Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						munið trúlofunarhringa

iitmvndalistann (*

#ull & g>tlfur

Laugavegi 35

*^r                           siminn

glýsinga-

síminn er 2 24 80

SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982

Mjög harður

árekstur í

Hveragerði

MJÖG harður árekstur varð í

Hveragerði á föstudagskvöldið,

þegar fólksbíll ók í veg fyrir vöru-

bíl, með þeim afleiðingum, að öku-

maður fólksbílsins var fluttur

töluvert mikið slasaður á Borg-

arspítalann í Reykjavík. Fólksbíll-

inn er gjörónýtur.

Sjónvarps-

kerfi í Vík

NÚ HEFUR verið lagt sjónvarps-

kerfi í rúmlega helming íbúðarhúsa

í Vík í Mýrdal. Er það áhuga-

mannafélag bæjarbúa, sem staðið

hefur fyrir lagningu kerfísins og er

reiknað með því að stofnkostnaður

verði um 3.000 krónur á notenda.

Að sögn Karls Ragnarssonar,

sem er einn af forvígismönnum

þessa, hefur verið langur aðdrag-

andi að lagningu sjónvarpskerfis-

ins eða um hálft annað ár, en

tveir dagar eru síðan byrjað var

að reyna kerfið og stilla það og

hefur það reynzt vel. Sagði hann

tilganginn þríþættan; að bæta úr

slæmum móttökuskilyrðum sjón-

varps í hluta þorpsins; að ná

FM-útsendingum, stereo-útsend-

ingum, hljóðvarps, og að nota

kerfið hugsanlega sem aðvörun-

arkerfi.

Karl sagði, að fengin yrðu

myndbönd frá Heimilistækjum og

stafaði það meðal annars af því,

að Myndbandaleiga kvikmynda-

húsanna leigði ekki bönd til sjón-

varpskerfa. Það kæmi þorpsbúum

einkennilega fyrir sjónir, þar sem

ekkert kvikmyndahús væri í þorp-

inu og því varla um samkeppni

þar á milli að ræða. Þá væri mik-

ill áhugi á að taka myndir um

þjóðhætti og þjóðlegan fróðleik úr

héraðinu til sýninga í kerfinu.

Vilji maður ekki fara í jólaköttinn er vissara að vera vel til fara á

jólunum. I'vi flykktust menn í verzlanir í gær, en þá voru þær opnar

Ljösmynd Mbl. RAX.

til klukkan 16, en líklega viðraði víðast betur til innkaupa en á

útimarkaðnum á Lækjartorgi þar sem þessi mynd var tekin í gær.

Einingahúsainnflutningur-

inn hefiir tvöfaldast í ár

Innflutningur á innréttingum hefur hins vegar aukizt um 161,3 í peningum talið

GÍFURLEG AUKNING hefur orðið á innflutningi húsgagna, innréttinga

og tréeiningahúsa á þessu ári, sem hefur gert innlendu framleiðslunni

verulega erfítt fyrir, m.a. vinna mörg innlendu fyrirtækjanna aðeins á

hálfum al'kösliim.

Verðmæti innréttingainnflutn-

ingsins fyrstu níu mánuðina í ár

er liðlega 28,2 milljónir króna, en

var um 10,8 milljónir króna á

sama tíma í fyrra. Aukningin

milli ára er því liðlega 161,3%,

samkvæmt upplýsingum Hlöðvers

Arnar Ólasonar hjá Landssam-

bandi iðnaðarmanr.a. Mest er

aukningin í almennum innrétting-

um, eða 490,9%. Innflutningur

málminnréttinga hefur aukizt á

umræddu tímabili um 314,5%,

innflutningur á innréttingum úr

tré um 200,9% og innflutningur á

„öðrum" innréttingum hefur hins

vegar aukizt um 132,6%. Innflutn-

ingur á innréttingum úrstáli hef-

ur hins vegar dregizt saman um

33,6%.

Innflutningur á stólum hefur

aukizt um um 81,6% á þessu ári,

miðað við sama tíma í fyrra. Mest

hefur aukningin orðið á svokölluð-

um „öðrum" stólum, eða um

473,2%. Aukningin á innflutningi

stóla úr málmi hefur aukizt um

193,6% á þessu ári.

Innflutningur á hillum og skáp-

um úr málmi hefur aukizt um

184,2% á árinu. Innflutningur á

borðum.úr málmi hefur aukizt um

174,3% það sem af er þessu ári, og

innflutningur á rúmum úr málrni

hefur aukizt um 133,1% á þessu

ári. Innflutningur á hillum og

skápum úr tré hefur aukizt um

61,2% í ár, miðað við sama tímabil

í fyrra. Innflutningur á svokölluð-

um  „öðrum"  húsgögnum  hefur

aukizt um 271,4% á þessu ári.

