Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 37 Stofnfundur Steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki Stofnhlutafé 30 milljónir króna, 40% í eigu ríkissjóðs og 60% í eigu Steinullarfélagsins, sem er félag heimamanna SauAárkróki, 3. desember. í GÆR var haldinn hér á Sauóár- króki stofnfundur Steinullarverk- smiðjunnar hf., sem er f ram leiðslu fy rirtæki með það markmið að reisa og reika steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki. Stofnhlutafé er krónur 30 milljónir Arsrit Sögu- félags ísfirð- inga 1982 og á ríkissjóður 40% hlutafjár, en Steinullarfélagið hf., sem er undir- búningsfélag heimamanna, 60%. Báðir aðilar hafa ákveðið að auka hlutafé eftir þörfum þannig að hlut- afé verði 30% af endanlegum stofn- kostnaði verksmiðjunnar. Innborgað hlutafé við stofnun er 7,5 milljónir kr. Stjórn félagsins skipa Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri, Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri, Ólafur Friðriksson kaupfé- lagsstjóri, Stefán Guðmundsson vélvirki og Stefán Guðmundsson alþingismaður, tilnefndir af Stein- ullarfélaginu og Jafet ólafsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneyt- inu, tilnefndur af iðnaðarráðherra og Magnús Pétursson hagsýslu- stjóri, tilnefndur af fjármála- ráðherra. Framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar hf. er Þorsteinn Þorsteinsson, rekstr- arhagfræðingur. Á næstunni mun stjórn félags- ins semja við innlendar verkfræði- stofur um hönnun mannvirkja með það í huga að hefja bygg- ingarframkvæmdir næsta sumar. Einnig eru á næsta leyti viðræður við erlenda vélaframleiðendur. Áformað er að framleiðsla hefjist snemma árs 1985. — Kári Timbureiningahús Akurs Stæröir: Bifreiöageymsla 100 fm 33 fm 120 fm 140 fm Ef þú ert aö spá í aö byggja, ættiröu aö athuga húsin frá okkur. Veljum íslenskt. Uppl. í símum 93-2006 og 93-2066 og á skrifstofu okkar. Trésmiðjan Akur hf., Akranesi. Símar 93-2006 og 93-2066. ÁRSRIT Sögufélags ísfirðinga 1982, 25. árgangur, er nýlega komið ÚL Ritið er 176 blaðsíður og ef efni rits- ins má nefna: Fréttabréf af Vesturlandi rituð 1776—1782 af séra Benedikt Páls- syni á Stað á Reykjanesi. Séra Benedikt var bróðir Bjarna land- læknis. Frásögn um surtarbrandsnám í Súgandafirði 1917—18 eftir Sig- urð Thoroddsen verkfræðing. Björgunarafrek í Grunnavík- urhreppi, grein Guðrúnar Guð- varðardóttur. Fiskimið Súgfirðinga eftir Kristján Þorvaldsson. Guðmundur Jónsson frá Kaldá og Upphaf vélbátaaldar hvoru- tveggja eftir Valdimar Þorvalds- son. Úr sjálfsævisögu Einars Jóns- sonar á Suðureyri. Steingrímur Jónsson skrifar tvær greinar, aðra um Arnarnes- vitann og hina um F.A. Löve ljós- myndara og fylgja henni margar myndir frá Vestfjörðum. Eyjólfur Jónsson segir frá nokkrum dánardögum er ekki finnast í kirkjubókum og dregur fram gamlar vegabótaskýrslur og fleira er frá honum komið í þetta ársrit. Stutt ágrip um fiskveiðar er endurprentuð grein Ólafs Olavíus- ar frá árinu 1771, eitt það fyrsta er skrifað var á íslenzku um það efni. Ýmislegt annað efni er í ritinu, sem hefst á minningargrein um Ólaf Þ. Kristjánsson, er var í rit- stjórn ársritsins frá 1964 til ævi- loka og birti þar fjölda greina um söguleg efni og ættfræði. Á kápu er litprentuð mynd af merki Norður-ísafjarðarsýslu og ísa- fjarðarkaupstaðar er notað var á Alþingishátíð 1930. Og á baksíðu er listi með nöfnum þeim er notuð voru á Samvinnufélagsbátana á ísafirði og leitað er höfundar að þeim nafngjöfum. esió reglulega öllum fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.