Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20

MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

Eg hafði vanizt því frá

unga  aldri  að  fá  að

fara í leikhús, því að

foreldrar mínir stund-

uðu það mikið. Ég var

því ungur að árum, þegar ég gerð-

ist leikhúsgestur og sá á þessum

árum 1911—1916 og fram yfir 1920

fjölda merkra sýninga. Þá voru

stórskáld eins og Jóhann Sigur-

jónsson, Guðmundur Kamban og

Kinar Kvaran að láta að sér kveða.

Upp úr 1920 hygg ég, að fáar sýn-

ingar hér í bæ hafi farið framhjá

mér. Undir niðri hef ég kannski

haft áhuga á að spreyta mig sjálf-

ur, ég veit það ekki, en ég hefði

aldrei haft frumkvæði að því og

það var þess vegna fyrir tilviljun,

að ég hóf störf í leikhúsinu, nánar

tiltekið þann 23. apríl 1926 í Þrett-

ándakvöldi Shakespeares. Indriði

Waage leikstýrði sýningunni, sem

var hin fyrsta á verki eftir Shake-

speare  hérlendis  og  merkilegt

framtak. Hvernig þetta bar að ...

jú, það hefur nú komið fram áður,

en þannig háttaði til að við Brynj-

ólfur Jóhannesson, Indriði Waage

og ég unnum saman í íslands-

banka á þessum árum. Þeim datt í

hug að fá mig til að leika þar lítið

hlutverk, sem óskipað var í. Ég sló

til, en ekki held ég, að umsagnir

hafi  verið góðar, enda kannski

ekki við því að búast, að maður

stykki  alskapaður inn  í Shake-

spearerullu ... En svo hélt ég

áfram ... aftur varð ekki snúið.

Þessi sýning varð að því leyti af-

drifarík. Og varð upphaf á mjög

góðu samstarfi og heilsteyptri vin-

áttu  víð þá Indriða  Waage og

Brynjólf.

Þetta segir Valur Gíslason leik-

ari, en á næstunni kemur út bók

um líf hans og^törf við leikhúsin

eftir Jóhannes Helga: „Valur og

leikhúsið". Að meginefni er bókin

byggð upp á samtölum þeirra Jó-

hannesar, þar sem Valur segir frá

sjálfum er vikið. Blaðamaður

Morgunblaðsins spjallaði við Val á

heimili hans og konu hans, Lauf-

eyjar Árnadóttur, í tilefni af út-

komu bókarinnar.

— Það er náttúrlega afar

hversdagsleg spurning að spyrja

um eftirlætishlutverk?

„Einhvern tíma varð mér á að

nefna „Föðurinn" eftir Strindberg.

Síðar hef ég fundið, að það er ekki

unnt að kveða upp úr með hvaða

hlutverk hefur skipt mig meira

máli en önnur. Það hafa þau öll

gert, hvert á sinn máta. Hins veg-

ar hef ég leikið Lykla-Pétur í

Gullna hliðinu oftar en nokkurt

annað hlutverk, yfir 200 sinnum,

og hafði af því mikla ánægju.

Hvernig ég vinn hlutverk? Ja, það

er sjálfsagt eins mismunandi og

hlutverkin eru mörg. Ég vil helzt

nálgast þau rólega — vinna þau af

gætni. Auðvitað verða þau mis-

munandi minnisstæð, það fer eftir

ýmsu, hvort manni tekst vel upp,

hvort þau höfða til manns, stund-

um geta þau höfðað sterkt til

manns efnislega, þótt viðkomandi

sé manni gerólíkur sem persóna.

Ja, hvort maður er sjálfur dóm-

bær á, hvort manni tekst vel?

Ekki allskostar. En það má skynja

á ýmsu, viðbrógðum meðleikenda

og síðar áhorfenda. Það skiptir

líka miklu máli, hvernig mótleik

maður fær — frammistaða manns

sjálfs er oft og einatt að töluverðu

leyti undir því komin — þó svo

hún ráði ekki endilega úrslitum."

— Þú sagðir, að ekki hefði verið

aftur snúið eftir að þú lékst í

Þrettándakvöidi. Hvernig vegnaði

þér svo næstu ár á eftir?

„Ég hafði að minnsta kosti

áhuga á að vita, hvort ég gæti leik-

ið. Og hélt áfram. Ég fékk strax

töluvert af góðum hlutverkum og

þægilegum mér. Þá strax fór ég að

leika mér eldri menn. Ég var auð-

vitað óskólagenginn í faginu, eins

og átti við um flesta — sumir

höfðu kannski farið til vetrardval-

Heima i Reynimel. Valur og Laufey

Ljásm. RAX.

„Það verður að búa í mann-

inum sjálfstæður neisti

... hann gerir útslagið"

Rætt vid Val

Gíslason, leikara,

en bók um ævi

hans og lífsstarf

við leikhúsin kemur

út á næstunni.

ætt og uppruna, rifjar upp ýms

atriði bernsku og æsku og síðast

en ekki sízt talar hann þar um

störf sín að leiklistarmálum í

fimmtíu og sex ár. Auk þess skrifa

Helga Bachmann, Gunnar Eyj-

ólfsson, Helgi Skúlason, Klemenz

Jónsson og Sveinn Einarsson

hvert sinn kafla um kynni sín af

Val sem listamanni. Ekki má

heldur gleyma að geta þess að

mjög mikið er af myndum í þess-

ari bók, úr sýningum fyrr og nú,

sem hann hefur tekið þátt í.

