Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						atgMwftfttfttft
Þridjudagur 21. desember - Bls. 49-80
Eínar Jónsson
myndhöggvari
i
Listaverkabók með ncer
öllum verkum listamannsins
Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út mjög vandaða bók
með myndum af nær öllum höggmyndum Einars Jónssonar
og lilinyndum af málverkum listamannsins. Hörður Bjarna-
son, formaður stjórnar Listasafns Einars Jónssonar, sagði við
blaðamann Morgunblaðsins, aö þessi bók væri eins konar
endanleg stórútgáfa um Einar Jónsson, verk hans og feril, en
í bókinni er birt í fyrsta sinn ritgerð sem séra Jón heitinn
Auðuns skrifaði um Einar Jónsson, en séra Jón var um árabil
formaður stjórnar safns Einars. Oliver Steinn bókaútgefandi
hefur góðfúslega gefið Morgunblaðinu leyfi til þess að birta
einn kaflann um Einar og er það síðasti kafli bókarinnar,
sem ber yfirskriftina: Loksins kominn heim úr langri ferð.
Einar Jónsson asamt löndum í Kaupmannahöfn á námsárunum. Ettir því sem viö komumst næst eru frá
vinstri á myndinni þeir Bjarni Einarsson, Marteinn Bartels, Ásgrímur Jónsson, Guðmundur, sem viö vitum
ekki frekari deili á, Kolbeinn Þorsteinsson frá Sandlæk, Einar Jónsson (hallar sér fram á boröið), Einar
Erlendsson, fyrrv. húsameistari ríkisins, og Bjarni Jónsson. bankastjóri frá Unnarholti. Fróölegt væri að fá
nákvæmari upplýsingar um mennina á myndinni.
Þegar Einar Jónsson var loks
alkominn heim, hafði hann getið
sér það frægðarorð, að landar
hans voru hróðugir af honum og
þeim sigrum hans, sem íslenzku
blöðin höfðu öðru hvoru sagt frá
og haft eftir erlendum blöðum og
tímaritum. Á gamlaárskveld 1921
fóru stúdentar í blysför að heimili
listamannsins og hylltu hann. En
slíka sæmd höfðu þeir engum áður
sýnt öðrum en Benedikt Gröndal
áttræðum.
Eftir að lokið var að koma safn-
inu fyrir, tók listamaðurinn til
óspilltra málanna. Hugurinn var
hvíldarlaust að verki, hugarflugið
máttugt, hendur listamannsins
höfðu fyrir löngu náð óskeikulli
leikni og þekking hans á manns-
líkamanum var svo traust, að
fyrirsætur þurfti hann engar, þótt
móta skyldi líkami karla og
kvenna í hverskonar stöðu. Þegar
þess er gætt, að nálega alla þá
vinnu varð Einar Jónsson sjálfur
að leysa af hendi, sem erlendir
myndhöggvarar kaupa gifsmeist-
ara og aðra handverksmenn til að
vinna fyrir sig, sæta afköst hans
furðu og furðu ekki sízt þegar þess
er gætt, að í hverju einstöku
margra verka hans eru mörg lista-
verk falin.
Plestum sumrum hin síðari ár
dvöldust þau hjónin um tíma í
sumarhúsi sínu á Galtafelli. Þar
mótaði Einar ekki myndir með
höndum sínum, en hugurinn var
að verki og ýmsar hugmyndir, sem
hann vann að á vetrum, fæddust á
sumrum eystra. Þar naut hann
innilegs samlífs við þá náttúru-
töfra, sem höfðu heillað hug hans
í bernsku og veittu honum inn-
blástur til æviloka.
