Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
í»ir0ttnlrl&t»í§>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ao-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á manuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Ný atvinnutækifæri og
efnahagslegt sjálfstæði
Arið 1980 vóru 100.500 ís-
lendingar á vinnualdri.
Þetta þýðir að tæplega helm-
ingur landsmanna var starf-
andi í þjóðarbúskapnum.
Framreiknaður mannafli, þ.e.
fólk á vinnualdri, árið 1990 er
áætlaður 114.500 manns. Sam-
kvæmt því eykst eftirspurn
eftir atvinnu sem svarar
14.000 manns á þessum ára-
tug. Árið 2000 er talið að
mannaflinn verði rúmlega
126.000 manns. Á 20 ára tíma-
bili, 1980-2000, þurfa því að
verða til milli 25 og 26 þúsund
ný ársstörf í þjóðarbúskapn-
um, ef fullnægja á atvinnueft-
irspurn.
Önnur hlið þessa máls eru
þau lífskjör, sem þjóðin kýs að
búa við í næstu framtíð.
Lífskjarastig     þjóðarinnar
grundvallast alfarið á þeim
verðmætum, sem til verða í
þjóðarbúskapnum, og þeim
viðskiptakjörum sem bjóðast í
milliríkjaverzlun, söluverði
framleiðslu okkar erlendis og
heimsverði á innfluttum nauð-
synjum. Sú þróun sem átt hef-
ur sér stað sl. tvö til þrjú ár og
komið hefur fram í stöðnun
þjóðarframleiðslu, sem lífs-
kjörin hvíla á; rýrnun þjóðar-
tekna, sem hverju sinni eru til
skiptanna; vaxandi viðskipta-
halla við umheiminn og er-
lendri skuldasöfnun skerðir
lífskjörin bæði í bráð og lengd.
Hvorki þjóðarheimilið né fjöl-
skyldur þjóðfélagsins treysta
afkomu sína eða efnahagslegt
sjálfstæði með skuldasöfnun
til framfærslu.
Atvinnuöryggi og batnandi
lífskjör í fyrirsjáanlegri fram-
tíð byggist hvort tveggja á því,
að það takizt að fjölhæfa og
auka verðmætasköpunina í
þjóðarbúskapnum; auka þær
þjóðartekjur, sem til skipt-
anna koma. Stærsta yfirsjón
núverandi ríkisstjórnar er sú,
að hún hefur í senn veikt
rekstrargrundvöll hefðbund-
inna atvinnugreina, sem nú
ramba á barmi rekstrarstöðv-
unar, og svikizt um að skjóta
nýjum stoðum atvinnustarf-
semi undir efnahag þjóðarbús-
ins. Þetta á ekki sízt við um
orkubúskap þjóðarinnar og
stóriðjumöguleika. Þar hefur
„lok-lok-og-læs" ráðherra Al-
þýðubandalagsins       verið
Þrándur í Götu allra framfara
og í raun seinkað lífskjarabót-
um fólks um langt árabil.
Það er fróðlegt að skyggnast
í þróunina í atvinnugjöf ein-
stakra greina þjóðarbúskapar-
ins milli áranna 1980 og 1981,
eins og hún kemur fram í upp-
lýsingariti áætlanadeildar
Framkvæmdastofnunar,
„Vinnumarkaðurinn 1981".
Milli þessara ára fækkar
ársstörfum í landbúnaði um
rúmlega 160 og í byggingar- og
mannvirkjagerð um tæplega
200. í fiskveiðum er einnig um
20 ársstarfa fækkun. Eina
framleiðslan, sem eykur at-
vinnugjöf umtalsvert, er fisk-
vinnslan. Önnur aukning er al-
farið í þjónustugreinum: hjá
bönkum, tryggingarfélögum
og opinberri þjónustu ýmis
konar. Þetta eru lærdómsríkar
upplýsingar, sem knýja á um,
að frumframleiðslan í þjóðar-
búskapnum verði efld, eftir
því sem nýtingarmörk og sölu-
möguleikar leyfa, en jafn-
framt brugðizt skjótt við um
nýtingu tiltækra möguleika á
sviði orkuiðnaðar.
