m.k. frá aldamótum, en yngsta afbrigðið felst í slíkri styttingu erlendra tökuorða. Sem dæmi um þetta má nefna: Sigló (Siglufjörður) og fleiri staðarnöfn. Götur, stofnanir og skólar svo sem Felló (Fellahellir), Halló (Hallær- isplanið), gaggó (gagnfræðaskóli), Versló (Verslunarskólinn) og svo önnur nafnorð, lýsingarorð og at- viksorð, t.d. strætó, tíkó, púkó, himmó, svo eitthvað sé nefnt. Þá má nefna nafnorð með við- skeytunum -ari, -heit og -rí, svo sem verkari (verkamaður), tromm- ari (trommuleikari, einnig notað orðið trymbill), pönkari (pönktón- listarmaður eða áhangandi sem hefur svipaða framkomu, klæða- burð), töffheit (mannalæti), fer- legheit (stórkostlegt, hrikalegt), flottheit (örlæti) eða peningarí (eft- irsókn eftir veraldlegum verð- mætum) og fyllerí (áfengisneysla). Þá er nokkuð um styttingar orða með þeim hætti að orðhluti aftan fyrsta atkvæðis er felldur brott, t.d. gegg (geggjaður), krans (kransæðastífla) og stundum eru atkvæði endurtekin, t.d. róró (um róandi lyf). Til slangurs má einnig telja stafavíxl, þegar skipt er um upp- hafsstafi í tveimur samstæðum orðum, t.d. Bótel Horg (Hótel Borg), Sagar-Hund (Hagar-Sund) og svipað er að segja um víxl milli liða í samsettu orði, t.d. skásmána (smáskána). Notkun forliða til áherslu er einnig eitt af einkenn- um slangurs, t.d. hund-, ofsa-, rosa-, þræl-, og má þar nefna orð eins og hundsama (alveg sama) eða þrælgóður (mjög góður), svo dæmi séu nefnd. Ein tegund slangurs, séríslensk, er eins konar kenningar, t.d. ball- arbeit (kvennafar), grýlugagn (karlmaður, en grýla merkir þá kvenmaður), tryllitæki (kraftmikil bifreið) og enn má nefna ýmis sérkennileg orðasambönd, stund- um afbakanir á orðtpkum, t.d. skrattinn úr sauðarlæknum, svo lengist lærið sem lífið og brennt barn forðast brunninn. Til fróðleiks og skemmtunar Þessu til viðbótar má nefna, að algengt er, sérstaklega meðal unglinga, að nota orð í öfugri merkingu, en um það segir Árni Böðvarsson í áðurnefndri grein m.a.: „Eitt af einkennum þessa sérstæða unglingamálfars eru málbrögð, sem nefna mætti um- hvörf, það er orð notuð í um- hverfri merkingu, öfugri merkingu við hina venjulegu. Gildir þetta bæði um last og lof. Til að mynda talar þetta fólk um að eitthvað sé ógeðslega, sóðalega, viðbjóðslega, ferlega, skuggalega, ofsalega, ofboðslega, æðislega fal- legt, en hins vegar: Þetta lag er alveg ferlegt, þ.e. ljótt eða leiðin- legt. Það er hrós um mann að segja, að hann sé geggjaöur, æðis- legur eða truflaöur og skræpóttur persónuleiki." Ekki er ástæða til að fara nánar út í þessa sálma hér, en sú spurn- ing vaknar hver sé tilgangurinn með útgáfu þessarar orðabókar. Við skulum láta höfunda svara því eins og segir í upphafi formála bókarinnar: „Orðabók þessi um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál er ætluð öllum al- menningi til fróðleiks og skemmt- unar. Þetta er fyrsta verk sinnar tegundar, og það er von okkar, að það verði áhugamönnum um ís- lenska tungu nokkur fengur og stuðli að umræðu um málrækt og málpólitík í tengslum við þann orðaforða sem hér er safnað sam- Þaókomasí öjótapakkar af minni gaóinni í gúmmisltavél númer32! (3afþeimslœrri) Nú fer annatími í hönd hjá jólasveinunum, því allir krakkar í landinu setja skóinn út í glugga. Þess er vandlega gætt aö skilja eftir örlitla rifu á glugganum svo Sveinki komist inn og hugdjarfir drengir og forvitin sprund reyna að halda sér vakandi fram á rauða nótt til þess að reyna að komast að því hvort jólasveinninn sé til „í alvöru". Það er líka erfitt að vera jólasveinn því alltaf þarf að finna eitthvað nýtt í skóinn. Sumir halda því reyndar fram að mamma sé í vitorði með jólasveininum, - en það er auðvitað ekki rétt. Þess vegna gerði jólasveinafélagið samning í haust við Nóa og Síríus. Þeir létu framleiða sérstaka jólapakka sem passa í litla skó. En svo mundu jólasveinarnir eftir því að allir krakkar eiga gúmmístígvél sem taka marga jólapakka jafnvel af stærri gerðinni! Þá gerðu þeir samning við mömmufélagið um að fela öll stígvél á kvöldin. Nú bíða jólasveinarnir spenntir og vona að enginn fái lánaðar bússurnar hans pabba! jMa ö Sii (Sv.G. tók saman)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.