Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 187. þáttur Ragnar Lár á Akureyri sendir mér bréf sem svo hefst, að slepptum ávarpsorðum: „Vegna atvinnu minnar hef ég góðan tíma til að hlusta á útvarp. Ekki fer hjá því að ég „reki eyrun“ í ambögur þeirra sem mál sitt flytja í þessum fjölmiðli. Stundum punkta ég þessar ambögur hjá mér á blað, en hef ekki lagt mig mjög eftir að skrá flytjendur. Þær setningar, eða setningabrot, sem hér fylgja, hef ég lengi ætlað mér að senda þér og læt nú loks verða af því. Ég læt þau höfundarnöfn fylgja sem ég er viss um.“ Eftir að setningar hafa verið til tíndar, segir Rangar: „Að sjálfsögðu ætlast ég ekki til að þú nafngreinir þessa flytjend- ur, en allar eru þessar setn- ingar rétt eftir hafðar. Ekki veit ég hvort þér er nokkur akkur í þessum setn- ingum, en þér er velkomið að nýta þær og taka til meðferðar ef þú villt." Nærri má geta hvort mér er ekki akkur í bréfi eins og þessu, og er slíks getið í þætt- inum fyrir skemmstu. Ég færi Ragnari Lár þakkir og fjalla nú um það sem hann sendi mér, eftir því sem ég get. 1) „... að nú sé farið að sverma að þeim.“ Þetta var úr lýsingu á kappleik. Hér er um dæmigerðan samruna (conta- mination) að ræða. Maðurinn ruglar saman sögnunum að þjarma og sverfa. Við þjörmum að einhverjum, ef við leikum hann grátt, og það er farið að sverfa að einhverjum, sem báglega er staddur. Danska tökusögnin að sverma (fyrir einhverjum) merkir allt ann- að. Karlmenn sverma fyrir stúlkum sem þeir eru skotnir í. 2) „ ... prófkjör og allskyns þessháttar." Ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina þennan hrærigraut. Líklega hefur maðurinn ætlað að segja: Prófkjör og annað þess háttar eða prófkjör og annað þess kyns. Þetta er líklega annað dæmi um samruna. 3) „ ... fyrir Jónu Jónsdóttir." Mjög algeng málvilla, ségir Ragnar. Já, það er víst mjög algengt að menn beygi skakkt orðin faðir, bróðir, systir, móð- ir og dóttir. Beyging þessara frændsemisorða er þó mjög einföld, og skiptir engu hvort þau eru karlkyns eða kven- kyns. í nefnifalli eintölu enda þau á ir, en í öllum aukaföllun- um, alltaf endranær, á ur, það er föður, bróður, systur, móður og dóttur. Menn gera þá eitt- hvað fyrir fóður sinn eða dóttur og menn leika eitthvert lag fyrir Jónu Jónsdóttur. 4) „Árlega stöðvar lögreglan hundruðir bifreiðastjóra." Hér er um að ræða breytingu á kyni orðsins hundrað, þá sem ég á ákaflega bágt með að sætta mig við. Ég vil hafa orð- ið hundrað hvorugkyns eins og verið hefur um aldir. Mér er að vísu ljóst að þúsund er haft bæði í kvenkyni og hvorugkyni og talið vítalaust mál, hvort sem er, þó að ég segi skilyrðis- laust mörg þúsund. Hér mun því um að ræða leiðinlega áhrifsbreytingu frá orðinu þúsund og sennilega líka kvenskynsorðinu milljón, fleirtala milljónir. 5) „ ... að margt var ábóta- vant.“ Og hvað eftir annað hef- ur Ragnar sams konar dæmi. Þetta er ópersónulegt orða- samband. Rétt er að segja að mörgu eða mér sé ábótavant. 