Afkomuöryggi almennings
og efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar byggist á því fyrst
og fremst, að það takizt að
tryggja rekstrargrundvöll at-
vinnuveganna og auka um-
talsvert verðmætasköpunina í
þjóðarbúskapnum. Lífskjör
þjóðarinnar verða ekki bætt
eftir annarri leið. Og gildir þá
einu, hvort átt er við kaup-
mátt almennra launa eða sam-
félagslega þjónustu á sviði
heilbrigðis-, öldrunar- eða
fræðslumála, svo dæmi séu
nefnd. Þeim markmiðum verð-
ur ekki náð á vegum hafta-
búskapar sósíalismans. Hér
vísar reynsla annarra þjóða af
hagkerfi marxismans og
markaðsbúskap þá vegi, sem
leiða annarsvegar til ófarnað-
ar, hinsvegar til árangurs.
Okkar eigin reynsla af átta-
vitum vinstrimennskunnar,
allar götur síðan 1978, talar og
ótvíræðum lærdómi. Þessi
lærdómur blasir við okkur
hvarvetna í þjóðarbúskapnum:
verðbólga, taprekstur atvinnu-
vega,     atvinnusamdráttur,
rýrnandi þjóðartekjur, lífs-
kjaraþrenging, viðskiptahalli
og erlend skuldasöfnun, m.a.
til að halda hjólum atvinnul-
ífsins í þeim hægagangi sem
verið hefur. Á sama tíma hef-
ur pólitísk stjórnsýsla í land-
inu aukið ríkisumsvifin og
hert skattheimtuna.
Þessi þróun í þjóðarbú-
skapnum, sem núverandi rík-
isstjórn ber höfuðábyrgð á,
leiðir hvorki til atvinnu- né af-
komuöryggis. Þvert á móti.
Hún er hættuleg efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar.
Tillagan sem til mei
ar er í kjórdæmamá
Hér fer á eftir tillaga sú sem
til meðferðar er hjá þingflokk-
um stjórnmálaflokkanna um
kjördæmamálið, en tillagan er
dagsett 6. febrúar sl. Fyrst er
gert grein fyrir meginefni og
málsmeðferð, síðan eru nánari
skýringar á efnisatriðum:
I. Lagt verði fram frumvarp um
breytingu á stjórnarskrá er kveði
á um 63 þingsæti, óbreytta skipt-
ingu landsins í kjördæmi og ekki
færri en 5 þingmenn í hverju
þeirra.
II. Lagt verði fram frumvarp til
breytinga á kosningalögum í sam-
ræmi við lið I.
Helstu ákvæði:
II. 1. 63 þingsæti, þar af 62 bundin
kjördæmum, en 1 óbundið.
Bundnu sætunum er skipt milli
kjördæma fyrir kosningar, þó
aldrei færri en 5 í hvert. í kosn-
ingunum 1979 hefðu sætin 62
skipst þannig:
RV18
RNll
NE7
SL6
Önnur 5 hvert.
II. 2. Úthlutun í kjördæmum sam-
kvæmt meðaltalsaðferð (reglu
stærstu brota).
II. 3. Jöfnunarsætum er skipt
milli flokka eftir aðferð d'Hondts;
fjöldi þeirra er breytilegur.
II.  4. Jöfnunarsæti eru síðustu
sæti hvers kjördæmis, að jafnaði
um 3-4 í RV, 1-2 á RN og 1 í
öðrum kjördæmum; í einstaka til-
vikum 2.
III. Varðandi gildistöku breytinga
kemur þrennt til greina:
III. 1. Kosið verði eftir núgildandi
kosningalögum, nema uppbót-
armenn verði allir á tölu og án
fjöldatakmarkana. Nýja kerfið
taki gildi eftir næstu kosningar.
III. 2. Hin nýju kosningalög taki
strax gildi innan ramma núver-
andi stjórnarskrár. Helstu frávik
frá endanlegum lögum, sbr. lið II:
III. 2.1. 60 þingsæti, þar af 59
bundin kjördæmum, en 1 óbundið.
