Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
15
Enn einn sigur
Nemendaleikhússins
Leíklist
Jóhann Hjálmarsson
Nemendaleikhúsið: Leiklistar-
skóli íslands:
SJÚK ÆSKA
eftir Ferdinand Bruckner.
Þýðandi: Þorvarður Helgason.
Leikstjóri: Hilde Helgason.
Leikmynd og búningar:
Sigrid Valtingojer.
Lýsing: Larus Björnsson.
Um ráövillta æsku talar frena
í öðrum þætti Sjúkrar æsku og
ennfremur um æsku sem er
beinlínis sjúkdómur eftir ógnir
fyrri heimsstyrjaldar.
Leikrit Ferdinands Bruckners
sem var Vínarbúi og lætur
verkið gerast í Vín 1923 hefur nú
víða verið endurvakið á leiksvið-
um Evrópu. Það er að mörgu
leyti skiljanlegt. Auk þess sem
verkið er gott leikhúsverk, hefur
marga kosti sem slíkt, fjallar
það um efni sem er sígilt og
höfðar enn á ný til samtíma-
manna. Ýmislegt í verkinu
minnir reyndar á að það var
samið fyrir 1930, en ekki er það
til skaða að mínu mati. Ég lít svo
á að það sé fengur að fá að kynn-
ast þessu verki.
Sjúk æska gerist öll í herbergi
á gistiheimili. Höfundurinn
stefnir saman ungu fólki til að
ræða vanda sinn. Þetta fólk lifir
í skugga, styrjöldin hefur sett
mark sitt á það, framtíðin er
óviss. En eins og annað ungt fólk
lifir það undir merkjum hálf-
kærings, reynir að sýnast
áhyggjulaust og með þykka skel
þótt tilfinningarnar séu að buga
það. Fyrr enn varir hefur það
afhjúpað sig, þvi tekst ekki að
leyna neinu. Það er eins og allt
miði að því að kalla fram sundr-
aða lífsmynd, brotinn spegil
þeirra lífshátta sem eftir megni
er haldið í. Hið kyrrláta yfirborð
felur ekki ólguna og örvænting-
una sem undir býr.
Þýðandinn, Þorvarður Helga-
son, segir um hinn expressjón-
íska írska stílsmáta Ferdinands
Bruckners: „Ahangendur ex-
pressionismans fengust ekki
mikið við hin ytri veruleika, fé-
lagsleg og pólitísk vandamál
heldur lögðu þeir áherslu á per-
sónulega innri reynslu skáldsins
af sjálfum sér og heiminum og
vildu tjá innri sýn, dýpri sann-
leik en hægt er með meðölum
natúralismans, þ.e. lýsingu á
efnislegum veruleika". Einnig
lýsir Þorvarður því að Bruckner
hafi aðhyllst „miskunnarlausa
efahyggju og afhjúpandi háð, í
tengslum við mannskilning sál-
könnunar Freuds".
Áhugi Bruckners á Freud er
greinilegur í verkinu og eigin-
lega of áberandi, hinar kynferð-
islegu skýringar eru fyrirferð-
armiklar og einfalda það stund-
um. Þannig eru ýmsir hlutir frá
höfundarins hendi æskulegir,
jafnvel barnalegir. En þannig
var þetta á þriðja áratugnum.
Menn þóttust geta ráðið fram úr
öllu, tekist á við öll mannleg
mein með sálgreiningu Freuds
að vopni.
Það er meira en lítið djarflegt
fyrirtæki að freista þess að túlka
hugmyndaheim Bruckners með
ungum leikurum sem enn hafa
ekki lokið námi. En leikhópur
Nemendaleikhússins hefur áður
sýnt hvað í honum býr, saman-
ber Prestsfólkið, og hefur að
mínum dómi bætt rós í hnappa-
gatið með Sjúkri æsku. Ekki
varð á betra kosið fyrir þetta
unga fólk en fá Hilde Helgason
til liðs við sig. Hún er frá Vín
eins og Ferdinand Bruckner og
þaulkunnug evrópskri leikritun
og leiklist. Af mikilli vandvirkni
og skilningi á getu hinna ungu
leikara leikstýrir hún Sjúkri
æsku og laðar fram hið rétta
andrúmsloft verksins. Hún lýsir
tímum Sjúkrar æsku á þá leið að
„fleiri en ella eiga erfitt með að
finna sitt pláss í lífinu, finna
svör við spurningunum um til-
gang og framtíð, finna eitthvert
öryggi og leitað er í ríkari mæli
eftir einhverri lífsfyllingu".
