Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 37 Páll Þorgilsson — Minningarorð Vinir heilsa — vinir kveðja. „Páll dó í nótt,“ var sagt við mig í síma 4. þ.m. — Langri vegferð, sem hófst 23. desember 1895, að hinu forna höfuðbóli Svínafelli í Öræfum, er iokið. í desember heilsaði hann lífinu, og lífið hon- um. Og í desember, tæpum 87 ár- um seinna, kvaddi hann lífið og lífið hann. Páll hefur nú lifað ævintýri dauðans, sem hann kveið ekki. Dauðinn, sagði hann, er aðeins þáttaskil, áfangi á langri leið væri þá genginn, og nýr spennandi áfangi náms og starfs tæki við. Áhugamálin myndu fylgja honum og ný áhugamál mótast við nýjar aðstæður. Þetta var bjargföst skoðun Páls fremur en trú. Páll hefur kvatt vini hér og gengið á annan vinafund. Foreldrar Páls voru Þorgils Guðmundsson frá Fossi á Síðu og Guðrún Sigurðardóttir í Svína- felli. Þau eignuðust 7 börn. Og með þeim hjónum og börnum þeirra var mikið ástríki. En Þor- gils naut skemur við en skyldi. Hann lést aldamótaárið aðeins 48 ára gamall, þremur dögum áður en yngsta dóttir hans, Þorgerður, fæddist. En hún er nú ein eftir þeirra systkina. Hvílíkt áfall það hefur verið fjölskyldu og heimili þarf ekki að lýsa. Páll var þá 5 ára og elsta barnið 10 ára. En lífið heldur áfram, þótt áföll verði. Guðrún reis undir byrðinni. Og mörgum vex þrek með raun. Páll sleit skóm bernsku og æsku í þessari fögru sveit, við jökulræt- ur milli ólgandi, óbrúaðra fljóta, sem voru erfiður og hættulegur farartálmi, sem kröfðust traustra hesta og traustra manna. Og þörf- in kynslóð eftir kynslóð ól af sér hvort tveggja hesta og menn, sem voru vandanum vaxnir. Jón í Svínafelli, móðurbróðir Einar Gíslason Vorsabœ - Minning í hringnum kringum jólatréð heima í Vorsabæ á aðfanga- dagskvöld verður einum færra um næstu jól, því laugardaginn 20. nóvember sl. lést í Landspítalan- um okkar gamli vinur, Einar í Vesturbænum. Einar Gíslason fæddist 14. júní 1900 að Dalbæ í Gaulverjabæj- arhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Einarsson og Helga Jónsdóttir. í bernsku fylgdist Einar með foreldrum sínum upp á Skeið. Árið 1917 réðst hann vinnumaður að Vorsabæ á Skeiðum til afa okkar og ömmu, Eiríks Jónssonar bónda þar og konu hans, Kristrúnar Þorsteinsdóttur, sem voru að byrja þar sinn búskap. Því heimili vann hann æ síðan af mikilli trúmennsku, og ómetanlegt var fyrir heimilið að eiga hann að, þar sem afi hóf fljótlega umsvifamikil störf í þágu sveitar og sýslu og var þá oft fjarverandi. Sveitastörf á fyrri hluta tuttugustu aldar voru ákaflega erfið og umfangsmikil. Þar var ekki unnin 40 stunda vinnuvika og síðan farið í frí. Það hefur aldrei tíðkast í sveit. Einar var maður, sem hægt var að treysta, og því gat afi farið sinna ferða áhyggjulaus, því heima í Vorsabæ sá Einar um að þau störf yrðu unnin sem þurfti. Faðir okkar, Jón Eiríksson, byggði nýbýli á 'A jarðarinnar og hóf þar búskap árið 1949 með konu sinni, Emelíu Kristbjörnsdóttur. í vesturbænum hjá afa og ömmu, var annað heimili okkar systkin- anna og við fórum í heimsókn hvenær sem okkur datt í hug. Úti- við eltum við karlmennina við sín daglegu störf, fyrst sem áhorfend- ur, síðan sem