Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 31
sitja, þær eru ekki teknar með inn í dæmið, sem sagt reiknaðar á 0. Þriðja dæmið, sem mér finnst þó almesta hneykslið, það fjallar um fæðingarorlof. Því er þannig varið, að ef ég el barn í þennan heim, kona sem er húsmóðir og hefur ekki of mikið af peningum, (en enginn gæti sagt með sanni, að ég inni aðeins fáar stundir á ári, þeir sem stjórna þessu, vita hvað ég meina,) þá væri ég metin þurfa 3.300,00 kr. á mán. í 3 mán. frá Tryggingastofnuninni. Nú, vinkona mín, sem ynni úti hálfan daginn, til að drepa tím- ann, og hefði þar með fengið út- hlutað svolitlum láglaunabótum, hún ætti því pínulítið meira af peningum en ég, hún væri metin þurfandi fyrir 6.600,00 kr. á mán. í 3 mán. frá tryggingunum. Önnur vinkona mín, sem ynni úti allan daginn fyrir góðum tekj- um og væri þess auk gift hálauna- manni og hefði þess vegna nægt fé milli handa, hún er dæmd þurf- andi fyrir 9.900,00 kr. á mán. í 3 mán. frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þetta var ákveðið í söium Al- þingis íslendinga. Kæru lesendur, hver þessara 3 kvenna, sem allar væru að vinna sama verk fyrir þjóðarbúið, sem sagt að geta af sér nýjan þjóðfé- lagsþegn, munduð þið álíta að þyrfti hæstu greiðsluna, sú sem engin laun hefur eða hálauna- manneskjan? Það er nefnilega ekki öll vitleys- an eins, hún byrjar með ýmsu móti, strax við fæðingu. Ég get ekki skilið hvers vegna konur, hvar í stétt sem þær eru, fá ekki allar sömu upphæð frá Trygg- ingastofnun ríkisins (stofnun, sem velti 3—5 milijörðum íslenskra króna síðastliðið ár, eftir upplýs- ingum forstjóra hennar nýverið í útvarpinu) í fæðingarstyrk. Nóg heyrir maður nú um fóstureyð- ingar, sem er mikill skaði, að mínu viti, svo fámennu þjóðfélagi, sem við búum í. Lifið í Guðsfriði. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Um áfengismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvaldamálið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SAA hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila til þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síöan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og svör: Hringiö f síma 10100 frá mánudegi til fóstudags Getur afskiptasemi haft neikvæð áhrif á áfengisneyslu? Er hugsanlegt að mikil af- skiptasemi t.d. maka eða fjöl- skyldu geti haft neikvæð áhrif á áfengisneyslu og jafnvel leitt til alkóhólisma? Ingibjörg Kjörnsdóttir deildar- stjóri í áfengisvarnardeild á HR svarar: Spurninguna skil ég á þann veg, að spurt sé um það hvort nöldur eða afskiptasemi með líku lagi leiði til eða valdi alkó- hólisma. Svarið við því er einfaldlega nei. Ef drykkja einhvers er farin að raska ró maka eða fjölskyldu hans/hennar þá hefur reynslan sýnt að nöldur leysir ekki það mál. Það má reyndar bæta því hér við, að mér vitanlega hefur nöldur ekki leyst nokkurt mál. Afskipti maka eða fjölskyldu af óhófsdrykkju er vandaverk, sem verður að taka á af staðfestu, þekkingu og næmri tilfinningu fyrir eðli málsins. Ef aðförin að drykkjunni hefur ekki þessi ein- kenni, heldur drykkjan einfald- lega áfram áð þróast eftir sinni vissu braut ef alkóhólismi er á ferðinni. Nöldrið orsakar ekki sjúkdóminn, en það læknar hann heldur ekki. Nöldrið skapar reyndar ákjósanleg skilyrði fyrir þróun sjúkdómsins, því það gef- ur þeim sem drekkur einhverja þá handhægustu réttlætingu sem um getur til að halda drykkjunni áfram. Berum sjálf ábyrgd á því ef við erum eyðilögð Kona spyr: Af hvaða áráttu er það sprott- ið að alkóhólistar vilja eyði- leggja ættingja sína? Ingibjörg Björnsdóttir deildar- stjóri áfengisvarnadeildar á HR svarar. Það er svo að heyra á spyrj- anda, að hann gangi út frá því sem gefnu að alkóhólistar hafi þá sérstæðu áráttu að vilja eyði- leggja ættingja sína, og hann biður um skýringu á þessu. Ég get því miður ekki tekið undir það að allir alkóhólistar séu með þessum einkennum. Það kann þó að vera að alkóhólistinn, sem spyrjandi er með í huga sé með þessu sniði. Hvað skýring- una áhrærir, þá þurfa að vera borðliggjandi frekari upplýs- ingar en koma hér fram, til að hægt sé að fjalla um það tiltekna mál. Það sem mér finnst kjarni málsins er það að spurningin gefur til kynna að á ferðinni sé ættingi sem telur lífi sínu og heilsu ógnað af drykkjusjúkum einstaklingi. Spyrjandanum vil ég benda á að það eru til ráð til að forða því, og fyrsta skrefið er að leita sér fræðslu og leiðbein- inga. Það gæti svo farið að skýr- ingin umbeðna kæmi í leitirnar um leið og þetta mál er kannað á skipulegan hátt. Ég vil að lokum bæta því hér við, að það er mín lífsskoðun, að við hvert og eitt 31 berum sjálf ábyrgð á því ef við erum eyðilögð, og ef það gerist, þá höfum við vitandi vits eða ekki gefið okkur á vald eyðilegg- ingarinnar. Alkóhólismi á íslandi? Forvitinn spyr: Er alkóhólismi meiri á fslandi en í öðrum vestrænum löndum? Sigurður Gunnsteinsson dag- skrárstjóri á Sogni svarar: Nei. Engin ástæða er að ætla að svo sé. Oftast heyrst gengið út frá þeirri tölu að af hverj- um 100 nýjum áfengisneytend- um fái 10—12 alkóhólismus. Slæmt er til þess að hugsa að af hverjum 1000 fermingar- börnum komandi vors, sem byrja að neyta áfengis verði u.þ.b. 120 alkóhólistar. Boðskapur AA- hreyfingarinnar AA-félagi sendi okkur vísur, sem hann kvað í samræmi við boðskap AA-hreyfingarinnar. Ilann gat ekki látið nafns síns get- ið, vegna þeirrar reglu sem höfð er um hönd í hreyfingunni, að gæta nafnleyndar. Góði guð ég þakka þér að þú vakir yfir mér, gæt þú mín og geym í dag svo mér gangi allt í hag. Gef að aldrei gleymist mér að ganga svo að líki þér, freistingarnar, fals og tál forðist ég af lífi og sál. Síðan aldrei geng ég einn, enginn minni á götu steinn, fram á veginn horfi hátt, við hverja sál ég er í sátt. GÓ. Geriö svo vel að líta inn. Utsölu- markaður i Kjörgaröi (kjallara) í kjallara Kjörgarös. Útsölumarkaðurinn Góðar vörur á lágu verði Sendum í póstkröfu m 28640 Fatnaður fyrir alla fjölskylduna Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verö frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur, stæöir 2—12, verö frá kr. 195. Flauelsbuxur, stæröir 26—40, kr. 295. Barnapeysur frá kr. 90. Fulloröinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verö frá kr. 295. Sokkar, vettlingar, húfur og margt, margt fleira. \ Skór á alla fjölskylduna — Mjög gott úrval. Skartgripir í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.