Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 282. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Prentsmidja Morgunblaðsins Lech Walesa hunsaði kvaöningu: Mætti ekki hjá saksóknaranum Járnhliöið að Gíbraltar opnað á ný eftir 13 ár við formlega athöfn í fyrrakvöld. (aíbraltar, 15. desembcr. AI*. RÚMLEGA 800 manns fóru í gegnum hliðið, sem skilur Spán og Gíbraltar aö, á fyrstu 90 mínútun- um eftir að það var formlega opnað kl. 23 í gærkvöldi. Tæplega 500 umræddra fóru yfir til Spánar, en öllu færri í hina áttina. Hliðið hefur veriö lokað í 13 ár. Yfirmaður spænsku tollgæsl- unnar, Carlos Pozas, opnaði járnhliðið formlega í gærkvöld. Því var lokað af Franco árið 1969 í viðleitni hans til að þrýsta á Hliðið að Gíbraltar opnaðá ný Breta til að láta Gíbraltar af hendi. Um 5.000 manns voru saman komin í gærkvöld til að fylgjast með athöfninni. Spánverjar hafa ákveðið, að fyrst um sinn fái að- eins spænskir vegabréfshafar að fara inn í Gíbraltar og einungis breskir vegabréfshafar með sér- stakri yfirstimplun frá Gíbralt- ar að fara.inn á spænskt land- svæði. Um 30.000 manns búa á Gíbr- altar, sem er í raun ekki annað en klettasnös, sem skagar út í Miðjarðarhafið. Þá starfa um 3.000 dagverkamenn frá Mar- okkó í nýlendunni. Þeir koma að morgni vinnudags og fara heim að kvöldi. Yarsjá, 15. desember. Al*. LECH WALESA virti í dag að vettugi kvaðningu er hann fékk frá saksóknaranum í Gdansk, þar sem honum var gert að mæta á skrifstofu saksóknara. Kvaðning þessi kom aðeins degi áður en Walesa ætlar að ávarpa al- menning í Gdansk í tilefni ársafmælis herlaga í landinu. Talið að skjálftinn hafi banað um 2000 Manama, Kahrain, 15. desember. Al*. TALA ÞEIRRA, sem létust í jarð- skjálftanum í Norður-Yemen er nú að sögn björgunarsveitamanna ekki talin vera undir 2.000. Fyrri tölur hermdu að rúmlega 1.000 manns hefðu látiö lífið í skjálftanum, sem gekk yfir land- ið á mánudag og stóð í heilar 40 sek- Sjálfur bar Wal- esa fyrir sig tæknilega örð- ugleika við að mæta á skrif- stofu saksóknara í dag, að sögn heimildarmanna í Gdansk. Aðrar heimildir herma, að Walesa hafi talið kvaðninguna hafa borist sér of seint og hún hafi verið óljós- lega orðuð. Ekki var með öllu ljóst hvers vegna Walesa var stefnt fyrir saksóknara, en líkur voru taldar á, að yfirheyra hafi átt verka- lýðsleiðtogann um hlutdeild hans í minningarathöfninni, sem fyrirhuguð er í Gdansk á morg- un. Athöfn þessi fer fram við minnismerki fallinna verka- manna við Lenín-skipasmíða- stöðvarnar. Merkið var reist fyrir tveimur árum í kjölfar samkomulags á'milli verkalýðs- forystunnar og stjórnvalda, sem síðar leiddi til stofnunar Sam- stöðu. Fjárveitinganefnd öldungadeildarinnar í atkvæðagreiðslu um MX-flaugarnar: Tillaga frá harðasta and- stæðingi forsetans samþykkt úndur. Tölum um fjölda látinna ber þó alls ekki saman. T.d. sagði upplýs- ingamálaráðherra landsins um kl. 19 í kvöld, að 1.340 lík hefðu fundist og.tala slasaðra væri svipuð. Fjölþjóðlegar gæslusveitir hófu björgunarstörf í dag. Nágrannaríkið Saudi-Arabía sendi 36 flugvélar með hjálpargögn til landsins og Fahd konungur landsins hefur gefið Yemen andvirði 30 milljóna Banda- ríkjadala. Þá er talið, að ýmis önnur ríki en arabaríki muni fljótlega senda hjálpargögn til landsins eftir að sendiherrum þeirra í landinu var kynnt ástandið. T.d. skýrði ríkisút- varpið í Yemen frá því, að von væri á 40 manna liði frá V-Þýskalandi með sérþjálfaða hunda til leitar í rústum. Að sögn Sanaa-útvarpsins voru 19 þorp jöfnuð við jörðu og 101 þorp eyðilagðist að stórum hluta. Þá urðu verulegar skemmdir í 40 þorpum til viðbótar. Ljóst er því að tala heimil- islausra skiptir tugum ef ekki hundruðum þúsunda. Washington, 15. desember. Al*. FJÁRVEITINGANEFND öldunga- deildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld