Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
Að segja til syndanna
eftir Jens í Kaldalóni
Það þarf enginn að halda að all-
ir verði ánægðir, þegar til synd-
anna er sagt, og allra síst þeir,
sem þann bagga bera á herðum
sér, sem sífellt fleiri syndask-
ammir bætast í, — en þó enginn
þykist neitt í láta nema vizku og
þekkingu.
Þegar ég stundaði sjóróðra í
Bolungarvík í gamla daga, kom
það aldrei fyrir þá á bjátaði í vá-
legum vindum að ekki hjálpaði
hver einasti maður, og jafnvel
konurnar líka, að bjarga bát úr
lendingu uppá þurran malar-
kambinn, þar til öllu var vel borg-
ið undan brimsköflum hversdags-
ins. Aldrei var þar um japlað og
fuðað hverjum þetta og hitt væri
að kenna, eða hvort gera hefði átt
svona eða hinsegin, heldur ein-
beitt sér að bjarga öllu því sem
bjargað varð, sem þó jafnan að vel
tókst, enda allra hugur og allra
hendur þar á eitt lögðust, samein-
aðir í eitt afl og eina sál — með þá
dýrmætu reynslu og margþjálfað-
an dug, sem einn megnaði að leysa
þann vanda, sem við var að glíma.
Þegar loðnan hvarf
Það er að gera sig að algeru við-
undri, að telja þau skakkaföll sem
á hafa dunið í íslenskum efna-
hagsmálum engan þátt til hins
verra gert hafa í okkar efnahags-
afkomu. Þótt ekkert hefði verið
nema loðnan ein sem útúr því
dæmi væri kippt, væri það ærin
óslétta á þeirri beinu braut sem
eftir við gengið höfum. Atvinnu-
og efnahagslega séð er sá þáttur
svo stór, að engum heilvita manni
með nokkra skynbæra þekkingu í
huga sér getur dulist, að í atvinnu-
sögu okkar fámennu þjóðar, hlýt-
ur það að teljast til stóráfalla, frá
því að um 50 skip komu sökkhlað-
in á flestar hafnir kringum allt
ísland, á þeim svörtustu skamm-
degisdögum þess norðurhjara sem
við hér byggjum, og þá ekki síður
sem samverkandi kapítuli við öll
þau stórteikn í veraldarheiminum
kringum okkur í samanherptri
kreppu og atvinnuleysi. Allt þetta
og miklu fleira hefur nú á eitt
lagst, svo sem kaldur strokugustur
að smeygja sér innum hverja rifu
til hins verra í allri þeirri útsól-
undarsemi sem við íslendingar
höfum á eitt lagst, sem tileinkum
okkur, undanfarna áratugi að lifa
eins og skynlausar skepnur, —
sem bestu tugguna éta meðan til
er, en svelta svo á eftir, ef ekki er
svo til skammtað að lífi halda
megi í því ásetningsformi sem
áskapað er til brýnustu Hfsþarfa.
Útlendingum atvinnu
Við bjóðum útlendingum at-
vinnu í stórum stíl, svo þúsundum
manna skiftir, að búa til allan
andskotann í öllu formi. Ekki ein-
ungis húsgögn, skip, báta og eld-
húsinnréttingar, heldur og ekki
síður svo hundruðum tonna nemur
af beinhörðu kexrusli, brauðum og
drasli allskonar, sem í sjálfu sér
enginn matur er. Eru jafnvel sum-
ir snarbrjálaðir yfir að ekki sé svo
í þokkabót flutt inn allt það smjör,
mjólk og kjöt, sem við þurfum að
éta. Látum útlendinga sauma á
okkur fötin, jafnvel gallabuxurnar
í slorið og drulluna — að ég ekki
nú tali um að sú eina verksmiðja á
íslandi, sem mannaði sig upp í það
að smíða lítið brot af því skótaui,
sem við þurfum á að halda, stóð á
barmi gjaldþrots af því landanum
þótti ekki nógu fínir íslensku
skórnir, og þótti meira í munni
Jens í Kaldalóni
„Það þarf ekki að segja þá
sögu, sem gerðist eftir síð-
ustu kosningar. Allir okkar
ágætu alþingismenn gerðu
þá svo rækilega í bólið sitt að
eftir verður munað — og af-
leiðingar þess koma nú fram
í óvistlegasta ráðleysi."
„að tyggja sína skó upp á dönsku".
Og það er eins og enginn í allri
sinni eyðslublindu sjái, að út sé að
flytja allt það vinnuafl sem til
staðar þarf í landinu sjálfu, með
því að láta allt gera í útlöndum,
sem á við þurfum að halda.