þátttakendur. Frá því fyrsta fannst okkur Einar ganga næst því að vera eins og góður afi. Frá því að við byrjuðum að trítla á eftir honum var hann ætíð boðinn og búinn að leiðbeina okkur í hvívetna og alltaf fengum við greinargóð svör. Einar var dul- ur maður og kannski var það helst i nálægð okkar barnanna sem opnaðist leið inn í hugskot hans. Bestu stundirnar áttum við með honum ef farið var á hestum, en af sjálfur alltaf góða gæðinga. Á hestbaki var hann „kOngur um stund". Ýmist söng hann þá við raust, sagði gamlar sögur eða fræddi okkur um ýmis örnefni í grenndinni, en á landareigninni og í kring þekkti hann hvern stein og hverja þúfu, sömuleiðis mun hann hafa verið með fróðari mönnum um örnefni inni á afrétti, en á fjall fór hann og var fjallkóngur Skeiðamanna í tugi ára. Efnar hafði einnig mikið yndi af að hirða um sauðfé, átti sjálfur kindur og hirti að miklu leyti um sauðféð á bænum. Frá því að við höfðum aldur til var m.a. okkar starf að hugsa um fé föður okkar um sauðburðinn og var Einar þar okkar fræðari. Hann hafði glöggt fjárauga, þekkti hverja á á bænum með nafni og vissi nákvæmlega um ætt hverrar einnar. Tryggð og trúmennska voru hans aðalsmerki. Það er sjónar- sviptir að slíkum mönnum, sem nú eru sem óðast að hverfa. Einar vin okkar kveðjum við að síðustu með erindi úr kvæðinu „Fákar" eftir Einar Benediktsson: „Sá drekkur hvern gleðinnar dropm í grunn sem dansar á fáksspori yfir grund. í mannsharminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maöurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. <)g knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur.“ Syslkinin Vorsabæ II. Eiginmaöur minn og faöir okkar, ARTHUR GUOMUNDSSON, Akurayri, lést 6. þessa mánaöar. Jaröarförin fer fram frá ber kl. 13.30. Akureyrarkirkju laugardaginn 11. desem- Ragnheiður Bjarnadóttir, Guðmundur Garöar Arthursson, Bjarni Benedikt Arthursson, Þórdís Guðrún Arthursdóttir. Páls, var afarmenni að burðum og annálaður vatnamaður. Vafalaust hefur Páll mikið af honum lært. Enda var hann orðinn djarfur og góður vatnamaður, áður en hann kvaddi Öræfin. Fljótin hafa sjálf- sagt verið Páli eggjandi ævintýri, þar sem samstillt þrek og vit hests og manns hafa oft ráðið úrslitum, er teflt var á tæpasta vað. Páll var 15 ára er hann fór í vinnumennsku að Skaftafelli. Bóndanum féll vel við þennan tápmikla strák og sagði í spaugi árið eftir, að lögum samkvæmt væri Páll búinn að éta sig inn í vistina. Hann óskaði að Páll lengdi dvöl sína í Skaftafelli. Olgandi fljótin féllu um breiða sanda til sjávar. Og í blóði Páls ólgaði útþráin. Og 17 ára, þá orð- inn karlmenni að burðum, kvaddi hann sveitina sína fögru, og kom þangað aðeins sem gestur eftir það. Leið hans lá til Vestmannaeyja. Þar dvaldist honum nokkuð. En 1916 var hann kominn til Grinda- víkur, háseti á opnu skipi. Og ekki munu kynnr hans af Ægi og árinni hafa dregið úr kröftum hans og kjarki. Síðan lá leiðin til höfuðborgar- innar. Og þar ilentist hann að fullu. 