Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 31 Minning: Þorsteinn Guðmunds- son Finnbogastöðum Þegar ég heyrði lát Þorsteins vinar míns samfagnaði ég honum. Hann var maður sem muna mátti tvenna tímana síðustu æviárin. Vaskur maður hafði hann verið meðan hann var og hét, fóthvatur og úthaldsgóður, verklaginn og út- sjónarsamur, málreifur og manna glaðastur á góðra vina fundi. En fyrir 4—5 árum fékk hann slag. Varð hann alveg lamaður öðru megin og rétt að segja mállaus. Hér fyrir sunnan var hann um skeið sér til lækninga og fékk nokkurn bata. En ekki varð hann til frambúðar. Heima á Finnboga- stöðum var hann eitt ár eða svo og þar að honum búið eins vel og kostur var. Samt hrakaði honum aftur. Og var þá ekki um annað að ræða en sjúkrahúsvist. Vegna ein- hvers meins varð að taka af hon- um betri fótinn. Eftir það var hann að fullu bundinn við rúmið og hjólastólinn uns yfir lauk. Þorsteinn fæddist á Finnboga- stöðum 21.3. 1905 og átti þar heima til æviloka. Hann lést á sjúkrahúsi á Hólmavík 13. þ.m. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi Guðmundsson er lengi var oddviti Arneshrepps og kona hans, Þuríður Eiríksdóttir frá Bjargi í Miðfirði. Guðmundur var annálað- ur sjómaður á sinni tíð og líklega síðasti formaðurinn, sem fór að staðaldri í hákarlalegur á opnu skipi úr Víkursveit. Aldrei hiekkt- ist honum neitt á allar þær vertíð- ir, er hann sótti sjó. Þuríður kona hans var hæglætis- og gæðamann- eskja, dugmikil húsfreyja þó að hægt færi og hávaðalaust. Með einstakri geðprýði, góðhug og for- sjálni stjórnaði hún innan stokks. Þau hjón eignuðust mórg börn og 4 tökubörn komust einnig hjá þeim til þroska. Löngum áttu og þar einhver einstæðings gamal- menni úr Árneshreppi sitt síðasta skjól. Eftir lát föður síns 1942 tók Þorsteinn við búi á Finnboga- stöðum. Stoð og stytta föður síns hafði hann verið á hans elliárum. Og heimilisvenjur hinna gömlu hjóna hafði hann í heiðri alla sína búskapartíð. Enda kippti honum vel í sitt góða kyn. Símstöð hafði verið í Árnesi. En þegar allir fluttust úr því gamla húsi, sem þar var 1939, tók Þorsteinn á Finnbogastöðum við því starfi, og hefur þar verið símstöð og bréf- hirðing síðan Þorsteinn átti þeirri miklu gæfu að fagna að eignast greinda og væna konu, Pálínu Þór- ólfsdóttur frá Litlu-Ávík. Hún hafði frá æsku átt heima hjá for- eldrum hans. Hjónaband þeirra reyndist líka einkar farsælt. Tvö eru börn þeirra, Guðmundur Magnús og Jóhanna Guðbjörg. Bæði hafa þau staðfest ráð sitt. Mikil gestrisni ríkti á Finnboga- stöðum. Þar var alúðlega tekið hverjum sem að garði bar. Alltaf var notalegt og upplífgandi að koma þar og sér í lagi þegar hús- bóndi var heima. Þá var aldrei þurrð á umræðuefni né fjöri í samræðu. Þorsteini þótti vænt um kirkju sína. Hana sótti hann vel og hans fólk. Bróðir hans, Guðmundur Þ. skólastjóri, var þar lengi organ- isti. En þess ágæta manns naut alltof stutt við. Um 2 árum eftir að ég kom í Árnes féll hann frá aðeins 46 ára. Fyrir forgöngu hans var búið að reisa myndarlegan heimavistarskóla á Finnbogastöð- um. Vel hefur hann dugað til þessa. Þorsteinn var lengi í safnaðar- stjórn og um 10 ár formaður henn- ar. Vann hann sjálfur að viðhaldi kirkjunnar með frænda