Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 7 Hjónaball Dansleikur veröur í félagsheimilinu laugardaginn 12. þ.m. Skuggar leika fyrir dansi. Miöasala í félagsheim- ilinu á föstudag kl. 16—18. Húsið opnaö kl. 21.30. Mætum vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1983 hefst í A-riðli, mánudag 14. febrúar kl. 20.00 og í B-riöli, miövikudag 16. febrúar kl. 20.00. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur aö Grensásvegi 44—46. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Loka- skráning í A-riöil verður sunnudag 13. febrúar kl. 14—17, en í B-riðil þriöjudag 15. febrúar kl. 20—22. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44—46, Rvík. Símar 83540 og 81690. Félagsheimili - Veitingahús Viö getum boöiö til afgreiðslu meö stuttum fyrirvara billiardborö, ætluö til útleigu, nota sér- staka mvnt. Skermaspil, notar einnig sérstaka spila- mynt. Hægt er aö skipta um leiki í tækinu á auöveldan hátt. Bjóöum einnig kúluspil, fótboltaspil, plötuspil- ara (jukebox), o.fl., o.fl. Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 41. Sími 86644. LisU- og Apmmtideiid sjónrarpe i fjáfhagssvf jti? Gert ráð fyrir 70% minna ráðstöfimarfé milli ára _ iiarið * lilraunum ^nv.rps ,i. að vem dW- " ”Í4Í"' Vandræöi Rikisutvarpsins í Staksteinum í dag er drepið á mál er varöa starfsmanna- hald hjá Ríkisútvarpinu, fjársvelti Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins og hugmyndir um rás 2 þar sem ætlunin er að létt tónlist sitji í fyrirrúmi. Útvarpsráð í deilum Sættir hafa nú tekist milli útvarpsráðs og um- sjónarmanna sjónvarps- þáttarins Á hraðbergi. l'pp- haf þessarar deilu sýnist hafa verið það, að umsjón- armennirnir töldu að út- varpsráð ætlaði að fara gefa þeim of ströng fyrir- mæli um viðmælendur í þættinum. Annað bjó líka að baki, því að það vakti reiði margra hvernig Vil- mundur Gylfason var spurður í þessum þætti á dögunum. Varla hefur þó Vilmundur getað tekið því illa þótt spyrlar gengju nærri honum — fáir kom- ast í spor Vilmundar að því leyti, hætti hann þó ekki að vera í sjónvarpsljósinu af þeim sökum heldur valdi þann vettvang sem þykir jafnvel áhrifameiri en spyrjendastóll í sjónvarps- sal sem sé ræðustólinn á alþingi. Hvorki Halldór Hall- dórsson né Ingvi Hrafn Jónsson lýstu því yfir að þeir ætluðu bcint á þing úr því útvarpsráð beitti þá ofríki. En það fylgdi með hjá Ingva llrafni að hann sagði af sér sem þingfrétta- ritari sjónvarps. Astæðu- laust er fyrir hann að láta af því starfi. Hann hefur sýnt góð tilþrif á þeim vettvangi og það er svo sannarlega ekki á færi annarra en þrautþjálfaðra blaðamanna með næma til- finningu fyrir því hvernig á að gera flókna hluti skilj- anlega öllum almenningi að annast millgöngu rnilli þingmanna og sjónvarps- áhorfenda. iH'ssi síðasta rimma út- varpsráðs við starfsmenn Kíkisútvarpsins lýkur þannig með sátL Var svo sannarlcga skynsamlegt af ráðinu að taka málið föst- um tökum en láta það ekki reka á reiðanum eins og endurteknar aðfinnslur hér í blaðinu yfir því hvernig lestri úr forystugreinum dagblaðanna er háttað. I*ar koma að vísu saman af- staða ráðsins og hagsmunir Fréttastofu hljóðvarpsins, en starfsmenn hennar hafa af því góðar aukatekjur að skera lciðarana við trog án þess þó að unnt sé að lesa útdrátt úr Morgunblaðinu samdægurs vegna starfs- reglna sem útvarpsráð hef- ur setL Allt bendir til þess að ríkisfjölmiðladeild Framsóknarflokksins í útvarpsráði og meðal starfsmanna Rikisútvarps- ins ætli að sjá til þess að óbreytt skipan á leiðara- lestri haldist fram yfir kosningar. LSD í svelti Úr deilum vegna