Eftir að hann kom heim og sett-
ist að í kastalanum við Skóla-
vörðutorg, varð líf hans að ytri
viðburðum að sjálfsögðu snauðara
en verið hafði áður. í íslenzkum
fréttamiðlum var sagt frá nýjum
og nýjum verkum hans. Höfuð-
skáld og hagyrðingar sungu hon-
um lof. Hann var ókrýndur höfð-
ingi íslenzkra myndlistarmanna. í
erlendum tímaritum og blöðum
var haldið áfram að segja frá hon-
um og verkum hans. Einróma
dómur var sá, að hann væri gædd-
ur fágætu hugarflugi og skáld-
gáfu, og um það kom mönnum
saman, að ekki væri unnt að skipa
honum sess við hlið annarra
myndlistarmanna og að list hans
yrði ekki felld í umgjörð nokkurra
„isma" eða „ista". Þ6 líkja honum
sumir gagnrýnendur á þessum ár-
um við samtíðarmann hans, hinn
víðkunna, serbneska myndhöggv-
ara Mestrovic. Þannig skrifar
mikilsmetinn listagagnrýnandi
amerískur í bók um Mestrovic á
þessa leið: „í myndlist vorra tíma
get ég aðeins bent á einn lista-
mann, sem í lífi og list á margt
sameiginlegt með Mestrovic, en
það er íslenzki myndhöggvarinn
Einar Jónsson." Um gagnkvæm
áhrif þessara tveggja listamanna
skrifar enginn.
Aðrir þóttust finna skyldleika
milli málverka Einars Jónssonar
og málverka dulspekingsins og
skáldsins í ljóðum og litum, Willi-
ams Blakes. Á þessu hafa sumir
erlendir gestir í safni Einars orð
enn í dag. Enn aðrir hafa talið sig
finna skyldleika millí Einars og
hins mikla brezka málara og
„symbólista", Watts, þótt ekki sé
um nokkur áhrif að ræða. Um
þessi efni hefir líklega enginn ver-
ið nærfærnari en dr. Guðmundur
Finnbogason, þegar hann segir í
ritgerð sinni um „Einar Jónsson
Myndaskáld", er fylgdi fyrstu út-
gáfunni af Myndum Einars: „Verk
Einars Jónssonar verða ekki skýrð
með því að bera þau saman við
eldri íslenzka líkanssmíð, því að
hún er engin til. Þau verða eigi
heldur rakin til erlendrar nútíð-
arlistar, því að þeim virðist ekki
kippa í kyn til hennar. Þau rísa
ein sér eins og fjallaþyrping á
sléttum öræfum og bera fanga-
mark einkennilegs anda, sem farið
hefir sinna ferða."
Einar Jónsson gerði brjóst-
myndir margra manna, innlendra
og erlendra. Fyrir þau verk þáði
hann oft greiðslu, sem honum var
nauðsynleg, en gerði þó óbeðinn
myndir ýmissa vina, sem hann
þóttist standa í þakkarskuld við.
Engar slíkar myndir tók hann
með öðrum verkum sínum í lista-
verkabækurnar, sem hann réði
sjálfur öllu um. Af Galtafelli mál-
aði hann mynd, en landslag í
myndum hans, máluðum og mót-
uðum, er hugsmíð hans, þótt víða
megi þar finna drætti úr landslagi
frá Galtafelli. „Verk hans eru lif-
andi mótmæli gegn hinni fornu
skoðun, að listin eigi upptök sín og
aðalbrunn í eftirlíkingarþörfinni,"
segir dr. Guðmundur Finnbogason
í ritgerðinni, sem áður er nefnd.
Megineinkenni listsköpunar
Einars Jónssonar túlkar Pape
Cowl réttilega í grein, sem hann
birti með mörgum myndum af
listaverkum Einars, í hinu vand-
aða og víðkunna tímariti, The
Review of Reviews, jólahefti 1922.
Hann bendir á, að grunntónn
flestra verka Einars Jónssonar sé
ný og ný túlkun á hinni eilífu bar-
áttu andans fyrir að ná sigri yfir
efninu, og að aðalmarkmið hans sé
miklu fremur það, að túlka andleg
sannindi en að sýna jarðneska feg-
urð. Dáir Cowl þó mjög fegurðina
i listsköpun Einars.
Erlendir gestir, sumir langt að
komnir, skrifuðu um heimsóknir
sínar í Listasafn Einars Jónsson-
ar.    Meðal    þeirra    var    þýzki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80