Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
Lerby fer til Ajax:
Liöin hafa þegar
undirritaö samning
Í stórfrétt í danska blaðinu BT
fyrir nokkrum dogum er sagt frá
*m.jV4
• Sören Lerby
því að danski landsliðsmaðurinn
Sören Lerby, sem nú leikur með
Ajax, fari örugglega til Bayern
Miinchen í vor og komi í stað
Paul Breitner sem mun hætta að
leika knattspyrnu er þessu
keppnistímabili lýkur.
Blaoið segir aö Lerby, sem er 25
ára, fari til þýska liösins í júlí. Síð-
an segir blaöiö: „Þó Þjóðverjarnir
hafi beðið bæði Sören og Ajax að
þegja yfir leyndarmálinu fram yfir
leiki Bayern í undanúrslitum Evr-
ópukeppni bikarhafa í næsta mán-
uöi, getur BT afhjúpaö þaö, aö
bæði Villi O. Hoffmann, forseti
Bayern, og yfirmaöur Ajax, Tom
Harmsen, hafa þegar skrifaö undir
fyrirframsamning í sambandi viö
söluna á Lerby."
Bayern mun greiöa Ajax 1,6
milljónir þýskra marka (um ellefu
og hálf milljón íslenskra króna)
fyrir Lerby að sögn blaösins, og að
sjálfsögöu mun hann hafa gríöar-
lega mikil laun hjá liöinu eins og
allir helstu leikmennirnir í Þýska-
landi.
Lerby segir í samtali viö BT aö
hans undirskrift vanti raunar undir
samninginn en liðin tvö heföu aldr-
ei gert samning sín á milli heföi
hann ekki veriö búinn aö sam-
þykkja félagaskiptin. „Eg hef nú
verið t sjö og hálft ár hjá Ajax og vil
gjarna reyna eitthvað nýtt. Bayern
hafði fyrst samband við mig fyrir
tveimur árum og síöan hefur veriö
stöðugt samband okkar á milli,"
segir Lerby.            — 8H.
Landsliðin okkar í golfi hafa ekki slegið ilöku við að undanförnu þö
aðstaða til golfiökunar hafi ekki veríð fyrir hendi. Til aö undirbúa sig
sem best fyrir sumarið hafa landsliðin þrjú, karla-, kvenna- og ungl-
ingalandsliðið æft þrek af fullum krafti í allan vetur ásamt frjálsíþrótta-
fólki úr Ármanni undir stjórn Stefáns Jóhannssonar, þjálfara Ármenn-
inga. Þessi mynd var tekin á einni æfingunni.
. ¦>.*. -v
• Þorvarður, númer níu hjá ÍS, í dökkum búningi, ver hér vel ásamt félaga sínum, Sigurði Þráinssym. Það er
Jón Arnason, Þrótti, sem smassar boltanum yfir netið.                            L|ó.m Ragnar Axaiaaon
Loks var sigurganga
Þróttar í blaki stöðvuó
ÍS SIGRAOI Þrótt í 1. deild karla á
þriöjudagskvöldiö í hörkuspenn-
andi leik þar sem þurfti fimm
hrinur til aö fá fram úrslit. Meö
þessum sigri stöðvuöu stúdentar
fádæma sigurgöngu Þróttar, en
þeir höfðu unnið 63 leiki í röð.
Mikill fögnuöur var í rööum stúd-
enta aö leik loknum og er þetta
þeim örugglega gott veganesti til
Þýskalands en þangaö halda þeir
um helgina, asamt kvennaliöi
sinu, í tíu daga keppnisferðalag.
En snúum okkur aö leiknum.
ÍS liöið mætti mjög ákveöiö til
leiks og var greinilegt aö þeir ætl-
uðu að selja sig dýrt aö þessu
sinni. Þeir unnu fyrstu hrinuna
fremur auöveldlega 15—7 og voru
þeir meö forustu allan tímann. f
næstu hrinu snéru Þróttarar dæm-
inu við og unnu  15—7. Þróttur
vann einnig þriöju hrinuna en að
þessu sinni 15—9. í þeirri fjóröu
komst Þróttur í 4—2 og var staöan
mjög lengi þannig eða þar til Þor-
varöur Sigfússon hóf aö smassa af
fullum krafti, en Þróttur réö ekkert
viö hann í þessum leik. Lokatölur
urðu 15—5 og þurfti því oddahrinu
til að skera úr um hvorir færu með
sigur af hólmi. I henni sáust á töfl-
unni tölur eins og 1 — 1, 3—3,
4—4 og 6—4 fyrir Þrótt en þá
hófst annar þáttur Þorvaröar í
þessum leik og breyttist þá staöan
á skömmum tíma í 6—14. Þrótti
tókst aö vísu aö rétta sinn hlut
nokkuö en úrslitin urðu 15—10 og
sigur ÍS í höfn.