Við eigum ekki að sjá fyrir at-
vinnu á íslandi, sagði Kristján
Thorlasius, þá til stóð að kaupa
útlendu einingahúsin í sumarbú-
staði opinberra starfsmanna, fyrir
nokkru síðan (þó ekki af því yrði
nú sem betur fór). En slíkur hugs-
unarháttur er svo hroðalegur að
hryggð hlýtur að vekja hjá öllum
þeim lifandi sálum — sem eitt-
hvert skyn hafa til að bera, að sjá
nokkurt skref fram fyrir sínar eig-
in tær.
Gjaldeyrissólund okkar er svo
úr öllu hófi gengin, að hver heil-
vita maður hlýtur að skammast
sín fyrir slíka ófyrirgefanlega
óráðsíu og sannar, svo ekki verður
um villst hversu tilgangs- og
hugsunarlaust við áfram veginn
ráfum, án þess minnstu grein að
gera okkur fyrir þeim áhrifum í
framvindu tímans, að safna svo
milljörðum skiftir í skuldum fyrir
því margslungna dóti, sem svo
gaman þykir með að höndla, án
nokkurrar nauðsynjar, vitandi
vits, að við erum með því að skaffa
útlendu vinnuafli stórkostlegt lifi-
brauð í atvinnu og aðstöðu, um
leið og sjálfum okkur atvinnuleysi
og örbrigð.  '
Það er hreint eins og allur þessi
dýrgripur okkar, gjaldeyririnn, sé
skítur og einskis verður í alla
staði, nema þá er keyptur er fyrir
eitthvað brot af honum fóðurbætir
til að gefa fé og kúm, en þótt 40%
af því fari svo í kjúklinga- og
svínakjötsframleiðslu, er með
þann hluta allt í lagi, þá er það
bara neysluvenjur sem breyst
hafa í takt við útlenda kexátið.
Þingmannamórallinn
Það þarf ekki að segja þá sögu,
sem gerðist eftir síðustu  kosn-
ingar. Allir okkar ágætu þing-
menn gerðu þá svo rækilega í bólið
sitt, — að eftir verður munað, —
og afleiðingar þess kemur nú fram
í óvistlegasta ráðleysi. Það var
hreint sem þeir teldu sig kosnir
hefðu verið til að snúast hver um
annan þveran í hringekju vitleys-
unnar, svo sem þó neyðarkvak
brýnustu úrlausnarefna á öllum
sviðum höfðaði til dómgreindar
þeirra, hvers um sig og öllum til
hópa, að takast umyrðalaust á
hendur sér að leysa þau marg-
þættu og brýnustu viðfangsefni
sem við þeim blasti, og enga bið
þoldu, og voru svo sannarlega af
landsfólkinu til þess kjörnir að
sinna, og stilla á krafta þá sem
Guð þeim gefið hefur, til að sam-
einast í trú og skyldu til átaka
þeirra verkefna sem enga bið
þoldu úr því sem komið var. Mátti
svo hver og einn sitja á sinni
sneypu það tímabil sem ekki að
sjálfir megnuðu að leysa þann
margslungna hnút, sem við var að
fást, og því vitna ég í róðrarveru
mína frá Bolungarvíkurmölum
forðum daga, þar sem hver höndin
annarri hjálpaði, þá í nauðir rak,
að svo mættu okkar ágætu þing-
menn virða manngildi sitt, og til-
trú alla til þeirra borna, — að svo
sem í einu átaki mættu til bjargar
verða þjóð sinni og þegnum til
handa, til liðsinnis þeirra mála,
sem sannarlega þeirra biðu og
bíða á hverjum tíma, og landsfólk-
ið ætlast til að þeir leggi að hönd
og huga.
Að skamma hverja þá ríkis-
stjórn, sem til valda er ráðin
hverju sinni, geta allir, og þarf
ekki stóra menn til. Og þó engan
veginn hafi allt til hamingju gert
sú stjórn er nú situr, má svo sann-
arlega til baka telja til þeirra tíma
sem aðrir voru lítt hugdjarfari úr
að leysa þeim verkefnavanda, sem
þá við blasti, og þá að spinna þann
þráð, að halda öllum þeim átökum
sem á þurfti að taka. Að hrópa útí
eyðimörkina „samningana í gildi"
er ekki mikið afrek til að stæra sig
af, vitandi vits, að það getur eng-
Greinasöfii þriggja
sameignarsinna
Aö lokinni bókavertíð — Hannes H. Gissurarson skrifar
íslenskir sameignarsinnar hafa
verið iðnir við að gefa út bækur eftir
sína bestu rithófunda. Hið sama
verður því miður ekki sagt um frjáls-
hyggjumenn, þótt ritgerðasöfn hafi á
siðustu tveimur árum að visu birst
eftir þá Ólaf Björnsson og Jónas
llaralz, Malihías Johannessen og
Eyjólf Konráð Jónsson. En hvar ern
ritgerðasófn eftir þá Árna Pálsson
prófessor, Jón Þorláksson forsætis-
ráðherra, dr. Magnús Jónsson pró-
fessor og dr. Benjamín Eiríksson
fyrrverandi bankastjóra? Útgáfufyr-
irtæki sameignarsinna, Mál og
menning, gaf fyrir jólin út þrjár
bækur eftir jafnmarga rithöfunda,
þá Brynjólf Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, Magnús Kjartansson rit-
stjóra og Sverri Kristjánsson sagn-
fræðing, og um þær ætla ég að fara
órfáum orðum í þessari grein.
