Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 26
Umræður utan dágskrár á Alþingi í gær MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Hitunarkostnaður mesta búsetumisréttið sögöu þingmenn sem gagnrýndu ráðstöfun orkujöfunargjalds Húshitunarkostnaður, sem er mjög mismunandi eftir hitunaraðferðum og verðlagningu hitagjafa, varð að hávaðamáli utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær. Karvel Pálmason (A) hóf umræöuna, en Hjörleifur Guttormsson og Birgir ísl. Gunnarsson höföu einnig tjáð sig er umræðu var frestað. Birgir ísleifur Gunnarsson: Fjármála- og orkuráðherrar hafa brugðizt trausti Alþingis Með lögum um orkujöfnunar gjald, sem sett vóru 1980, ákvað Al- þingi að jafna að vissu marki þann mismun í húshitunarkostnaði, sem hér er eftir búsetu, eða verðlagi hitagjafans. Það orkugjald, sem beinlínis var lagt á til þess að jafna þennan mun, hefur aðeins að litlum hluta verið nýtt til þess arna, að drýgstum hluta farið til annarra hluta. I>að er ríkisstjórnin, undir forystu orku- og fjármálaráðherra, sem báðir eru úr Alþýðubandalag- inu, er brugðizt hafa trausti Alþingis í framkvæmd iaganna, en þeir hafa öðrum fremur lagt línur um aðra ráðstöfun orkugjaldsins í fjárlögum og bera þar á stjórnarfarslega ábjrgð. Þetta var meginefnið í ræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar (S), er mismunandi húshitunarkostnaður kom til umræðu á Alþingi í gær utan dagskrár. Birgir Isleifur minnti á, að mis- munun eftir búsetu væri marg- vísleg. Til dæmis væri húsnæðis- kostnaður, hvort heldur væri kaupverð húsnæðis eða leigugjald, verulega hærra á höfuðborgar- svæðinu en víðast annarsstaðar. Sömuleiðis kostnaður við sam- göngur innan sveitarfélags, t.d. til og frá vinnu, sem oftast er drjúg leið, sem daglega þarf að fara. Ekki má einblína á einn þátt kostnaðar. Engu að síður hefðu þingmenn úr þéttbýli staðið 1980 að lögum um jöfnun húshitunar- kostnaðar, sem væri réttlætismál, en framkvæmdin hefði brugðizt í höndum ríkisstjórnarinnar. Rík- isstjórnin hefur t.d. þegar tekið ákvörðun um í fjárlögum að tekj- ur af orkujöfnunargjaldi 1983 gangi mestpart til allt annarra hluta, undir leiðsögn Ragnars Arnalds og Hjörleifs Guttorms- sonar. Pálmason: Hvert rennur orkujöfnunargjaldið? Eitt mesta kjaralegt misrétti þjóðfélagsins er fjórfaldur húshit- unarkostnaður í sumum byggðar- lögum miðað við höfuðborgarsvæð- ið, sagði Karvel Pálmason (A), er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær. Hann minnti á 1,5% gjald á söluskattsstofn, orkujöfnunar- gjald, sem beinlínis hafi verið Iagt á til að jafna húshitunar- kostnað í landinu. Þetta gjald hafi gefið 190 m.kr. 1982, en ríkis- stjórnin hafi hinsvegar aðeins varið 30 m.kr. til verðjöfnunar hitagjafa, olíu og rafmagns. Sam- kvæmt fjárlögum ríkisstjórnar- innar fyrir árið 1983 á þetta gjald að gefa 315 m.kr., en þar af eiga aðeins 67 m.kr. að ganga til verð- jöfnunar. Ríkisstjórnin tekur bróðurpart orkujöfnunargjalds- ins til annarrar eyðslu á sama tíma sem verkamaður á dýrustu verðsvæðum hitagjafans þarf að verja allt að helmingi mánaðar- tekna sinna til olíu- og raforku- kaupa. Það er víðar misvægi en í atkvæðum, sagði Karvel. Áður en ráðherrar hafa hátt um nýja skattheimtu, til að jafna orkuverð, ættu þeir að standa skil á þeim tekjum, sem orkujöfnun- argjaldið gefur, til verðjöfnunar, eins og til var ætlast þegar við- komandi lög vóru sett. Þetta er mesta réttlætismálið í þjóðfélag- inu í dag. Viðkomandi ráðherrum sýnist aðrir hlutir mikilvægari en rétta hlut þeirra verst settu, sam- anber ráðstöfun þeirra á orku- gjaldinu. En hvert rennur mismunur orkugjaldsins, orkuráðherra? Hjörleifur Guttormsson: Nýr orkuskatt- ur í myndinni Ég tek undir þaó, sagði Hjörleif- ur Guttormsson, iðnaðarráðherra, að mismunun í húshitunarkostnaði veldur miklu kjaralegu misvægi. Orkujöfnunargjaldið er hinsvegar ekki markaður tekjustofn, heldur almennur, sem þingmenn taka þátt í að ráðstafa bæði í fjárveitinga- nefnd og á Alþingi. Það er því ekki við ráðherra eða ríkisstjórn ein- göngu að sakast. í máli ráðherra kom m.a. fram: 1) Að meðalstór, sómasamlega einangruð tbúð, kostaði í húshit- un, þar sem olía væri notuð, kr. 28.450 á ári, þ.e. kr. 2.371 á mán- uði, miðað við þær niðurgreiðslur sem nú væru. 2) Samskonar íbúð rafhituð (Gjaldskrá Rarík) kostaði með niðurgreiðslu í hitun kr. 23.021 á ári, eða kr. 1.918 á mánuði. 