Bestu menn ÍS auk Þorvarðar
voru Friöbert Traustason og Hol-
lendingurinn Wim Buys. Hjá Þrótti
voru þeir Lárentsínus Agústsson
og Jón Arnason bestir og var Jón
að mínu mati besti maöur vallar-
ins.
í 1. deild kvenna léku sömu fé-
lög og uröu úrslit þau aö Þróttur
vann 3—2. Fyrstu hrinuna unnu
Þróttarar 15—13 eftir að ÍS hafði
veriö yfir 13—10. Næstu hrinu
vann ÍS 15—9 og þá þriöju
15—10. í fjóröu hrinu komst Þrótt-
ur í 8—0 og unnu án teljandi erfið-
leika 15—9. Urslitahrinuna unnu
þær einnig 15—9 og viröist nú fátt
geta komið í veg fyrir sigur þeirra í
deildinni.
Einn leikur var í 2. deild karla
um helgina sem láöist aö geta um
í þhðjudagsblaöinu en þaö var
leikur Þróttar Nes. og HK sem leik-
inn var á Neskaupstaö og lauk
með sigri HK 15—4, 15—4 og
15—11.                  SUS.
Liverpool í úrslitin?
Liverpool er nú svo gott sem
komið í úrslit mjólkurbikar-
keppninnar, en liðiö hefur leikið
til úrslita í keppninni síöastliðin
tvö ár. Liverpool sigraði Burnley í
fyrrakvöld á Anfield, 3:0, í fyrri
• Úr leik Þróttar og ÍS í meistaraflokki kvenna, en þar sigraði Þróttur, 3—2. Og fátt getur nú komiö í veg
fynr sigur Þróttar-stúlknanna í íslandsmótinu í blaki.                                        L|ó»m. R*x
undanúrsiitaleik liðanna, en sá
seinni fer fram á Turf Moor næsta
þriðjudag.
Tvö mörk á síöustu átján mínút-
unum i gær geröu þaö aö verkum
að möguleikar Burnley á aö kom-
ast í úrslitin eru nánast engir.
Graeme Souness skoraöi fyrsta
markiö á 41. mín. Phil Neal skoraöi
annaö markið úr vítaspyrnu á 72.
mín. eftir að lan Rush hafði verið
felldur innan teigs og þriðja markiö
gerði David Hodgson 10 mín. fyrir
leikslok.
Liverpool er nú með í baráttunni
á fernum vígstöðvum. Liöið er svo
gott sem komið í úrslit í mjólkur-
bikarnum, þaö hefur nú 12 stiga
forystu í ensku 1. deildinni, og
einnig eru þeir meö í ensku bikar-
keppninni og Evrópukeppni meist-
araliöa og mikiö álag veröur á leik-
mönnum liösins á næstu mánuö-
um ef aö líkum lætur.
Önnur úrslit á Bretlandi í fyrra-
kvöld urðu þau aö Plymouth Ar-
gyle og Walsall geröu markalaust
jafntefli í 3. deild, Aberdeen burst-
aöi Jóhannes Eövaldsson og fé-
laga, 5:1, í úrvalsdeildinni skosku
og í annarri deild í Skotlandl sigr-
aöi Clyde Alloa 3:1 á útivelli.
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Úrslitaleikur í kvöld
í KVÖLD fara fram tveir leikir í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Annar er viöureign ÍBK og Vals í
Keflavík og má segja aö þar sé
um úrslitaleik deildarinnar að
ræða. Valur hefur nú tveimur
stigum meira en Keflvíkingar eft-
ir jafn marga leiki, þannig að Ör-
ugglega verður hart barist í
kvöld.
í Hagaskólanum mætast svo
KR og UMFN og má búast við
hörkuviðureign þar einnig. KR er
á botni deildarinnar og verður að
fara að spjara sig ef liöið á ekki
aö falla. Njarðvíkingar gætu
blandaö sér í toppbaráttuna vinni
liöiö í kvöld, en það veltur nokk-
uð á úrslitunum í leiknum í Kefla-
vík.
Staðan í úrvalsdeildinni er nú
þessi:
Valur
ÍBK
UMFN
ÍR
Fram
KR
14 11 3 1281—1160 22
14 10  4 1162—1146 20
14  6  7 1139—1158 14
15  6 9 1155—1192 12
15 5 10 1311—1332 10
14  4 10 1186—1286  8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48