málamiðlunartillögu vegna fyrirhugaðra kaupa á MX-flaugunum margumræddu, en lét þess jafnframt getið í yfirlýsingu í kjölfar sam- þykktarinnar, að við fjármununum yrði ekki hreyft fyrr en þingið sam- þykkir tillögur um staðsetningu þessara nýju langdrægu flauga. Atkvæði fóru á þann veg, að 16 öldungadeildarþingmenn sam- þykktu tillögu frá Ernest Holl- ings, harðasta andstæðingi MX-flauganna, en 12 voru henni andvígir. Gengið var til atkvæða eftir stuttar umræður. Málamiðlunartillaga Hollings um „frysta" fjárveitingu felur í sér 988 milljónir Bandaríkjadala, sem nægir til kaupa á fyrstu 5 flaugunum af 100 fyrirhuguðum. Tillaga Hollings er ótímabundin og felur aðeins í sér fjárveitingu eftir að staðsetning flauganna hefur hlotið samþykki þingsins. Reagan lagði í gær til að fjár- munir yrðu hafðir í bakhöndinni vegna fyrirhugaðra kaupa flaug- anna, en þeir ekki „frystir" nema til næsta vors er þingið myndi greiða atkvæði um nýja staðsetn- ingartillögu. Hollings var himinlifandi að at- kvæðagreiðslunni lokinni í gær- Lundúnum, 15. desember. AI*. .. ATTA mánaða löngu verk- falli starfsfólks við sjúkrahús lauk í dag er fulltrúar laun- þega samþykktu kauphækk- kvöld og sagði að þessi atkvæða- greiðsla sýndi svo ekki væri um villst, að hvorki fulltrúa- né öld- ungadeild Bandaríkjaþings væri hlynnt staðsetningartillögu Reag- ans. unartilboð stjórnarinnar, sem var langt undir kröfum þeirra. Verkfall þetta, sem er eitt hið lengsta í sögu Bretlands, hefur skapað stórfelld vandamál á sjúkrahúsum landsins, en neyðar- tilfellum hefur þó verið sinnt. Ein milljón manns er nú á biðlista hinna 2.500 sjúkrahúsa í kjölfar verkfallsins. Vendipunkturinn í deilunni var í gær er meðlimir næststærstu samtakanna, sem i hlut áttu, sam- taka heilsugæslustarfsfólks, neit- uðu að fara að fyrirmælum yfir- manna sinna og grípa til allsherj- arverkfalls til að knýja á kröfur um 12% launahækkun. í kjölfarið fylgdi samþykkt hjúkrunarnema með yfirgnæfandi hluta greiddra atkvæða á tilboði stjórnarinnar, sem hljóðaði upp á 7,5% kauphækkun á þessu ári og 4,5% á næsta ári. Þá samþykktu samtök verkafólks, sem hlut áttu að máli, kauphækkun upp á 6% í ár og 4,5% á næsta ári til handa sínu fólki. Afganskur leyniþjónustumaður leysir frá skjóðunni: Segir Brezhnev hafa ætlað sér að innlima Afganistan Lundúnum, 15. desember. Al*. BRESKA útvarpiö hefur eftir mjög háttsettum manni innan afgönsku leyniþjónustunnar, Gulam Sidiq Mir- aki, sem flúði til Pakistan, að Leonid I. Brezhnev hafi haft í hyggju að inn- lima Afganistan. Breska útvarpið hafði eftir Mir- aki, að hann hafi haft aðgang að skjölum þar sem var að finna fyrirskipanir frá Brezhnev varð- andi Afganistan. Sagðist Miraki hafa séð skjöl, þar sem Brezhnev lagði á ráðin og beindi því til Babr- ak Karmal, forsætisráðherra, að hann kallaði saman þing og fengi sig kjörinn forseta. Samkvæmt fyrirmælum Brezhn- evs átti Karmal síðan að tilkynna, að Afganistan væri ógnað af heim- svaldastefnu og kalla til hermenn til að verja landamærin. Næsta skrefið átti svo að vera það að til- kynna, að Afganir hefðu ákveðið að gerast hluti af Sovétríkjunum. Að sögn Miraki komst þessi áætlun ekki í framkvæmd vegna andstöðu innan flokks Karmal. Miraki sagði BBC, að Brezhnev hefði haft aðra áætlun til taks uppi í erminni og hún hafi verið í undir- búningi er hann gaf upp öndina. Hún var í því fólgin, að Sovétmenn ætluðu að yfirtaka 9 nyrstu héruð landsins en eftirláta innfæddum hinn hluta landsins. Þá greindi Miraki einnig frá því og staðfesti fyrri fregnir þess efn- is, að Sovétmönnum gengi illa að ráða við frelsissveitir Afgana, sem gæfu hvergi eftir í baráttunni þrátt fyrir pyndingar, fjöldaaftök- ur, eiturefnahernað og síðast en ekki síst að við ofurefli væri við að et.ia. Maraþonverkfalli lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.