Úr sýningu Nemendaleikhússins á
Sjúkri avsku.
„Finnum við einhverja sam-
kennd með þeim sem voru ung
1923?", spyr Hilde Helgason og
svarið hlýtur að vera já. Að
minnsta kosti hefur henni tekist
að láta okkur finna þá sam-
kennd.
Það er nokkur jöfnuður með
hlutverkum Sjúkrar æsku. Þrjú
hlutverk eru þó viðamest: María
sem María Sigurðardóttir leikur,
Desiree sem Edda Heiðrún
Backman leikur og Freder sem
er í höndum Helga Björnssonar.
María Sigurðardóttir nær í
upphafi góðum tökum á Maríu
og eflist eftir því sem meira
reynir á hana. Edda Heiðrún
Backman gerði Desiree mjög eft-
irminnilega, bæði í æskugleði
hennar og vonleysi. Freder gegn-
ir veigamiklu hlutverki. Það er
hann sem af algjöru vægðarleysi
afhjúpar persónurnar, sýnir
veikleika þeirra. Helgi Björns-
son kynnti okkur þessa mann-
gerð á sannfærandi hátt.
Vilborg Halldórsdóttir var að-
laðandi í hlutverki írenu. Skáld-
ið Petrell lék Kristján Franklín
Magnús og lifði sig inn í hlut-
verkið með þeim hætti að engu
skeikaði í túlkuninni. Alt Eyþórs
Árnasonar komst einnig vel til
skila, hann er eina persónan í
leiknum sem er öguð og verður
þess vegna utangátta. Sigurjóna
Sverrisdóttir lek Lucy, alþýðu-
stúlkuna sem fellur fyrir öllum
freistingum. Sigurjóna gæddi
þetta hlutverk mikilli hlýju.
Lucy er eina persónan sem ekki
er úr hópi menntamanna, enda
verður hún leiksoppur hinna
lífsþreyttu og kaldhömruðu.
Svo haldið sé áfram að geta
þess sem vel er gert skal minnst
á leikmynd og búninga Sigrid
Valtingojer og lýsingu Lárusar
Björnssonar. Þótt húsakynni séu
ekki merkileg í Lindarbæ var
ekkert sem fékk okkur til að trúa
því að við værum ekki stödd í
alvöru leikhúsi. Þessi sýning er
enn einn sigur Nemendaleik-
hússins.
Þýðing Þorvarðar Helgasonar
var áheyrileg og á köflum sterk,
ekki síst í þeim atriðum þar sem
hinn expressjóníski skáldskapur
birtist í allri sinni nekt.
Að villast í Bermúda-
þríhyrningnum
ssm-m
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
('harles Berlitz:
Bermúdaþríhyrningurinn.
Ásgeir Ingólfsson þýddi.
Útg. Bókhlaðan 1982.
Margir hafa heyrt sagnir um
hinn dularfulla Bermúdaþrihyrn-
ing, þar sem flugvélar og skip hafa
horfið sporlaust og án þess að
hægt hafi verið að finna viðhlít-
andi skýringu á þessum hvörfum.
í upphafi bókarinnar kemur fram
að þetta svæði er frá Bermúdaeyj-
um í norðri til Suður-Flórída og til
austurs um Bahmaeyjar og Puerto
Rico til staðar, sem er um 40 gráð-
ur vesturlengdar og aftur til
Bermúdaeyja. Fréttir herma að á
þessu svæði eða yfir því hafi horf-
ið yfir hundrað flugvélar og skip
og þó flest síðan 1945. Um þúsund
manns virðist hafa týnt þarna lífi
á síðustu tuttugu og sex árum.
