Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Hafskip: Nýtt fjölhæfni- skip í fiotann HAFSKIP hefur keypt og fengið afhent nýtt skip í flota sinn frá Fred Olsen í Noregi. Skipið, sem hlotið hefur nafnið M/S Rangá, er þriðja skipið, sem Hafskip kaupir frá Fred Olsen. Rangá er fjölhæfniskip og syst- urskip Selár og Skaftár, sem hafa reynst mjög hagkvæm í rekstri fé- lagsins, að sögn Páls Braga Krist- jónssonar, fjármálastjóra Haf- skips. Rangá mun sigla á Norðursjáv- aráætlun Hafskips á móti Skaftá, en þau hafa vikulega viðkomu í Hamborg, Rotterdam, Antwerpen, Ipswich og Reykjavík. Skipstjóri á Rangá er Sæmund- ur Sveinsson, 1. stýrimaður Gunn- ar Ó. Bjarnason og yfirvélstjóri Kristinn Helgason. 1982: Sætanýting 1982 sú bezta hjá Flugleiðum Vöruflutningar Flug- leiða jukust um 0,6% Heildarvöruflutningar Flugieiða á síðasta ári voru 7.574 tonn, borið saman við 7.530 tonn á árinu 1981. Aukningin milli ára er því nærri 0,6%. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Flugleiða. lands og Evrópu. Aðalaukning í flutningum í pallaflugi hefur verið ferskur fiskur. SÆTANÝTING Flugleiða á síðasta ári var sú bezta í sögu félagsins, eða 79,3%, borið saman við 76,4% á ár- inu 1981. Á fyrsta starfsári félagsins 1973 var sætanýtingin 69,1%, en hef- ur síðan stöðugt farið batnandi. Sætanýting félagsins í innan- landsflugi var 60,2% á síðasta ári, en var um 62,1% á árinu 1981. Við stofnun félagsins 1973 var sæta- nýtingin í innanlandsflugi 61,2%. Sætanýting á Norður-Atl- antshafsfluginu var 81,6% á síð- asta ári, borið saman við 80,4% á árinu 1981. Á árinu 1973 var sæt- anýtingin á Norður-Atlants- hafsfluginu 72,8%. Sætanýting í Evrópufluginu var Markaðsátaki í húsgagnaiðnaði lauk á síðasta ári: um 62,8% á siðasta ári, en var til samanburðar 66,4% á árinu 1981. Á árinu 1973 var sætanýting í Evrópufluginu 50,4%. I leiguflugi Flugleiða var sæta- nýting á síðasta ári 96,1%, borið saman við 92,3% á síðasta ári. Á árinu 1973 var sætanýtingin í leiguflugi um 75,7%. Framleiöniaukning í fyrir- tækjum um 50% að meðaltali — segir m.a. í ársskýrslu Fll um að- gerðir í iðngreinum Á SL. ári höfðu starfsmenn FÍI samband við 47 fyrirtæki. f 8 þessara fyrirtækja var aðeins um heimsókn að ræða, en hin 39 tóku annað hvort þátt í námskeiðum, sem FÍI stóð fyrir eða fengu ráðgjöf, sem veitt var á vegum félagsins, segir m.a. í ársskýrslu Félags íslenskra iðnrekenda um aðgerðir í iðngreinum á síðasta ári. Ennfremur segir í ársskýrslunni: Vöruflutningar á leiðinni Bandaríkin-Ísland og meginland Evrópu jukust um 7,8% á síðasta ári, þegar þeir voru 2.263 tonn, borið saman við 2.099 tonn á ár- inu 1981. Um 1,6% samdráttur varð í flutningum félagsins á milli fs- lands og Evrópu á síðasta ári, þegar alls voru flutt 2.965 tonn, borið saman við 3.013 tonn á ár- inu 1981. Innanlands var um 3% sam- dráttur í vöruflutningum á síð- asta ári, þegar alls voru flutt 2.346 tonn, borið saman við 2.418 tonn á árinu 1981. í ársskýrslunni kemur fram, að félagið hefur haldið þeim hætti að breyta vél þeirri, sem flýgur á Norður-Atlantshafinu á vetrum, þannig að farþegarými er minnkað, sætum fækkað en vörupallar settir inn í staðinn. Gerir þetta félaginu unnt að hafa fleiri ferðir en ella væri og jafnframt aukast við þetta heild- artekjur félagsins á viðkomandi markaði. Á sama hátt er palla- flug framkvæmt í flugi milli ís- HEILDARINNLAN Iðnaðarbanka íslands í árslok 1982 voru 613,8 milljónir króna og höfðu því aukizt um 246,2 milljónir króna, eða um 67%, samkvæmt upplýsingum í ársskýrslu Félags íslenzkra iðnrek- enda. Árið 1982 var því fimmta árið í röð, sem innlán bankans aukast að raungildi, en þó verulega minna en undanfarin ár. Innlánsaukning bankans 1982 er þó hlutfallslega Á árinu var lokið markaðsátaki í húsgagnaiðnaði, sem FÍI átti að- ild að. I verkefninu tóku þátt 18 fyrirtæki að meira eða minna