1929 var hann meðal þeirra sem keyptu Bifreiðastöð Reykja- víkur — BSR, af Agli Vilhjálms- syni. Eftir einum félaga hans hef ég það, að Páll hafi fljótt orðið mjög vinsæll bifreiðastjóri. Oft hafi hann verið sérstaklega pantaður í langferðir, vegna þess hve skemmtilegur hann var. Einhverju sinni ók Páll presti utan af landi austur að Geysi og Gullfossi. Presti féll hið besta við Pál og hrósaði honum fyrir góðan akstur. En Páll taldi sig ekki öðr- um betri. Jú, prestur kvað hann aka alveg ágætlega, en sumir ækju alveg eins og andskotinn. „Jæja, hafið þér ekið með honum,“ svar- aði Páll. Frá þessu sagði prestur eftir ferðina og bætti svo við, að ef allir bílstjórar væru jafn fróðir, skemmtilegir og góðir bílstjórar og Páll, myndi bílstjórastéttin verða vinsælasta stétt landsins. Allir, sem Pál þekktu, vita hve skjótur hann var til svars og orð- heppinn. Hitt veit áreiðanlega enginn, hvílík ógrynni Páll kunni af lausavísum, kvæðum, skrítlum, sögum og sögnum. Og tíðast vissi hann einnig tildrögin. Sjálfur var Páll góður hagyrðingur, en fór dult með. Og hefur líklega hvergi skráð, nema í eigin minni. Páll hafði frábært minni og frásagnarhæfileika. Og í góðvina- hópi brá Páll sér stundum í margra gervi og hermdi eftir, ekki einungis rödd, heldur einnig lát- bragð og hreyfingar. Enda sagði leikari, sem af hendingu sá og heyrði Pál herma eftir: „Hann hefði átt að verða leikari. Hann ER leikari, mannskr..." Ég hygg, að enginn, sem sá og heyrði Pál herma eftir, hafi efast um, að fjalir leikhússins hefðu verið hans rétti starfsvettvangur, en ekki sjórinn eða bíllinn, þótt hann skilaði hlutverkum sínum þar með ágætum. Því miður réð- ust atvik annan veg. Við því varð ekki gert. Páll ólst upp við sterkar and- stæður stórbrotinnar og fagurrar náttúru, sem mótað hefur Öræf- inga gegnum kynslóðir. Enda er sagt að í Öræfum sé ekki til miðl- ungsfólk. Tign og kuldi jökuls, ilmur úr grasi og skóg, líf og litir allra árstíða, þungur niður fljót- anna, víðátta sanda og sævar. Áuk erfða frá ætt, hefur allt þetta átt þátt í að móta Pál. Og ég held að alls þessa hafi gætt í skapi hans. Væri Páli misboðið og ómaklega að einhverju eða einhverjum veg- ið, átti hann til kulda jökulsins. En sameiginlegt einkenni þeirra þriggja systkina, sem ég kynntist, var skapfesta, trölltryggð, dugn- aður og hjálpfýsi, auk góðrar greindar. Þau hafa því hlotið gott veganesti frá ætt og umhverfi. Söngmaður var Páll góður og fleiri þeirra systkina. Enda var faðir þeirra góður söngmaður. Nokkur ár söng Páll hér í kirkju- kór. Og orgel átti hann. Konu sína, Kristínu Björnsdótt- ur frá Svínadal, missti Páll fyrir tveimur árum. Þau voru ákaflega samrýnd. Og ég held, að hann hafi með henni einnig misst lífslöngun sína, þótt ekki bæri hann sorg sína á torg og væri áfram hinn sami skemmtilegi Páll. En auðsætt var, að honum var brugðið. Og smá- saman dró úr lífsorku hans. Þján- ingalaus og brosandi kvaddi hann hér og heilsaði því tilverustigi, sem hann vissi.að beið hans, með fagnandi vini í varpa. M.Sk. + Útför INGIMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn, verður gerö frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn laugardaginn 11. des- ember kl. 13.30. Eiginkona og börn hins látna. Opal súkkulaðí rúllan sasíkemsúkkulaðí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.