Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
Verðlagsráð heimilar
25% hækkun á fargjöld-
um Landleiða og SVK
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum ígærdag, að heimila8,7% hakk-
un á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa, þannig að þeir hækka úr 46 krónum í
50 krónur frá og með deginum í dag.
Þá varð Verðlagsráð við erindi
borgarstjóra um 25% hækkun á
aðgöngumiðum sundstaða. Að-
göngumiði fullorðinna kostaði 12
krónur og fer í 15 krónur.
Loks samþykkti Verðlagsráð, að
heimila 20% hækkun á vöruaf-
greiðslugjöldum skipafélaga.
Þá samþykkti Verðlagsráð, að
heimila 25% hækkun á fargjöld-
um Strætisvagna Kópavogs og
Landleiða. Fargjöld fullorðinna
með SVK hækka því úr 8 krónum í
10 krónur og fargjöld með Land-
leiðum milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar hækka úr 22 krónum í
27,50 krónur.
Aukafundur í borgarstjórn í dag:
Keldnamálið
til afgreiðslu
AUKAFUNDUR verður haldinn í borgarstjórn Reykjavíkur í dag, fimmtu-
dag, en meginefni fundarins verdur afgreiðsla samkomuiags borgarstjóra og
menntamálaráðherra um Keldur og Keldnaholt. Fundurinn varður haldinn í
fundarsal borgarstjórnar í Skúlatúni 2.
Auk Keldnamálsins svokallaða   koma til sérstakrar afgreiðslu í
verður á fundinum m.a. fjallað um
kaup á skíðalyftu til uppsetningar
í Bláfjöllum, en borgarráð sam-
þykkti á þriðjudag að kaupa lyftu
af Doppelmeyer-gerð. Ágreiningur
varð um málið, þannig að það mun
borgarstjórn.
Ástæða þessa aukafundar er sú,
að á síðasta borgarstjórnarfundi
óskuðu fulltrúar minnihlutans
eftir frestun málsins og var orðið
við þeirri ósk.
Akureyri:
Skólahaldi frest-
að vegna illviðris
Akurtyri, 9. fehrúar.
RÉTT fyrir hádegi í dag skall á
norðan stórviðri með hríð á Akureyri
og stóð veðrið fram eftir degi. Létti
síðan til undir kvöld. Svo mikil var
veðurhæðin á hádegi að skólahald í
bænum var fellt niður.
Samkvæmt  upplýsingum  lög-
reglunnar á Akureyri klukkan
18.00, höfðu orðið 16 árekstrar í
bænum. Engin slys urðu á fólki og
enginn ákrekstranna var það sem
lðgreglan kallar stórárekstur.
Fljúgandi háika var á götum á
þessum tíma og blindhríð. Eigna-
tjón var töluvert.    — G. Berg
Innbrotin í Bflaleigu Akureyrar:
Ekkert nýtt komið fram
Akureyri, 9. fobrúar.
„ÞVÍ miður hefur ekkert nýtt komið
fram í sambandi við rannsókn á inn-
brotinu og sögusagnir, sem eru á
kreiki í bænum varðandi þetta mál
eiga ekki við neitt að styðjast," sagði
Daníel Snorrason, rannsóknarlögr-
eglumaður á Akureyri er Mbl. hafði
samband við hann í gærdag og
spurðist fyrir um rannsókn á inn-
brotunum í Bílaleigu Akureyrar, sem
framin voru á síðasta ári.
„Engar nýjar yfirheyrslur hafa
átt sér stað og þaðan af síður að
nokkur hafi verið handtekinn. Við
hörmum því þær sögusagnir, sem
komizt hafa á kreik og viljum gera
allt-til að kveða þær niður," sagði
Daníel Snorrason ennfremur.
— G. Berg
Jarðvegsathuganir hófust á væntanlegu byggingarsvæði borgarinnar við norðanverðan Grafarvog í gær og var
meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.                                           Ljósm. Mbi. rax.
Deiliskipulag af hluta Grafarvogssvæðis kynnt í borgarráði:
Tæplega 400 lóðir verða
byggingarhæfar í haust
DEILISKIPULAG að hluta af fyrsta áfanga byggingarsvæðisins við Grafar-
vog var lagt fram í borgarráði í gær, en stefnt er að því að það svæði verði
byggingarhæft á þessu ári. Deiliskipulagið var samþykkt í aðalatriðum á
fundi skipulagsnefndar á mánudag, en í bókun þeirri sem þar var samþykkt
segir, að skipulagsnefnd samþykki í meginatriðum gatnakerfi tillögunnar,
staðsetningu stofnana og deiliskipulag íbúðabyggðar austan svokallaðs
miðsvæðis og neðan aðalsafnbrautar. Tillöguna samþykktu þrír sjálfstæð-
ismenn en fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs greiddu atkvæði
gegn henni.
Þórður Þ. Þorbjarnarson borg-
arverkfræðingur sagði í samtali
við Mbl. í gær, að áætlað væri að á
því svæði sem deiliskipulagt hefur
verið, verði um 250 einbýlishúsa-
lóðir byggingarhæfar síðla í
haust, auk 90 raðhúsalóða og 50
íbúða í fjölbýli. Svæði það sem hér
um ræðir er austur af væntanleg-
um verslunar- og þjónustukjarna í
Grafarvogsbyggðinni og nær til
marka byggðarsvæðisins við land
Keldna.
