Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
25
eðferð-
lálinu
^rði
i.
ún-
RN
;tið
:em
; sé
nú-
tiáð
að
<Uð
og
ari
ftir
in í
út-
eta
svo og reglur um persónukjör.
Nefndin reyni að ljúka störfum
sem fyrst og verði stefnt að því að
reglur um úthlutun jöfnunarsæta
verði fullfrágengnar á næstu vik-
um áður en Alþingi afgreiðir
kosningalögin. Verði leið III. 3.
valin ljúki nefndin störfum í tæka
tíð fyrir seinni kosningar.
Nánari skýringar á
efnisatriðum tillögunnar
1. Þingsæti eru 63. Fyrir hverjar
kosningar er 62 þeirra skipt á
milli kjördæma á grundvelli kjós-
endatölu í næstu kosningum á
undan. Aldrei koma þó færri en 5
sæti í hlut hvers kjördæmis. Eitt
þingsæti er óbundið kjördæmum.
Við kosningar 1979 hefðu bundnu
sætin skipst þannig:
RV 18
RN 11
VL  5
VF  5
NV  5
NE  7
AL  5
Hér fer á	eftir tafla	um það hvernig þingmenn hefðu skipst milli flokka í				kosning-
um, sem	fram hafa farið frá 1959, samkvæmt þeirri				tillögu, sem fyrir	liggur í
kjördæmamálinu. Tölur í sviga vísa til þingmannatölu					samkvæmt núverandi kerfi.	
Hafa ber	í huga, að samkvæmt þ		ví kerfi eru	þingmenn 60, en verða 63 samkvæmt		
fyrirliggjandi tillögu						
		A	B	D	G	Aðrir
1959		10 ( 9)	17(17)	26 (24)	10(10)	0
1963		9(8)	18(19)	26 (24)	10 ( 9)	0
1967		10 ( 9)	18(18)	24 (23)	11 (10)	0
1971		6(6)	17(17)	24 (22)	11(10)	5(5)
1974		6(5)	16(17)	29 (24)	12(11)	0(2)
1978		15(14)	11 (12)	22 (20)	15(14)	0
1979		11 (10)	16(17)	23(21)	13(11)	0(1)
SL  6
2.  Úthlutun þingsæta gerist í
þremur áföngum. Hún grundvall-
ast á meðaltalsaðferð (aðferð
stærstu brota). Því hefst úthlut-
unin á því að reiknaðir eru þing-
sætishlutir hvers lista í hverju
kjördæmi.
3. í fyrsta áfanga úthlutunar er
úthlutað í hverju kjördæmi þing-
sætum er svara til þingsætahluta
yfir ákveðnu lágmarki. Þetta lág-
mark er 0,8 hlutur. Þó er aldrei
úthlutað fleiri þingsætum en sem
nemur 5/e þingsæta kjördæmisins
eða fyrstu heilu tölu þar fyrir
ofan. Þannig hefði árið 1979 í
hæsta lagi verið úthlutað 15 sæt-
um í Reykjavík í þessum fyrsta
áfanga.
Gengið er framhjá listum sem
hafa undir 7% gildra atkvæða í
sínu kjördæmi. Framboð á VF
kemur því til greina við úthlutun
þingsæta í fyrsta áfanga hafi það
náð um 850 atkvæðum, en um
3.500 í RV.
I fyrsta áfanga er úthlutað um
49—53 sætum í kosningunum
1959-1979. Á þá eftir að úthluta
um 1 sæti í kjördæmunum utan
suðvesturlands en 1—2 á Reykja-
nesi og um 3 í Reykjavík. Fjölgi
framboðum er líklegt að fleiri
sæti bíði úthlutunar og er það
vörn gegn misvægi milli flokka.
Dæmi:
í kjördæmi eru 12.000 gild at-
kvæði og kjósa skal 6 þingmenn.
Listi hlýtur 3.500 atkvæði. Þing-
sætahlutur hans er því:
3.500
y 6 = 1 7S
12.000
Samkvæmt ofanskráðu er út-
hlutað niður að markinu 0,8 í
fyrsta áfanga. Þetta framboð fær
því 1 þingsæti í fyrsta áfanga.
Ónotaður þingsætahluti þess er
þá 1,75+1,0 = 0,75. Listinn fær
sennilega jöfnunarsæti út á þenn-
an afgang í næsta áfanga.
4. í öðrum áfanga er úthlutað
þeim bundnu sætum sem eftir
urðu í fyrsta áfanga. Þau, ásamt
óbundna sætinu, eru til jöfnunar
milli flokka og eru hér nefnd jöfn-
unarsæti. Eru þau aldrei færri en
10 en að jafnaði 12 en þeim kann
að fjölga við fjölgun framboða. Er
þeim skipt milli flokka, sem hafa
hlotið a.m.k. 5% allra gildra at-
kvæða á landinu, samkvæmt
reglu d'Hondts. Skiptir ekki máli
hvort flokkurinn hefur fengið
sæti í fyrsta áfanga eða ekki.