6) „Þeir eiga mörg góð lög sem er tileinkað sólinni." Kemur nú rétt einu sinni geld þolmynd, sem ég ræddi hvað mest um fyrir skemmstu. Hér á auðvit- að að segja: sem eru tileinkuð. Lögin (hvorugkyn fleirtölu) eru tileinkuð sólinni. Eitt lag er hins vegar tileinkað henni. Ragnar er með annað heldur ófrýnilegt dæmi um ranga þolmynd: „Afgangur kryddsmjörsins er smurt á kjúklinginn,“ og var þetta tvítekið, svo að ekki hef- ur það verið tilviljun. Hér á annað hvort að segja að kjúkl- ingurinn sé smurður með af- gangi kryddsmjörsins eða að afgangi kryddsmjörsins sé smurt o.s.frv. 7) „ ... laukurinn skrældur." Ómyndarsögnin að skræla (skralla) er algerlega þarflaus í máli okkar. Við flysjum lauk, kartöflur og annað. 8) „ ... fyrir unglingum. Þau vita.“ Sagt oftar en einu sinni, segir bréfritari. Það er trúlegt, því að þetta er algeng málvilla. Unglingar er karlkynsorð; menn rugla þessu víst í hugan- um saman við börn og segja þau í stað þeir um unglingana. 9) „Unga fólkinu finnst því vanta súrefni." Hvað eftir ann- að má heyra þess konar tal í útvarpinu. Hér á að vera: það vantar o.s.frv. Mig vantar eitthvað, þig vantar þetta, þau vantar; ekki: mér, þér eða þeim vantar. 10) „ ... svo allir skilji hvað að sér snýr í þeim efnum." Hér á að vera hvað að þeim snýr. Að lokum þessi andkanna- lega klausa, höfð eftir kunnum stjórnmálamanni: „ ... sem hver einasti landsmaður getur átt allt sitt undir högg að sækja." Geta menn spreytt sig á að lagfæra þetta. 29555 — 29558 Skoðum og verömetum eignír samdægurs Opiö í dag ffrá kl. 1—3 Engihjalli 2ja herb. 65 fm íbúö á 7. hæö. Verð 920 þús. Gaukshólar 2ja herb. 64 fm íbúö á 3. hæð. Bílskúr. Verö 830 þús. Óðinsgata 3ja herb. 65 fm íbúð í risi. Endurnýjaö gler og gluggar. Verð 750 þús. Hagamelur 3ja herb. 80 fm íbúö á 3. hæð. Aukaherb. í risi. Verö 1150 þús. Álfhólsvegur 3ja herb. 80 fm íbúð á 1. hæö. Bílskúr. Verö 1300 þús. Nýbýlavegur 3ja til 4ra herb. 80 fm íbúö á 2. hæð. Lítið undir súö. Verö 950 þús. Blöndubakki 3ja herb. 95 fm íbúð á 3. hæð. Aukaherb. í kjallara. Verö 1200 þús. Engihjalli 3ja herb. 95 fm íbúð á 3. hæð. Verö 1100 þús. Skálaheiði 3ja herb. 70 fm íbúö í risi. Verö 900 þús. Spóahólar 3ja herb. 97 fm íbúö á 3. hæð. Vandaðar innréttingar. Suöur svalir. Góö teppi. Sjónvarpshol. Verð 1200 þús. Góðar innréttingar. Bílskúr 30 fm. Verö 1700 þús. Háaleitisbraut 5 herb. 122 fm íbúð á 2. hæð sem skiptist í 3 svefnherb., 2 saml. stofur. Stórar suður sval- ir. Bílskúr. Æskileg makaskipti á 3ja til 4ra herb. íbúö i Reykja- vík eða Kópavogi. Barmahlíð 4ra herb. 115 fm íbúð á 2. hæð. Verð 1500 þús. Breiðvangur 4ra herb. 115 fm íbúð á 1. hæð. Verð 1350 þús. Fífusel 4ra herb. 115 fm íbúð á 1. hæð. Sjónvarpshol. Verð 1200 þús. Hrafnhólar 4ra herb. 105 fm íbúð á 2. hæð. Verð 1200 þús. Súluhólar 4ra herb. 115 fm íbúð á 3. hæð. Bílskúr. Verð 1400 til 1450 þús. Laus nú þegar. Grænahlíð 5 herb. 140 fm íbúö á 1. hæö. 30 fm bílskúr. Fæst eingöngu í makaskiptum fyrir góða sér eign. Háagerðí 202 fm raðhús á 3 hæðum. Verð 2,3 millj. Laugarnesvegur 2x100 fm einbýlishús. Bílskúr. Verð 2,2 millj. Eignanaust SUpho„iS. Þorvaldur Lúöviksson hrt., Simi 29555 og 29558. EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA HVERFISGÖTU 98 (horni