Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Gullströndin andar Málverkið „Tveir hanar“, eftir Bjarna Þórarinsson. Myndlist Bragi Ásgeirsson Viðamikil uppákoma er nú í fullum gangi í JL-húsinu, þar sem nokkrar frjónálar á akri myndlistarinnar hafa haft að- setur undanfarið. Fyrirtækið er kynnt sem lista- hátíð ungs fólks og hefur hlotið nafnið “Gullströndin andar“. Fyrirferðarmesti þáttur hátíðar- innar er myndlistarsýning, sem var opnuð viku áður en mikil og vel undirbúin sýning hófst að Kjarvalsstöðum, — í einu og öllu helguð ungum myndlistar- mönnum, þrítugum og yngri. Félag íslenzkra myndlistar- manna gekkst fyrir svipaðri sýn- ingu í Laugardalshöli árið 1967 og var þar myndarlega að verki staðið, þótt öilu minna fyrirtæki væri, enda ungir myndlistar- menn þá langtum færri. Á sama tíma og sýningin Gullströndin andar er opnuð, eru tvær aðrar Listahátíðir í gangi í höfuðborginni, kvik- myndir í Regnboganum og svo tónlistarhátíðin „Myrkir mús- íkdagar". Einhver sérstök ástæða hlýtur að vera fyrir því, að hið unga fólk tekur sig til og heldur jafn fyrirferðamikla há- tíð einmitt á þessum tíma. Sagan virðist stöðugt endur- taka sig, því að ungt fólk virðist vera óforbetranlegir snillingar í því að bregða fæti fyrir hvers konar opna listviðburði, sem haldnir eru því til vegsemdar. Verða menn þá ekki varir við að þeir hinir sömu skynji það og skilji, né taki tillit til þess, að enn yngri kynslóð mun brátt kveða sér hljóðs og framferði þeirra er sem hnefahögg framan í hana. Þannig tókst eiturlyfja- sjúklingum og dónum, sem voru í minnihluta þátttakenda, að gjöreyðileggja Norræna æsku- lýðsbiennalinn árið 1970 — þrátt fyrir það -að starfsbræður þeirra af eldri kynslóð reyndu að koma í veg fyrir að hann legðist niður. Þetta var merkilegt framtak er hófst í Lousiana-safninu í Humlebæk, hélt svo áfram í Helsingfors og Osló. Þá minnir mig ekki betur en að það hafi mátt rekja það til viðbragða ungs fólks þeirra tíma að ekki varð framhald á viðleitninni er byrjaði í Laugardalshöllinni. Við skulum ganga út frá því, að óánægja sé með framkvæmd sýningarinnar að Kjarvalsstöð- um hjá frumkvöðlum listahátíð- arinnar við Selsvör. En hver er þá sú óánægja? Ekki sýnist hér eingöngu á ferð fólk, sem hafnað hefur verið á sýninguna að Kjarvalsstöðum. Ef svo væri, ætti þessi sýning að vera haldin samhliða hinni og í mótmæla- skyni út af störfum dómnefndar — en svo er ekki, því að ýmsir eiga myndir á báðum stöðunum. Máski er lausnina að finna í riti gefnu út af myndlistarfólkinu og sem einnig þjónar sem sýn- ingarskrá, en þar getur að líta mynd eftir Þorlák Kristinsson, sem byggist á samkrulli setn- ingarinnar „Lifi samstaða lista- manna gegn ofríki borgaralegra stofnana í listum". Þessari speki fylgir mynd af A1 Capone. En ég held samt að þetta sé engan veg- inn kjörorð sýningarinnar né til- gangurinn, heldur að óánægja örfárra manna hafi komið keðju- verkun af stað, sem ef rétt hefði verið staðið að væri í senn lofs- verð og mikilvæg. — Nú eru sennilega fáir jafn hlynntir því að yel sé gert að hinum ungu á breiðum grund- velli og sá, er hér ritar, og ekki einungis í dag, heldur einnig þeim á morgun og jafnan. En ég á næsta erfitt með að skilja og meðtaka tilganginn með þessu fyrirvaralausa upprubbi sýn- ingar ásamt hvers konar upp- ákomum í tilefni hennar. Það hefði verið meiri manndóms- bragur á hlutunum, ef sýning- unni hefði fylgt stefnuskrá eða yfirlýsing, „Manifest". Máski er þetta einungis