3) Hjá nýlegri hitaveitu (Akur- eyri) væri árskostnaðurinn kr. 22.144 á ári, eða kr. 1.845 á mán- uði. 4) Hjá niðurgreiddri hitaveitu (höfuðborgarsvæðið) væri sam- svarandi kostnaður kr. 5.231 á ári, eða kr. 436 á mánuði. Meirihluti landsmanna nyti hagstæðs heitavatnsverðs frá Hitaveitu Reykjavíkur en sum- staðar væri um fjórum sinnum hærri húshitunarkostnað að ræða. Ráðherra sagði nefnd, sem um þetta mál hefði fjallað, hafa skilað áliti, hvar bent væri á ýmsar leiðir, m.a. nýjan orku- skatt til jöfnunar. Ráðherra sagði að ekki hafi verið samkomulag í núverandi ríkisstjórn um nýjan orkuskatt á sínum tíma. (PS, innskot fréttamanns: Heitavatnsverð frá HR, sem kemur inn í vísitöluútreikning, útgjöld vísitölufjölskyldunnar svokölluðu, hefur verið haldið neðan kostnaðar af stjórnvöldum af þeim sökum.) Stuttar þingfréttir Leysir breyting á stjórnarskránni efnahags- vandann? — spurðu þingmenn Alþýðuflokks Matthías Bjarna- son mætir til þings MaUhías Kjarnason, I. þingmaður Vestfirðinga, tók sæti sitt á Alþingi í gær. Hann hefur verið í veikindafríi um hríð. • Tvö frumvörp vóru afgreidd frá efri deild til neðri deildar í gær: 1) Frumvarp um þjóðsöng ís- lendinga, nokkuð breytt. 2) Frumvarp um framlengingu sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Fyrsta frum- varpsgreinin var samþykkt með 8:7 atkvæðum, þ.e. minnihluta þessarar 20 þingmanna deildar. Þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokkks (í stjórnar- andstöðu) greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. • Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um notkun fasteignamats til við- miðunar eignaskatts og Stein- grímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, fyrir frumvarpi um fólksflutninga með langferðabif- reiðum. Bæði þingmálin gengu til nefndar. • I neðri deild varð mikil utan- dagskrárumræða um mismunandi húshitunarkostnað í landinu. Hjörleifur Guttormsson, orku- ráðherra, talaði í 50 mínútur í um- ræðunni (sjá frétt hér á þingsíðu). Þar fór og fram umræða um þing- sköp, en þingmenn ýmsir, töldu á sinn hlut gengið, varðandi það að fá að mæla fyrir þingmálum og tjá sig í utandagskrárumræðunni, sem forseti hafði frestað. Síðdegis var gert ráð fyrir að framhalda annarri umræðu um stjórnar- frumvarp um efnahagsaðgerðir (bráðabirgðalögin), en síður að umræðu lyki eða að gengið yrði til atkvæða um þau. • Sigurlaug Bjarnadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Árni Gunnarsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Guðrún Helgadóttir og Pétur Sigurðsson flytja tillögu til þingsályktunar um undirbúning og skipulag fíkni- efnafræðslu: „Álþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að nú þegar verði hafinn á vegum mennta- málaráðuneytisins skipulegur undirbúningur að fræðslu í grunnskólum landsins um áfengi, ávana- og fíkniefni. I upphafi verði sérstök áherzla lögð á: a) átak í grunnmenntun kennara varðandi þessa fræðslu, b) útgáfu námsgagna á þessu sviði. Jafn- framt verði tryggt við afgreiðslu næstu fjárlaga nægilegt fjármagn til þessara verkefna." • Þingmenn Alþýðuflokks, sem ræddu bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar í gær, Karvel Pálmason og Árni Gunnarsson, spurðu m.a. Vilmund Gylfason (BÍ), hvern veg hann vildi mæta þeim efnahags- vanda, sem nú herjaði þjóðarbúið, hvort hann héldi það raunhæft, að breytingar á stjórnarskrá og kjör- dæmaskipan, einar sér, leystu hinn alvarlega efnahagshnút, greiddu til dæmis niður erlendu skuldasúpuna? Árni kallaði slíkar fullyrðingar „trúðleik" og ávítaði þingheim fyrir að hafa fjallað um léttvæga hluti vikum og mánuðum saman, meðan verðbólgan æddi áfram í þjóðarbúskapnum og at- vinnuleysið héldi þangað innreið sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.