Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22

MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

Þessi mynd var tekin í Reykjavíkur apóteki 1915. Þá var apótekið í húsi, sem stóð við suðvesturhorn Austurvallar.

Ekki er vitað hver er við vigtina, en aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Sören Kampmann, síðar fyrsti lyfsali í

Hafnarfirði, Kristinn Jónsson (Kristinn í apótekinu), Jens Peter Bjerregaard, síðar prófessor við tannlæknaháskól-

ann í Kaupmannahöfn, og Peter Oluf Christensen lyfsali. Afgreiðslustúlkurnar, sem standa í dyrunum eru Ingibjörg

Guðmundsdóttir og Oddný Björnsdóttir.

Lyfjafræðingafélag

íslands 50 ára

eftir Einar Magnús-

son lyfjafræðing

I DAG er Lyfjafræðingafélag

Islands 50 ára, en það var stofn-

að 5. desember 1932 að Hótel

Borg. l>á voru um 10 starfandi

lyfjafræðingar í Reykjavík í fjór-

um apótekum: Iðunni, Ingólfs,

Laugavegs, og Reykjavíkur Apó-

teki. ÞaÖ munu hfa verið þeir

Holger Mikkelsen og Jens

Gunnar Hald, sem voru aðal-

hvatamenn að stofnun félagsins

og sátu þeir í fyrstu stjorn þess,

Holger sem varaformaður og

Jens sem gjaldkeri. Aðrir í

fyrstu stjórninni voru Aksel

Kristensen formaður, sem

seinna var gerður að fyrsta heið-

ursfélaga lyfjafræðingafélagsins

og Óskar B. Erlendsson ritari.

Aöeins einn þessara fyrstu

stjórnarmanna er enn á lífi, dr.

Jens Gunnar llald, sem býr í

Danmörku og getið hefur sér

heimsfrægðar fyrir vísindastörf.

Uppgötvaði m.a. ásamt dr. Erik

Jakobsen, dönskum lækni lyfið

Antabus, sem notað hefur verið

gegn alkóhólisma. í tilefni af 50

ára afmælinu hefur Lyfjafræð-

ingafélag íslands boðið dr. Hald

ásaint konu hans, Hildi Gríms-

dóttur, til landsins, og var hann

útnefndur heiðursfélagi Lyfja-

fræðingafélags íslands í

afmælishófi, sem haldið var í

gærkvöldi.

Upphaflega var Stéttarfélag

lyfjafræðinga, eins og það hét

_J)á, stofnað til að vinna að

samræmingu á ýmsum sviðum

í starfi lyfjafræðinga og gæta

hagsmuna þeirra. Af þeim

málum sem unnið var að á

fyrstu árum félagsins má

nefna: samræmingu fram-

leiðsluforskrifta, vaktaskipt-

ingu lyfjabúða, lífeyrissjóðs-

mál, kjaramál, útgáfustarf-

semi og fræðslumál. Frá því

að félagið var stofnað hefur

það stöðugt eflst og félags-

mönnum fjölgað og eru nú um

160 skráðir félagsmenn. Eftir-

launa- og styrktarsjóður lyfja-

fræðinga var stofnaður 6. júní

1940, en var síðar eða 9. júlí

1956 breytt í lífeyrissjóð apó-

tekara og lyfjafræðinga.

Árið 1946 var fyrst gerð til-

raun til að gefa út tímarit. Hét

það Farmasía — tímarit apó-

tekara og lyfjafræðinga og

kom út í 3 tölublöðum en rit-

stjóri þess var Mattías Ingi-

bergsson. Eftir 18 ára hlé á

blaðaútgáfu árið 1966 var aft-

ur hafist handa um útgáfu

tímarits. Hófst þá útgáfa

Tímarits um lyfjafræði, sem

gefið hefur verið út óslitið síð-

an, 1—3 tölublöð á ári. Fyrsti

ritstjóri þess var Vilhjálmur

G. Skúlason. Árið 1979 hóf

stjórn félagsins útgáfu frétta-

bréfs og sama ár kom út á veg-

um félagsins fyrsti vísir að

Handbók LFÍ. Um nokkurt

skeið hefur verið unnið að út-

gáfu Lyfjafræðingatals, sem

nú mun koma út í tilefni 50

ára afmælisins.

Á þrjátíu og fimm ára af-

mæli félagsins var Menning-

arsjóður lyfjafræðinga stofn-

aður og var ákveðið að úr hon-

um  skyldi  varið  ákveðinni

upphæð til kaupa á tímaritum

og fagbókum. Var það m.a. til

þess að stofnað var bókasafn

félagsins, sem var opnað tveim

árum síðar, í október 1969. Á

síðari árum hafa félaginu bor-

ist ýmsar veglegar bókagjafir,

sem varðveittar eru í bóka-

safninu.

Fyrstu stjórnarfundir í fé-

laginu voru haldnir í lyfjabúð-

unum en síðar í húsnæði

Verslunarmannafélags

Reykjavíkur, í Háskólanum og

í húsnæði BHM. Árið 1969

fékk félagið leigt húsnæði að

Suðurlandsbraut 6 en árið

1978 eignaðist félagið sitt eigið

húsnæði að Öldugötu 4 ásamt

Apótekarafélagi íslands og

Lífeyrissjóði apótekara og

lyfjafræðinga. Þar hefur feng-

ist aðstaða fyrir bókasafn,

minjasafn og skrifstofu fé-

lagsins, en einnig er þar sæmi-

leg aðstaða fyrir minni fundi.