list- ræn samdrykkja, eins og slíkt nefnist, en hefði þá ekki mátt fresta henni og boða hana með lengri fyrirvara með tilliti til annarra og skyldra athafna á þessum tfma? Vonandi verður þessari spurningu svarað á ein- hvern hátt. Öll sýningin ber þess vitni, að mikið óðagot hafi verið á fólki við uppsetningu hennar og skipulag allt og að ekkert form gagnrýninnar myndskoðunnar hafi farið fram. Ég skoðaði sýninguna fyrst síðdegis á mánudegi og var þá sjónvarpið strax komið á vett- vang, en það voru snögg og lofs- verð viðbrögð. Hinn fríði hópur var þó ekki með neinn fræðing meðferðis, er væri tilbúin til að krafsa í sýninguna og er það líka framför! — Bíð ég spenntur eftir árangrinum og svipuðum við- brögðum við stóru sýningunni að Kjarvalsstöðum, sem er vænt- anlega ekki minni viðburður, nema einhver hafi ákveðið það fyrirfram og að sýningunum óséðum. Slík er oft óhlutdrægnin hérlendis! Ekki fannst mér húsnæðið sérlega björgulegt sem sýn- ingarhúsnæði, enda frekar hráslagalegt og lýsingin víða af- leit, dust og rusl var í meira lagi á gólfum ásamt óteljandi sígar- ettustubbum og hélt ég í fyrstu, að þetta væri hluti sýningarinn- ar, eða þar til á miðvikudag, er ég kom aftur og sá, að einhverjir höfðu gert tilgátu minni skömm til og sópað gólfin — var þá ólíkt auðveldara að nálgast verkin. Það eru 70—80 myndlistar- menn, er taka þátt í listsýning- unni, sem eðlilega er það eina, sem ég fjalla um hér. Flest er þetta ungt fólk og sennilega eng- inn mikið eldri en fertugur (minni á að á þeim aldri þykja menn enn reifabörn í listum í Parísarborg). Það kennir margra grasa á sýningunni, en eitt er þó áberandi og það er, að hugmyndafræðilega listin eða „konseptið", eins og það nefnd- ist, er á hröðu undanhaldi, en pentskúfurinn og málningin eru komin aftur í öllu sínu veldi. Öðruvísi mér áður brá sagði karlinn, og víst er, að fáir hefðu spáð þessari þróun og síst þeir, er hér sýna verk sín. Má til sanns vegar færa, að hér komi fram tveir hópar, — annarsvegar þeir, er lögðu á sig að nema hreina myndlist og hins vegar þeir, er alla tíð litu niður á allt nema hugmyndafræðilega list og þ.á m. málverkið — gerðu óspart gys að félögum sínum í skóla fyrir að vera að baksa við liti. Skilin á milli koma þó ekki greinilega fram hér vegna þess að sumir þeirra er góða undir- stöðumenntun hafa í málaralist, kasta henni með öllu frá sér að séð verður. Slíkt er gott og gilt á stundum, einkum ef menn geta hagnýtt sér grundvallarmennt- unina. Myndverkin njóta sín mjög misjafnlega, bæði vegna óvand- aðrar upphengingar og hinnar afleitu lýsingar. Þá spilar hér inn í, að rýmið allt er misvel fallið til að hýsa myndir og lítið tillit er tekið til þess. Eftir standa þó í minni mínu nokkrar myndir. í myndinni „Tveir hanar" eftir Bjarna Þórarinsson, er í senn ádeila og kímni, um leið er hún hressilega máluð. Hinar dökku konumyndir Jóhönnu Kristínar Ingvarsdóttur komu mér mjög á óvart fyrir umbúðalaust öryggi í málunarmáta. Einkum er aflanga myndin til hægri sterk, dularfull og tjáningarrík. Það þarf vissulega drjúga list- ræna tilfinningu til að með- höndla liti og pentskúf á þennan hátt. Skúlptúrinn „Sveitin mín“ eftir Helga Sk. Friðjónsson, sem er í senn vegg- og gólfverk,_ er sterkt verk og hrifmikið. Árni Ingólfsson sýnir hér á sér nýja hlið, er minnir fyrir sumt á Cobra-istana, einkum Karel Appel. Valgarður Gunnarsson sýnir hressileg vinnubrögð í hinni stóru mynd sinni, sem hann að meginhluta til hefur málað beint á