Valur Gíslason stendur á átt-

ræðu, en hann er jafn tiginmann-

legur í fasi og fyrr, sjentilmaður í

orðsins beztu merkingu, hlédræg-

ur og talar líklega oftast heldur

hljóðar en hærra þegar að honum

Ur Gullna hliðinu. Hlutverk Lykla-Péturs hefur Valur leikið oftar öðrum, en alls mun hann hafa farið með á 4.

hundrað hlutverka á sviði og um 500 í útvarpi, auk þess leikið í 8—10 sjónvarpsleikritum.

ar í Höfn, en ekki rétt meira en

svo á þessum árum. Það var ekki

fyrr en upp úr 1930 sem leiklærðir

menn fara að koma heim. Svo að

við stóðum sjálfsagt meira og

minna svipað að vígi. Ég held, að

árin tíu á eftir frumraun minni

hafi verið lærdómsár, ég hygg, að

ekki hafi verið hægt að kalla mig

sæmilega þroskaðan leikara öllu

fyrr — þótt ég næði stundum

ágætum tökum á því, sem ég var

að fást við. Og víst standa þessi ár

fyrir hugskotssjónum í ljóma og

víst lögðu menn mikið að sér. En

ég held ekki, að ungir leikarar nú

standi sig síður. Ég get verulega

dáðst að því, hvað þeir leggja sig

fram margir hverjir og leggja

mikla alúð við starfið.

Jú, það er rétt. Mér finnst dálít-

ið erfitt að tala um sjálfan mig,"

segir hann og brosir góðlátlega.

„Sumir hafa mikla frásagnargleði,

en hún er ekki öllum gefin. Og

þetta fer eftir upplagi manna og

skaplyndi. Það á sjálfsagt betur

við mig að tjá mig á leiksviðinu.

Og auðvitað eru allar sömu kennd-

ir sem búa í mönnum — við elsk-

um, hötum, finnum til — og þá er

að losa um þær og fá þær til að

birtast í réttu ljósi á leiksviðinu.

Á sviðinu erum við ekki að birta

raunveruleikann — þetta er leik-

hús — en það getur orkað nærri

raunveruleikanum. Og því er mik-

ilvægt að geta losað um tilfinn-

ingar sínar á sviðinu og verið

óþvingaður, og verið trúr því verki

sem maður er að leika hverju

sinni."

Valur kvæntist árið 1938 Lauf-

eyju Árnadóttur, sem komin er

sjálf af leiklistarfólki. Faðir henn-

ar var Árni Eiríksson, sem var

einn helztur leikara í Reykjavík

frá stofnun Leikfélags Reykjavík-

ur. Hún hafði þó ekki mikið af

föður sínum að segja, því að hann

andaðist þegar hún var eins árs.

Aftur á móti, segir Valur, að hún

hafi allar stundir haft áhuga á

leikhúsi og gert sér afar auðvelt

að sinna störfum að leiklistarmál-

um, með því að sýna frá fyrstu tíð

skilning og velvilja öllu því, sem

að leikhúsi laut.

— Svo ferðu upp í Þjóðleikhús

1950 og leikur þar síðan. Var ekki

hald margra, að starfsemi Leikfé-

lags Reykjavíkur myndi þar með

leggjast niður?

„Einstaka raddir heyrðust í þá

átt, en sem betur fór varð ekkert

úr því, eins og fljótlega kom í ljós.

Ég er ekki í vafa um, að það hefur

verið islenzkri leikstarfsemi til

rnikillar gæfu, að Leikfélagið hélt

áfram. Opnun Þjóðleikhússins var

á sínum tíma mikill viðburður og

hefur alla tíð síðan verið mikil

lyftistöng fyrir alla leikstarfsemi

með þjóðinni og aukið áhuga al-

mennings á gildi leiklistarinnar.

Það var gott að fá að leggja þar

hönd á plóg, enda get ég sízt

kvartað undan því, að ég hafi ekki

fengið góð hlutverk. Þú spyrð um

deilur og togstreitu? Það kemur

upp í öllum félögum — í öllum

mannlegum samskiptum. En á æf-

ingum og við störfin hafa deilur

engin áhrif haft. Yfirleitt hefur

samstarfið verið ágætt. Það hefur

stundum sýnzt sitt hverjum, það

gildir ekki bara um leikhúsin,

heldur hvarvetna. Og mér hefur

oft virzt sem leiðindi og ágreining-

ur spretti af lítilvægum misskiln-

ingi, sem má kippa í lag, ef vilji er

fyrir hendi. Sjálfum hefur mér

alltaf liðið illa, ef eitthvað slíkt

hefur verið á sveimi. Mín reynsla

er sú, að leikarar séu yfirleitt mik-

ið indælis fólk og góðir félagar.

Þeir Brynjólfur Jóhannesson og

Indriði Waage hafa af eðlilegum

ástæðum dálitla sérstöðu í huga

mér og þeim er bókin tileinkuð."

— Er hægt að læra að verða

leikari?

„Það er hægt að læra mikið. En

það verður að vera einhver neisti,

sem býr í manninum, sjálfstæður

neisti... Það gerir útslagið."

Texti: Jóhanna

Kristjónsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48