Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

25

Prófkjörið

í Nordur-

landi vestra

Prófkjör sjálfstæðismanna í

Norðurlandi vestra um síðustu

helgi er sterk vísbending um, að

slíkar umbætur séu knýjandi.

Með vaxandi undrun fylgdust

menn með þeirri gífurlegu þátt-

töku, sem varð í prófkjöri sjálf-

stæðismanna í þessu kjördæmi.

Sjónvarpið mun hafa sagt í frétta-

tíma, að þátttakan í því jafngilti

því að 24 þúsund manns tækju

þátt í prófkjöri sjálfstæðimanna í

Reykjavík! I prófkjörinu tóku þátt

1851 kjósandi. í síðustu alþingis-

kosningum   hlaut   Sjálfstæðis-

flokkurinn 1606 atkvæði. Frá því

að kjördæmabreytingin var gerð

1959 hefur Sjálfstæðisflokkurinn

einungis einu sinni fengið fleiri

atkvæði en sem nemur fjölda

þeirra, sem nú kusu í prófkjörinu.

Það var árið 1959, fyrir 23 árum.

Einn af frambjóðendum í

prófkjörinu, Jón Ásbergsson, gaf

skýringu á þessari miklu þátttöku

í viðtalí við Morgunblaðið í gær,

föstudag. Hann sagði: „Það er

staðreynd, að á fjórða hundrað

framsóknarmenn og alþýðubanda-

lagsmenn í Húnavatnssýslu létu

hafa sig í að taka þátt í prófkjór-

inu, sem þó er einungis ætlað

stuðningsmönnum Sjálfstæðis-

flokksins."

Jón Ásbergsson er ekki einn um

þessa skoðun. Þannig segir Ragn-

ar Arnalds, fjármálaráðherra,

sem er þingmaður Alþýðubanda-

lagsins fyrir Norðurlandskjör-

dæmi vestra, í samtali við Morg-

unblaðið þennan sama dag: „Ég

held, að það sé á allra vitorði, að

framsóknarmenn, sem eiga þrjá

þingmenn í kjördæminu, voru

ákaflega hræddir við, að sjálf-

stæðismenn byðu fram í tvennu

lagi í þessu kjördæmi, því það

hefði fyrst og fremst komið niður

á þeim. Þeir vildu tryggja að

Sjálfstæðisflokkurinn byði fram í

heilu lagi, þó listinn yrði tvíhöfð-

aður."

Annað vitni um það, sem gerðist

í prófkjörinu í Norðurlandi vestra,

kom einnig fram á síðum Morgun-

blaðsins þennan sama dag, en það

er  Ingólfur  Guðnason,  einn  af

Morpinblaftið/ÓI.K.M.

þingmönnum  Framsóknarflokks-

ins í kjórdæminu. Hann segir:

„Það kunna nú víst fáir skýr-

ingar á því, sem fylgi Sjálfstæðis-

flokksins." Blaðið hefur eftir þing-

manninum: Þá sagðist Ingólfur

sjálfur hafa orðið var við það fyrir

norðan, að menn, hvar í flokki sem

þeir stæðu, hefðu tekið þátt í

prófkjörinu. Ingólfur sagði einnig,

að forystumenn Sjálfstæðisflokks-

ins á Hvammstanga hefðu sagt, að

ekkert væri því til fyrirstöðu, að

hann tæki sjálfur þátt í prófkjör-

inu, „... en ég notaði mér nú ekki

það ágæta boð", sagði hann.

Áfram hefur Morgunblaðið eftir

Ingólfi Guðnasyni: „Ég veit ekkert

um hvaða árangur þetta hefur

borið, en ef maður lítur á nýleg-

ustu niðurstöður, þá verða menn

Morirunblaðið/ÓI.K.M.

að álykta sem svo, að þarna hafi

góðviljaðir menn lagt hönd að."

