Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Rætt við kúbanska rithöfundinn Armando Valladares - Nei, nú hef ég ekki frekari þörf til þess ad skrifa meira. Öll þessi ár í fang- elsinu vard ég ad skrifa til þess aö geta þraukað, en nú er þessi þörf horfin. Nú snýst öll mín innri orka um Mörtu og þaö ótrúlega, að við höfum aftur fundið hvort annað. Þannig komst kúbanska skáldið Armando Valladares að orði í viðtali í Paris fyrir skemmstu, en ekki eru liðnar nema fáeinar vikur síðan hann slapp frá Kúbu, þar sem hann hafði verið innilok- aður í fangelsum Castros í 22 ár. Valla- dares er horaður eftir hina löngu fang- elsisdvöl en virðist óendanlega ham- ingjusamur. Að sinni býr hann á gistihúsi í París. Tíma sínum ver hann nú í að vera með konu sinni Mörtu og njóta þess frelsis og þess lífs, sem hann svo lengi hefur mátt vera án. Armando Valladares sést hér á blaðamannatundi í síðastliöinni viku, an þá fór fram kynning á nýútkominni bék hans „Fangi Castros“ á skrifstofu útgefanda í Madrid. Fangelsísvístín drap þörfína til að skrifa Þegar hann er spurður að því, hvernig honum fyndist að koma frá einangrunarklefa í Havana og út í frjálst, iðandi mannlífið í París, svaraði hann: — Það voru að sjálfsögðu geysileg andleg viðbrigði fyrir mig að koma í þá menningu, sem hér ríkir, eins og aliir hljóta að skilja. Fyrst þegar ég gekk hér um göturnar, leið mér eins og manni, sem kemur 500 ár aftur úr öldum. En mér mun aldrei finnast ég vera út undan í þessari menningu né hræddur við hana, því að þetta er mín menning, hin kristna vestræna menning. Hún er sú eina menning, sem gerir mann- inum kleift að skapa, bæði and- lega og efnislega. Hún er ekki fullkomin, en hún ein veitir okkur það tækifæri, sem nauð- synlegt er til þess að fullkomna okkar innri möguleika dag frá degi. Þetta tækifæri fékk ég aldrei í hinu marxíska fangelsi. Eftir að þau tvö komu til Par- isar — Armando Valladares frá Havana og Marta frá Miami í Florida, þar sem hún hefur dval- ið undanfarin ár — hafa þau ýmist búið hjá vinum eins og kúbanska skáldinu Arrabal en að nokkru leyti á gistihúsum. Kaþólskar hjálparstofnanir og Amnesty International hafa að- stoðað þau með ýmis vandamál, sem upp hafa komið og alls stað- ar hafa þau mætt nær ótrúlegri hlýju og vinsemd. — Þegar við göngum um göt- urnar, kemur fólk til okkar og vill fá áð taka í hönd Armandos, segir Marta Valladares. — Stundum vill það ljá okkur allt, sem það á, hús og peninga. Enda þótt franska stjórnin hafi ekki aðstoðað þau fjárhags- lega, síðan þau komu til Frakk- lands, þá hefur hún þó heitið því að leysa öll vandamál, sen snerta nauðsynleg skjöl. Hins vegar hafa þau Armando og Marta ekki enn tekið ákvörðun um, hvar þau eiga eftir að setjast að. Þau hafa fengið tilboð um aðset- ur í Svíþjóið, Venesúela, á Spáni og í Frakklandi. Nú vega þau og meta, hvar þau vilja helzt láta börn sín vaxa upp. Því að börn vilja þau eignast, svo fljótt sem auðið er. Þeim finnst þau hafa glatað allt of mörgum árum nú þegar. Margir fangar eftir Að öðru leyti hafa dagarnir liðið við fréttaviðtöl, því að mitt í takmarkalausri gleði sinni gleyma þau því ekki, að enn eru 330 pólitískir fangar í fangelsum Castros. Það er því um að gera að fá ríkisstjórnir um allan heim til þess að beita áhrifum sínum,- svo að aðrir fangar verði einnig látnir lausir, aðrir, sem líka hafa setið í fangelsi 20—22 ár. handlangari Batista-stjórnar- innar. Arið 1958, þegar bylting Castros reið yfir, vann Valladar- es að vísu á skrifstofu, þar sem ráðnir voru lögreglumenn, en hann leggur áherzlu á, að starf hans hafi aðeins verið fólgið í því að láta hina nýráðnu taka próf í stærðfræði og réttritun. Einu ári eftir byltinguna komst hann líka heiIjL á húfi'>á''gegnum „hreinleikapróf^tíýju stjórnar- innar. Armando Valladares meö konu hafði verið látinn laus frá Kúbu. Valladares ber merki Sam- stöðu, samtaka pólsku verka- lýðsfélaganna í jakkabarminum og hefur ríkan áhuga á því, hvernig Lech Walesa gangi, en sá síðarnefndi sendi honum ein- mitt fyrir nokkru margar mynd- ir frá Samstöðu með eiginhand- ar kveðjum sínum. Hálft lífið glatað Það var hinn 27. desember 1960, sem hinn 23 ára gamli stúdent og bankastarfsmaður Armando Valladares, sem í frí- stundum sínum skrifaði fyrir stúdentablað, var handtekinn af lögreglu Castros, ásakaður um að vera hryðjuverkamaður og sinni Mörtu í París, oftir að hann Þá fannst ekkert ámælisvert í ferli Valladares. En smám sam- an fylltist hann efasemdum varðandi stefnu Castros og lét það stundum heyrast, hvað hann meinti pieð þeim afleiðingum, að