Austragreinar Magnúsar
Kjartanssonar
Magnús Kjartansson skrifaði á
viðreisnarárunum daglegan dálk í
Þjóðviljann, blað sitt, Frá degi til
dags, undir dulnefninu „Austri"
(tökum eftir dulnefninu, það sýn-
ir, til hvaða áttar stjórnmálanna
hugur hans stóð). Þessi dálkur
þótti ritaður af mikilli leikni, og
mælt er, að hann hafi verið eftir-
lætislesefni Jónasar Jónssonar frá
Hriflu. Ýmsar af þessum smá-
greinum Magnúsar eru í bók hans
með sama heiti og dálkurinn, Frá
degi til dags. Ég verð að játa, að
mér kom það á óvart, er sameign-
arsinnar gáfu þetta út. Magnús er
mjög illvígur og ómálefnalegur í
bók sinni, hún er honum síður en
svo til sóma. Hvers vegna voru
sameignarsinnar að minna á það,
að einn ritfærastr maður þeirra
eyddi svo miklu af ævi sinni í að
níða náungann? Hvers vegna
reyndu þeir ekki að láta fyrnast
yfir þennan mánudagsblaðsþátt í
fari Magnúsar Kjartanssonar?
Sameignarsinnar hljóta að
svara þessum spurningum sjálfir.
En ég gat ekki annað, þegar ég las
þessa bók, en borið hana saman
við bók eftir bekkjarbróður Magn-
úsar úr menntaskóla, sem gefin
var út fyrir ári. Bókin sú er Vel-
ferðarríki á villigötum, og bekkjar-
bróðir Magnúsar er Jónas Haralz.
Báðir eru þeir Magnús og Jónas
ritfærir, skrifa skýrt og gott mál.
Og báðir bera þeir með sér miklar
gáfur og hvassa hugsun. Munur-
inn er á áhugamálum. Jónas hefur
áhuga á þróuninni, hugmyndun-
um, rökunum fyrir kenningu og
gegn henni, hann ræðst aldrei á
einstaklinga, þótt hann sé fastur
fyrir og hræðslugæði séu ekki til í
honum. En Magnús hefur áhuga á
því að koma höggi á náungann.
hann er eins og lítill púki, sem
ískrar af ánægju, ef honum tekst
að sletta einhverju á fólk. Jónas
notar gáfur sínar, en Magnús mis-
notar sínar.
Fleiri hliðar kunna að hafa ver-
ið til á Magnúsi en sú, sem þessi
bók sýnir, enda liggja mörk góðs
og ills ekki á rnilli einstaklinga
eða hópa, heldur um hjartað á
hverjum manni. En hvað olli
þeirri miklu beiskju, sem þessi
bók er heimild um? Sennilega
margt, en eitt svarið er, að Magn-
ús fann gáfum sínum ekki farveg í
vísindum, en þau hafa verið örlög
margra annarra próflausra Is-
lendinga, þeir hafa orðið skömm-
óttir blaöaskrifarar. (Jónas Jóns-
son frá Hriflu, sem þegar er
nefndur, og Þorsteinn Gylfason
eru tvö önnur dæmi um þetta.)
Hann fékk ekki heldur þá hagnýtu
reynslu, sem nauðsynleg er til að
skilja lögmál atvinnulífsins. Sann-
Ieikurinn er sá, að hann býður les-
endum þessarar bókar og annarr-
ar, sem Mál og menning gaf út
fyrir nokkrum árum, Elds er þörf,
lítið annað en vígorð, enga þraut-
hugsaöa stjórnmálahugmynd.
Þriðja bindi stjórnmálarit-
gerða Brynjólfs Bjarnasonar
Öðru máli gegnir um Brynjólf
Bjarnason en Magnús í þriðja
bindi ritgerðasafns hans um
stjórnmál, Með storminn í fangið.
