Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982
47
HVER BOKIN
ANNARRI VANDAÐRI OC BETRI!
Þorgils gjallandi
Ritsaf n l
Þorgils gjallandi er skilgetið af kvæmi
menningarbyltingar Suður-Þingeyinga í
lok 19. aldar og sögur hans framlag til
þeirrar hugsjónar, að hamingja manna
og dýra væri innan seilingar ef umhverfi
þeirra væri bætt. Þetta er fyrsta bindið
í þriggja binda útgáfu okkar á ritum
Þorgils gjallanda og hefur að geyma
dýrasögur, erindi og greinar, auk langrar
ritgerðar Þórðar Helgasonar um skáldið,
verk hans og þær móttökur sem þau
hlutu hjá samtimamönnum.
Faðir minn —
Skólastjórinn.
Fimmtán þættir um þjóðkunna og
mikils virta skólamenn, sem hafa haft
ómetanleg og varanleg áhrif í uppeldis-
og fræðslumálum þjóðarinnar. Þættirnir
eru skráðir af börnum þeirra, og flettast
inn í frásögnina lýsingar á heimilisbrag
og fjölskyldulífi, sem og öðrum þáttum
í lifi þessara miklu fræðara, sem margir
voru athafnasamir og mikilvirkir á öðrum
sviðum. Áður eru komnar út hliðstæðar
bækur um lækna, bændur, skipstjóra og
presta.
3^
Benedikt Gröndal
Rit II
Gröndal var einn afkastamesti og
skemmtilegasti rithöfundur okkar. í
þessu öðru bindi rita hans er gullfalleg
Gröndalsminning eftir skáldkonuna
Huldu, ritgerðir Gröndals, blaðagreinar
og bréf. Gröndal var ólatur bréfritari og
skrifaðist á við fjölda manna, innlenda
og erlenda, og eru bréf hans full af fjöri
og gáska. Fyrsta bindi rita Gröndals kom
út í fyrra og hefur að geyma kvæði,
sögur og leikrit, en í lokabindinu verður
ævisagan Dægradvöl og Reykjavík um
aldamótin 1900.
Einar Guðmundsson
Þjóösögur og þættir II
Einar Guðmundsson kennari er einn
afkastamesti síðari tíma manna við
söfnun og varðveizlu þjóðlegs fróðleiks.
í þessu safni hans eru sögur, ævintýri
og kveðskapur hvaðanæva að af
landinu. Einar er orðhagur vel og hefur
frábært vald á íslenzku máli og er auk
þess ágætlega snjall sögumaður. Þetta
safn hans er góður viðauki við þjóð-
sögur og þætti annarra safna og mun
mörgum aufúsugestur.
r*~&'
Skúli Guðjónsson frá
Ljótunnarstöðum
Hver liðin stund er lögð í
sjóð
Þessir minningaþættir eru fádæma
skemmtilegir. Skúli segir frá barnaskóla-
námi sínu, en kennari hans þar var
Arndís Jónsdóttir, sem þekktari er sem
„Elskan hans Þórbergs." Hann segir frá
Samvinnuskólaárum sínum, kennurum,
nemendum og öðru gáfufólki, sem hann
kynntist, Borðeyrardeilunni, pólitískum
hræringum heima í sveitinni á tima
Finnagaldursins o.fl. Töfrar máls og stils
eru með þeim hætti, að þessi bók verður
lesin aftur, aftur og aftur.
Guðmundur Jörundsson
sýnir og sálf arir
Farsæll skipstjóri og útgerðarmaður
segir frá sérstæðum þætti ævi sinnar,
m.a. draumamanni, sem vitjaði hans
fyrst 17 ára gamals og hefur fylgt honum
æ siðan og um margt haft áhrif á líf hans
og lífsviðhorf, visað honum á fengsæl
mið og skip i sjávarháska, veitt honum
þá lifsfyllingu og fögnuð, sem því er
samfara að bjarga lífi nauðstaddra sjó-
manna. — Atburðir, sem hér er sagt f rá,
eru ekki aðeins dularf ullir, mörgum mun
þykja þeir óskiljanlegir.
Gils Guðmundsson
Frá ystu nesjum lll
Lokabindi þessa fróðlega og
skemmtilega safns vestfirskra þátta.
Hór eru m.a. þættir um ögurbændur,
Bændur í Önundarfirði, Ætt Guðmundar
á Selabóli, Goðafoss-strandið 1916 og
björgunarafrek Látramanna, Útveg Arn-
firðinga á ofanverðrí 19. öld, Sighvat
Borgfirðing og löng ritgerð höfundar um
Ólaf Þ. Kristjánsson. Fyrri bindi ritsins
eru enn fáanleg.
GIISGUÐMUNDSSON
Í

Einar Benediktsson
Ritgerðir
Þetta safn sem hór birtist er úrval með
helztu ritgerðum eftir Eínar Benedikts-
son um þau efni, sem hann lét sig
einkum varða, og þar sem sérkennilegur
still hans kemur bezt í Ijós. Þar á meðal
eru greinar hans um íslenzk Ijóðskáld í
Dagskrá, einhver fremsta gagnrýni, sem
skrifuð hefur verið á íslenzku.
Við höfum áður gefið út Ljóðasafn
I—IV og Smásögur eftir Einar Bene-
diktsson, en þessi 6 bindí eru vandað-
asta og handhægasta útgáfa á ritum
skáldsins, sem hér hefur verið gefin út.
Sigurður A. Friðþjófsson
Heimar
Þetta er höfundur, sem vert er að
kynnast. Þessi bók hans er ekki skáld-
saga í venjulegum hefðbundnum skiln-
ingi, — snertipunktar hennar eru jafnt í
raunveruleika og draumi, þjóðsögu og
ímyndun, — en hún mun vekja athygli.
Þetta er sagan af Ágústi, ungum
manni af hernámsárakynslóðinni. Hann
er áttavilltur í tilverunni, taldi sig geta
beygt lífið að eigin geðþótta, en er
reynslunni ríkari í sögulok.
rmiwuroouni
/tmm
ÆVISKRÁR
SAMTÍOARMANNA
A - H
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE
Torfi Jónsson
Æviskrár
samtíðarmanna a—h
Æviskrár samtiðarmanna verður
þríggja binda rit. Þar verða æviskrár 5-6
þúsund núlifandi íslendinga, sem gegnt
hafa eða gegna meiriháttar opinberum
störfum í þágu rikis, höfuðborgar,
bæjar- og sveitarfélaga. Einnig athafna-
manna, forstöðumanna og sérstakra
trúnaðarmanna fyrirtækja í ýmsum
starfsgreinum, forvígismanna í félags-
málum og annarri menningarstarfsemi,
rithöfunda, listamanna og ymissa fleiri.
Fyrsta bindi þessa rits, með nöfnum
sem byrja á stöfunum A-H, er komið út.
Næsta bindi kemur upp úr áramótum. —
Þetta er ómissandi handbók.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48