Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
„Skiptir mig mestu
að fá heilsuna bætta"
— segir Jóhann Pétursson Svarfdælingur, en hann varð sjötugur í gær
SJÖTUGUR varð í gær sá mæti mað-
ur Jóhann Pétursson Svarfdælingur,
stærsti maður sem ísland hefur alið,
og þótt víðar va-ri leitað. Eins og
Destir vita er Jóhann eini íslending-
urinn sem starfað hcfur við fjölleika-
hús mestalla sína starfsævi. Ungur
fór hann utan til Kaupmannahafnar
og starfaði í sirkus þar, en fluttist
fljótlega búferlum til Bandaríkjanna
og vann þar lengstum við stærsta
fjölleikahúsið þar í landi. Jóhann
hefur átt við vanheilsu að stríða und-
anfarið og síðan hann kom hingað til
lands í jiilí í sumar hefur hann dval-
ið á Landspítalanum.
Blaöamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins litu inn til Jó-
hanns í gær um kaffileytið, en þá
voru staddar hjá honum systur
hans og fleira vinafólk til að gleðj-
ast eftir föngum með honum á
þessum merkisdegi.
„Ég hef nú ekki frá miklu að
segja," sagði Jóhann, og kom þar
ollum á óvart. „Þegar ég er óupp-
lagður eins og núna — og satt að
segja er ég ansi lasinn — hef ég
ekki kraft til að ljúga neinu
skemmtilegu. Ég er alveg rúm-
fastur og get varla hreyft mig að
nokkru marki. Það stafar fyrst og
fremst af því að ég var svo óhepp-
in að rifbeinsbrotna fyrir viku dá-
lítið illilega og er því alveg í lama-
sessi. Og nógu var heilsan þó slöpp
fyrir."
Jóhann kom hingað til lands í
sumar til að leita sér lækninga, en
hann hafði fengið aðsvif og dottið
illilega og skaðað á sér fæturna.
Hann hafði verið í æfingum nokk-
uð lengi og náð sér svolítið á strik
og því er rifbeinsbrotið núna mik-
ið áfall. En við biðjum Jóhann að
líta til baka og segja okkur eitt-
hvað frá störfum sínum í sam-
bandi við fjölleikahús.
„Það var enginn dans á rósum
oft á tíðum. Mikið um ferðalög og
þau geta verið þreytandi til lengd-
ar. Ég held reyndar að ég sé búinn
að ferðast um Bandaríkin öll
meira og minna. En starfið hafði
sínar góðu hliðar, því er ekki að
neita og það var vel gert við mig."
Er það sæmilega borgað að
vinna við fjölleikahús?
„Það er varla hægt að segja það.
En það er misjafnt sem borgað er,
það fer eftir þeim númerum sem
menn bjóða upp á. Öll fjölleikahús
hafa nokkur toppnúmer og fyrir
þau er vel borgað. En svo eru
margir sem vinna við þetta og
lepja dauðann úr skel.
Ánnars held ég að ástandið hafi
verið betra hér áður fyrr. Nú er
samkeppnin við sjónvarpið það
mikil að fjölleikahúsin dafna ekki
eins vel og áður, og geta því
kannski ekki greitt eins há laun.
En ég sé ekki ástæðu til að kvarta.
Ég hef aldrei haft há laun en nóg
til að lifa sómasamlegu lífi."
Hvers vegna lagðirðu þessa
vinnu fyrir þig á sínum tíma?
„Eitthvað varð maður að starfa.
Það var mikið atvinnuleysi á þess-
um tíma þegar ég var að byrja í
fjölleikahúsum og mér gekk illa að
Jóhann Pétursson Svarfdælingur í rúmi sínu á LandspíUlanum. Jóhann
rifbeinsbrotnaði fyrir skömmu og er rúmfastur af þeim sökum.
MorgunblaAiA   KIIK
fá vinnu. Og raunar fór ég utan
sérstaklega í atvinnuleit."
