Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 27 félk í fréttum W Cardin færír út kvíarnar + Pierre Cardin er heimsfrægur fyrir hönnun sína á vönduðum tískufatnaði. Hann hefur nú f*rt út kvíarnar á öðrum sviðum og hefur keypt hinn heimsfr*ga skemmtistað Maxim í París. Og hann hyggst ekki sitja auðum höndum, heldur hefur hann uppi ráðagerðir um að stofna skemmtistað í sama stil og með sama nafni um allt Frakkland. „Ég ætla að láta gera hundr- uð skemmtistaða sem líkjast Maxim um allt Frakkland, fyrir fólk sem hefur minna en milljón krónur i árslaun hefur efni á að sækja,“ segir Card- in... Hussein smeykur við skíða- íþróttina + Hussein Jórdaníukonungur tekur lífinu með ró á stundum og um jólin var hann i Austurríki ásamt eiginkonu sinni, Noor drottningu, og börnum. Börnin munu hafa eytt löngum stundum við skíðagöngu, en þau hjón stóðu hjá þar sem konungi leist ekki meira en svo á leikni sina i þeim efnum og sagði: „Það er víst n*g- ar hættur í heiminum eins og hann er, þó maður bjóði þeim ekki heirn." Liz í friðarferð + Leikkonan Elísabet Taylor er um þessar mundir í einkaheimsókn í Líbanon og reynir að beita sér á þann hátt fyrir friði í Miðausturlönd- um. Hér sést hún ásamt libönskum drenghnokka á sjúkrahúsi í Tel Aviv, þar sem hún hafði viðkomu til að heims*kja stríðshrjáð börn. Nú, svo mun mexíkanski vinurinn hafa verið með í ferðum ... Fjölskyldu- fagnaður + Omri Sharon f*r hér hamingju- óskir frá foreldrum sínum, varnar- málaráðherra ísraels, Ariel Sharon og eiginkonu hans, Lily. Tilefnið var innganga sonarins í nýja sveit fall- hlífahermanna, í síðastliðinni viku, þar í landi. Hallgrímur Indriða- son — Minning F*ddur 7. september 1907 Dáinn 23. desember 1982 í fögru umhverfi við norðaust- anvert Langholtsfjall í Hruna- mannahreppi stendur býlið Ásat- ún. Þar hafa búið síðan árið 1940 systkinin Hallgrímur, Óskar og Laufey. Foreldrar þeirra voru hjónin Gróa Magnúsdóttir frá Bryðjuholti og Indriði Grímsson frá Éfra-Langholti, sem bjuggu í Ásatúni sem reyndar hét þá Snússá um áratugaskeið. Hall- grímur var fæddur 7. september árið 1907 og var þriðji í röð 11 barna þeirra Ásatúnshjóna. Hið elsta dó nýlega fætt, tvö af syst- kinunum ólust upp hjá afa sinum og ömmu í Bryðjuholti. Hallgrímur naut ekki langrar skólagöngu, fremur en títt var um börn fátækra bændahjóna á þeim dögum, aðeins tilsögn fáa vetur í farskóla, sem hafður var til skipt- is á bæjunum. En skóli lífsins hófst snemma og þann skóla kunni Hallgrímur að hagnýta sér vel. Hann vann að búi foreldra sinna strax og getan leyfði og einnig réri hann nokkrar vertíðir frá Keflavík á sínum yngri árum, var um skamman tíma á togurum og eitt sumar kaupamaður í Eyja- firði. Indriði bóndi lést árið 1928, en þá herjuðu berklarnir víða hér á landi og Ásatúnsheimilið fór ekki varhluta af þeim. Hallgrímur smitaðist og varð um tíma að leita lækninga á hressingarhæli, hann var því heilsulítill og mun vart hafa borið þess fullar bætur síðar. Þegar Gróa Magnúsdóttir lést árið 1939, tóku þau Hallgrímur, óskar og Laufey við búinu. Með dugnaði sínum og hagsýni, ásamt tækni síðari tíma, tókst þessum systkinum að gera Ása- túnið að glæsilegu býli. Allar byggingar voru byggðar upp, tún- rækt margfölduð, svo og bústofn- inn. Þar sem lönd Syðra-Lang- holts og Ásatúns liggja saman og allmikill samgangur á milli bæj- anna, hef ég fylgst með fram- kvæmdum og búsýslu í Ásatúni í meira en 30 ár. Þar hefur snyrti- mennskan setið í öndvegi úti sem inni, búféð verið fallegt og hirt um það af natni og reglusemi, enda hefur það skilað miklum afurðum. Þegar aldur og vanheilsa færðist yfir ábúendur voru seglin dregin saman og bústofninn minnkaður. Oft hef ég hugsað um hve þau börn