Þá hefur orðið gríðarleg aukn-

ing á innflutningi einingahúsa úr

tré, eða um um 250,3% fyrstu 'níu

mánuðina. Verðmæti innflutn-

ingsins í ár er tæplega 24,6 millj-

ónir króna, borið saman við lið-

lega 7 milljónir króna í fyrra. í

tonnum talið er aukningin milli

ára liðlega 104%, eða úr 864 tonn-

\

um 11.767 tonn.

Af einingahúsum kom mest frá

Noregi þessa níu mánuði, en það-

an var flutt inn fyrir um 12,4

milljónir króna, sem er um sex-

földum frá sama tímabili í fyrra.

Frá Danmörku voru flutt inn ein-

ingahús fyrir um 10 milljónir

króna, sem er um þreföldun frá

fyrra ári.

Farþegum Flugleiða

frá Bandarí kjunum

hefur fjölgað um 67%

Framsóknarflokkurinn í Norðurlandi vestra:

Uppstillingarnefnd sagði

af sér vegna óeiningar

llppstillingarnefnd Framsóknar-

flokksins í Norðurlandskjördæmi

vestra kom saman til fundar á

Sauöárkróki í vikunni til að taka

ákvörðun um skipan framboðslista

flokksins við næstu alþingiskosn-

ingar. Mikil óeining var í nefnd-

inni og endirinn varð sá, að nefnd-

in sagði af sér og vísaöi málinu til

kjördæmisþings     Framsóknar-

flokksins.

Fíins og skýrt hefur verið frá í

Morgunblaðinu höfðu Húnvetn-

ingar lagt fram tillögu þess efn-

is, að Páll Pétursson, alþingis-

maður og formaður þingflokks

Framsóknarflokksins, yrði færð-

ur úr 1. sæti listans í það 3. Hins

vegar myndi Stefán Guðmunds-

son flytjast upp í 1. sæti og Ing-

ólfur Guðnason upp í 2.

Á fundi uppstillinganefndar-

innar í vikunni kom síðan fram

tillaga  frá  Siglfirðingum  þess

efnis, að Páll Pétursson yrði yf-

irhöfuð ekki á listanum. Loks

kom fram tillaga frá fulltrúum

Skagfirðinga þess efnis, að list-

inn yrði óbreyttur.

Eftir miklar umræður varð

síðan ljóst, að samkomulag næð-

ist ekki og sagði nefndin þá af

sér og vísaði ákvörðun um skip-

an framboðslista flokksins til

kjördæmisþings eins- og áður

sagði.

Farþegaflutningar Flugleiða frá

Bandaríkjunum til Evrópu hafa auk-

izt um liðlega 67% á þessu ári, sem er

mun meiri aukning en orðið hefur

almennt á markaðnum, að sögn Sig-

fusar Erlingssonar, forstöðumanns

Vestursvæðis Flugleiða, en hann hef-

ur aðsetur í New York.

Sætaframboð félagsins var aukið

um í kringum 37% á þessu ári og

stefnt er að því, að auka það um

30—33% á þessu ári. Sætaframboð

hefur því verið aukið um í námunda

við 80% á tveimur árum.

Aðspurður um ástæður þessarar

miklu aukningar sagði Sigfús að

þar kæmu nokkrar ástæður til.

„Gengisþróunin hefur gert mun

hagstæðara fyrir Bandaríkjamenn

að ferðast til Evrópu en verið hefur

um árabil. Við höfum aukið sölu-

starfsemi okkar verulega og það

sem hefur kannski ekki sízt haft

áhrif á þessa hluti, er að tiltrú fólks

á Flugleiðum hefur aukizt gífurlega

á síðustu tveimur árum og staðan

því styrkzt að sama skapi. Eg tel, að

félagið sé í raun búið að ná fyrri

tiltrú farþega á því, en eins og

kunnugt er áttum við mjög undir

högg að sækja á erfiðleikaárum fé-

lagsins í lok síðasta áratugar og

fram á árið 1980," sagði Sigfús Erl-

ingsson.

Aðspurður um fargjöldin sagði

Sigfús þau vera of lág vegna sam-

keppninnar, sem væri ennþá tölu-

vert erfið. „Ég tel að fargjöld þyrftu

að hækka um á bilinu 10—12% til

að verða raunhæf. Það bendir hins

vegar ekkert til þess að þau hækki

neitt á næstunni, eða ekki fyrr en

undir páska sem eru óvenju

snemma að þessu sinni, í marz. Það

hefur enginn áhuga á að selja

páskaferðirnar á þessum lágu far-

gjöldum," sagði Sigfús Erlingsson.

Sigfús Erlingsson sagði að fyrir-

frambókanir væru betri á næsta ári

en í ár.    ^

I vetraráætlun eru flognar fimm

ferðir milli Bandaríkjanna og Evr-

ópu, en með sumaráætlun, sem

hefst 26. marz nk., verða ferðirnar

16 í viku. Sigfús Erlingsson sagði,

að ferðatíðnin væri með þessu að ná

fyrra hámarki ef undan er skilið

tímabilið fyrir sameiningu Loft-

leiða og Flugfélagsins, þegar eitt

árið var farin 21 ferð í viku.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48