Loks segir í frétt Morgunblaðs-

ins: Aðspurður um hvað hann

meinti með orðinu „góðviljaður",

sagði hann alla eiga sér kunningja

án tillits til hvar þeir stæðu í

flokki. Ingólfur var þá spurður

eins og Ragnar, hvort hann reikn-

aði með, að þeir framsóknarmenn,

sem tekið hefðu þátt í prófkjörinu,

myndu skila sér í komandi kosn-

ingum. Hann svaraði: „Ég er ekki

að segja að þeir hafi gert það, en

við skulum bara líta á þetta, eins

og ég geri sem gamall bankamað-

ur. Eg hef oft lánað fé og fengið

það gjarnan til baka með skilum

aftur. Hafi verið eitthvað um

framsóknarmenn, sem stutt hafa

þarna að, verð ég nú endilega að

vona, að þeir skili sér." Ingólfur

sagði í lokin: „Ég tel nú, að þarna

sé endanlega búið að ganga frá

nokkru sem heitir prófkjör með

vitleysu sem þessari."

Pálmi Jónsson, landbúnaðar-

ráðherra, hefur í útvarpsviðtali

furðað sig á því, að Morgunblaðið

væri að amast við fylgisaukningu

Sjálfstæðisflokksins í Norður-

landskjördæmi vestra. Ekki skal

standa á Morgunblaðinu að sam-

fagna Pálma Jónssyni, ef þessi at-

kvæði skiia sér til Sjálfstæðis-

flokksins í kosningum til Alþingis.

Hitt er ljóst að svo alvarlegur

vitnisburður hefur komið fram um

það hvernig staðið var að próf-

kjöri Sjálfstæðisflokksins í þessu

kjördæmi, þar sem því er haldið

fram, að stuðningsmenn annarra

flokka hafi í stórum hópum bland-

að sér í málefni sjálfstæðismanna

°g tryggt niðurstöðu, sem ráð-

herrann segir síðan að muni

styrkja sig og sinn málflutning

innan flokks, að miðstjórn Sjálf-

stæðisflokksins hlýtur að taka

þetta mál til sérstakrar rannsókn-

ar. Kjördæmisráð Sjálfstæðis-

flokksins í kjördæminu sjálfu og

stjórn þess geta heldur ekki látið

sem ekkert hafi gerzt og þeir aðil-

ar hljóta að eiga hlut að slíkri

rannsókn. Þá verður að gera þá

kröfu til miðstjórnar Sjálfstæðis-

flokksins, að hún sjái til þess, að

slíkir atburðir endurtaki sig ekki í

þeim prófkjörum, sem framundan

eru og nú hafa verið boðuð í

Vesturlandskjördæmi,     Suður-

landskjördæmi  og  Norðurlands-

kjördæmi eystra.

Prófkjörid

í Vesturlands-

kjördæmi

Athygli hefur vakið, að annar af

þingmönnum Sjálfstæðisflokksins

í Vesturlandskjördæmi, Jósep

Þorgeirsson, hefur ákveðið að gefa

ekki kost á sér til endurkjörs í

prófkjöri flokksins sem framund-

an er í því kjördæmi. Jósep Þor-

geirsson, sem mjög hefur komið

við sögu í málefnum Sjálfstæðis-

flokksins í kjördæminu síðustu

tvo áratugi, hefur ekkert viljað

láta hafa eftir sér um ástæður

þess, að hann hefur tekið þá

ákvörðun, að taka ekki þátt í

prófkjörinu og hætta þing-

mennsku.

Þessi þingmaður hefur skipað

stjórnarandstöðulið sjálfstæð-

ismanna á Alþingi. Hins vegar

hefur hann lagt áherzlu á að halda

friðinn innan kjördæmisins, ef svo

má að orði komast, vegna þess, að

samþingmaður hans, Friðjón

Þórðarson, tók þátt í myndun rík-

isstjórnar Gunnars Thoroddsens.

Vafalaust hefur Jósep Þorgeirsson

gengið út frá því sem vísu að

dómsmálaráðherra mundi fyrir

sitt leyti leggja sitt af mörkum til

þess að sæmileg eining gæti hald-

izt í kjördæminu. Er ástæðan

fyrir ákvörðun Jóseps Þorgeirs-

sonar sú, að þessar vonir háns

hafa brugðizt? Fróðlegt væri að

heyra álit Friðjóns Þórðarsonar á

því.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48