Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 29 Þorsteinn Guðmundsson Finnbogastöðum Minning Árneshreppur í Strandasýslu er nyrsta byggð sýslunnar og þar er endir á vegakerfi landsins um Strandir. Á Finnbogastöðum í Árnes- hreppi hefur búið sama ættin í aldaraðir. Það sem meira er um vert er að af þessu góða fólki hefur staðið ljómi og sómi, bæði innan sveitar og utan. Einn úr þeim mörgu ættliðum sem byggt hafa Finnbogastaði verður kvaddur hér, með þessum fátæklegu línum, Þorsteinn bóndi Guðmundsson. Hann var fæddur á Finnbogastöðum 21.05.1905. Hann lést 13.01. 1983, eftir langa og stranga spítalavist í mörg ár, sem hann gekk í gegnum af miklu æðruleysi. Foreldrar hans voru Þuríður Eiríksdóttir frá Bjargi í Miðfirði, dóttir Eiríks Einarsson- ar frá Hreðavatni í Borgarfirði, og Guðmundur oddviti Guðmunds- son, Guðmundssonar Magnússon- ar frá Finnbogastöðum. Á þeim árum sem Þorsteinn var ungur stóð barnafræðsla í Árneshreppi með miklum blóma og nutu þar hreppsbúar verka bróður Þor- steins, Guðmundar skólastjóra, en hann byggði upp glæsilegan heimavistarskóla á Finnbogastöð- um, sem stendur enn og er í fullu gildi. Einn vetur var Þorsteinn við nám á Héraðsskólanum að Laug- arvatni. Það var veturinn 1930—’31. Þar með var skólagöngu lokið, en Laugarvatns skólagang- an reyndist honum drjúg sem viðbót við barnafræðsluna og hafði hann oft orð á því. Þorsteinn ólst upp á miklu og fjölmennu heimili þar sem gleði og mannleg samskipti voru látin sitja í fyrirrúmi. Hestar og önnur slík skemmtun naut sín vel, enda var hann mikill hestamaður ala æfi og naut þess í ríkum mæli að láta spretta úr spori, ekki síst á ísilögðum vötnum. Það hlaut að fara hjá honum eins og öðrum að störf hlóðust á hann, enda mjög duglegur og af- burða snöggur til verks. Faðir hans oddvitinn gegndi mörgum mikilvægum störfum fyrir sveit- ina og það þýddi aukið álag á son- inn sem hann skilaði með sóma. Æskan er þó ætíð svo að hún verð- ur að kynnast lífinu af eigin raun, því fór Þorsteinn í vinnu frá heim- ilinu um tíma til að þroskast og læra af öðrum. En sveitin hans átti hug hans allan og kom þar margt til. Búskapur var hans mál og það fór hann ekki dult með enda bóndi góður og skepnur þær sem hann umgekkst og annaðist bera þess glögg merki. Sveitin geymdi líka konuefni hans og Jack Lemmon og Sissy Spacek. Kvikmyndahá- tíðin framlengd um einn dag ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja Kvikmyndahátíö í Reykjavík 1983 um einn dag og á mánudagskvöld vcrður sýnd í Laugarásbíói nýjasta mynd grísk franska kvikmyndastjórans (’osta-Gavcras: Týndur (Missing), sem gerð var á síðasta ári. Þessi mynd hef- ur hvarvetna vakið miklar umra'ður og eftirtckt og á kvikmyndahátíðinni í ('anncs sl. vor var hún kjörin besta mynd hátíðarinnar ásamt tyrknesku myndinni Leiðinni (Vol), sem einnig er sýnd á kvikmyndahátíö 1983. Þar var Jack Lemmon einnig kosinn besti leikarinn fyrir túlkun sína á Kd Horm- an, höfuöpersónunni í Týndur. lífsförunaut, Pálínu Þórólfsdóttir frá Litlu-Ávík, foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir frá Litlu-Ávík og Þórólfur Jónsson frá Kjós í Árneshreppi. Pálína og Þorsteinn gengu í hjónaband 27. mars 1941. Börn áttu þau: Guðbjörgu gifta Hjalta Guðmundssyni bónda i Bæ og Guðmund bónda á Finnbogastöð- um. Jarðirnar Bær og Finnboga- staðir eru í Víkursveit og liggja lið við hlið og myndarlegt bú á báðum jörðunum. Eins og áður er getið var sveitin hans starfsvettvangur, honum kom aldrei til hugar að yfirgefa hana. Þar skipti ekki máli þótt kæmu ísár eða aflaleysi til lands og sjávar. Mörg trúnaðarstörf hlóðust á Þorstein. Símstjóri og póstaf- greiðslumaður var hann meðan aldur entist. Þorsteinn sat í hreppsnefnd í um 30 ár. Hann var virkur þátttakandi í störfum bún- aðarfélagsins, var í sóknarnefnd og meðhjálpari í Árneskirkju ára- tugum saman, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki hægt að staldra við minningu þessa manns án þess að minnst sé á gestrisni og hlýhuginn sem mætti öllum sem heimsóttu Finnbogastaða-heimilið og þar var enginn munur á hvort bæri að dyrum maðurinn í fína bílnum eða umkomulausa barnið úr þéttbýl- inu, handtakið og framkoman var alltaf jafn hlý. Sá sem þessar línur ritar hefur átt því láni að fagna að vera tengdur þessu heimili alla ævi. Fyrir það færi ég innilegar þakkir frá mér og mínum. Heimilisfólk- inu á Finnbogastöðum og öðrum ættingjum sendi ég kærar kveðj- ur. Verði Þorsteinn að eilífu Guði falinn. Kristmundur Sörlason t BOGI BENEDIKTSSON, Óðinsgötu 26, lést 22. januar á Borgarspítalanum. Jaröartörin hetur fariö fram. Aöstandendur. Vegna jarðarfarar HARALDAR GÍSLASONAR, framkvæmdastjóra, verða bæjar- og sveitastjórnarskrifstofur og skrifstofur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lokaöar frá hádegi mánudaginn 7. febrúar. Vegna jarðarfarar HARALDAR GÍSLASONAR, veröur Sorpeyöingarstöö Suðurnesja lokuö frá 12- inn 7. febrúar. -17, mánudag- Nýjar og traustar þjónustuhafnir Með góðri samvinnu við DFDS bjóðum við ódýran og skjótan flutning til og frá írlandi um Kaup- mannahöfn. Nú eru þjónustuhafnir Eim- skips í Dublin og Belfast. Umboðsmaður Dublin: DFDS SCAN - LINE LTD 72/80 North Wall Quay Dublin 1 Símar: 742219/740670/726811 Telex: 31076 Umboðsmaður Belfast: DFDS SCAN - LINE LTD 9 Weelington Place Belfast BT1 6GA Sími: 22467 Telex: 747905 Alla leið f rá irlandi með Sími 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.