5. Röðun jöfnunarsæta út í kjör-
dæmin tryggir að hver flokkur fái
þau sæti sem honum ber sam-
kvæmt lið 4 og hvert kjördæmi fái
þau sæti sem áskilið er í lið 1.
Röðunarreglan er í öllum aðalat-
riðum byggð á því að úthlutun í
hverju kjördæmi samkvæmt lið 3
er haldið áfram, nema hvað
hlaupið er yfir flokk sem hefur
hlotið þá heildartölu sem honum
ber. f hverri runu úthlutunarinn-
ar er ekki úthlutað nema einu
sæti í hvert kjördæmi. Kemur
þetta í veg fyrir slys sem stafa af
því að landsbyggðarkjördæmi
mæti afgangi. Á hinn bóginn er
skapað eðlilegt vægi milli dreif-
býlis og þéttbýlis innan hvers
flokks við þessa úthlutun. Er það
gert með því að endurreikna þing-
sætahluti í hvert sinn sem ein-
hver flokkur hefur fengið fulla
þingsætatölu. Ekki er þörf á
neinni víxlun þingsæta.
6. í þriðja áfanga úthlutunarinn-
ar er óbundna sætinu úthlutað.
Vegna liðar 4 liggur ljóst fyrir
hvaða flokkur á að fá sætið. Er
því úthlutað í það kjördæmi þar
sem viðkomandi flokkur á stærst-
an (ónotaðan) þingsætahlut.
ir 1,3
>ætur
lega hafa stafað af hreyfingarleysi
fremur en aðbúnaði og meðferð.
Hefði verið um tímabundinn lasl-
eika að ræða en ekki varanlegt tjón
og gagnrýndi Gunnlaugur niður-
stöðu héraðsdóms í þessum efnum á
þeirri forsendu.
Ingvar Björnsson, lögmaður
gagnáfrýjanda, Einars Gunnars
Bollasonar, krafðist þess í upphafi
máls síns í gær, að hinn áfrýjaði
dómur yrði staðfestur og skjól-
stæðingi sínum greiddar bætur að
upphæð kr. 1.293.531.60, auk 13%
vaxta frá 26. janúar 1976 til 21. nóv-
ember 1977, 16% vaxta frá þeim
degi til 31. janúar 1977 að telja, 18%
vaxta frá þeim degi til 15. júní 1979,
34% vaxta frá þeim degi til 1. sept-
ember sama árs, 39,5% vaxta frá
þeim degi til 1. desember sama árs,
43,4% vaxta frá þeim degi til 1. júní
1980, 46% vaxta frá þeim degi til 1.
mars 1981, 47% vaxta frá þeim degi
til 1. júní sama ár, 39% vaxta frá
þeim degi til 1. nóvember 1982 og
47% vaxta frá þeim degi til dagsins
í gær að telja, auk dómsvaxta frá
þeim degi.
Til vara krafðist Ingvar að aðal-
áfrýjandi, ríkissjóður, greiddi þá
upphæð, sem Hæstiréttur ákvarð-
aði. Krafðist hann þess einnig, að
hinn áfrýjaði dómur um málskostn-
að yrði staðfestur.
Afglöp rannsóknar-
aðila og subbuskrif
Ingvar rakti í stuttu máli hand-
töku Einars og varðhald hans og lét
þess getið, að varðhald og takmórk-
un á ferðafrelsi hefði verið með öllu
óþarft og haft slæm áhrif á hann og
nánustu ættingja. Lagði Ingvar
þunga áherslu á að rannsóknaraðil-
um hefðu orðið á alvarleg mistök í
starfi. Meira mark hefði verið tekið
Frá málflutningnum í Hæstarétti í gær. Björn Helgason, hæstaréttarritari er lengst til vinstri, aðrir dómarar fv.: Guðmundur Skaftason, Ármann Snævarr,
Þór Vilhjálmsson, forseti réttarins, Magnús Thoroddsen og Gaukur Jórundsson.                                                 Morpinbiaðið/Emiiia.
á skrautlegum framburði þriggja
ungmenna, en konu hans og ann-
arra um að hann hefði verið heima
að gæta bús og barna umrædda nótt
er Geirfinnur Einarsson hvarf.
Rannsóknaraðilar hefðu sent frá
sér villandi og hugsanlega rangar
fréttatilkynningar. Sagði hann
einnig, að gera yrði þá kröfu á hend-
ur rétthöfum réttargæsluvaldsins,
að þeir beittu rétti sínum til gæslu-
varðhalds af ýtrustu varúð. Enn-
fremur sagði hann, að ef ekki hefði
verið um mannleg mistök að ræða
við rannsókn málsins hefði skjól-
stæðingur sinn aldrei sætt gæslu-
varðhaldi.
