Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 sleppti hann þeim, hrækti á gólfið fyrir framan mig og arkaði leiðar sinnar. „En indælt," hugsaði ég með mér. Ég hafði lent í því að „gert var“ í vasann hjá mér þar sem ég stóð í „The Kop“ og fylgdist með leik, en þar var a.m.k. beðist af- sökunar. „Fyrirgefðu ... ég var al- veg í spreng." Liverpool liðið átti að koma til borgarinnar á þriðjudegi, og þetta var á sunnudegi. Ég ákvað því að eyða tíma mínum í það að skoða hinn risastóra leikvang San Siro. Ég komst að því að þar var verið að leika og keypti mér því miða inn á völlinn." Síðan segir hann frá því, að þeg- ar leiknum lauk hafi nánast dimmt yfir vellinum, því þúsund- um lítilla bréfmiða hafi verið hent ofan af þaki stúkunnar. Hirti blaðasnápurinn einn þar sem hann hélt hann vera auglýsingu frá einhverjum skemmtistaðnum í borginni. En annað kom á daginn. Einn af aðdáendaklúbbum Inter Milan hafði látið prenta þessa miða og á þeim var því haldið fram að liðið sem von væri á til borgarinnar samanstæði af mönn- um sem ofurseldir væru eit- urlyfjum. „Leikmennirnir nota eiturlyf og áhangendur liðsins verða svo drukknir að þá þarf að bera frá leikvelli á börum." Þessar ásakanir voru svo alvar- legar að ég fékk málaprófessor til að þýða þetta orðrétt. Síðan er liðið kom til borgarinn- ar var gerður aðsúgur að leik- mönnum, Iýðurinn hrækti á lang- ferðabifreiðina sem liðið var í og veifaði fánum með áletrunum eins og „Eiturlyfjaneytendur" og „Liv- erpool — eiturlyfjaliðið". Þannig var mestallur tíminn sem dvalið var á Ítalíu og allt var brjálað á vellinum er leikurinn fór fram. ít- alirnir komust áfram í keppninni Oft hefur gengið mikið á í leikjum erkifjendanna Liverpool og Everton í gegnum árin. A myndinni er Emlyn Hughes að skora gegn Everton á Goddison Park árið 1969, og er varla hægt annað en að vorkenna Everton- leikmanninum sem Hughes riðlast á. liðið fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Fyrri leikinn vann enska liðið á heimavelli sínum með þremur mörkum gegn engu, en tapaði síðari leiknum 0:3. I bók- inni sem áður var vitnað í, „Liv- erpool — Champions of Europe", segir Leslie Poole, blaðamaður Daily Express, frá dapurlegri reynslu sinni frá ferðinni til Ítalíu. Gefum honum orðið: „Ég flaug frá London ... beint til móts við það mesta hatur á einu knattspyrnuliði sem ég hef kynnst á ævinni. Strax á flugvellinum gerði ég mér ljóst að baráttan var þegar hafin. (Þess má geta að Poole kom til borgarinnar nokkrum dögum á undan liðinu og áhangendum þess.) Burðarmaður tók töskur mínar en um leið og ég sagði hon- um að ég væri frá Liverpool en leikmenn Liverpool sátu eftir með sárt ennið, en mikla reynslu í því hvernig ferðir til annarra landa geta verið. Síðan þetta var hefur Liverpool farið ótal ferðir til þátttöku í Evr- ópuleikjum enda liðið leikið í ein- hverri Evrópukeppnanna stans- laust síðan 1964, eða í 18 ár sem telst að sjálfsögðu frábær árang- ur. Hægt væri að skrifa heilmikið til viðbótar um þetta sigursælasta lið allra tíma á Bretlandseyjum, en sennilega er brátt mál að linni. Sigurganga þessa félags hefur verið með ólíkindum undanfarinn áratug og rúmlega það og ekkert virðist benda til þess að lát verði á þeirri sigurgöngu í náinni framtíð. Eða eins og Shankly sagði: „Liver- pool var byggt til að standa að eilífll. endursagt og samantvkiA og (>uA má vita hvað: — SH. Þessi mynd er tekin í leik vid Burnley í apríl 1950. Er hún merkileg fyrir það að Bob Paisley — núverandi framkvæmdastjóri félagsins er á henni. Er hann annar frá vinstri í hvítri skyrtu. hafði náð í Róm árið áður. Og því- líkt mark. Einn blaðamaðurinn líkti afreki Dalglish er hann skor- aði markið við það ef golfleikari setti niður pútt af 40 feta færi. Ekki slæm samlíking. Hann fékk góða sendingu frá Graeme Souness — sem einnig var á sinu fyrsta tímabili hjá Liver- pool — og í stað þess að skjóta strax á markið eins og margur hefði gert, beið hann sallarólegur eftir því að markvörðurinn Jensen væri kominn úr jafnvægi, og sendi knöttinn