Skipting bundnu sætanna 59 yrði
t.d. þessi:
RV17
RN10
NE 6
SL  6
Önnur 5 hvert.
III. 2.2. Sama og II.2.
III. 2.3. Jöfnunarsæti 11 að tölu.
III. 2.4. Sama og II. 4.
III. 2.5. Jöfnunarsætin séu ein-
ungis síðustu sætin í RV og á RN
(og e.t.v. á NE). Óbundna sætið
getur farið í hvaða kjördæmi sem
er. Athuga þarf hvort heimilt sé
skv. gildandi stjórnarskrá að nú-
verandi kjördæmasæti  séu  háð
jöfnunarákvæðum og þar með að
jöfnunarkerfið  dreifist  nokkuð
um landið eins og ætlunin er í
hinu nýja kerfi.
III. 3. Sama og gert var 1942 og
1959: Kosning skv. nýju kerfi fari
fram fáeinum mánuðum eftir
fyrri kosningar.
IV. Þingflokkarnir tilnefni menn í
nefnd til að skoða endanlega út-
færslu á úthlutun jöfnunarsæta
SV<
Ne
ser
rej
vei
um
koí
val
tíð
Nj
efi
1.1
kos
mil
enc
unc
sæl
þin
Við
sæl
í
F
\
\
1
A
Má\ vegna gæzluvarðhalds að ósekju flutt í Hæstarétti:
Erafa um tæpar
milljónir kr. í ba
í GÆR var í Hæstarétti málflutningur í máli Einars Gunnars Bollasonar gegn
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóds fyrir gæzluvaröhald að ósekju í 105 daga á
meðan rannsókn svonefnds Geirflnnsmáls stóð yfir fyrri hluta árs 1976. Mál
Einars er viðamest mála fjórmenninganna, sem urðu að sæta gæzluvarðhaldi að
ósekju. Mál hinna þriggja gegn ríkisvaldinu, þeirra Magnúsar Leopoldssonar,
Viðars Olsen og Sigurbjörns Eiríkssonar, verða flutt í Hæstarétti í dag. Fjór-
menningarnir fara allir fram á háar fjárupphæðir í skaðabætur. í undirrétti voru
þeim dæmdar bætur á bilinu 150—190 þúsund krónur.
Hér fer á eftir endursögn af málflutningnum í Hæstarétti í gær:
Gunnlaugur Claessen hrl. flutti
málið fyrir hönd ríkissjóðs. í ræðu
sinni sagði hann það hörmulegt, að
til varðhalds hafi komið, en það hef-
ur verið af óviðráðanlegum ástæð-
um sem það hefði verið gert. Gagn-
rýndi hann málarekstur réttar-
gæzlumanna gagnáfrýjenda í héraði
og sagði þá hafa gert þar of mikið
úr ætluðum mistökum rannsóknar-
aðila á öllum stigum rannsóknar-
innar. Minnti hann á þá niðurstöðu
héraðsdómara, sem sagði að ekki
hefði verið hægt að komast hjá
handtöku stefnenda, þegar málið
væri skoðað ofan í kjölinn. Hefði því
aldrei verið um að ræða gáleysi eða
mistök rannsóknarmanna vegna
varðhaldsúrskurðarins.     Gæzlu-
varðhaldsleiðin væri sú leið sem
þjóðfélagið hefði kosið sér og slys
gætu alltaf orðið.
I máli sínu sagði Gunnlaugur, að
bótafjárhæðir, sem dæmdar voru
stefnendum í héraði, væru í ákaf-
lega miklu ósamræmi við öll for-
dæmi sem fyrir væru, eins og hann
komst að orði, og lagði áherzlu á það
við Hæstarétt, að við ákvörðun bóta
gildi sömu sjónarmið og við önnur
sambærisleg mál.