ein- stakra þátta á að vera auð- velt að leysa ef menn ræða saman eins og nú hefur gerst í máli þeirra hrað- bergsmanna og einnig ætti útvarpsráði að vera í lófa lagið að gera þær breyt- ingar á tilhögun leiðara- lestursins að viðunandi séu — til da-mis mætti spara við það fé að lesa forystu- greinarnar i heild. En öll vandamál Ríkisútvarpsins eru ekki jafn auðveld úr- lausnar og þessi þótt vilj- inn sé fyrir hendi. Má þar sérstaklega nefna Lista- og skemmtideild (LSD) sjón- varpsins, en samkvæml fjárhagsáætlun fyrir árið 1983 sem kynnt var í út- varpsráði fostudaginn 4. febrúar er ekki gert ráð fvrir neinu fjármagni til þess að gera innlenda skemmtiþætti, leikrit eða áramótaskaup á vegum deildarinnar. l*á verður ekki fé til að gera þætti eins og Stiklur eða kaupa innlent efni. Ih-ssí vanmáttuga áætl- un þar sem ráðstöfunarfé LSD til innlendrar dag- skrárgerðar lækkar um 70°i miðað við 1982 er gerð af fjármáladeild Ríkisút- varpsins. Er furðulegt að deildin skuli gera tillögur sem þessar, því að i þeim er með öllu gengið fram hjá því hlutverki sem sjón- varpið á að gegna sem mið- ill íslenskrar menningar og ILsta. Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri DSD, varaði einmitt við þessum áform- um fjármálayfirvalda Ríkisútvarpsins strax á þeim fundi útvarpsráðs, þar sem þau voru kynnt. I bókun sem Hinrik lagði fram segir réttilega: „Af- leiðingarnar eru ófyrirsjá- anlegar og snerta bæði listgreinar, listamenn og ekki síst allt annað fólk í landinu. En abarlegastar verða þær fyrir Ríkisút- varpið sjálft." Ný útvarpsrás Ekkert fréttist af fnim- varpinu um afnám ríkisein- okunar á útvarpsrekstri eftir að það lenti á borðinu hjá Ingvari Gíslasyni, menntamálaráöherra. Vinnur hann líklega að því núna að sætla sjónarmiðin innan ríkisfjölmiöladeildar Framsóknarflokksins. Hins vegar hefur verið frá því skýrt, að nú ætli Ríkis- útvarpiö að hefja sendingar á rás 2 og eigi sú starfsemi aö standa undir sér með því sem kallað er „unnar auglýsingar" og líkjast helst sjónvarpsauglýsing- um. Tekjur sjónvarpsins af auglýsingum eru miklar. Á sama tíma og skrúfað er fyrir gerð íslenskra menn- ingarþátta í sjónvarpi af fjármáladeild Kíkisút- varpsins samþykkir þessi sama deild að efna til menningarstarfsemi á rás 2 með tekjum af auglýsing- um sem keppa við einn helsta tekjustofn sjón- varpsins — eða gera ráða- menn útvarps því skóna að ná auglýsingum frá dag- blööunum? Er ekki ástæða til að gera opinberlega grein fyrir kostnaði og fjár- mögnun rásar 2? Hefur orðið samkomulag um það í ríkisfjölmiðladeild Frant- sóknarflokksins. að frum- varpið um afnám ríkisein- okunar skuli ekki flutt fyrr en forskot einokunarinnar er tryggt með rás 2? ÚTSALA áöur kr. nú kr. Háskólabolir, mynstraöir 160.- 60,- Skíöahúfur, tvöfaldar 60.- 20.- Danskarkápur 1.150.- 750.- Danskir jakkar 890.- 495.- Indverskir kjólar, margar geröir 880.- 440.- Barna- og fulloröinssokkar 3 pör 90,- 50,- Herrasloppar 960.- 560.- Háskólabolir 187.- 87,- Gallabuxur, barna 230,- 130,- Barnaskyrtur 158,- 58.- Danskir kuldaskór úr leöri, st. 35 —47 1.030.- 530.- Kanadísk cowboystígvél st. 39— 45 990.- 590.- Kvenkuldastígvél, rússkinn, grá og vínrauö st. 30—39 680,- 395.- Kveninniskór 150.- 50.- Gúmmístígvél barna, blá, st. 28— -32 247.- 147.- Vandaöir leöurgötuskór m. hrágúmmísólum 520.- 320,- Leöurkuldastígvél, ítölsk, st. 35— -40 580.- 380,- ítalskar leöurmokkasíur herra 660.- 340.- Karlmannaspariskór úr leöri 760.- 290.- Karlmannainniskór úr leöri 250,- 170,- Kventöflur úr leöri 195,- 130,- DOMUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.