Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982
45
Kí'vin Keegan skorar hér eitt dýrmætasta mark sitt fyrir félagið. Var það sigurmarkið (3:2) í fyrri úrslitaleik UEFA-keppninnar 1975—76. Hinn danski
markvörður Jensen átti ekki möguleika á að verja vítaspyrnu Keegans. Þetta er einhver mest spennandi leikur sem fram hefur farið á Anfield. Liverpool var
undir í hálfleik (0:2) en náði að knýja fram sigur.
slitaleikinn í Evrópukeppni meist-
araliða vorið 1977. Að slíkur fjöldi
skyldi fylgja liðinu alla þessa leið
var með ólíkindum og minnti
Ólympíuleikvangurinn helst á
Anfield meðan á leiknum stóð.
Áhangendur Liverpool eru löngu
heimsþekktir fyrir góða hegðun —
nokkuð sem ekki er algengt hjá
öðrum enskum félagsliðum. „The
Kop" eru þeir kallaðir, eldheitustu
Liverpool-aðdáendurnir, sem ætíð
eru fyrir aftan annað markið á
Anfield. Þar er gaman að standa
og kynnast andrúmsloftinu, taka
þátt í gleði fólksins er vel gengur
(það er ekki svo sjaldan) og sleppa
sér við söng, hróp og köll eins og
hinir. Sá er þetta ritar var svo
heppinn að verða þessarar lífs-
reynslu aðnjótandi, og ekki spillti
fyrir að leikið var gegn Manchest-
er United í einum af úrslita-
leikjum viðkomandi keppnistíma-
bils. Stemmningin var ólýsanleg
enda rúmlega 46.000 áhorfendur á
vellinum.
Líf fólksins — stórs hluta hinna
almennu borgara — snýst um
knattspyrnu og aftur knattspyrnu.
Fólk þettar stritar til að eiga fyrir
salti í grautinn og aðgöngumiðum
á knattspyrnuleiki. Áhugi fyrir
íþróttinni er óvíða meiri en ein-
mitt í Liverpool, og rígur milli
stórliðanna tveggja — Everton og
Liverpool — geysilega mikill.
Fræg nöfn
Keegan, Dalglish, Clemence.
Allir þeir sem nú fylgjast með
ensku knattspyrnunni kveikja
strax á perunni þegar þessi nöfn
eru nefnd. Einhverjir frægustu og
bestu leikmenn sem Bretar hafa
eignast og allir hafa þeir leikið
með Liverpool, og Dalglish gerir
það auðvitað enn. En þegar nefnd
eru nöfn eins og Liddell, Stubbins
og Scott er hætt við að standi í
mönnum. Billy Liddell, Albert
Stubbins og Elisha Scott héldu
merki félagsins á loft hér á árum
áður og voru ekki minni stjörnur
þá en hinir þrír fyrrnefndu eru í
dag. Liddell og Stubbins voru
helstu stjörnur liðsins á þeim
tíma sem Paisley lék með því en
Scott, sem var stórgóður mark-
vörður, „sá besti sem ég hef nokk-
urn tíma séð," sagði John W.
Smith, núverandi forseti félagsins
einhvern tíma, var upp á sitt besta
er liðið varð meistari fyrstu árin
eftir heimsstyrjöldina fyrri.
Margir nafntogaðir leikmenn
hafa leikið með félaginu í gegnum
tíðina og of langt mál yrði að
skrifa um hvern þeirra.
Ray Clemence var ekki óvanur að „halda hreinu" á meðan hann lék með
Liverpool. Hann hefur haldið hreinu í rúmlega 330 leikjum á ferli sínum.
Tommy Smith hafði ærna ástæðu til að fagna eftir úrslitaleikinn í Róm 1977.
Hann skoraði eitt markanna og var það hans eina mark á keppnistímabilinu
— og leikurinn hans 600. fyrir Liverpool.
En hjá því verður ekki komist
að nefna nokkra þeirra. Frægast-
ur allra er líklega Kevin litli
Keegan sem kom til félagsins
skömmu fyrir úrslitaleik bikar-
keppninnar 1971. Liðið tapaði þá
fyrir Arsenal 2:1, og fylgdist
Keegan með leiknum. í upphafi
næsta keppnistímabils var hann
kominn í aðallið félagsins og í
fyrsta leiknum — gegn Notting-
ham Forest á Anfield — skoraði
hann sitt fyrsta mark. Næstu ár á
eftir var Keegan jafnan aðalmað-
urinn í liðinu og unnust ófáir titl-
ar á þessum tíma. Keegan fór síð-
an til Hamburger SV í Þýskalandi
sumarið 1977 — eftir að Liverpool
hafði tryggt sér sigur í Evrópu-
keppni meistaraliða í fyrsta
skipti. Hann átti mikinn þátt í að
bikarinn náðist til Anfield og
segja má að hann hafi yfirgefið
félagið er það var á hátindi frægð-
arinnar. Eða hvað? Síðan þá hefur
þessi bikar tvívegis unnist og er
Liverpool komið í hóp örfárra liða
sem þeim áfanga hafa náð. En
hvað um það, Keegan átti Liver-
pool mikið að þakka fyrir að gefa
honum það tækifæri sem hann
fékk á knattspyrnuvellinum, og
Liverpool átti honum mikið að
þakka fyrir hans framlag — og
þátt hans í velgengni félagsins.