Gunnlaugur sagði í þessu sam-
bandi, að gæzluvarðhald væri tíma-
bundin röskun á stöðu og högum
manna, en ekki varanleg og hið
sama gilti um hneisu þá sem Einar
Gunnar Bollason teldi sig hafa orðið
fyrir. Nefndi hann nokkra dóma,
þar sem hann sagði að málavextir
hefðu verið sambærilegir, en lengd
gæzluvarðhalds þó ekki jafn löng. I
einu tilviki var þó um 30 daga varð-
hald að ræða og oruv viðkomandi
dæmdar miskabætur að upphæð 31
þúsund, miðað við verðlag 1. júlí
1981. Gagnrýndi Gunnlaugur þá að-
ferð héraðsdómara að ganga út frá
því að ákveðin upphæð skyldi greidd
fyrir hvern varðhaldsdag og að
bótaupphæðin skyldi vera í beinu
hlutfalli við lengd varðhalds. Kvað
Gunnlaugur miska ekki vera í réttu
hlutfalli við dagafjölda í varðhaldi.
Þá sagði Gunnlaugur að miska-
bætur kæmu oftast til ef um skerð-
ingu á lífi eða líkama væri að ræða,
ef um líkamlega ákverka væri að
ræða eða sálrænt áfall, eða hvoru-
tveggja. í því sambandi væri bóta-
fjárhæðin ákveðin út frá því hversu
mikill miskinn væri, en ekki hvers
konar. Sagði hann réttargæzlumenn
í héraðsdómi hafa haft ríka til-
hneigingu til að fjalla um miska út
frá ástæðum hans og taldi héraðs-
dómara ekki gætt nægilega vel að
því.
Dæmi um
miskabætur
I þessu sambandi nefndi Gunn-
laugur nokkur dæmi um fólk sem
bætt hefði verið miski. Þannig hefði
vélstjóra á togara, sem 1975 hefði
orðið fyrir limamissi, verið dæmdar
17.500 krónur miðað við verðlag í
dag, og milli 10 og 20 þúsund krónur
hefðu verið dæmdar fólki sem hefði
misst auga. Einnig nefndi hann dóm
frá 1952 þar sem dæmdar hefðu ver-
ið bætur vegna algjörrar lömunar
að upphæð 87 þúsund krónur á núg-
ildandi verðlagi, og annan þar sem
dæmdar hefði verið bætur að upp-
hæð 142 þúsund á núgildandi verð-
lagi fyrir blindu og lífsskerðingu af
völdum heilamars eftir höfuðhögg.
Gunnlaugur sagði að þær bætur
sem héraðsdómurinn hefði dæmt
gagnáfrýjendum væru í engu sam-
ræmi við umræddar bætur, þrátt
fyrir að miski þeirra væri í engu
sambærilegur við umrædda.
„Það er engin spurning um að
Einar Gunnar Bollason gæti hafa
orðið fyrir sálrænu áfalíi, og að
sjálfsvirðing hans hafi beðið hnekki
og álit í augum annarra. Sá miski
takmarkast hins vegar aðeins við
mjög stutt tímabil og mannorð hans
var alveg hreinsað, og því til sönn-
unar má t.d. nefna, að haustið 1977
var hann settur skólastjóri við einn
af grunnskótum Kópavogs, sem sýn-
ir gleggst að hann hafði verið
hreinsaður", sagði Gunnlaugur.
Gunnlaugur gerði að umtalsefni
ýmsar krðfur Einars um bætur
vegna tekjutaps og gagnrýndi þær
allar. í því sambandi gagnrýndi
hann einnig bótakröfu vegna lög-
fræðikostnaðar og sagði ekki vera
hægt að fallast á reikninga lög-
manns Einars Ingvars Björnssonar,
né úrskurð héraðsdóms í því sam-
bandi.
Varðandi kröfur um bætur vegna
heilsutjóns sagði Gunnlaugur, að
Einar Bollason hefði þjáðst af liða-
gigt bæði fyrir og eftir varðhaldið,
og sjálfur lýst kasti því sem hann
fékk í varðhaldinu sem vægu og lík-
lega
fren
Hefi
eika
og !
stöð
þeiri
In
gagr.
Bollí
máls
dómi
stæð
uppr
vaxt
embi
degi
vaxt;
34%
emb(
þeim
43,4-;
1980,
mars
til 1
þeim
47%
í gæ
þeim
Til
áfrýj
upph
aði.
hinn
að yi
Afgl
aðili
In(
töku
þess
un á
óþarl
nánu
þung
um I
starf
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48