Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 48
^Vskriftar- síminn er 830 33 munirt trulofunarhringa litnivndalistann fffl) (@ull Sc á§>tUur Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Matthías Bjarnason um Alþýðubandalag og Framsókn: Svíkja samninga — „þetta er valdníðslau MATTHÍAS Rjarnason sagði í umræðum á Alþingi í gær, að Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hefðu svikið samkomu- lag, sem þessir flokkar hefðu gert hvor um sig við stjórnarand- stöðuna, Framsóknarflokkur um álviðræðunefnd og Alþvöubandalag um samkomudag Alþingis. Sagði þingmaðurinn, að núverandi ríkisstjórn hefði verið mynduð með svikum og hún hefði verið að svíkja fyrirheit stjórnarsáttmálans allar götur síðan. Það væri því í samræmi við framvindu lífdaga ríkisstjórn- arinnar, þegar burðarásar hennar svikju gerða samninga. Matthías Bjarnason sagði til- gang þessara svika að framlengja völd ríkisstjórnarinnar, þótt hún hefði hvorki meirihluta með þingi né þjóð. Þetta er valdníðsla, sagði þingmaðurinn. Geir Hallgrímsson vakti athygli á því að milli aðila stjórnarsam- starfsins væri samkomulag um, að beita ekki þingrofsrétti nema samþykki allra komi til. Þess- vegna var hægt að ná fram málum eins og ákvörðun um samkomudag þingsins eftir kosningar og kjöri nýrrar álviðræðunefndar, ef allir flutningsmenn hefðu staðið heilir að þeim. En flutningsmenn þess- ara þingmála úr Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki hafa gerzt ómerkir orða sinna. Þeir hljóta að hafa staðið að beitingu þingrofs- valdsins með þeim hætti sem nú er sýnt að gert verður, sagði Geir Hallgrímsson. Ég og aðrir stjórnarskrárnefnd- armenn, þ.á m. forsætisráðherra, höfum lagt til breytingu á þing- rofsrétti, þann veg að honum verði ekki beitt, nema meirihluti Al- þingis óski, sagði Matthías Bjarnason efnislega. Við erum siðferðilega skuldbundnir til að breyta í samræmi við þessa tillögu okkar, en sýnt virðist, að forsætis- ráðherra ætli engu að síður að beita þingrofsréttinum, að ýmsum mikilvægum þingmálum óaf- greiddum, án þess að þingvilja sé leitað. Tillögu til þingsályktunar þess efnis, að sérstök þingkjörin nefnd yfirtaki viðræður við Alusuisse úr hendi iðnaðarráðherra, sem fram- sóknarmenn fluttu ásamt stjórn- arandstöðu og lögðu til skamms tíma mikið kapp á að fá sam- þykkta, dagaði uppi í Alþingi. Sömu leið fór tillaga, sem þing- flokkur Alþýðubandalagsins stóð að ásamt stjórnarandstöðu, þess efnis, að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum að þing komi saman ekki síðar en 18 dögum eftir apr- íl-kosningar. Matthías Bjarnason, Geir Hallgrímsson, Pétur Sigurðs- son og Friðrik Sophusson, þing- menn Sjálfstæðisflokks, héldu því fram á Alþingi í gær, að Alþýðu- bandalagið hefði „skorið iðnaðar- ráðherra niður úr snörunni" með því að fylgja ekki eftir tillögu sinni um samkomudag Alþingis. Hrossakaup hafi verið gerð milli Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks, þess efnis, að urða báðar þessar tillögur undir þingrofi, sem þýddi áframhaldandi setu núver- andi ríkisstjórnar og stjórnun hennar með bráðabirgðalögum fram eftir árinu. í eldhúsdagsumræðunum í gærkvöldi, sagði Albert Guð- mundsson, að á fundi frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í Borg- arnesi um síðustu helgi, hefði komið fram sterkur vilji til þess að berjast fyrir hreinum meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum og yrði kosninga- stefnuskrá flokksins birt síðar í vikunni, en Halldór Blöndal lýsti yfir því, að alger eining hefði ríkt meðal frambjóðenda flokksins um stefnuna á Borgarnesfundinum. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, les á Alþingi í gærkvöldi forsetabréf um þingrof og nýjar Alþingiskosn- ingar. Morgunblaflift/Kristján. Þinglausnir í gærkveldi: Þingrof og nýjar kosn- ingar 23. apríl nk. Að loknum eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkveldi, sem var sjón- Sjálfstæðisflokkur á Vesturlandi: Ekki stjórnarmynd- un gegn meirihluta- vilja þingflokks - Friðjón Þórðarson meðal undirritenda Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi á sunnudaginn undirrituðu allir fram- bjóðendur flokksins í aðalsætum yfir- lýsingu þess efnis, að þeir myndu stuðla að sameiningu í Sjálfstæðis- flokknum og ekki taka þátt í stjórn- armyndun að kosningum loknum gegn meirihlutavilja þingflokks og flokks- ráðs. 1 hópi þeirra sem þessa yfirlýsingu undirrituðu var Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, sem skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. varpað og líta verður á sem upphaf kosningabaráttu, sté Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, í ræðustól Sameinaðs þings og las upp forseta- bréf um þinglausnir, þingkosningar og þingrof. í forsetabréfinu segir efnislega, að þar sem Alþingi hafi samþykkt frumvarp að stjórnskipun- arlögum beri að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Því hafi verið ákveðið að rjúfa þing frá og með 23. apríl nk. og að þingkosningar fari fram þann sama dag. Jafnframt gaf forseti forsætisráðherra heimild til að slíta Alþingi fslendinga þann 14. marz. Aðloknum lestri forsetabréfs sleit forsætisráðherra síðan þessu 105. löggjafarþingi íslendinga. Þinglausnir þessar fóru fram um kl. hálf tólf í gærkveldi. Umboð núverandi þingmanna rennur út þingrofs- og kosningadaginn, 23. apríl nk. Fyrr um daginn lauk starfi þingdeilda með formlegum hætti. Forsetar þökkuðu þingmönnum störf og samveru sem og starfsliði þingsins öllu, en talsmenn þing- manna forsetum réttláta fundar- stjórn. Kötlufellsmálið: Dæmd til 14 ára fangelsisvistar HÆSTIRÉTTIJK kvað í gær upp dóm í Kötlufellsmálinu svokallaða. Björg Benja- mínsdóttir var da-md til 14 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað manni sínum Sigfúsi Steingrímssyni með því að bera eld að honum 25. janúar árið 1981. í undirrétti var Björg dæmd til 16 ára fangelsisvistar, en sá dómur var mildaður um tvö ár í flæstarétti. f dómsorði Hæstaréttar segir meðal annars: „Ákærða, Björg Benjamínsdóttir sætir 14- ára fang- elsi, en gæzluvarðhaldsvist hennar frá 29. janúar 1981 komi refsingu til frádráttar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu erfðaréttar og sakarkostn- að eiga að vera óröskuð." Örn Clau- sen hrl. var skipaður verjandi Bjarg- ar, en Þórður Björnsson, ríkissak- sóknari, sótti málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.