síðan snilldarlega yfir hann í fjærhorn marksins. Þeir þrír framherjar sem hér er getið eru allir frábærir leikmenn — hver á sinn hátt, og margreynd- ir landsliðsmenn. I herbúðum Liv- erpool eru nú fjölmargir lands- liðsmenn, og hafa verið á undan- förnum árum, en engu að síður hefur margoft verið hamrað á því að engar „stjörnur" séu hjá félag- inu. A.m.k. ekki í þeirri merkingu að það séu leikmenn sem vinni leiki upp á eindæmi, heldur felist styrkleiki liðsins fyrst og fremst á sterkri liðsheild, „Liver- pool-véIinni“ svokölluðu. Þegar vélin sú fer almennilega í gang er hún illviðráðanleg og oft nánast óviðráðanleg. vélarinnar. „Það er kviknað í!“ hrópaði ég upp yfir mig. Fólk mændi í ofvæni út um glugga vél- arinnar til að sjá hve mikill eldur- inn væri og ég fullyrði að hjartað í mér stöðvaðist í nokkrar sekúndur — þar til einhver gáfaðri en ég — og minna drukkinn — gerði sér ljóst að alls ekki var kviknað í heldur var hér um að ræða reyk frá gosinu. Þegar við vorum lentir þurfti ég nauðsynlega að bregða mér á af- vikinn stað, en þar sem hótelið var nálægt flugvellinum og ekkert stoppað á leiðinni varð ég að bíða. Ér á hótelið kom flýtti ég mér að næla í lykilinn að herbergi mínu og gerði þarfir mínar. En þá lenti ég í meiriháttar vandræðum: hvernig átti að sturta niður á ís- lensku klósetti? Ég sá þrjá hnappa fyrir framan mig — en engin keðja eða handfang. Ég ýtti á einn þessara hnappa, og viti menn, ís- kalt vatn gusaðist úr sturtunni fyrir ofan mig. Bað hefði að vísu verið vel við hæfi á þessum tíma — en þar sem ég var alklæddur og auk þess með ferðatösku í hend- inni var þetta ekki mjög heppilegt. I annað sinn á örfáum klukku- stundum gerði ég mig svo að fífli þegar ég hljóp sem fætur toguðu Billy Liddell, framherjinn frábæri sem lék með Liverpool á sama tíma og Bob Paisley lék tvisvar fyrir lið Bretlands gegn liði skipuðu mönnum frá öðrum löndum Evrópu. Hann heilsar hér hinum fræga Puskas, sem var fyrirliði andstæðinganna. „Eiturlyfjaneytendur“ Er Liverpool lék gegn Inter Mil- an frá Ítalíu vorið 1965 í undan- úrslitum keppni meistaraliða varð ísland Liverpool hefur marga hildi háð í Evrópukeppninni og hafa þar skipst á skin og skúrir eins og verða vill. Eins og áður kom fram hófst Evrópuævintýri félagsins í Reykjavík gegn KR. Við skulum grípa niður í bókina „Liverpool — Champions of Europe" þar sem Mike Ellis, blaðamaður The Sun, segir frá þessari fyrstu ferð Liv- erpool í Evrópukeppninni. „Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Borið saman við ferðina til Rómar, sem farin var í beinu þotu- flugi frá Liverpool, var ferðin til Islands næsta frumstæð. Frá Rimgway héldum við til Prest- wich-flugvallar í Skotlandi — það- an var flogið til Renfrew þar sem vélin til Reyjkavikur (!) var tekin. Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart, en blaðamenn eru stundum gjarnir á að fá sér aðeins neðan í því til að slaka á og róa taugarnar — og í þessu flugi til íslands var engin undantekning gerð. En ég var óvanur að fljúga á þessum ár- um — og það ásamt áfenginu gerði ferðina lítt skemmtilega fyrir mig. Mér var ekki kunnugt um að fyrir sunnan ísland var eldgos í fullum gangi á þeim tíma sem við fórum þangað og hafði flugstjóri vélarinnar tilkynnt að hann flygi yfir gosið þannig að fólk gæti virt það fyrir sér. Ég hafði misst af þessari tilkynningu hans og varð því meira en lítið hverft við er við flugum yfir eyna, sem seinna var nefnd Sertsey (!), því mér datt fyrst í hug að kviknað væri í væng „Hvað er það sem hefur fjóra fætur og skorar mörk?“ Hér fagna Keegan og Toshack innilega eftir að enn eitl markið var orðið að veruleika. niður í anddyri, í öllum fötunum og rennandi blautur, til að vara hina við hættunni sem því fylgdi að fara á klósettið á Islandi." Úrslit leikjanna urðu svo eins og við var búist — íslensku áhuga- mennirnir höfðu ekki mikið erindi í Englendingana og þeir unnu stórt í báðum leikjunum — 5:0 í Reykjavík og síðan 6:1 á Anfield.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.