Ingvar vék að þætti fjölmiðla í
máli þessu og sagði orðrétt: „Mér er
til efs, að meira samansafn subbu-
skrifa, sem ekki tengist pólitík, sé
til hér á landi." Vitnaði hann í
fjölda greina og fréttir dagblaða og
taldi, að oftlega hefði verið tekið
óvægilega til orða og að nærgætni
hefði ekki verið í hávegum höfð.
Hæstu skaöabætur
Er Ingvar vék að bótaþætti þessa
máls sagði hann, að bætur skjól-
stæðingi sínum til handa gætu aldr-
ei bætt það tjón, er hann varð fyrir,
að fullu. Fjárhagslegt tjón mætti
e.t.v. bæta, en miskatjón aldrei.
„Eins og gögnum og atburðarás
máls þessa er háttað bera
gagnáfrýjanda hæstu skaðabætur,
sem um getur í máli af þessu tagi,"
sagði Ingvar.
I máli Ingvars kom ennfremur
fram, að fjárhagslegt tjón skjól-
stæðings síns mætti í einu og öllu
rekja beint til 105 daga gæsluvarð-
halds, sem honum var gert að sæta.
Kröfur lögmannsins fyrir hönd
skjólstæðings síns eru tvíþættar;
annars vegar tjón vegna atvinnu-
missis og ótímabærrar sölu húss
hans og hins vegar miskabætur. Þá
taldi Ingvar, að taka yrði tillit til
sérstöðu þessa máls þegar bóta-
kröfur væru lagðar fram.
Ingvar sagði það ljóst og jafn-
framt viðurkennt, að skjólstæðing-
ur sinn hefði orðið fyrir stórfelldum
miska af völdum gæsluvarðhalds-
ins. Mætti þar nefna ótímabæra
sölu íbúðarhúss hans, brottrekstur
frá Námsflokkum Hafnarfjarðar og
Flensborgarskóla. Sagði í máls-
flutningi Ingvars, að minnkandi
tekjur  og  aukin  útgjöld,  hvort
tveggja bein afleiðing af gæslu-
varðhaldinu, hefðu riðlað fjárhag
skjólstæðings síns svo, að hann gat
ekki staðið í skilum með greiðslur af
íbúðarhúsi sínu. Þrátt fyrir hjálp
nákominna ættingja var svo komið í
lokin, að ekki varð umflúið að selja
eignina.
Þegar gæsluvarðhaldsúrskurður-
inn var kveðinn upp gegndi Einar
stöðu deildarstjóra í dönsku við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Hann var að auki forstöðumaður og
kennari við Námsflokka Hafnar-
fjarðar og hafði verið frá stofnun
þeirra 1971. Þá starfaði hann yið
Vinnuskóla Kópavogs á sumrin.
Hann gegndi ennfremur for-
mannsstöðu í Körfuknattleikssam-
bandi íslands, auk þess sem hann
var þjálfari landsliðs íslands í
körfuknattleik á þessum tíma.
Breytt afstaöa
Ingvar sagði afstöðu bæjaryfir-
valda í Hafnarfirði gagnvart Einari
Bollasyni hafa breyst við gæslu-
varðhaldsúrskurðinn. Honum var
veitt lausn frá starfi til bráðabirgða
þann 17. febrúar 1976 á þeim for-
sendum að hann væri óhæfur til að
gegna starfi sínu vegna gæslu-
varðhaldsins. Á fundi fræðsluráðs
Hafnarfjarðar þann 30. mars sama
ár var svo samþykkt að segja hon-
um upp störfum, án þess að til-
greina neina sérstaka ástæðu fyrir
uppsögninni. „Uppsögnin er bein af-
leiðing gæsluvarðhaldsins," sagði
Ingvar og bætti því við að skjól-
stæðingi sínum hefði verið vikið úr
starfi á ólögmætan hátt.
í ofanálag sagði Ingvar, að
skjólstæðingur sinn hefði beðið
verulegt andlegt tjón af völdum
gæsluvarðhaldsins. Hann hefði ver-
ið illa á sig kominn, andlega og lík-
amlega, i gæsluvarðhaldinu, og vís-
aði þar til umsagna tveggja lækna.
Hann hefði fengið sla>mt liðagigt-
arkast meðan á dvöl hans í fangels-
inu stóð og mætti rekja það til lé-
legs aöbúnaðar. auk þess sem hann
hefði lést um 26—27 kíló.
„Klefinn fullnægöi ekki kröfuni
heilbrigðisyfirvalda um gæslu í einn
sólarhring," sagði Ingvar i ræðu
sinni. Einar Bollason sat i 105 daga
í umræddum klefa. Sagði Ingvar
það mikinn löst, að gæslufangar
væru ekki látnir gangast undir
læknisskoðun áður en þeir færu í
varðhald og að því loknu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48