Alls konar skýringa hefur verið
leitað, en allt komið fyrir ekki;
víst er þetta efni ekki verra í bók
en hvað annað.
Bók Charles Berlitz er hins veg-
ar ekki það góðgæti sem ég hélt og
þar er ekki einu sinni gerð tilraun
til að setja fram neinar kenningar
varðandi dularfulla atburði á
þessum slóðum, þaðan af síður að
höfundur fái einhverjar snjallar
hugmyndir sjálfur, sem gætu ver-
ið skemmtilegt íhugunarefni þótt
ekki væri annað. Bókin er upp-
talning og litlausar skýringar,
endurtekningar og málalengingar,
það vottar ekki fyrir spennu í
frásögunni, sem ætti þó að vera
hægt að magna upp þegar fjallað
er um þetta efni. Ýmsir höfundar
hafa skrifað mismunandi merki-
legar bækur um Bermúdaþríhyrn-
inginn og sett þar á svið atburði
sem gætu hafa gerzt og leitað
skýringa. En eins og fyrr segir er
engu slíku að heilsa hér og ekki
einu sinni er þessi frásaga læsileg,
hún er satt að segja bará'aristleið-
inleg og langdregin og hreint ekk-
ert á henni að græða.
Ég hef ekki lesið bókina á frum-
málinu og býst ekki við að leggja í
það í bráð, en ég gæti ímyndað
mér að hroðvirknisleg þýðing hafi
ekki bætt um betur.
Stykkishólmur:
Rysjótt tíðarfar í janúar
Slykkishólmi, .1. filirúar. I9K.1.
TÍÐARFAK hefir verið ákaílega
rvsjoii og erfitt það sem af er þessu
ári. Hefir það meðal annars haft
áhrif á fískveiðar héðan úr Stykkis-
hólmi,.
Þórsnes II, skipstjóri Jónas Sig-
urðsson, hefir verið með línu frá
áramótum og haft í róðri tvo
ganga sem kallað er og hefir afli
verið misjafn, en oft frá 8—10
tonn í róðri. Er þetta minni afli en
í janúar í fyrra, en þá var afli á
sömu veiðarfæri og sama skipi
13-17 lestir í róðri. MB Helga
Guðmundsdóttir hefir verið með
net síðan eftir 20. jan. sl., skip-
stjóri Kristinn Ó. Jonsson. Hefir
tíðarfarið haft sín áhrif á þessar
veiðar sem aðrar og afli því verið
misjafn. í gær kom báturinn að
landi með 12 lestir. Miðað við
þennan tíma má þetta heita bæri-
legt, því nú hófst netaveiði miklu
fyrr en í fyrra.                Kréturiuri.
CiD PIONEER
X-1000
HI-FI SYSTEM
Frábær hljómflutningstæki
með tæknilega yfirburði og hönnun
fyrirfagurkera.
KR. 19.760.-
MAGNARI: 2X25 WÖTT RMS
ÚTVARP: 3 BYLGJUR. FM MUTING
KASETTUTÆKI: DOLBY B NR
PLÖTURSPILARI. HÁLFSJALFVIRKUR
HATALARAR: 40 WÖTT
UTSOLUSTAOIR Portiö. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls Inga. Heliissandi — Patróna. Patrekstiröi — Seria. Isafiroi —
Sig Pálmason, Hvammstanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar, Akureyri —
Radióver. Husavík — Paloma. Vopnatiröi — Ennco. Neskaupsstafl —
Stálbuöin. Seyöisfiröi — Skógar, EgilsstOöum — Djúptö. Djúpavogi —
Hornbær. Hornafiroi — KF Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi —
Eyjabær. Vestmannaeyjum — Ratetndavirkinn. Grindavík — Fataval. Keflavík
l5HMfilMlil*13i
HUOM.HEIMIUS.SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103   SÍMI 25999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48