Þá hefur félagið nú á þessu

afmælisári fest kaup á landi

Aksel Kristensen fyrsti formaður

Lyfjafræðingafélags Islands. Mynd-

in er tekin á 35 ára afmæli félagsins,

þegar Aksel var kjörinn heiðursfé-

lagi.

Dr. pharm. Jens Gunnar Hald

undir væntanlegt orlofsheim-

ili. Síðustu þrjú árin hefur fé-

lagið ráðið framkvæmdastjóra

og gegnir Guðríður Einars-

dóttir því starfi nú.

Lyfjafræðingafélag íslands

hefur tekið virkan þátt í sam-

starfi við önnur félög, bæði

hér á landi gegnum Bandalag

háskólamanna og Samtök

heilbrigðisstétta, og erlendis

gegnum Nordisk Farmaceut

Union og Fédération Internat-

ionale Pharmaceutique. Síð-

astliðið sumar stóð félagið

m.a. í þriðja sinn fyrir árleg-

um fundi norrænu lyfjafræð-

ingafélaganna. Þá hefur fé-

lagið átt gott samstarf við

Apótekarafélag íslands um

ýmis málefni, er sameiginleg

eru fyrir alla lyfjafræðinga á

íslandi.

Þau verkefni sem félagið

sinnir nú eru enn sem fyrr

flest tengd hagsmunamálum

lyfjafræðinga, kjaramálum,

útgáfustarfsemi og fræðslum-

álum. Reynt er eftir mætti að

fylgjast með og hafa áhrif á

gerð laga og reglugerða og

nám lyfjafræðinga við háskól-

ann en nú á þessu ári hefst

nám til kandidatsprófs í lyfja-

fræði við Háskóla íslands. Að-

ur var aðeins hægt að Ijúka

aðstoðarlyfj af ræðingspróf i

hér á landi.

Undanfarna áratugi hefur

innlendur lyfjaiðnaður verið á

undanhaldi. Hlutur innlendra

lyfja í heildarverðmæti seldra

lyfja hefur farið minnkandi

með ári hverju. Ýmislegt

bendir þó til þess að nú sé

þessi þróun að snúaast við. Á

árinu 1977 var mörkuð ný

stefna af heilbrigðisyfirvöld-

um, sem leiddi til þess, að far-

ið var að skrá lyf framleidd

innanlands á sérlyfjaskrá.

Flestum ber saman um að

þessi nýja stefna sé rétt, þó að

sumu leyti hafi verið óheppi-

Iega af stað farið og framleið-

endur hafi um of fetað í fót-

spor hver annars. í nóvember

1981 stóð Lyfjafræðingafélag

íslands fyrir ráðstefnu ásamt

Apótekarafélagi íslands um

lyfjaiðnað á íslandi, stöðu

hans í dag og framtíðarhorfur.

Þar kom fram að mikil upp-

bygging hefur átt sér stað í

þessum iðnaði á síðustu árum

og lyfjafræðingar sem við

framleiðslu starfa vel undir

það búnir að hefja sókn í inn-

lendum lyfjaiðnaði.

Uppgangur hefur orðið á

fleiri sviðum lyfjafræðinnar á

síðustu árum en í framleiðsl-

unni. Má þar nefna sjúkra-

Kvistir í lífstrénu

— viðtalsbók eftir Árna Johnsen komin út

„I>ETTA ER SVONA sitt af hverju landshorninu, viðtöl sem

ég hef tekið í gegnum tíðina," sagði Árni Johnsen á blaða-

mannafundi sem bókaútgáfan Örn og Örlygur boðaði til í

tilefni af útgáfu viðtalsbókarinnar „Kvistir í lífstrénu" eftir

Árna. I»að kom fram hjá Árna, að viðtölin hafa verið tekin á

15 ára tímabili og mörg birst áður í Morgunblaðinu. Sum eru

hins vegar ný af nálinni. Svo er til dæmis um viðtölin við

stjórnmálainennina Björn I'álsson á Löngumýri og Hannibal

Valdimarsson.

I bókinni eru 20 viðtöl við eft-

irtalin: Síra Valgeir Helgason,

Gísla á Uppsölum, Jón í Syðri-

Neslöndum, AðaJstein Guðjóns-

son (Alla kött), Sigurð Dav-

íðsson á Hvammstanga, Guð-

finnu Breiðfjörð (Minnu), Björn

á Löngumýri, Einar Gíslason í

Fíladelfíu, Oddgeir Karlsson,

Sigurð í Kiljuholti, Jón Níels-

son, Hannibal Valdimarsson,

Helga S. Eyjólfsson, Ásgeir M.

Asgeirsson (Geira í Sjóbúðinni),

Lárus  í  Grímstungu,  Ágúst

Gíslason (Gústa Guðsmann),

Jóhann Níelsson, Snorra Hall-

dórsson í Húsasmiðjunni, Jón í

Sjólyst og Jens í Munaðarnesi.

I formála bókarinnar segir

m.a.: „Það er nú að mestu Iiðin

tíð að það sé sjálfsagt að menn

fari sínar eigin leiðir í orðum og

athöfnum og þeir einstaklingar

sem ekki binda bagga sína

nákvæmlega sömu hnútum og

samferðamennirnir þykja á tíð-

um kvistir í því lífsmynstri,

lífstré, sem þjóðfélagið hefur

búið okkur. Sem betur fer eru

þó enn til menn, og verða von-

andi um langa framtíð, sem

fara sínu fram, óháðir þrasi um

„verðbólgu og vísitölu á árs-

grundvelli"  —  menn sem eru

Mor^unblaðiö/ Emilía

Frá blaðamannafundinum. Höfundur ásamt einum viðmælenda sinna í bók-

inni, Hannibal Valdimarssyni, fyrrverandi ráðherra.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48