og unglingar, sem dvalið hafa þar á sumrin hafa verið lán- söm að komast á slíkt myndar- heimili sem er í Ásatúni. Fengið að kynnast þar rótgrónu sveitalífi, þeirri ást og virðingu systkinanna fyrir öllu því er lifir og grær. Ég ætla að dvölin þar hafi verið þeim mikilsverður tími, góður skóli lífs- ins. Þau syrgja nú Hallgrím frænda sinn og vin sem var þeim svo mikið. Hallgrímur var vel gefinn og minnugur, talaði fagurt mál og sagði vel frá. Stundum fór hann með orðréttar setningar sem hann heyrði sagðar fyrir áratugum og voru frásagnir hans oft gæddar glettni og gamansemi. Framkoma hans öll einkenndist af prúð- mennsku og hógværð, hann var og sérstakur snyrtimaður. Hann átti við mikla vanheilsu að stríða síð- ustu æviárin og varð þá stundum að dvelja langdvölum á sjúkrahús- um. Síðast er ég kom til Hallgríms var hann orðinn mikið veikur. Báðir gerðum við okkur ljóst að hann átti ekki afturkvæmt heim í sveitina okkar fögru í þessu lífi, án þess að ræða um slíkt. Við ræddum um hesta eins og svo oft áður, en þó einkum um hvítan skagfirskan gæðing sem hann eignaðist á fyrstu búskapar- árum sínum. Það var honum einkar kært umræðuefni og það komu æskublik í augu þessa sjúka og þjáða nágranna míns. Hann andaðist í Landakotsspít- ala aðfaranótt Þorláksmessu. Við vitum lítið hvað bíður hand- an við gröf og dauða, en við trúum, vonum og biðjum. Máske bíður Hallgríms þar hvítur fákur í varpa. Þá verður eins og oft áður stigið á bak, sprett úr spori og sungið við raust „Ég vitja þín æska“. Megi minning hans lifa björt og hlý. Laufeyju, Óskari og öðrum að- standendum votta ég hluttekn- ingu. Sigurður Sigmundsson Bærinn Ásatún í Hrunamanna- hreppi stendur í túnfætinum und- ir lágum ási, með útsýni til Mið- fells og Hólahnúka. í suðaustri er jöklasýn. Á þessum fallega stað í þeirri sveit er eitt sinn voru kallaðir „Gull-hreppar“, væntanlega vegna fegurðar og búsældar, fæddist Hallgrímur Indriðason, þriðja elzta barn þeirra Indriða Gríms- sonar og Gróu Magnúsdóttur. í þá tíð er Hallgrímur var að alast upp, var hart barizt til að hafa til hnífs og skeiðar. Ekki sízt þar sem ómegð var mikil eins og í Ásatúni þar sem 10 hraust og tápmikil börn voru að alast upp. Halli mun því snemma hafa far- ið að létta undir með foreldrum sínum. Ungur hleypti hann heim- draganum og fór til sjós, sem títt var um unga og hrausta sveita- drengi í þá daga. Ég man hann hafa nefnt togarana James Long, Júpiter og Sviða, sem hann var á. Ekki ílentist Halli við sjávarsíð- una heldur sneri heim og tók við búinu í Ásatúni ásamt Óskari bróður sínum og Laufeyju systur þeirra. í höndum þeirra systkina breyttist jörðin úr koti í stórbýli. Á stofuveggnum í Ásatúni er verð- launaskjal fyrir „álitlegustu kúa- jörð í Árnessýslu" og segir það sína sögu. Ekki kvæntist Halli, en miðlaði börnum þeim, sem í Ásatún komu til sumardvalar af brunni þekk- ingar sinnar og manngæzku, sem út frá honum stafaði. Það voru ekki aðeins mannabörnin, sem ekki máttu af honum sjá — jafn- vel kálfarnir eltu hann. Mér er í barnsminni mynd Halla frá mínum Ásatúnsdögum, á smávaxna en trausta hestinum sínum, honum Fálka. Ég man að Fálki bar óskorað traust til hús- bónda síns, en var lítt hrifinn af öðrum er vildu nálgast hann. Marga söguna sagði Halli mér af Fálka sínum og í Fálka rættist sú ósk sveitadrengsins, sem kaupir sér von í litlu folaldi. Eldri sonur minn hefur nú dval- ið undir handarjaðri Halla og þeirra Ásatúnssystkina í 6 sumur og hefur honum hlotnazt það veganesti, sem við seint fáum full- þakkað. Að leiðarlokum þökkum við fjöl- skyldan í Blönduhlíðinni sam- fylgdina, þá samfylgd sem við hefðum ekki viljað vera án. Þórður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.