Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

fft0l$jsssHafr$fe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglysingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson
Freysteinn Jóhannsson,
Magnus Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö.
Ákvörðun Geirs
Geir' Hallgrímsson,  for-
maður     Sjálfstæðis-
flokksins, hefur skýrt frá
einni „erfiðustu ákvörðun" á
9 ára formannsferli sínum,
ákvörðun „sem snertir bæði
pólitíska stöðu flokksins og
mína persónulega" eins og
hann orðaði það í setningar-
ræðu    flokksráðs-    og
formannaráðstefnu    sjálf-
stæðismanna  á  föstudag.
Ákvörðun Geirs Hallgríms-
sonar byggist á forsendum,
sem hann hefur haft að leið-
arljósi  allt  frá  því  að  sú
duglausa ríkisstjórn er enn
situr var mynduð í febrúar
1980. Forsendurnar eru þær,
að það er Geir Hallgrímssyni
„metnaðarmál að skilja við
Sjálfstæðisflokkinn  sterkan
og samhentan flokk, og á
þann  hátt,  að  eftirmenn
mínir í forystu flokksins geti
starfað við önnur og betri
skilyrði en þau, sem ég hef
orðið að búa við um skeið."
Geir Hallgrímsson myndaði
ekki neitt pólitískt tómarúm
í kringum formennskuna í
Sjálfstæðisflokknum,    en
rökstuddi þá ákvörðun sína
að sitja áfram sem formaður
og kalla ekki saman lands-
fund fyrr en að loknum kosn-
ingum  meðal  annars  með
þessum orðum: „... að far-
sælla  sé fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að ganga til kosn-
inga undir óbreyttri forystu
og forysta verði valin á ný í
rólegra andrúmslofti en nú
ríkir  í  flokknum  og ríkja
mundi að óbreyttu á næstu
mánuðum, þegar framboðs-
mál og kosningabarátt'an eru
í algleymingi."
Geir Hallgrímsson sagðist
hafa orðið fyrir „áfalli" og
„persónulegum vonbrigðum"
vegna úrslita í prófkjöri
sjálfstæöismanna í Reykja-
vík. Hann benti á þá stað-
reynd, að ýmsir af flokks-
mönnum hafi lagt á það
áherslu að torvelda for-
manni störf með andróðri í
stað þess að snúa skeytum
sínum að andstæðingum
Sjálfstæðisflokksins og bar-
áttunni við þá. „Auðvitað
hefur afleiðingin orðið sú,"
sagði Geir „að erfiðara hefur
verið fyrir formanninn að
sinna höfuðviðfangsefni sínu
og veita flokknum forystu,
efla fylgi hans og takast á
við andstæðinga í öðrum
flokkum." En með flokks-
hagsmuni í huga og ekki út
frá eigingjörnum sjónarmið-
um hefur Geir Hallgrímsson
lýst sig sem formaður reiðu-
búinn til að sitja í sjöunda
sæti á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík
og til að berjast hart fyrir
því að ná kjöri til alþingis úr
því sæti. Geir sagði: „Ég mun
telja það skyldu mína við
Sjálfstæðisflokkinn og það
fólk, sem sýnt hefur mér
mikinn trúnað á 30 ára
stjórnmálaferli, að stuðla að
því að Sjálfstæðisflokkurinn
geti ráðið þeim málum, sem
framtíðina varða, með þeim
hætti, sem hæfir virðingu og
reisn þessarar merku stjórn-
málahreyfingar og sem þjóð-
arnauðsyn krefur."
Eins og lesendur sjá er
meiri alvöruþungi í þessum
orðum Geirs Hallgrímssonar
en menn eiga almennt að
venjast, þegar stjórnmála-
foringjar taka til máls hér á
landi nú á tímum. Það virð-
ist orðið landlægt, að stjórn-
málamenn telji sér sæma að
tala í hálfkveðnum vísum,
ekki síst um eigin stöðu og
framtíðaráform sín. Kjós-
endur hafa alltof oft staðið
frammi fyrir þeim kostum
að þurfa að kaupa köttinn í
sekknum. Hreinskiptni sýn-
ist á undanhaldi fyrir hvers
kyns baktjaldamakki og þeir
eiga oft greiðastan aðgang
að fjölmiðlum sem stunda
pólitísk upphlaup og hrossa-
kaup. Það er til marks um
þetta, að helst sýnist haft á
'móti Geir Hallgrímssyni í
opinberum umræðum, að
hann hefur verið til þess bú-
inn að standa og falla með
sannfæringu sinni.