hann var handtekinn og í janúar 1961 og dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir „glæpi gegn ríkinu". Síðar var dómurinn styttur nokkuð, þannig að það átti að láta hann iausan 1986, ef ekki hefðu á óvænt komið til utanaðkomandi áhrif einkum frá Mitterand Frakklandsforseta, sem varð til þess, að Valladares var látinn laus í síðasta mánuði. Sjálfur vill Valladares ekki lýsa aðstæðunum í fangelsinu nú og vill yfir höfuð ekki ræða um stjórnmál, enda þótt hann tali um sjálfan sig hvað eftir annað sem sannfærðan andkommún- ista. Ástæðan fyrir því, að hann kýs að hafa ekki hátt um stjórn Castros, er sú, að fjölskylda hans — móðir, systir, maður hennar og móðir hans — eiga að fá að fara frá Kúbu bráðlega. Hryllilega út- hugsuð meðTerð Þegar ljóð Valladares í „Fangi Castros", sem smyglað var í hlutum út úr fangelsinu, eru les- in og hlustað hefur verið á vitn- isburði annarra um, hve hrylli- lega úthugsaða, ómannúðlega meðferð Valladares og meðfang- ar hans hafa mátt þola, þá virð- ist það kraftaverk að sjá Valla- dares eins og hann lítur út nú. Því að árum saman var hver dagur hans og meðfanga hans fullur af yfirheyrslum, svipu- höggum og barsmíðum, blæð- andi sárum og þvinguðum „hungurverkföllum", sem gerðu þá lamaða í lengri eða skemmri tíma eða jafnvel fyrir fullt og allt, kuldi, algjör einangrun, martröð og vitfirring. Valladares er að vísu horaður maður, en yfirbragð hans er ótrúlega rólegt, eftir allt það, sem hann hefur mátt þola og það er ekki eitt grátt hár í miklu dökku hári hans. Eftir útlitinu að dæma virðist hann vera mun yngri en 45 ára. Handahreyf- ingar hans sýna engan vott um taugaspennu né heldur æsinga- laus rödd hans og hann forðast öll hatursyrði út af því, sem hann hefur mátt þola en horfir vonglaður til framtíðarinnar. Fann ekki til haturs — Ég á minn Guð, segir hann, því að það var trúin, sem hélt honum uppi og hann hélt æ fastar í trúna, er hann fann að þjáningarnar og vonleysið voru að ná yfirhöndinni. Valladares verður síðan tíðrætt um, hvernig hann geti hagnýtt reynslu sína til þess að hjálpa öðrum, sem þjást, við að finna Guð. — Það er þetta, sem skiptir mestu máli fyrir mig og væru dýrmætustu launin fyrir fórnir þessara ára, segir hann. Þegar hann er spurður að því, hvernig honum tókst að koma í veg fyrir, að hatrið og beizkjan næðu yfirhöndinni, svarar hann: — Fyrsta daginn í fangelsinu tók ég þá ákvörðun að láta hatr- ið ekki ná tökum á mér, því að hatrið eyðileggur þá manneskju, sem það nær valdi yfir. Marta var 14 ára Það var árið 1961, að Marta hitti Valladares fyrsta sinni, en hann hafði þá afplánað um eitt ár af fangelsisdómi sínum. Átta árum síðar fengu þau leyfi til þess að gifta sig í fangelsi í Hav- ana. En þau 13 ár, sem síðan eru liðin, hafa þau yfir höfuð ekki séð hvort annað, enda þótt þau hafi einstaka sinnum getað sent hvort öðru merki um, að þau væru á lífi. Á þessum árum hef- ur Marta ferðast um heiminn þveran og endilangan í því skyni að fá alþjóðlegan stuðning til hjálpar manni sínum. Meðal annars fór hún til Noregs í þessu skyni í fyrra. Þegar fréttin barst, að Castro hygðist sem persónulegan vinargreiða við Mitterand Frakklandsforseta láta Valladares lausan, þá ætlaði hún varla að trúa því og það er ekki örðugt að gera sér í hugar- lund þann hafsjó tilfinninga sem gengur yfir þau nú, er þau hafa hitzt á nýjan leik eftir 13 ára aðskilnað. Þau ætla Iíka sem allra fyrst að fá kirkjulega vígslu. Ekki lamaður lengur Það kom henni gleðilega á óvart, að Valladares var ekki lengur lamaður á fótum, en hann lamaðist eftir hungurverkfall 1974. Hann var lamaður í 7 ár og sum ljóðanna í ljóðasafni hans „Fangi Castros" bera vitni um örvæntingarfulla þrá til þess að geta gengið aftur: „Ó, lánaðu mér fætur þína, aðeins eitt augnablik," segir í einu ljóða hans. En árið 1981 var hann skyndilega settur í einangrun- arklefa og látinn gangast undir umfangsmiklar æfingar, sem leiddu til þess, að hann fékk smám saman mátt í fæturna á nýjan leik, án þess að umheimin- um væri skýrt frá því. Kúbönsku yfirvöldin sögu bara, að Vallad- ares væri ekki lamaður, en væri einungis með uppgerð. Sjálfur harðneitar hann öllum slíkum fullyrðingum. Sjö ára lömun væri nógu mikið mótlæti til þess. Þegar Valladares er spurður að því, hvernig hann hyggst nota tímann í framtíðinni, svarar hann: — Fyrst ætla ég að lesa allar þær bækur, sem mér var meinað að lesa þessi 22 ár en samtímis ætla ég að gera allt, sem ég get til þess að hjálpa þeim, sem enn sitja í fangelsi á Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.