vegginn. Mál- verkið „Hundur þar til annað kemur í ljós“, eftir Kristján Steingrím sker sig mjög úr, þar sem hún er hengd upp, vegna þess hve öflug hún er og hnit- miðuð í útfærslu. Georg Guðni Hauksson á nokkrar myndir á sýningunni og eru þær nokkuð dreifðar. Jafnan koma í ljós ótvíræðir hæfileikar, þar sem þessi maður handleikur liti og svo er einnig hér. Svipað má segja um myndir Helga Þorgils Friðjónssonar. Ýmsilegt athygl- isvert virðist vera að gerast í hinum stóru málverkum þeirra félaga Ómars Skúlasonar, Mar- grétar Zófóníasdóttur og Sigurðar Orlygssonar, sem eru unnin í samvinnuformi. Máski er mál- verkið „Mynd 1“ athyglisverð- asta tilraunin á allri sýningunni. Þar virðist allt falla saman í eina sterka heild en formin eru sótt í ýmsar myndir Matisse. í málverki Sig. Örlygssonar bítast á gömul og ný form í innbyrðis togstreitu. Nú er listamaðurinn með sönnu langt frá „Hard edge“ málverki sínu fyrrum. Nestor sýningarinnar ætla ég að sé Gunnar Guðjónsson, sem hefur opnað vinnustofu sína á gátt í tilefni sýningarinnar. Hann er ekki með nein ný verk, en hugar að grásleppuveiðitækj- um sínum og hefur því máski tekið þann framslátt sumra góðborgara alvarlega „að réttast væri að senda þessa fjandans listamenn alla saman á sjóinn" M y n d i r á sýningunni eru yfirleitt illa merktar, og víða ör- lar á hreinum subbuskap í upp- hengingu og frágangi þeirra. Spyrji maður, hví þetta sé svo, er svarið gjarnan: að þetta sé í tísku hjá ungu fólki. Ætli við verðum ekki að kinka kolli við slíkum röksemdum, þótt tóm tjara sé, því að þetta er auðvitað upp og ofan. En segjum svo, að hér væru áttræðir öldungar á ferð, — væri þá allt tekið gott og gilt? Eða mundu menn þá máski kenna þetta við elliglöp og brosa í góðlátlegri vorkunnsemi? Listahátíðir sem þessi eru mjög til fyrirmyndar og ungt fólk á að mótmæla, en það á ein- mitt ekki að rífa niður fyrir ann- arri viðleitni, er hnígur í sömu átt, sama hvaðan hún kemur. Umburðarlyndi er dyggð ásamt því, að eina verðuga markmiðið fyrir ungt fólk á öllum aldri er að berjast fyrir friði í heiminum, verndun náttúrunnar og fegurra mannlífi. Við skulum muna, að það er til tvenns konar almennt álit, það sem byggist á heimsku og hleypidómum, einstrengis- hætti, vanafestu, hlutdrægni, öf- und og jafnvel illgirni, en undir það mat, óska víst fæstir að falla — og það álit, sem byggt er á skynsemi, vitsmunum, dreng- skap, óhlutdægni og mannúð, og þeim dómi vilja víst flestir hlíta, hvernig sem hann nú fellur. Hvernig sem á allt er litið virðist það næsta óþarfi að hrósa mörgu af því fólki, sem hér kem- ur fram því að það gerir það sjálft af miklum móð þar sem það kemst að í fjölmiðlum. Slíkt er nokkuð einhæf rökræða. Þá ber nokkuð á, að það álíti sig píslarvotta rangláts þjóðfélags. Einn af fyrirsvarsmönnum sýningarinnar, Anton Helgi Jónsson, skáld, sendir þessu framtaki sínu og félaga sinna heillaóskaskeyti: Gullströndin andar/Reykjavík: „Á erfiðum tímum í evrópu/nærðust fangar á kartöfluskrælingi/en í Asíu/- fengu hænsnin hýði af hrís- grjónum — sem sagt/allt við það sama hjá siðmenningunni/óvart fjörgar hún lítils-virta/meðan hinir útvöldu veslast upp.“ Máski lýsa þessar ljóðlínur af- stöðu unga fólksins og vel má vera að Gullströndin andi ljúf- um ilmi í nasir aðstandenda sinna, en óvíst hvort að þeir, er hjá standa taki allir þeim ilmi af sama taumlausa fögnuði. Málverk eftir Jóhönnu Kristínu Ingvarsdóttur. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.