Morgunblaðið - 09.01.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Jólin kvödd í Borgarnesi
Frá þrettándabrennu á Seleyri við Borgarnes á þrettándadagskvöld. f Borgarnesi er sú venja
viðhöfð að hafa brennu þetta kvöld, en ekki á gamlárskvöld. Liósm- mi>i. hbj.
Nokkrir flokkar iðnaðarvara undan verðlagsákvæðum:
„Er fyrsta skrefið í
átt til frjálsræðis“
- segir Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrekenda
„ÞESSI ákvörðun Verðlagsráðs er aðeins fyrsta skrefið í átt til frjálsræðis í
þessum efnum, en eigi að síður mjög jákvæð," sagði Víglundur Þorsteinsson,
formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl., er hann var inntur
álits á þeirri samþykkt Verðlagsráðs, að fella nokkra vöruflokka iðnaðarvara
undan verðlagsákvæðum og setja aðra undir svokallaða 5—15% reglu.
„Þessar greinar hafa átt í
skefjalausri samkeppni við inn-
flutninginn á síðustu árum og er
þessi ákvörðun Verðlagsráðs því
mjög rökrétt, annað hefði í sjálfu
sér verið óeðlilegt," sagði Víglund-
ur Þorsteinsson.
„Annars vona ég, að áframhald
verði á þessu, þannig að verðlagn-
ing almennt verði gefin frjálst,
sem er hinni eini eðlilegi fram-
gangsmáti í þessum efnum," sagði
Víglundur Þorsteinsson.
Víglundur Þorsteinsson sagðist
ennfremur fagna mjög þeirri af-
stöðu, sem fulltrúar launþega í
Verðlagsráði hefðu tekið í þessu
máli. „Þeir hafa augljóslega litið á
þetta sem þátt í uppbyggingu ís-
lenzks iðnaðar, sem skapa mun at-
vinnutækifæri í framtíðinni, sem
er auðvitað hárrétt," sagði Víg-
lundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenzkra iðnrekenda að
síðustu.
Borgarstjórn veitir 15,8% afslátt af fasteignagjöldum:
Hækka um 49,9% í stað 78% eins
og Alþýðubandalagið lagði til
Tónleikar Kammer-
sveitarinnar í dag
KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir
til tónleika i Gamla Bíói í dag kl.16,
en þetta eru aðrir tónleikar sveitar-
innar á starfsárinu. Stjórnandi verð-
ur Paul Zukofsky frá Bandaríkjun-
um.
„ÞETTA var bersýnilega hreint
sýndarfrumvarp hjá Svavari Gests-
syni ráðherra sveitarstjórnarmála og
formanni Alþýðubandalagsins, þar
sem allar sveitarstjórnir á höfuð-
borgarsvæðinu höfðu lýst því yfir að
þær ætluðu ekki að nota að fullu
álagningarheimildir tekjustofnalag-
anna, hvað íbúðarhúsnæði varðar,“
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á
fundi borgarstjórnar í gær, en eins
og kunnugt er hafa fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn barist
hart gegn þeirri ákvörðun meirihluta
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
að gefa borgarbúum 15,8% afslátt af
fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis í
ár.
Davíð sagði að ráðherrann hefði
viljað takmarka hækkun fast-
eignaskatta við 65% miðað við sl.
ár, en þeir hefðu átt að hækka um
78% samkvæmt fasteignamati og
miðað við álagningarreglur vinstri
meirihlutans fyrrverandi. Sam-
kvæmt ákvörðun sjálfstæð-
ismanna er hækkunin 49,9%, í
stað 78% væri vinstri meirihlut-
inn við lýði, eða 65% ef frumvarp
Svavars Gestssonar hefði náð
fram að ganga.
„Hinir fjölmörgu íbúðareigend-
ur í Reykjavík munu eflaust taka
eftir því að á máli vinstri manna
heitir það að gera hina ríku ríkari
þegar við sjálfstæðismenn lækk-
Vefjara-
list á Kjar-
valsstöðum
SÝNINGIN Norræn Vefjaralist
III var opnuð að Kjarvalsstöðum í
gær, laugardag. Þetta er í þriðja
sinn sem slík samnorræn farand-
sýning er sett upp hér á landi.
Sýningin er sprottin upp af sam-
starfí vefara og textílhönnuða á
Norðurlöndum.
Var öllum textíl-lista-
mönnum á Norðurlöndum boðin
þátttaka í sýningunni, og var
síðan dómnefnd skipuð full-
trúum allra landanna falið að
velja úr verk til sýningarinnar.
Bárust alls 600 verk og eru 86
þar af á sýningunni. Fimm
þeirra eru eftir íslenska lista-
menn, þær Hildi Hákonardótt-
ur, ínu Salóme, Ingibjörgu Har-
aldsdóttur, Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur og Sigurlaugu Jóhann-
esdóttur. Þá er sú nýbreytni á
sýningunni, að innan hennar er
sérstök smámyndasýning, sem
samanstendur af verkum eftir
12 íslenska textíllistamenn.