sínum, sem er smiður. Vetrarríki er jafnan allmikið á Ströndum. Þá er þar heldur skuggsýnt allan daginn, þvi að sól kemst þá ekki yfir fjöllin. En þeg- ar vel vorar og miðnætursólin gyllir Árnestind og hið svipmikla Finnbogastaðafjall, þá er indælt að eiga heima í Trékyllisvík. Þá er þar í bókstaflegri merkingu „nóttlaus voraldar veröld". Þá er hægt að lesa í bók um miðja nótt án ljósmetis. Þó fór ég þaðan. Þorsteinn á Finnbogastöðum var kallaður af þessum heimi um miðjan vetur. En í þeirri trú má áreiðanlega kveðja hann, að leyst- ur úr fjötrum hins lamaða holds og frá elli og kröm njóti nú glað- vær, fjörmikill og mannblendinn andi hans góðra vina fundar á landi fyrirheitanna þar sem engin er nótt og lífsins sól ljómar um aldir alda. Konu hans og börnum, systkin- um og öðrum hans nánustu sendi ég kveðju mína og þakka öll hin góðu kynni. Guðmundur Magnús situr nú þá jörð sem faðir, afi, langafi og enn fleiri ættmenn hans hafa búið á, mann fram af manni. Megi hann búa þar bæði vel og lengi. Þorsteinn Björnsson Haustið 1938 tók ég við skóla- stjórn heimavistarskólans á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum. Áður hafði verið þar Guðmundur Þ. Guðmundsson, ást- sæll og virtur skólamaður, en var nú dáinn. Mér var ljóst að ég mátti til margs hyggja ætti ég að geta að einhverju orðið sporgöngumaður þess mæta manns svo ekki væri vansi að. Á hráslagalegu kvöldi komum við hjónin svo í fylgd með Strandapósti norður í Trékyllisvík að taka við þessu mikilvæga starfi. Það kvöld og viðmót fólks- ins sem kom til að taka á móti okkur varð síðan hugþekk minn- ing og mér ennþá ylgjafi. Einn í þessum góða hópi var Þorsteinn Guðmundsson á Finnbogastöðum, bróðir hins látna skólastjóra. Ekki er ólíklegt að með þeim manni hafi vakað einhver innri kvíði um það hvernig sá mundi duga sem nú átti að taka við starfi bróður hans. Starfi, sem hafði lyft þessari afskekktu byggð í fremstu röð fræðsluhéraða landsins hvað snerti möguleika til athafna og árangurs á sviði barnafræðslu. Sú gjörð hafði kostað mikla baráttu eins og oft vill verða í upphafi ferðar á framfarabraut, enda var mér vel kunnugt að ættmennum hans i Árneshreppi var ekki sama hver framvindan yrði. Kannske get ég sagt að þetta umrædda kvöld hafi kynni okkar Þorsteins Guðmundssonr fundið sér farveg sem entist þau fimm ár sem við urðum samferða þar nyrðra. Það voru góð ár, ef til vill þau sem mér er ljúfast að minnast frá fimm áratuga starfsferli. Ekki vegna þess að önn dagsins væri þar auðveldari en annars staðar þar.sem leiðin hefur legið, fremur vegna hins að tómstundirnar voru þar léttari og lífið litríkara. í þeirri tilveru var þáttur Þorsteins á Finnbogastöðum stór. Hann átti þær eðliseigindir sem gerðu sam- ferðamönnunum návist hans hug- þekka og létti þeim gönguna. Skólahúsið stendur í túnfæti heimajarðarinnar, það var því skamman spöl að fara til að ná saman. Þær urðu margar vetrar- vökurnar sem við blönduðum geði ýmist tveir ellegar með fleira fólki, sem eins og ég, laðaðist að léttum lífsháttum hans. Ég tel mig á engan halla þótt ég segi það, að í Trékyllisvík og þar í grennd hafi á þessum árum verið mannfélagshópur sem vandfund- inn var í byggðum landsins, og, sem að líkum