Barónstigs). SÍMAR 26650—27380. Lynghagi Einstaklingsíbúö (kjallari) hent- ar vel t.d. sjómanni eða skóla- fólki. Verð 450 þús. Ákv. sala. Krummahólar 2ja herb. 55 fm falleg íbúð á 1. hæð. Verð 760 þús. Ákv. sala. Sléttahraun Hf. 2ja herb. 65 fm góð íbúö á 1. hæð. Bílskúr. Verð 950 þús. Ákv. sala. Hvassaleiti 4ra—5 herb. mjög góð íbúð á 4. hæð. Bílskúr. Ákv. sala. Engihjalli Kóp. 3ja herb. 90 fm glæsileg íbúð á 7. hæð (efstu). Haröviðarinn- réttingar í eldhúsi. góðir skápar í herb. Tvennar svalir. Útsýni yf- ir allt. Verö 1100—1150 þús. Ákv. sala. Nýbýlavegur Kóp. 6 herb. 150 fm sérhæö (efri), mjög rúmgóð íbúð með miklu útsýni. Stór bilskur. Verð 1850 þús. Ákv. sala. Höfum kaupanda að góöri 3ja—4ra herb. íbúð á hæð í vesturbænum. Lögm Högni Jónsson hdl. Sölum.: Örn Scheving. Hólmar Finnbogason. Sími 76713. Gt'xhn ihginn! VESTURBÆR 100 FM NÝ ÍBÚÐ Til sölu stór 3ja herbergja íbúö á 3. hæö viö Boöagranda. Ein stór 3tofa, 2 svefnherbergi meö skápum. Parket á gólfum. Lagt f. þvottavél í ibúöinni. Laus fljótlega. LAUGATEIGUR SÉRHÆÐ + BÍLSKÚR Mjög góö ca. 117 ferm. neöri hæö í þríbýlishúsi sem skiptist í 2 stórar stof- ur, rúmgott hol. 2 svefnherbergi, eldhús og baö. Nýlegar innréttingar aö hluta ásamt nýju gleri i gluggum. Stór bílskúr meö gryfju fylgir. Gæti oröiö laust fljót- lega. ESKIHLÍÐ 4RA HERBERGJA Mjög falleg og endurnýjuö íbúö, ca. 110 ferm. á 1. hæö. íbúöin skiptist m.a. í tvær skiptanlegar stofur og 2 svefn- herbergi o.fl. Gott gler. SKAFTAHLÍÐ 5 herbergja Ca. 120 fm íbúö á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Stofa, boröstofa, 3 svefnherbergi. Suö- ur svalir. Sórhiti. EINBÝLISHÚS LAUGARÁS Til sölu einbýlishús á einni hæö, ca. 180 fm meö 1400 fm lóö. í húsinu eru m.a. stórar stofur og 5 svefnherbergi. Þarfn- ast lagfæringar. Verö ca. 3 millj. LJÓSHEIMAR 3JA HERBERGJA Ca. 85 fm ibúö á 4. hæö i lyftuhusi. Ein stofa og tvö svefnherbergi o.fl. FÁLKAGATA 3JA HERBERGJA Ca. 70 fm ibúó á 1. hæö i eldra 3býlis- húsi úr steini. Sér hiti. Verö ca. 920 þúa. KARLAGATA 2 HÆÐIR + KJALLARI Parhús sem er 2 hæöir og kjallari, 3x60 fm. I húsinu má hafa 1—3 íbúöir eftir þörfum. Verö ca. 2,3 millj. HAFNARFJÖRÐUR 3JA HERBERGJA Ca. 97 fm ibúö á 1. hæð í 4býlishúsi, a. 10 ára gömlu viö Suöurgötu. Góöar inn- réttingar. Þvottaherbergi í íbúöinni. Sór hiti. Laus eftir samkl. BARMAHLÍÐ 4RA HERBERGJA Ca. 110 ferm íbúö á 2. hæö í fjórbýlis- húsi. 2 stórar stofur, 2 svefnherbergi m.m. Haröviöarhuröir og skápar. Nýtt þak. Nýtt gler. Ný raflögn. Laus 1. okt. Verö 1500 þúa. NORÐURMÝRI 3JA ÍBÚÐA HÚS Parhús, sem er 2 hæöir og kjallari. Hver hæö um 60 ferm. A 1. og 2. hæö eru 3ja herbergja íbúöir en einstaklingsíbúö, þvottahús og geymslur í kjallara. Selst í einu lagi. ENGJASEL RAÐHÚS Fullbuiö endaraöhús, alls aö grunnfleti 210 fm. Bilskýlisréttur. SÍMATÍMI í DAG LAUGARDAG KL. 1—3. FJÖLDI ANNARRA EIGNA Á SKRÁ. Atli Vannaeon lftjifr. Suöurlandsbraut 18 84433 82110 Gíidan dagitm! Opiö 1—4 Digranesvegur Kóp. 2ja herb. ca 65 fm góö ibúö á jaróhæö i fjórbýli. Bílskúr fylgir. Möguleiki á skiptum á 3ja—4ra herb. ibúó i Reykja- vík. Verö 1050 þús. Mánagata 