leyti, en segja má, að það hafi ver- ið 12 fyrirtæki, sem tóku virkan þátt í verkefninu. Að meðaltali var framleiðniaukning i fyrir- tækjunum um 50%, en hún var yfir 100% þar sem hún var mest. Á árinu var haldið áfram tíma- mælingum í 6 fyrirtækjum og unnið að uppsetningu afkasta- hvetjandi launakerfa. í júní var mest allra viðskiptabankanna. Heildarútlán bankans námu í árslok 506,0 milljónum króna og höfðu aukizt um 205,3 milljónir króna á árinu, eða um 68,2%. Út- lán bankans að frádregnum endurseldum lánum frá Seðla- banka fslands námu í árslok 430,2 milljónum króna og jukust þau um 64,0% á árinu. Hlutdeild iðnaðar af utlánum haldin húsbúnaðarsýningin Hönn- un ’82 á Kjarvalsstöðum, en sú sýning var haldin í tilefni Lista- hátíðar í Reykjavík. Á þeirri sýn- ingu mátti sjá hluta af árangri vöruþróunarhluta markaðsátaks- ins, en þar voru sýndar ýmsar teg- undir húsgagna, sem hannaðar voru með aðstoð markaðsátaksins. Aðgerðir í húsgagnaiðnaði voru unnar í samvinnu við ráðgjafar- fyrirtækið EAPROJECTS, en starfsmenn tæknideildar aðstoð- uðu við aðgerðir í fyrirtækjum. bankans var óbreytt frá fyrra ári, eða um 46,7%. Tekjuafgangur bankans, að meðtaldri veðdeild, til ráðstöfunar var 6,8 milljónir króna, samanbor- ið við 6,2 milljónir króna á árinu 1981. Við samanburð milli ára þarf að geta þess, að á árinu 1982 kom til skattlagning banka og námu skattgreiðslur bankans um 3,4 milljónum króna. Á fyrri hluta árs var ákveðið að aðstoða hóp fyrirtækja við að taka í notkun gæðahringi. FÍI fékk til liðs við sig bandaríska ráðgjafar- fyrirtækið Quality Control Circle og var ákveðið að fá hjá því fyrir- tæki gögn fyrir gæðahringastörf, sem rekja uppruna sinn til Japan. Ffl lét þýða hluta af námskeiðs- gögnunum, en þau eru þó nokkuð mikil að umfangi. Tveir ráðgjafar komu frá Quality Control Circles í júní. Þeir héldu tvö námskeið, annars vegar tveggja daga nám- skeið fyrir stjórnendur og umsjón- armenn og hins vegar þriggja daga námskeið fyrir hópstjóra og umsjónarmenn. í framhaldi af þessum námskeiðum aðstoðuðu þeir fyrirtækin við að halda fyrstu fundi gæðahringanna. 8 fyrirtæki ákváðu að taka þátt í þessu verk- efni. í hverju fyrirtæki var að meðaltali komið á fót þreinur gæðahringum með 6 til 8 þátttak- endum, þannig að rúmlega 200 starfsmenn hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt i gæða- hringastarfi. Þegar leið á árið kom í ljós, að gæðahringastarfið skilaði góðum árangri og vaknaði þá áhugi meðal fleiri fyrirtækja að taka það upp, og er fyrirhugað að endurtaka bæði námskeiðin. Á árinu ákvað FÍI að skipu- leggja aðgerðir til þess að auð- velda félagsmönnum að taka tölv- ur í notkun við framleiðslustjórn- un og áætlanagerð. Félag islenskra iðnrekenda átti fulltrúa í verkefnisstjórn í rafiðn- aði. Á árinu var lögð aðaláhersla á leit að nýjum iðnaðartækifærum og var reynt að dreifa upplýsing- um um þau til starfandi fyrir- tækja. Jafnframt ræddi verkefnis- stjórnin um það hvemig auka mætti þjónustu við fyrirtæki í raf- iðnaði og vinnur nú að tillögu- flutningi um slíkt. FÍI átti fulltrúa í Orkusparnað- arnefnd Iðnaðarráðuneytis. í þeirri nefnd var almennt fjallað um orkusparnað á árinu og var ákveðið að bjóða iðnfyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja orku- sparnaðaraðgerðir. Auk þátttöku í þeim verkefnum, sem hér hafa verið lýst, hafa starfsmenn tæknideildar veitt fjölmörgum fyrirtækjum aðstoð. Þau verkefni, sem leyst hafa verið, eru mjög mismunandi eftir fyrir- tækjum, en nefna má aðstoð við verksmiðjuskipulagningu, gerð greiðsluáætlana, gerð lánsum- sókna, fjárfestingarútreikninga, birgðaeftirlit, tölvuvæðingu, al- mennt stjórnskipulag og fram- leiðniathuganir. Innlánsaukning Iðnaðar- bankans hlutfallslega mest viðskiptabankanna — Fimmta árið í röð, sem innlán aukast að raungildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.