lætur, grundvallað- ist það samfélag fyrst og fremst á þeim kjarna sem þar stóð föstum fótum. Þorsteinn Guðmundsson var fæddur og uppalinn á Finnboga- stöðum og þar höfðu búið feður hans í marga kynliði. Rætur hans stóðu því djúpt og vaxtarmáttur hans miðaðist við það að vinna byggð sinni það gagn sem hann best kunni. Hann var félags- hyggjumaður og skildi það flest- um betur að ein sterkasta líftaug Hulda Björnsdóttir — Minningarorð Fædd 17. september 1922 Dáin 18. janúar 1983 „(■uA j»4*fi mér æðruleysi, til að uætta mig við það wm ég fæ ekki breytt, kjark til að hreyta því uem éjj get breytt, og vit til að jjreina þar á milli.“ í dag er borin til hinstu hvílu ein af hetjum hversdagslífsins, Hulda Björnsdóttir, kona sem við höfum á tólfta ár fylgst með í bar- áttu hennar við einn mannskæð- asta sjúkdóm okkar daga. í lengri tíma hefi ég talið mig vera að hitta Huldu í hinsta sinn, en alltaf tókst henni að sigra að manni fannst á undraverðan hátt, og maður dáðist að þessari bar- áttu, en í dag ber að gleðjast að þessu skuli lokið, því hún var svo gjörsigruð af sjúkdómi sínum áð- ur en yfir lauk. Við unnum saman í nokkur ár hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og veit ég að gamlir samstarfsmenn hennar þar senda henni hlýjar kveðjur og óska henni góðrar heimkomu. Hulda var stjórnsöm, og vildi hafa reglu á hlutunum og hún hlífði sjálfri sér hvergi. Það skap- aðist sérstæð og skemmtileg stemmning hjá vélarliði BÚR þessi ár; sem minningarnar ylja eftir á. Áður en ég kynntist Huldu hafði hún verið gift Páli Arasyni, bílstjóra og ferðagarpi, þau slitu samvistum. Áttu þau tvö börn, Rannveigu sem býr hér í bæ, og Björn, bónda norður í Eyjafirði. Eru þau bæði gift og eiga afkom- endur. Við sjáum lítinn tilgang í af hverju sumt fólk mætir svo mikl- um erfiðleikum og kvöl, eins og síðustu stundirnar voru í lífi Huldu, en aðrir virðast renna sitt æviskeið án aðsteðjandi erfiðleika, þetta hlýtur að hafa einhvern til- gang, maður skyldi ætla að þetta fólk væri betur undirbúið að mæta skapadægri sínu, eða svo er trú mín. Kveðja mín til Huldu hefst á æðruleysisbæninni, það felst svo óendanlega mikið í þessari litlu bæn ef að er gáð og slíkt æðruleysi sem Hulda sýndi að til er, gaf mér mikið. Guð blessi aldraða móður henn- ar, Arnfríði, einkasystur hennar, Ástu, börnin hennar, tengdabörn, barnabörn og aðra afkomendur. Hvíli hún í friði. hvers héraðs er að fólkinu sem þar vex upp og elur aldur sinn þyki gaman að lifa. Hann vissi einnig að kæmi þangað innflytjandi mundi hann svo best una vel vist- inni að honum væri þannig tekið að hann fyndi sig fljótt heima. Þessarar umgengnishæfni Þor- steins nutum við hjónin í ríkum mæli enda, eins og ég fyrr sagði, lifðum við þarna ljúfar stundir. Þótt Árneshreppur lægi á þeim árum utan alfaraleiðar og erfitt væri um samgöngur til næstu byggða, heyrði ég engan tala um einangrun. Ég efast um að það orð hafi verið notað í daglegu tali manna á milli. Sá hugblær sem þróaðist í skjóli tiginna fjalla með útsýn til víðáttu hafsins varð samhyggjukraftur fólksins í gleði og sorg langt ofan við amstur, ergi og olnbogaskot hversdagsins. Þegar dansinn dun- aði, gullin veig glitraði og söngur ómaði á sviðinu, þá var