Hann er alvörugefinn maður, sem
reynir að skýra hugmyndir sínar
fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann
felur sig ekki á bak við orð. „Borg-
ararnir" eru að dómi hans bölvað-
ir, en ekki af því að þeir séu vondir
menn, heldur af því að þeir eru
borgarar. Hann er þó síður en svo
mildari en Magnús, hann er sami
stalínsinninn og hann hefur alltaf
verið, og hann hefði sýnt sama
miskunnarleysið og aðrir stalín-
sinnar, ef hann hefði fengið til
þess tækifæri. En mig langar til
þess að geta sérstaklega einnar
ritgerðar, sem er góð heimild um
stjórnmálahugmynd Brynjólfs;
„Sósíalisminn er eina vonin". I
henni hafnar hann frelsishugtaki
frjálshyggjumanna, því að það feli
í sér ófrelsi þeirra, sem eigi ekki
eignir. Hann segir, að það „svipti
hundruð milljónir manna frelsi til
vinnu og allan þann fjölda, sem
býr við hungursneyð af völdum
frjálshyggjustefnunnar, frelsinu
til að lifa. Þessi frelsissvipting
felst í því, að kapítalisminn getur
ekki samrýmst þeirri skipulagn-
ingu mannfélagsins, sem tryggir
frelsi manna til vinnu og frelsi
undan örbirgð og ótta." Síðan seg-
ir hann: „Mín skoðun er sú, að
sósíalisminn einn geti stuðlað að
því að tryggja almenningi það
frelsi, sem nú er brýnast, frelsi
undan áþján, örbirgð og ótta."
Tvær athugasemdir má gera við
mál Brynjólfs. í fyrsta lagi er
neikvætt frelsi — frelsi frá ofbeldi
annarra — alls ekki nægilegt skil-
yrði fyrir góðu mannlífi. Frjáls-
hyggjumenn K^ta verið sammála
Brynjólfi um þetta, en þeir segja
þó, að það sé nauðsynlegt skilyrði
fyrir því. Enginn frjálshyggju-
maður heldur, að frelsi eins
manns eigi að vera ótakmarkað.
Það á að takmarkast af sama
frelsi annarra manna, það á að
vera innan marka og velsæmis. I
öðru lagi taka frjálshyggjumenn
undir það með Brynjólfi um það,
að almenn velmegun sé æskileg.
En  getur  sósíalisminn  tryggt
hana? Að minnsta kosti ekki sá
sósíalismi, sem Brynjólfur trúir á.
Fólk lifir enn á hungurmörkunum
í sameignarríkjunum, Ráðstjórn-
arríkjunum og Póllandi, svo að
dæmi séu tekin, þótt vinir Brynj-
ólfs í þessum löndum njóti að vísu
betri kjara. Fáir efast um það á
okkar dögum, að einstaklingarnir
hafa miklu hærri tekjur í séreign-
ar- en sameignarskipulagi.
Brynjólfur svaraði síðan spurn-
ingu, sem mjög hefur verið rætt
um hérlendis, eftir að bækur
þeirra Friedricks Hayeks og Milt-
ons Friedmans voru gefnar út á
íslensku. Þessi spurning er, hvort
frelsið hljóti að hverfa í sameign-
arskipulagi. Svar Brynjólfs er, að
taka verði frelsið af fámennum
hluta þjóðarinnar. Brynjólfur
skýrir það ekki, hver þessi hópur
er, en líklega eru í honum eigend-
ur framleiðslutækjanna og
„talsmenn" þeirra — til dæmis
eigendur Morgunblaðsins og þeir,
sem í það skrifa að staðaldri. En
Brynjólfur bætir því við, að ekki
sé sama harkan nauðsynleg, ef
sósíalisminn komist á í lýðræðis-
ríki, og hefði verið, ef honum hefði
verið komið á af byltingar-
mönnum eins og í Rússlandi 1917
eða af útlendu hernámsliði eins og
í Póllandi 1945.
í orðum Brynjólfs felst, að kúg-
unin í sameignarríkjunum hafi
verið einstök söguleg nauðsyn, en
ekki rökrétt afleiðing af skipulag-
inu, eins og Hayek og Friedman
segja. Kúgunin kunni að vera
ónauðsynleg við aðrar sögulegar
aðstæður (þótt Brynjólfur sé til-
búinn til hennar, ef hún gerist
nauðsynleg). En hann svarar ekki
rökum þeirra Hayeks og Fried-
mans, sem eru í einföldustu mynd
sinni þau, að í landi, þar sem
stjórnin ráði yfir allri framleiðslu,
séu stjórnarandstæðingar um-
komulausir. Hann sér ekki eða
lokar augunum fyrir þeirri hættu,
að stjórnin í slíku landi noti hið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48