Sýningin fyllir alla sali Kjar-
INNLENT
Eitt af íslenaku verkunum, Skuggar
eftir Sigurlaugu Jóhannesdóttur.
Mynd Mbl./KE.
valsstaða, og verður formleg
opnun hennar kl. 14. Hún verð-
ur síðan opin daglega frá 14—22
fram til 30. janúar. Héðan fer
sýningin til Færeyja. í Finnl-
andi og Svíþjóð, þar sem sýn-
ingin hefur þegar verið sett upp,
hlaut hún mjög góða dóma og
aðsókn.
A Islandi er sýningin styrkt
af menntamálaráðuneyti,
menningamálasjóði og iðn-
þróunar- og iðnlánasjóði.
um nú nokkuð álögur á íbúðar-
húsnæði þeirra," sagði Davíð.
Ingibjörg Rafnar borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sagði á fund-
inum að nú töluðu fulltrúar Al-
þýðubandalagsins um að sjálf-
stæðismenn væru að gera hina
ríku ríkari og hina fátæku fátæk-
ari, með því að gefa afslátt af fast-
eignagjöldum, en það væri í raun
hið sama og Svavar Gestsson hefði
ætlað að gera með sínu frumvarpi,
þó það hafi gengið skemmra en
afsláttur sjálfstæðismanna. Hins
vegar væri ekki minnst á að Svav-
ar Gestsson hefði viljað gera hina
ríku ríkari og hina fátæku fátæk-
ari. Hann hefði sagt að 78%
hækkun fasteignagjalda væri of
mikil og afsláttur af því væri
kjarabót, þó flokkssystkin hans í
borgarstjórn héldu öðru fram. Því
væri hér um tvískinnung að ræða
hjá Alþýðubandalaginu.
Á tónleikunum verður flutt
Kammersinfónía Schönbergs, en
hún er fyrir 15 hljóðfæri og talin
eitt af erfiðustu kammerverkum
sem samin hafa verið, að því er
segir í frétt frá hljómsveitinni.
Einnig verður flutt Dance
Preludes fyrir níu hljóðfæri eftir
pólska tónskáldið Lutoslawski, en
tónleikunum lýkur með tón-
verkinu La Création du Monde
fyrir 17 hljóðfæri eftir Milhaud.
Ég var ekki há í loftinu
þegar ég byrjadi ad syngja
UNG söngkona, Berglind Bjarna-
dóttir, heldur tónleika í Norræna
Húsinu í dag kl. 5 ásamt Guð-
rúnu Kristinsdóttur píanóleikara.
Mbl. átti viðtal við Berglindi í
gær, en hún er hér í jólafríi frá
Stocholms Musicpedagog Insti-
tut þar sem hún er á þriðja ári
við söngnám.
„Ég var ekki há í loftinu þeg-
ar ég hóf söngferil minn,“ sagði
Berglind. „Aðeins átta ára
gömul byrjaði ég í stúlknakór
Öldutúnsskóla og þar fékk ég
fyrstu tækifæri mín til að
spreyta mig á einsöng, og þá
var það einnig sérstaklega til
að efla áhugann á söngnum, að
fá að fara í tónleikaferðalög til
Norðurlanda og víðar. Með
söngflokknum „Lítið eitt“ söng
ég þegar ég var 15 ára gömul.
Gáfum við út tvær hljómplötur
og þarna öðlaðist ég mikilvæga
reynslu í að koma fram. Síðan
hóf ég söngnám í Tónlistar-
skóla Kópavogs hjá Elísabetu
Erlingsdóttur. Þaðan lauk ég
burtfararprófi í einsöng ’77 að
mig minnir, en jafnframt
söngnáminu tók ég þátt í ýms-
um óperuuppfærslum, söng
með Pólýfónkórnum og Þjóð-
leikhúskórnum.
Þá kom að því að velja sér
skóla til framhaldsnáms, og
þar sem Rúnar, maðurinn
minn, stefndi þá að námi í
sálfræði, völdum við Svíþjóð
með tilliti til þess að við gæt:
um bæði lært á sama stað. í
Stokkhólmi er fjölbreytt tón-
listarlíf, og ég var svo heppin
að komast inn í þennan eftir-
sótta skóla. Þar tvinnast í
náminu saman kórstjórn,
píanónám, kennslufræði og
tjáning fyrir utan þjálfun
söngraddarinnar. Ég lýk nám-
inu eftir rúmt ár ef hægt er að
tala um að söngnámi ljúki, og
hef þá einsöngskennararétt-
indi.
Hvað framtíðinni viðvíkur,
þá reikna ég með að fást við
tónlistarkennslu ýmiss konar.
Svo vona ég náttúrulega líka að
ég fái tækifæri til að geta
blómstrað sem söngkona.