Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Methagnaður hjá Norsk Data 1982:
10% hagnaðarmarkinu
náð í fyrsta skipti
MIKILL uppgangur hefur verið hjá norska fyrirtækinu Norsk Data á
síðustu árum og á dógunum tilkynnti fyrirtækið, að hagnaður af rekstri
þess á síðasta ári hefði verið í námunda við 9,2 milljónir Bandaríkjadoll-
ara, sem svarar til liðlega 175 milljóna íslenzkra króna.
Ef þessi rekstrarniðurstaða er
borin saman við niðurstöðu árs-
ins 1981, kemur í ljós, að aukn-
ingin milli ára er í námunda við
60%.     Heildarrekstrartekjur
Norsk Data á liðnu ári voru í
námunda við 87 milljónir
Bandaríkjadollara, sem er um
27% aukning frá árinu á undan.
Heildarpantanir á framleiðslu
Norsk Data á síðasta ári voru að
upphæð liðlega 84,2 milljónir
Bandaríkjadollara, en voru til
samanburðar um 70,4 milljónir
Bandarikjadollara á árinu 1981.
Aukningin milli ára er því lið-
legal9,6%.
Að sögn talsmanns fyrirtæk-
isins  hefur  aukningin  komið
nokkuð jafnt fram á innlenda
markaðnum og þeim erlenda.
Sérstök aukning hefur orðið í
sölu Norsk Data á sérstökum
bókhaldsvélum og síðan i nýrri
„smátölvu", sem nefnist ND-500.
Við skoðun á rekstrarniður-
stöðum Norsk Data kemur í ljós,
að fyrirtækið hefur nú í fyrsta
sinn náð því takmarki sínu, að
vera með hagnað upp á yfir 10%
af veltu fyrirtækisins. Þá kemur
í ljós, að meðalhagnaðaraukning
á ári síðan 1973 er um 55%.
Aðeins eitt norskt fyrirtæki
hefur betri stöðu á almennum
hlutafjármarkaði, en það er
Norsk Hydro.
Svisslendingar eyða um
9.370 milljónum króna
í atvinnuuppbyggingu
SVISSNESKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd sérstakri
áætlun um atvinnuuppbyg^ingu í landinu, vegna vaxandi atvinnuleysis, en
kostnaðurinn við þessa á.Hlun er metin upp á tæplega 1.000 milljónir svissn-
eskra franka, sem svarar til 9.370 milljóna íslenzkra króna.
Tilkynning um þessa aætlun
kemur í kjölfar frétta þess einis,
að atvinnuleysi hefur ekki verið
meira í Sviss sl. sex ár, auk þess
sem þjóðarframleiðsla hefur dreg-
izt saman á síðustu tveimur árum.
Efnahagssérfræðingar telja
engar líkur á bata í efnahagslífi
landsins fyrr enn í fyrsta lagi eftir
mitt þetta ár og reyndar sé ólík-
legt, að sá bati verði að raunveru-
leika fyrr enn undir lok ársins.
Meginþáttur áætlunar stjórn-
valda, er að stórauka innkaup
ríkisins á ýmsum iðnaðarvörum,
en verðmæti þeirra innkaupa er
áætlað um 650 milljónir svissn-
eskra franka, eða sem nemur um
6.090 milljónum íslenzkra króna.
Gert er ráð fyrir, að þessar pant-
anir verði gerðar á næstu sex
mánuðum og síðan komi fram-
leiðslan til afhendingar á næstu
2—3 árum.
Bandariskir bflaframleiðendur:
Reikna með 6,8% fram-
leiðsluaukningu á 2.
ársfjórðungi þessa árs.
BANDARÍSKIR bílaframleiðendur virðast heldur vera að taka við sér, ef
marka má framleiðsluáætlun þeirra fyrir 2. ársfjórðung þessa árs. Sam-
kvæmt henni ráðgera þeir, að framleiða 1.670.000 bíla, sem er liðlega 6,8%
fleiri bílar, en á sama tíma í fyrra.
Hins vegar reikna framleiðend-
urnir með að draga heldur úr
vörubíla- og vöruflutningabíla-
framleiðslu sinni á 2. ársfjórð-
ungi, eða um 5,2%. Verði fram-
leiddir um 565.000 bílar.
Framleiðsla bandarísku bíla-
framleiðendanna verður ef að lík-
um lætur um 1.508.000 bílar, sem
þýðir, að aukningin milli 1. og 2.
ársfjórðungs er liðlega 10,7%.
Talsmaður framleiðenda sagði
að ef þessar áætlanir stæðust og
síðan yrði framleiðslan á 3. og 4.
ársfjórðungi sú sama og á síðasta
ári, þá yrði um 10% framleiðslu-
aukningu að ræða í heildina á ár-
inu, en á síðasta ári voru fram-
leiddir samtals um 5.074.000 bílar.
Verðmætaaukning í útflutningi aðeins 29,7% árið 1982:
Innflutningur dróst veru-
lega saman undir lok árs
VERÐMÆTI útflutnings íslendinga á síðasta ári var aðeins liðlega
29,7% meira, í krónum talið, en það var á árinu 1981. Til samanburðar
voru almennar verðlagsbreytingar í landinu vel yfír 60% á síðasta ári og
meðalgengi erlends gjaldeyris í fyrra er talið vera 61% hærra, en árið
1981. Verðmæti útflutningsins í fyrra var tæplega 8.479 milljónir króna,
en var liðlega 6.536,2 milljónir króna á árinu 1981.