í bókun frá borgarverkfræðingi,
sem lögð var fram á fundi skipu-
lagsnefndar, segir m.a. að nettó
ávinningur samkomulags borgar-
stjóra og menntamálaráðherra
um landsvæðið við Keldur, sem
skrifað var undir nýlega, sé 49,4
hektarar, ef miðað er við
aðalskipulag        austursvæða
1981—1998. Segir borgarverk-
fræðingur í bókuninni, að hann
telji að samkomulagið sé borginni
hagstætt og fullt tillit hafi verið
tekið  til  sjónarmiða  og  þarfa
beggja málsaðila. Lagði hann til
að samkomulagið yrði staðfest af
borgarstjórn.
Við samanburð á aðalskipulagi
austursvæða 1981—1998 og sam-
komulaginu um landsvæðið við
Keldur, segir borgarverkfræðing-
ur í bókuninni, að lesa megi eftir-
farandi staðreyndir: 1. fbúðasvæði
hafi stækkað um 28,5 ha og sé sú
stækkun á kostnað svæða til
opinberra þarfa (Keldna og
Keldnaholts). 2. Græn svæði vest-
an og norðan Keldna eru sam-
kvæmt samkomulaginu 24,7 ha. 3.
Græn svæði vestan og norðan
Keldna voru skv. aðalskipulaginu
1981-1998 3,8 ha.
Borgin afhendir Skógræktinni land til skógræktar í Sogamýri:
„Einstæð ráðstöfun af
hálfu íslensks sveitarfélags"
- segir Sigurður Blöndal skógræktarstjóri.
SKÓGRÆKT ríkisins sendi borg-
aryfirvöldum bréf þar sem lýst er
þakklæti vegna ákvörðunar borg-
arinnar um að afhenda Skógrækt-
inni svæði í Sogamýri til ráðstöfun-
ar. Segir í bréfinu að þetta sé ein-
stæð ráðstöfun íslensks sveitarfé-
lags. Bréfið var kynnt á fundi í
borgarráði á þriðjudag.
Undir bréfið ritar Sigurður
Blöndal skógræktarstjóri, en bréf-
ið er svohljóðandi:
Heiðrað bréf yðar, dagsett 26.
janúar 1983, hefi ég meðtekið,
þar sem þér skýrið mér frá sam-
þykkt borgarráðs frá 10. des-
ember 1982 um svæði til skóg-
ræktar í Sogamýri Skógrækt
ríkisins til afnota.
Ég bið yður að færa borgar-
ráði og umhverfismálaráði hug-
heilar þakkir Skógræktar ríkis-
ins fyrir þessa höfðinglegu
ráðstöfun. Ég leyfi mér að túlka
hana sem enn eina sönnun fyrir
þeim áhuga og skilningi, sem
borgaryfirvöld i Reykjavík hafa
lengi sýnt trjá- og skógrækt í
borgarlandinu. Jafnframt læt ég
ekki hjá líða að skýra yður frá
því, að þessi ráðstöfun er ein-
stæð af hálfu íslensks sveitarfé-
lags sem vináttu- og virðingar-
vottur í garð Skógræktar ríkis-
ins.
Ég vona, að stofnunin reynist
þess megnug að sýna þakklæti
sitt í því verki, sem innt verður
af hendi til þess að prýða höfuð-
borgina á þessu áhugaverða
svæði.
Nýjasta plata Mezzoforte:
Selst vel í Bretlandi
— sölusamningur að nást viö aðila í Evrópulöndum
NVJASTA plalan með Mezzoforte hefur selst í hátt í 10.000 eintökum í Bretlandi
og hefur dótturfyrirtæki Steina hf. í Bretlandi gert sólusamninga við fjölmarga
aðila í Evrópu um plötuna, samkvæmt upplýsingum sem Mlil. fékk hjá Steinari
Berg, framkvæmdastjóra Steina hf.
Steinar er nýlega kominn frá
Cannes í Frakklandi, en þar er ár-
lega haldin ráðstefna framleiðenda í
hljómplötuiðnaðinum. Sagði hann að
undirtektir, bæði í Bretlandi pg í
Cannes, hefðu verið mjög góðar og
hefði sala í Bretlandi farið vaxandi
dag frá degi. Sagði hann að þetta
væri í fyrsta skipti sem gengið hefði
verið frá sölusamningum um ís-
lenska plötu og fengnar peninga-
greiðslur fyrir.
Steinar Berg sagði að mesta
áherslan hefði verið lögð á plötu
Mezzoforte á ráðstefnunni í Cannes
og hefðu verið gerðir samningar við
mörg Evrópulönd um sölu á plöt-
unni. Sagði hann að innan tveggja
mánaða yrði plata Mezzoforte komin
út í svo til öllum Evrópulöndum og
víðar, t.d. í Suður-Afríku.
Athugasemd frá Stein
dóri Gunnarssyni
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd til birt-
ingar:
Óska eftir að koma eftirfarandi
athugasemdum á framfæri við
Morgunblaðið vegna fréttar um
lausn úr gæsluvarðhaldi, er birtist
í dag, 9. febrúar 1983.
1. Tilefni gæsluvarðhaldsins
voru sakargiftir á hendur
mér, sem síðar reyndust ekki
á rökum reistar.
2. Við yfirheyrslurnar hélt ég
ávallt fram sakleysi mfnu og
hefi ekki játað á mig neina
sök.
3. Kæra á hendur mér um
meintan fjárdrátt hefur verið
dregin til baka.
4. Þeir menn, sem unnu að
rannsókn málsins, komu vel
fram við mig og lögðu kapp á
að upplýsa málið sem best.
Ég held að þeir hafi að lykt-
um áttað sig á því að með því
að beina athyglinni að mér
voru þeir að leita langt yfir
skammt.
Steindór Gunnarsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48