Er erfitt að vera svona stór?
„Þú getur rétt ímyndað þér.
Heimurinn er ekki sniðinn fyrir
fólk af þessari stærðargráðu. Það
þarf ekki annað en minnast á
vandræðin við að fá sér föt við
hæfi, og skó. Og fjölmargt annað."
Hvað er þér efst í huga núna á
sjötugsafmælinu þegar þú lítur
um öxl?
„Ég veit það ekki, satt að segja.
Ég geri lítið af því að líta til for-
tíðarinnar. Það skiptir mig mestu
máli núna að reyna að fá heilsuna
bætta að einhverju marki, þannig
að ég verði fær um að vinna
áfram. Því miður hef ég verið svo
heilsutæpur síðustu 10 árin að ég
hef ekkert getað unnið, en vonin
um betri heilsu lifir og sú von er
mér efst í huga um þessar mund-
ir."
Eiturefnin
fundin
EFNI þau, sem stolið var frá
Hraðbraut í Garðabæ á þriðjti-
dagsmorgun, fundust í gær, en um
var að ræða efni, sem notuð hafa
verið til malbiksframleiðsiu og eru
lífshættuleg.
Drengir, sem voru að leik í
gryfjum á athafnasvæði Hrað-
brautar, fundu aðra krukkuna og
glasið undir gömlu sílói og létu
lögregluna í Hafnarfirði vita af
fundinum. Síðdegis í gær fundu
svo starfsmenn Hraðbrautar hina
krukkuna, sem hafði verið falin í
skúr á svæðinu. Annað, sem tekið
var í innbrotinu, var ófundið í
gærkvöldi.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Tíu taka þátt í
prófkjöri eystra
ÞAU mistök urðu við vinnslu blaðs-
ins í gær, að nöfn tveggja frambjóð-
enda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Austurlandskjördæmi féllu niður.
Því fer fréttin eins og hún átti að
birtast hér á eftir.
Knilssi.iAir, 7. fobrúar.
Á FÖSTUDAG rann út frestur til
að tilkynna þátttöku í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Austur-
landskjördæmi, sem fram fer 25.
og 26. þessa mánaðar. í kvöld hélt
undirbúningsnefnd prófkjörsins
fund hér á Egilsstöðum til að
fjalla um framboðin. sem reynd-
ust vera 10 og öll studd tilskildum
fjölda flokksbundinna sjá! stæð-
ismanna í kjördæminu.
Að sögn Rúnars Pálssonar,
formanns undirbúningsnefndar-
innar, eru frambjóðendur þessir:
Albert Kemp, Fáskrúðsfirði, Egill
Jónsson, Nesjahreppi, Gunnþór-
unn Gunnlaugsdóttir, Seyðisfirði,
Hjörvar Ó. Jensson, Neskaup-
sstað, Hrafnkell Jónsson, Eski-
firði, Júlíus Þórðarson, Skorra-
stað, Sigríður Kristinsdóttir,
Eskifirði, Sverrir Hermannsson,
Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson,
Vopnafirði og Þráinn Jónsson,
Fellabæ.
Prófkjörið verður opið öllum
kosningabærum             stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi og enn-
fremur flokksbundnum sjálfstæð-
ismönnum frá 16 ára aldri.
— Ölafur
Nýjar og traustar
þjónustuhafnir
Með góðri samvinnu við DFDS
bjóðum við ódýran og
skjótan flutning til og frá
írlandi um Kaup-
mannahöfn. Nú eru
þjónustuhafnir Eim-
skips í Dublin og
Belfast.
Umboðsmaður Dublin:
DFDS SCAN - LINE LTD
72/80 North Wall Quay
Dublin 1
Símar: 742219/740670/726811
Telex: 31076
Umboðsmaður Belfast:
DFDS SCAN - LINE LTD
9 Weelington Place
Belfast BT1 6GA
Sími: 22467
Telex: 747905
Alla leíö f ra Irlandi meö
Sími 27100

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48