Það er svo sannarlega
tímabært að draga mörk á
milli þeirra stjórnmála-
manna, sem helga sig póli-
tískri baráttu vegna varð-
stöðu um hugsjónir og hinna
sem líta á hana eins og elt-
ingarleik við ímyndað al-
menningsálit eða kapphlaup
um sem mestar vegtyllur
fyrir sjálfa sig. Það þarf eng-
an að undra, þótt stjórn-
málamenn sem segja eitt í
dag og annað á morgun, vilji
hlut hinna sem minnstan,
sem gera kröfur til þess að
menn séu samkvæmir sjálf-
um sér, hollir hugsjónum
sínum og taki virðingu og
reisn flokks síns framyfir
eigin hagsmuni. Þeir menn
vita svo sannarlega lítið um
hefðir Sjálfstæðisflokksins
eða viðhorf þess fólks, sem
hefur verið burðarás hans
frá fyrstu tíð, er telja, að
sýndarmennska, valdabrölt
og daður við andstæðinga
flokksins séu þeir eiginleik-
ar, sem dugi til þess að njóta
trausts flokksmanna, þegar
til kastanna kemur.
+?????????• »?????????????????????????????
j Reykjavíkurbréf
Laugardagur 4. desember
Herferd á hend-
ur formanni
Eftir að úrslit lágu fyrir í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík, hafa miklar umræður
farið fram um það, hvað valdið
hafi þeirri niðurstöðu sérstaklega,
að Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í
sjöunda sæti. Ýmsar skýringar
hafa verið settar fram, sem lúta
að vinnubrögðum einstakra fram-
bjóðenda í prófkjörinu, svo og því,
að Geir Hallgrímsson sjálfur og
stuðningsmenn hans hafi lítið
haft sig í frammi til þess að
tryggja honum viðunandi útkomu.
Vafalaust er margt sem veldur
og engin ein skýring sem við á um-
fram aðra. Hitt er ljóst, að þessi
úrslit leiða til þess, að menn sjá í
hnotskurn vandamál Sjálf-
stæðisflokksins sl. áratug og verða
óhjákvæmilega til að rifja upp
þær erfiðu deilur, sem hrjáð hafa
flokkinn þetta tímabil, deilur, sem
stuðningsmenn flokksins hafa
sjálfsagt gert sér vonir um, að
heyrðu brátt fortíðinni til.
Hjá því verður ekki komizt, að
líta á þessi úrslit sem ákveðna
niðurstöðu á herferð, sem staðið
hefur yfir í heilan áratug gegn
tveimur formönnum Sjálfstæðis-
flokksins á þessu tímabili og notið
hefur stuðnings manna innan
flokksins og andstæðinga sjálf-
stæðismanna í öðrum flokkum.
Þessi átök hafa verið bundin við
persónu Geirs Hallgrímssonar hin
síðari ár, en því má ekki gleyma,
að þegar þau hófust, beindust
spjótin að Jóhanni heitnum Haf-
stein, sem tók við formennsku
Sjálfstæðisflokksins við lát
Bjarna Benediktssonar 1970.
Herferðin gegn Jóhanni Haf-
stein hófst að marki veturinn
1973, þegar Gunnar Thoroddsen,
núverandi forsætisráðherra, hafði
uppi hótanir um að bjóða sig fram
til formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum gegn Jóhanni, á lands-
fundi vorið 1973. Jóhann Hafstein
var sáttfús drengskaparmaður og
þennan vetur gekk hann til þess
samkomulags við Gunnar Thor-
oddsen, að Jóhann léti af for-
mennsku þingflokks sjálfstæð-
ismanna, en Gunnar var kjörinn
til þess embættis í hans stað.
Nokkrum vikum eftir landsfund
þetta vor veiktist Jóhann Hafstein
og sagði af sér formennsku
Sjálfstæðisflokksins á flokks-
ráðsfundi haustið 1973. Þá tók
Geir Hallgrímsson við, sem gegnt
hafði störfum varaformanns frá
landsfundi 1971, en til þess emb-
ættis hafði hann verið kjörinn í
harðri kosningu milli hans og
Gunnars Thoroddsens.