Þorsteinn á Finnbogastöðum þar í fremstu röð. Þegar sorgin knúði á dyr, sjúkdóm bar að höndum ellegar aðrir erfiðleikar þjökuðu sam- ferðamennina, þá var hann þar ætíð með þeim fyrstu á vettvang til stuðnings og styrktar. Þorsteinn kvæntist Pálínu Þór- ólfsdóttur frá Ávík en hún var að mestu alin upp hjá foreldrum hans. Að föður Þorsteins látnum tóku þau hjónin við búi á Finn- bogastöðum. Pálína er dugmikil sæmdarkona. Þau eignuðust sam- an tvö börn, Guðmund, sem nú er bóndi á Finnbogastöðum, og Jó- hönnu Guðbjörgu, húsfreyju í Bæ í Trékyllisvík. Búskapur þeirra Þorsteins og Pálínu stóð með blóma, byggingar voru reistar og ræktun aukin. En skyndilega brá sól sumri. Hann missti heilsuna og lá mörg ár veik- ur og máttvana ýmist á sjúkra- húsi ellegar heima. í þeirri erfiðu raun var gifta hans mest að eiga konu sem bar með honum byrðina og hann gat ieitað til meðan hann mátti mæla. En nú er lífsfjöturinn fallinn og andi hans aftur frjáls. Samskiptum okkar Þorsteins var að mestu lokið þegar ég flutt- ist úr byggðinni en leifturmyndum liðinna daga brá þó jafnan fyrir þegar fregnir bárust að norðan og stundum átti ég þess kost að vera á ferð um fornar slóðir. Síðast þegar fundum okkar bar saman var þessi málglaði vinur minn fallinn að beði og mátti vart tungu hræra en í svip hans sást enginn vottur um víl. Þannig vil ég manninn muna. Glaðan og reifan í góðvinahópi. Sterkan án æðru á erfiðri örlaga- stund. Byggðin sem ól hann ungan og veitti honum brautargengi á manndómsskeiði hefur misst einn sinna bestu sona, en þess má vænta, að frá gróinni rót og styrk- um stofni Finnbogastaðaættar vaxi sterkar greinar sem bera hátt merki hins glaða lífs á götu fram- tíðarinnar. Ég sendi eftirlifandi konu Þorsteins Guðmundssonar og ástvinum öllum kveðju mína. Minningin um góðan, glaðværan vin mun sífellt benda í sólarátti Þorsteinn frá Kaldrananesi t Utför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30. Halldór Snorrason, Anna Ólsen, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall matthIasar waage, fulltrúa. Ingibjörg Waage, Sigriður Jónsson, Gunnar Jónsson, Edda Petersen, Walter Petersen, Kristín Waage, örn Aöalsteinsson og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför litlu dóttur okkar, GUDNÝJAR KRISTÍNAR. Sigrún Dan Róbertsdóttir, Árni Dan Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auösynda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar mins og fööur okkar, JÓNS BJARNA SIGURÐSSONAR, Garöabraut 13, Akranesi. Sérstakar þakkir til allra sem aöstoöuöu vegna veðurs og ófæröar útfarardaginn. Vilhelmína Elísdóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Siguröur Bjarni Jónsson, Gunnar Már Jónsson, Guölaugur Elís Jónsson, Sigurlína Jónsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir innilega samúö viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRGVINS V. JÓNSSONAR, málarameistara, Hlíöargötu 3, Akureyri. Sérstakar þakkir eru færöar til alls starfsfólks B-deildar Fjórö- ungssjukrahúsinu á Akureyri. Laufey Siguröardóttir, Jón R. Björgvínsson, Elsa Óskarsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Valgaröur Baldvinsson, og barnabörn. Benný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.