2ja herb. ca. 55 fm íbúö i kjallara. Ósamþykkt. Verö 600 þus. Flyörugrandi 2ja herb. ca. 65 fm nýleg íbúö á jarö- hæö. Rúmgóö stofa. Flisalagt baó. Parket. Mjög góö sameign. Nýlendugata 2ja herb. ca. 50 fm sér bakhús á róleg-* um staö. Húsiö nýlega mikiö endurnýj- aö. Möguleiki á skiptum á 3ja herb. ná- lægt Hlemmi. Verö 750 þús. Spóahólar 3ja herb. ca. 90 fm mjög falleg ibúö á 3. (efstu) hæö í blokk. Fallegt eldhús og gott útsýni. Veró 1200 þús. Frostaskjól 3ja herb. mjög góö ca. 75 fm ibúö á jaröhæö i tvibýlis steinhúsi. Agætar inn- réttingar. Eldhús meö borökrók. íbúóin er laus nú þegar. Verö 980 þús. Krummahólar 3ja herb. ca. 90 fm glæsileg ibúð á 3. hæö (í enda) í lyftublokk. Vand- aöar furuinnréttingar. Flísalagt baö. 20 fm suðursvalir. Bílskýli. Veró 1250 þús. Leirubakki 3ja herb. ca. 90 fm íbúö á 3. hæö í góöri blokk. Þvottur innaf eldhusi. Karfavogur 3ja herb. ca. 90 fm mjög góö íbúö í kjallara. Bílskúrsróttur. Ibúðin er öll mikiö endurnýjuð. Blikahólar 4ra—5 herb. falleg ibúö á 1. haBÖ í lyftu- blokk. Góóar innréttingar Fallegt eld- hús meö borökrók. Þvottur á hæöinni, vestur svalir. Verö 1300 þús. Efstihjalli Kóp. 4ra herb. ca. 100 fm rúmgóö ibúö á 1. hæö í 3ja hasöa blokk. Verö 1300 þús. Kóngsbakki 4ra herb. ca. 110 fm mjög góö íbúö á 3. hæö. Flísalagt baö Rúmgott eldhús. Sér þvottur. Verö 1300 þús. Dalaland Glæsileg 4ra herb. ca. 100 fm íbúö á 2. hæö (efstu) í 2ja hæöa blokk. Þvottur á hæöinni. Suöur svalir. Vandaöar sér- smiöaöar innréttingar. Verö tilboö. Þinghólsbraut Kóp. 5—6 herb. einbýlishús ca. 155 fm. Inn- byggður bílskúr. Stór ræktuö lóö. Leyfi fyrir stækkun. /Eskileg skipti á góöri 3ja herb. ibúö aöeins i Kópavogi. Bárugata 4ra—5 herb. aöalhæö (1. hæö) i þribýlis steinhúsi. Góöur bilskúr fylgir. Verö 1600 þús. Þverbrekka Kóp. 4ra—5 herb. góö íbúö á 6. hasö i lyftu- blokk. Skipti mögjleg á parhúsi eöa minni séreign í Vesturbæ Kópavogs. Veró 1250 þús. Háaleitisbraut 5 herb. ca. 117 fm sérlega góö ibuö á 1. hæö í blokk. Bílskúr meö raf- lögn fylgir. Skipti æskileg á 3ja herb. ibúö i Reykjavik. Verö 1750 þús. Leifsgata Hæö og ris ásamt bilskúr. Alls 6 herb. um 130 fm. Gestasnyrting og baöherb. Eldhús meö borökrók. Skipti möguleg á 4ra—5 herb. eign í Vesturbæ. Veró 1550 þús. markadswónustan INGÖLFSSTRA.TI 4 . SIMI 26911 Róbert Aml Hreiðarsson hdl. Opiö í dag 10—13 Hraunbraut á jaröhæð meö sér inngangi i tvibyli 2ja herb. 50 fm ibúö. Öll endurnyjuö. Akv. sala. Verö 800—850 þús. Möguleiki á verðtryggöum kjörum meö lægri útb. Víðimelur á 2. hæö 50 fm 2ja herb. íbúö. Gæti losnað fljótlega. Verö 800 þús. Eyjabakki Hugguleg 95 fm ibúö á 2. hæö. Verö 1150 þús. Skiptu möguleg á 2ja herb. íbúö. Hvassaleiti Mjög hugguleg rumlega 100 fm ibúö meö bilskúr. Akv. sala. Laus fljótlega Lækjarfit á miöhæö smekkleg tæplega 100 fm ibúö, 4ra herb. Verö 1,2 millj. Dalaland 4ra herb. ibúö rúmlega 100 fm á 2. hæö. Blikahólar á 3. hæö, efstu. Vönduö 45 fm ibuó. Innbyggóur bilskúr. Utsýni. Johann Daviðsson. simi 34619, Agúst Guðmundsson. simi 41102 Helgi H Jonsson. viðskiptafræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.