Herferðin, sem hófst gegn Jó-
hanni Hafstein veturinn 1973, lá
niðri um skeið, sjálfsagt m.a.
vegna mikils pólitísks styrkleika
GeirS Hallgrímssonar á þessum
tíma, en þegar leið á kjörtímabil
ríkisstjórnar hans á árunum
1974-1978 fór að brydda á henni
á ný og var óánægja með stefnu og
störf þeirrar ríkisstjórnar notuð
sem röksemd gegn Geir Hall-
grímssyni. Þegar hér var komið
sögu, slógust fleiri þátttakendur í
förina og mögnuðust átökin um
allan helming eftir mikinn kosn-
ingaósigur Sjálfstæðisflokksins
vorið 1978.
Frá þeim tíma má segja, að Geir
Hallgrímsson hafi legið undir sí-
felldri orrahríð nokkurs hóps
flokksbræðra sinna. Veturinn 1979
féllu þessi átök í þann farveg, að
Albert Guðmundsson bauð sig
fram til formennsku á landsfundi
vorið 1979 og var það í fyrsta sinn,
sem það gerðist í sögu Sjálfstæðis-
flokksins, að mótframboð kom á
landsfundi gegn formanni, sem
gaf kost á sér til endurkjörs. Enn
mögnuðust þessar deilur eftir
stjórnarmyndunina í febrúar 1980.
Óhikað má fullyrða, að hér hef-
ur verið á ferðinni mesti andróður
gegn íslenzkum stjórnmálamanni
áratugum saman og verður helzt
jafnað til aðfararinnar að Ólafi
Thors vegna Kveldúlfsmálsins á
sínum tíma og þess áróðurs, sem
hafður var uppi gegn Bjarna
Benediktssyni fyrir rúmum 30 ár-
um, en munurinn var sá, að þeir
áttu fyrst og fremst í höggi við
pólitíska andstæðinga en Geir
Hallgrímsson hefur orðið að berj-
ast á tveimur vígstöðvum, bæði
við pólitíska andstæðinga og sam-
herja.
Geir Hallgrímsson hefur sýnt
ótrúlegt pólitískt þrek en að lok-
um hlaut aðför andstæðinga
flokksins að bera einhvern árang-
ur og smitaðist inn í raðir sjálf-
stæðismanna einsog átti sér stað,
þegar kratar fóru að hafa áhrif á
afstöðu framsóknarmanna til for-
ystumanna sinna og kommúnistar
ráðskuðust með innri málefni Al-
þýðuflokksins. Þetta er megin-
skýringin á úrslitum prófkjörsins
nú, þótt margt annað komi til og
formennska Geirs Hallgrímssonar
hafi á ýmsan veg verið umdeild.
Viðbrögð Geirs
Hallgrímssonar
„Ég er að hlusta á formanninn,
ég stend með honum," sagði kunn-
ur kaupsýslumaður í höfuðborg-
inni, sem ekki hefur verið sérstak-
ur stuðningsmaður Geirs Hall-
grímssonar, í símtali við höfund
þessa Reykjavíkurbréfs, meðan
útvarpað var í kvöldfréttum í
gærkvöldi, föstudagskvöld, köflum
úr ræðu formanns Sjálfstæðis-
flokksins á flokksráðs- og for-
mannaráðstefnu flokksins. Þessi
munu hafa verið viðbrögð margra
fleiri, sem á hann hlýddu.
Af ræðu Geirs Hallgrímssonar
er ljóst, að hann hefur íhugað
mjög alvarlega þann kost, í kjölfar
úrslita prófkjörsins, að hætta við
framboð í Reykjavík og láta af
formennsku Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur berlega fram í ræðu
hans á fundinum er hann sagði:
„Ég skal fúslega játa, að fyrst eft-
ir úrslit prófkjörsins, þegar per-
sónuleg vonbrigði höfðu yfirhönd-
ina, var slíkur kostur eðlilega í
fyrirrúmi. Tækifæri, afsökun og
skýring gafst til að brjóta blað og
Iétta af sér þeirri byrði, sem for-
mennska í Sjálfstæðisflokknum,
stærsta flokki þjóðarinnar, er
raunar hverjum, sem hana tekst á
herðar. Sú byrði hefur verið meiri
hin síðari ár, þegar ýmsir af
flokksmönnum hafa lagt áherzlu á
að torvelda með andróðri starf
formanns, af ástæðum, sem ég
mun ekki fjalla um hér, í stað þess
að snúa skeytum sínum að and-
stæðingunum og baráttunni við
þá."