„Hvað er það, sem..."
Varla er hægt að minnast á
Kevin Keegan án þess að minnast
á John Toshack. „Keegan-Tosh-
ack"-dúettinn var nær óstöðvandi,
og oft og tíðum var sem einn heili
væri að verki er þeir unnu saman.
Keppnistímabilið 1975—76 var
þeirra besta og þá varð svohljóð-
andi gáta til: „Hvað er það sem
hefur fjóra fætur og skorar
mörk?" Svarið liggur í augum
uppi, auðvitað: „Keegan og Tosh-
ack."
Er Keegan ákvað að fara frá fé-
laginu fór hrollur um marga
stuðningsmenn þess, og þeir hugs-
uðu með sér að enginn möguleiki
yrði að finna mann í hans stað. En
Bob Paisley lét ekki að sér hæða
frekar en fyrri daginn. Allir vita
nú hver útkoman varð, en er
Kenny Dalglish kom til Anfield
frá skoska liðinu Celtic efuðust
margir um ágæti hans. Fljótlega
fékk Dalglish þó þessa menn til að
hætta að efast um ágæti sitt því
byrjun hans hjá félaginu var væg-
ast sagt stórkostleg. Á sínu fyrsta
keppnistímabili skoraði hann 31
mark — þ.á m. sigurmarkið í úr-
slitaleik Evrópukeppni meistara-
liða, er liðið varði titilinn sem það
f°0TBALLCl.UB
Sigurvegarar í 1. deild:
1900—01, 1905—06, 1921—22,
1922—23, 1946—47, 1963—64,
1965—66,         1972—73,
1975-1976,        1976-77,
1978—79, 1979—80, 1981—81
(Liverpool hefur oftast allra liöa
orðið Englandsmeistari — 13
sinnum). Liðið hefur sex sinnum
lent í öðru sæti í deildinni:
1898-99, 1909-10, 1968-69,
1973—74, 1974—75 og
1977-78.
2. deild, sigurvegarar:
1893—94, 1895—96, 1904—05,
1961-62.
FA-bikarinn, sígurvegarar:
1965 og 1974. í öðru sæti:
1914, 1950, 1971 og 1977.
Deildarbíkarínn, sigurvegar-
ar: 1981 og 1982. í öðru sæti:
1977—78. (Bikarinn er nú kall-
aöur Mjólkurbikarinn). Þátttaka
í Evrópukeppni meistaraliöa:
1964-65,         1966-67,
1973—74, 1976—77 (sigurveg-
ari) 1981—82 (liðið er komið Í3.
umferð).
Evrópukeppni bikarhafa:
1965-66 (2. sæti), 1971-72,
1974—75. Fairs Cup (seinna
nefndur UEFA Cup): 1967-68,
1968-69,         1969-70,
1970-71, UEFA Cup:
1972—73       (sigurvegari),
1975—76 (sigurvegari).
Super Cup: 1977 (sigurveg-
ari), 1978.
Heimsmeistarakeppni fé-
lagsliða: 1981 (2. sæti).
Stærsti sigur: 11—0 gegn
norska liðinu Strömsgodset í
Evrópukeppni bikarhafa, 17.
september 1974, á heimavelli.
Stærsta tap: 1—9 gegn
Birmingham í 2. deild,
1895-96.
Flest stig í deildarkeppninni:
68 stig í 1. deild 1978—79 (var
met þar til farið var að gefa 3
stig fyrir sigur). Liðið á einnig
metið eftir það: 87 stig.
Flest mörk á einu tímabili:
106Í2. deild 1961—62.
Markahæsti leikmaður á einu
tímabili: Roger Hunt, í 2. deild
1961—62.
Flest mörk í allt: Roger Hunt,
245, 1959—69
Flestir landsleikir: Emlyn
Hughes, 59 landsleikir fyrir
England (í allt lék hann 62
landsleiki).
Flestir deildarleikir: lan Call-
aghan, 640, 1960—78.
Mesta upphæö fengin fyrir
sölu leikmanns: 500.000 pund
fyrir Kevin Keegan frá Ham-
burgerSV íjúní 1977.
Mesta upphæð greidd fyrir
leikmann: 900.000 pund til
Brighton fyrir Mark Lawrenson í
ágúst 1981.
Framkvæmdastjórar     eftir
seinna stríð: George Key, Don
Welsh, Phil Taylor, Bill Shankly
og Bob Paisley.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48