Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 Búlandstíndsdeilan: Blaðafulltrúi ASÍ segir upp störfum HAUKUR Már Haraldsson blaðafulltrúi Alþýðusambands íslands hefur sagt starfi sínu hjá ASÍ lausu. Haukur Már kvaðst í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins í gærkveldi geta staðfest að það vaeri rétt að hann hefði sagt upp störfum, en vildi ekki ræða málið efnislega að svo komnu. „Það var miðstjórn ASÍ sem réð mig, og ég vil að henni gefist tækifæri til að kynna sér efni uppsagnarbréfs míns áður en ég ræði það í fjölmiðlum," sagði Haukur. Uppsögn Hauks Más kemur í kjölfar orða er hann lét falla í út- varpi um aðbúnað og ráðningu kanadísks verkafólks hjá frysti- húsi Búlandstinds hf. á Djúpavogi. Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambandsins sagði á hinn bóginn í útvarpinu að ekki væri ástæða til að ætla að ekki hefði verið staðið við gerða samninga af hálfu Búlandstinds, og Gunnlaug- ur Ingvarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur sagt að Ás- mundur hafi beðið sig persónulega og fyrirtækið afsökunar vegna „frumhlaups blaðafulltrúans, sem ekki samrýmist vinnubrögðum Al- þýðusambandsins." Deilan í Búlandstindi snýst um það, hvort staðið hafi verið við gerða samninga við kanadíska Vestur-íslendinga, sem þar hafa verið í vinnu. Þrjár stúlkur úr 18 manna hópi hættu hjá fyrirtæk- inu vegna þess, segja þær, að samningar hafi verið brotnir á þeim. Þessu mótmæla fulltrúar fyrirtækisins, og einnig hafa starfsmennirnir 15 sem eftir eru samþykkt yfirlýsingu, þar sem þeir segjast ánægðir með hvernig staðið hafi verið að málum af hálfu Búlandstinds. — Haukur Már Haraldsson sagðist á hinn bóginn í gær ekki taka aftur það sem hann hefði sagt. Arnmundur Bachmann lögfræðingur hefði málið nú til athugunar, og ljóst væri að þau gögn er fyrir lægju renndu stoðum undir ásakanir stúlknanna. Fréttin í öllum atriðum röng — segir Vilmundur Gylfason MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Vil- mundi Gylfasyni: .Hr. ritstjóri. í dag er að finna á síðu 2 í blaði yðar annars vegar ótrúlega ranga og hins vegar ótrúlega lágkúru- lega „frétt" um einhverjar viðræð- ur sem fram eiga að hafa farið um eitthvað sem kallað er fram- boðsmál. Að því er mig varðar er fréttin í öllum atriðum röng. Ég hlýt því að álykta að þessari „frétt" sé ætlað að vekja tortryggni um það með hverjum hætti pólitískir atburðir eru að gerast. Það er varla leyndarmál að und- anfarnar vikur hefur verið unnið að stofnun Bandalags jafnaðar- manna. Svo mikið er víst að Bandalag jafnaðarmanna verður ekki framboðsbandalag örfárra einstaklinga heldur hreyfing eða bandalag hópa og einstaklinga, sem hafa margt sameiginlegt, en kann að greina á um annað. Dagblöðin, út gefin af stjórn- málaflokkunum beint eða óbeint, hafa verið að leita með logandi ljósi að einhverju sem þau kalla „frægt fólk“ og kann að vera að vinna að undirbúningi Bandalags jafnaðarmanna. Flokkshestamat- ið virðist vera það, að án „frægs fólks" sé ekkert hægt. Þetta er grundvallarmisskiln- ingur um það, hvað Bandalag jafnaðarmanna er og verður. Ein- staklingar munu taka sig saman og freista þess að berjast, eftir þeim leiðum, sem íslenskt lýðræði og íslensk lög gera ráð fyrir, fyrir veigamiklum breytingum á ís- lensku stjórn- og félagskerfi. Það skiptir máli. Þó svo Morgunblaðið vilji sjá slíka hluti gerast í „fram- boðsbandalagi „frægra manna" , þá munu hlutir einfaldlega ekki gerast þannig hjá Bandalagi jafn- aðarmanna. Við verðum til vegna hugmynda, en ekki vegna „frægra rnanna". Maður veltir fyrir sér, hvaða hvatir geti legið að baki því að Morgunblaðið spinnur upp slíka frétt, sem er, a.m.k. að því er mig