Verðmæti útflutnings íslend-   ónir króna, en var á árinu 1981
inga í desembermánuði sl. var
tæplega 1.232 milljónir króna,
en var til samanburðar liðlega
880,6 milljónir króna í desember
árið 1981. Verðmætaaukningin
milli ára er því liðlega 39,9%.
Ef litið er á innflutninginn
kemur í ljós, að verðmæti hans í
fyrra var tæplega 11.647 millj-
7.484,7 milljónir króna. Verð-
mætaaukningin milli ára er því
liðlega55,6%.
Verulega dró úr innflutningi
undir lok ársins, sem m.a. má
sjá af því, að verðmæti innflutn-
ings í desember sl. er 1.139
milljónir króna, en var í des-
ember 1981 liðlega 997,4 milljón-
ir króna. Verðmætaaukningin
milli  ára  er  aðeins  liðlega
14,17%.
Vöruskiptajöfnuður íslend-
inga var á síðasta ári óhagstæð-
ur um liðlega 3.168 milljónir
króna, en var óhagstæður um
liðlega 948,5 milljónir króna á
árinu 1981. í krónum talið er
upphæðin því liðlega 234%
hærri á síðasta ári, en árið á
undan. Vöruskiptajöfnuðurinn,
sem hlutfall af útflutningi
landsmanna er, er um 37,4%.
Sumaráætlun Amarflugs:
„Verðum með nokkra aukn
ingu frá síðasta ári
segir Halldór Sigurðsson, sólu- og markaðsstjóri Arnarflugs
«
„VIÐ VERÐUM með nokkra aukningu frá því á síðasta ári," sagði
Halldór Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs, í samtali við
Mbl., er hann var inntur eftir undirbúningi félagsins að sumaráætlun í
farþegaflugi milli landa, en það hófst eins og kunnugt er á síðasta ári.
„Við höfum sett upp fjórar   Boeing 737-200 þotu félagsins í
ferðir í viku til Amsterdam í
Hollandi, á þriðjudögum,
fimmtudögum og tvær á föstu-
dögum. Fimmtudagsferðin verð-
ur svokallað „Kombiflug", þ.e.
fluttir verða farþegar og vörur
samtímis.
Þá höfum við sett upp tvær
ferðir í viku til Dusseldorf í
Vestur-Þýzkalandi og verða þær
báðar farnar á laugardögum.
Loks verður ein ferð í viku til*
Ziirich í Sviss á sunnudögum,"
sagði Halldór ennfremur.
Aðspurður um gang áætlun-
arflugsins á síðasta ári, sagði
Halldór það hafa gengið vonum
framar og hefði sýnt ótvírætt,
að góður grundvöllur er fyrir
þessu flugi.
Þá var Halldór inntur eftir
flugvélakosti til áætlunarflugs-
ins. „Við munum nota hina nýju
öllu áætlunarflugi félagsins frá
og með sumaráætlun um mán-
aðamótin marz-apríl nk. Sú vél
hentar okkur alveg sérstaklega
vel, en um er að ræða nýlega
svokallaða „Kombivél", þe. vél,
sem getur flutt samtímis far-
þega og vörur, sem er sérstak-
lega hagstætt fyrir okkur, eink-
um með tilliti til síaukinna
vöruflutninga félagsins.
Þá hefur verið sett ný innrétt-
ing í þessa vél, þe. sæti og fleira,
þannig að hún er í raun eins og
ný. Reyndar er þetta rekstrar-
lega hagkvæmasta vél, sem við
gátum fengið, auk þess sem ör-
yggistuðull Boeing 737-véla er
einhver sá hæsti í heimi," sagði
Halldór.
Halldór sagði aðspurður, að
Arnarflug hefði fyrst íslenzkra
félaga tekið  Boeing 737-vél  í
sína þjónustu, en það var vorið
1981. „Sú vél var notuð í leigu-
verkefni Arnarflugs fyrir
brezka flugfélagið Britannia
Airways. Síðastliðið haust náð-
ust síðan ^amningar um áfram-
hald á þessu flugi fyrir Brit-
annia og var þá jafnframt geng-
ið frá því, að við gætum notað
vélina tvisvar í viku í áætlunar-
flugi félagsins í vetur, þ.e. á
þriðjudögum og föstudögum og
hefur það form komið mjög vel
út," sagði Halldór.
Loks var Halldór spurður um
leiguflug félagsins í sumar. „Það
er ljóst, að um nokkra aukningu
verður að ræða. Þegar hafa tek-
izt samningar við Samvinnu-
ferðir-Landsýn, Útsýn, Ferða-
miðstöðina og Sögu, en auk þess
gætu fleiri aðilar bætzt við, auk
erlendra ferðaskrifstofa, sem
við höfum átt samstarf við á
liðnum árum," sagði Halldór
Sigurðsson, sölu- og markaðs-
stjóri Arnarflugs, að síðustu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48