l'samtölum við fjölda flokks-
manna undanfarna daga hefur
Geir Hallgrímsson hins vegar
komizt að þeirri niðurstöðu, að
veldi hann þennan kost, mundi •
það hafa margvíslegar neikvæðar
afleiðingar í för með sér fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, enda ljóst, að
stór hópur stuðningsmanna hans
mundi eiga erfitt með að fyrirgefa
flokknum þá framkomu við for-
ínann hans, sem leitt hefði til
slíkrar niðurstöðu. Síðar í ræðu
sinni á flokksráðsfundinum sagði
Geir Hallgrímsson þess vegna:
„Mér er engin launung á því, að ég
hef ekki talið það eftirsóknarvert
fyrir mig persónulega að gegna
formennsku í Sjálfstæðisflokkn-
um hin síðari ár. Hins vegar hafa
aðstæður í flokknum verið með
þeim hætti, að ég hef álitið það
skyldu mína, flokksins vegna, að
gefa kost á mér til endurkjörs og
hef hlotið til þess traust flokks-
manna, nú síðast fyrir einu ári.
Það er mér metnaðarmál að skilja
við Sjálfstæðisflokkinn sterkan og
samhentan flokk og á þann hátt,
að eftirmenn mínir í forystu
flokksins geti starfað við önnur og
betri skilyrði en þau, sem ég hef
orðið að búa við um skeið. Eg vil
ekki skilja við Sjálfstæðisflokkinn
á þann veg, að ágreiningur og per-
sónuleg togstreita ríki áfram í
flokknum.
Ég tel það skyldu mína, að
stuðla að því að flokkurinn geti
tekið ákvörðun um framtíð sína og
forystu í rólegu andrúmslofti, að
kosningum afstóðnum, þegar
ágreiningur stjórnarsinna og
stjórnarandstöðu er úr sögunni."
Þjódarhreyfing
um umbætur í
stjórnmálum
I Sjálfstæðisflokknum hefur um
nokkurt skeið mátt sjá í hnot-
skurn þau persónulegu og póli-
tísku átök, sem sett hafa mestan
svip á þjóðlíf okkar. Þau rista
djúpt. Þau snúast um meira en
persónur. Geir Hallgrímsson er
sterkur fulltrúi þeirrar merku
hefðar, sem Sjálfstæðisflokkurinn
byggir á. í þeirri hefð felst m.a., að
Sjálfstæðisflokkurinn sé það vígi,
sem öldur samtímans brotna á,
málsvari ákveðinna grundvall-
arsjónarmiða í þjóðmálum, sem
ekki mega haggast þrátt fyrir
sviptibylji pólitískrar dægurbar-
áttu.
Á margan hátt hafa þau sjón-
armið um málefnabaráttu og
vinnubrögð í stjórnmálum, sem
Geir Hallgrímsson er fulltrúi
fyrir, átt í vök að verjast um skeið,
þegar yfirborðsmennska fjölmiðl-
anna hefur riðið húsum. Með
prófkjörinu hafa ný vinnubrögð
komið til sögunnar, smölunarvél
einstakra frambjóðenda í stað
hinnar gömlu „flokksvélar", fjár-
magn til að standa undir kostnaði
við skrifstofuhald, starfsmann,
blaðaauglýsingar, pésaútgáfu,
símhringingar o.s.frv., allt þetta
yfirborðskennda hjal, sem m.a.
mátti sjá á síðum Morgunblaðsins
vikuna fyrir prófkjörið, við lítinn
fögnuð forsvarsmanna blaðsins og
takmarkaða ánægju lesenda. Allt
hefur þetta fengið á sig ógeðfelld-
an blæ, með hverju prófkjörinu,
sem við bætist. Stjórnmálamenn
tala oft um umbætur á ýmsum
sviðum þjóðlífsins. Er ekki mestra
umbóta þörf um þessar mundir í
stjórnmálabaráttunni     sjálfri,
vinnubrögðum og sam3kiptum
manna á meðal, innan flokka og
milli flokka? Er þörf á annarri og
sterkari þjóðarhreyfingu en
þeirri, sem beitir sér fyrir róttæk-
um umbótum á vettvangi stjórn-
málanna?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48