Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 45 Þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Ingi Olafsson, Reykjavík, skrif- ar: „Velvakandi. Ég sendi þér eftirfarandi línur til þess að þakka læknum, hjúkr- unarfræðingum og öðru starfs- fólki bæklunardeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alveg frábæra hjúkrun og elskulega umönnun sem ég varð þar aðnjótandi. Ég varð fyrir því óláni að lærbrotna illa, er ég var á ferð fyrir norðan og þurfti að ganga undir þrjá uppskurði. Lá ég vegna þessa í þrjá mánuði. Þar sem ég var mikill sjúkl- ingur fyrir þurfti ég á meiri hjúkrun að halda en annars hefði þurft að veita, og það vildi svo til að ég var fyrsti sjúkling- urinn sem lagður var inn á bækl- unardeildina. Og hvílík hjúkrun. Hún fyrirfinnst áreiðanlega hvergi betri. Um leið og ég endurtek þakkir mínar og sendi kveðjur til áð- urgreindra aðila, sendi ég einnig starfsfólki gjörgæsludeildar og handlækningadeildar sjúkra- hússins hlýjar kveðjur. Guð blessi ykkur öll.“ Skemmtilegir og fróð- legir feröaþættir S.F. Akureyri skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég skrifa til þess að þakka fyrir útvarpssöguna, sem lesin er kl. 14.30 á daginn. Þar hefur tek- ist vel til. Ferðaþættir frá Ind- landi eftir Sigvalda Hjálmarsson eru bæði skemmtilegir og fróð- legir. Hann lýsir jafn vel hinu smáa sem því stóra og tignar- lega. Og Hjörtur Pálsson les af- burðavel. Hér eru margir sem hlusta.“ Sigvaldi Ifjálmarsson Þessir hringdu Matseðill kvöldsins Ekki langt í að maður verði að hlaða hlóðir og taka upp mó 7620-1943 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri mótmælum vegna raforkuverðs á landsbyggð- inni. Dæmi: Við búum í húsi, sem hitað er upp með rafmagni. 1 byrj- un desember fengum við reikning upp á kr. 5.200. í lok janúar kemur annar upp á kr. 7.900. Sem sagt 50% hækkun. Og núna er verið að hækka verðið um 29%. Laun verkamanns fyrir 8 stunda vinnu- dag eru kr. 8.873,50. Helmingurinn af því fer í rafmagnsreikninginn og dugir ekki til eftir hækkunina. Það sem eftir er á að duga fyrir fæði og fötum á fjölskylduna. Hrædd er ég um, að það endist stutt. Haldi nú áfram sem horfir, er ekki langt í að maður verði að hlaða sér hlóðir og taka upp mó. En sjálfsagt yrði það skattlagt líka. Hrædd er ég um, að einhvern tíma hefði heyrst í alþýðubanda- lagsmönnum og þótt gengið á hlut láglaunafólksins hér í þessu landi. Enginn hefur gengið á hlut þess eins og þessir háu herrar. Stólarn- ir hljóta að vera mjúkir eða þá með jötungripi. Legg ég nú til að Hjörleifur Guttormsson beiti sér í hasti fyrir því að setja lögbann á þessi ósköp. Það er full þörf á, ekki síður en með Strætisvagna Reyk- víkinga. Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Veitingahúsin auglýsa margs kon- ar skemmtilegheit er þau bjóða upp á þessa dagana, og um leið matseðil kvöldsins, þar sem aðal- rétturinn er kjötréttur af ýmsum dýrum. En ekki hef ég séð auglýst- an sérstakan matseðil handa þeim, er ekki vilja eta það, sem sumir nefna lík, þ.e. spendýralík, þótt þeir hefðu hug á að njóta skemmtunar í slíkum húsum. Eða hvað? Fyrirspurn til SVR Inga Einarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef áður leyft mér að beina þeirri spurningu til Strætisvagna Reykjavíkur, hvort ekki sé að vænta nýrrar akstursleiðar hjá þeim frá Breiðholti um Elliðavog og Kleppsveg. Mig langar til að ítreka þessa spurningu í von um að fá svar. Það er mikil óánægja ríkjandi með núverandi ástand hjá starfsfólkinu á mínum vinnu- stað, sem er Kleppsspítali, af því að margir búa í Efra-Breiðholti og eiga daglega í vandræðum með að komast í vinnuna. Það tekur okkur upp undir klukkutíma. Ádrepa Húsfreyja hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Það var verið að tala hér í dálkunum um heiti áhaldsins sem notað er til þess að slökkva á kertum með. Mér áskotnaðist eitt slíkt fyrir nokkrum árum síðan. Þá sagði bóndi minn: „Þarna hlotnaðist þér lagleg ádrepa." Síðan hefur það gengið undir því nafni heima hjá mér. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann sagði að horfur séu góðar. Betur færi: Hann sagöi að horfur væru góðar. Hins vegar: Hann segir að horfur séu góðar. S2F S\G6A V/öGA g AiLVtKAK HVRt) l VEROLD- INNl ERTUR0<m .GVENDUR? Útsala Útsaia stendur yfir á öllum vörum verslunarinnar. silki rúmteppi, herra og dömu leðurhanskar, yfirlök, koddaver, útsaumur, silki púðaver, löberar, Barnanáttföt, dömunáttföt, silki herrasloppar, dömusloppar, barnateppi, leikfimisföt, heklaðir dúkar, útsaumaðir matar- og kaffidúkar, ÝMSAR GJAFAVÖRUR OG SKRAUTMUNIR TIL DÆMIS: blómavasar, blómapottar, kertastjakar, ýmsar bastvörur, skartgripaskrín, smjörkrúsir, öskubakkar, armbönd, pennar. Auk 10% afsláttur af vinsælu kínversku teppunum og húsgögnunum. ^innval Vesturgötu 11, OjOnVdly sími 22600. Alltaf á fóstudögum MORKINSKINNA — Sagt frá starfsemi nýrrar listaverka- og bókaviögerðarstofu í Reykjavík. HVERNIG VERÐA HÚSGÖGN FRAMTÍÐARINNAR? — Innanhúss- og húsgagnahönnuöir spurðir álits. HELGA MÖLLER OG JÓHANN HELGASON — í stuttu spjalli. HVAÐ BÝR AÐ BAKI TÖLUM? — Fjallað um kaupverö og söluverð fasteigna. Föstudúgsbludid ergott forskot u helgina PEnfl ER BRÉF FRH BRJRLRDRI KVENSU VESTUR i KRNRLRNDI SEM , HÓTRR RD BRNNFÆRR RLLRN Í5LENSK- RN m EF ÉG GRNGI EKKl ÚT MUNDI EKKI VERR NÓG RD FLEYGJR 'HVRD HELDURDU HÐ MUNDI SKE EF PIN6ID KÆMIST i ÞRD? AUGlYSlNGASrOF A KRIGTINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.