varðar, ósannindi frá rótum. Því valda væntanlega pólitískir hags- munir blaösins. En þetta er lágt lagst. Bandalag jafnaðarmanna mun einfaldlega ekki vinna með þessum hætti, þó svo það taki flokksblöð og flokkshesta tímann sinn að skilja það. Ég vænti afsökunarbeiðni og leiðréttingar frá Morgunblaðinu. Virðingarfylist, Vilmundur Gylfason Kannanir hafa farið fram og eru í gangi — segir Jósteinn Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ leitaði í g*r til Jósteins Kristjánssonar, varaborg- arfulltrúa Framsóknarflokksins og hálfbróóur Guðmundar G. Þórar- inssonar alþingismanns, og spurði hann hvort hann væri þátttakandi í viðræðum við þá dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra og Vilmund Gylfason alþingismann um hugsan- legt sameiginlegt framboð þeirra og Guðmundar. Jósteinn sagði: „Það er ekkert launungarmál að meðal stuðningsmanna Guðmund- ar og stuðningsmanna minna í Framsóknarflokknum er mikill áhugi á samstarfi og hugsanlegu sameiginlegu framboði Guðmund- ar, Gunnars Thoroddsen og Vil- mundar Gylfasonar. Kannanir í sambandi við þetta mál hafa þeg- ar farið fram og eru í gangi, þar sem ég og fleiri aðilar koma við sögu. Formlegar viðræður hafa á hinn bóginn ekki átt sér stað, að- eins kannanir. Á þessu stigi máls- ins er ég því ekki reiðubúinn að ræða þetta nánar. Það verður að bíða síns tíma.“ Á annað hundrað útköll „ÞETTA GEKK allt saman allvel. Við höfum staðið i ströngu og þetta hefur verið mikil yfirferð. Við höf- um verið hér í alla nótt og i gær og í morgun hefur siminn verið rauðglóandi, aðeins í gær svöruð- um við á annað hundrað útköll- um,“ sagði Ragnar Björnsson hjá björgunarsveitinni Kyndli í Mos- fellssveit, en þeir björgunarsveita- menn stóðu í ströngu í óveðrinu í fyrradag. „Bæði var um að ræða fasta bíla og einnig var verið að fara með fólk í og úr vinnu hér innan sveitarinnar. Við gerðum eins lítið og við gátum af því að fara í bæinn. Ef fólk var innan dyra og vel fór um það, þá létum við það eiga sig, til þess að geta annað brýnni tilvikum, og við létum það því mæta afgangi. Veðrið hér var mjög slæmt, og þeir sem eru gamlir í hettunni segja, að þeir muni ekki eftir jafn miklum snjó. Það skóf mikið á allar göt- ur sem liggja þvert á Vestur- landsveginn, áttin var þannig. Meðal þess sem við gerðum var að fara með eina sængurkonu í bæinn, en alls komu þrjár beiðn- ir um það, þó aldrei kæmi til þess að fara með nema eina. Fólk hringir hingað og spyr um allt milli himins og jarðar, um færðina, hvort við séum á vakt, veðurspána og svo framvegis. Núna fram til hádegis hefur síminn hringt yfir 50 sinnum og við höfum svarað 25 beiðnum um aðstoð. Við höfum verið með tvo bíla í eigu björgunarsveitarinnar í þessu auk fjögurra bíla björg- unarsveitarmanna. Einnig höf- um verið með snjósleða í ferðum. Hér verðum við alla vega til kvölds og lengur ef þess er þörf“, sagði Ragnar Björnsson að lok- um. Ragnar Björnsson við talstöðina f böfuðatöðvum björgunarsveitarinnar Kyndils. Ljósmynd Þorkell Þorkelsson. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellssveit: Bærilegt veður BÆRILEGT veður verður um allt land í dag, fostudag, samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar. Norðlæg átt verður um allt land nema vestast þar sem hæg breytileg átt verður. Veður fer hægt kólnandi og él verða norðanlands og vestan. Á laugardag er væntanleg lægð suð- vestan úr hafi og veldlir hún vaxandi austanátt og versnandi veðri sunn- anlands. • • Reynir Orn Leósson látinn Aflraunamaðurinn kunni Reynir Örn Leósson lézt á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þann 30. desember sfðastliðinn, tæplega 44 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju í dag. Reynir fæddist á Akureyri 11 febrúar 1939. Hann var sonur hjón- anna Þóru Friðriksdóttur og Leós Guðmundssonar, viðgerðarmanns hjá OLÍS. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og síðar til Njarðvíkur, þar sem hann starfaði við vélsmíðar og vörubifreiðaakstur. Síðar flutti Reynir norður til Eyjafjarðar, þar sem hann stundaði bifreiðaviðgerðir þar til sjúkdómur hans bar hann ofurliði. Snemma bar á hinum miklu kröftum Reynis og kornungur hóf hann aflraunir. Hann ferðaðist síð- ar á ævi sinni víða um landið og sýndi aflraunir og vann meðal ann- ars það afrek að brjótast hlekkjaður út úr rammgerðum fangaklefa á Keflavíkurflugvelli. Reynir var tvígiftur. Hann laetur eftir sig 6 börn. Iðnaðarráðherra sendir Alusuisse nýtt skeyti HJÖRLEIFUR Guttormsson iðnað- arráðherra sendi Alusuisse skeyti í fyrradag þar sem hann harmar að Alusuisse skuli ekki vera reiðubúið til að samþykkja að ganga nú þegar til samninga á þeim grundvelli sem ráðherrann gerði að tillögu sinni í skeyti til Alusuisse 21. desember sl. Þá boðar hann einhliða aðgerðir, ef Alusuisse samþykkir ekki kröfur hans. Þá segir ráðherrann Alusuisse setja samningaviðræður í hættu með því að ganga ekki að tillögum hans, og í lok skeytisins boðar hann að ef Alusuisse gangi ekki að þessum kröfum kalli það á ein- hliða aðgerðir af hálfu íslenzkra stjórnvalda. Hjörleifur lagði afrit af skeyti þessu fyrir ríkisstjórnina í gær- morgun en málið var ekki rætt þar. Þess má geta að Hjörleifur og Steingrímur Hermannsson hafa báðir lýst því yfir opinberlega, að til umræðna um málið þyrfti að Mikill skortur á O plús í Blóðbankanum MIKILL skortur er nú á blóði hjá Blóðbankanum og sérstak- lega vantar algengasta blóð- flokkinn, 0 plús. Er fólk beðið að bregðast vel við, því svo mjög hefur gengið á birgðir í ófærðinni að undanförnu að sérstaklega varð að hringja út neyðarhringingar. koma í ríkisstjórn. Til þeirra um- ræðna sem iðnaðarráðherra sagði síðast í fréttatilkynningu 23. des- ember sl. að fram myndu fara í ríkisstjórninni hefur ekki komið, samkvæmt heimildum Mbl., þótt ráðherrann hafi nú sent áðurnefnt skeyti. Einar Foss Long kaupmaður látinn EINAR Foss Long, kaupmaóur, Brekkugötu 11, Hafnarnrði lézt I 8t Jósefsspítala i Hafnarfirði að morgni sl. miðvikudags eftir skamma sjúkra- húslegu. Einar var fæddur 1. apríl árið 1914 á Norðfiröi og var því 68 ára er hann lézt. Foreldrar Einars voru Valdimar Sigmundsson Long og Arnfríður Einarsdóttir Long, bæði kennara- menntuð. Einar fluttist með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar þriggja ára. Valdimar hóf þar verslunarrekstur en Arnfríður barnakennslu og rak um tíma eigin skóla, og þar hlaut Einar að miklu leyti menntun sína. Hann var sjálfmenntaður í útvarpsvirkjun og rak útvarpsviðgerðarverkstæði samhliða verslunarstörfum alla tíð. Hann hóf ungur störf við verslun föður síns og starfaði alla æfi við verslunina, eftir lát föður síns sá hann alfarið um reksturinn. Versl- unin hefur verið með umboð fyrir Happdrætti Háskóla íslands allt frá stofnun happdrættisins og alla tíð með móttöku útvarpsauglýsinga í Hafnarfirði. Um langt skeið hafði verslunin einnig umboð fyrir Sjóvá í Hafnarfirði. Einar var snillingur í höndum og muna sjálfsagt margir eftir jólaútstillingum sem hann og móðir hans smíðuðu og settu upp ( verslunina á árunum fyrir stríð og sem drógu að mannfjölda úr ná- grannabæjum og sveitum. Einar kvæntist Jóhönnu Kristó- fersdóttur frá Finnmörk í Miðfirði og gekk syni hennar, Þóri Kjart- anssyni í föðurstað. Jóhanna kom á heimilið árið 1946 og sá um það óslitið síðan, að undanteknu 1 'h ári er hún var að Finnmörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.