Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Skapgerð ykkar eins og veörið — segir Yves Pedron, sem hér hefur Ijósmyndað konur og húsbúnað fyrir tímaritið Votre Beauté og Decoration International. Hann mun halda Ijósmyndasýningu á Kjarvalsstöðum um miðjan mánuðinn „I am a professional dreamer" („ég er draumóramaöur að atvinnu"). Þegar ég fæ hugmynd, þá sest ég niður og teikna nákvæmlega myndbygginguna. Ef ég hef ákveðinn bakgrunn, þá fer ég á staðinn og athuga möguleika um- hverfisins, því ég legg mikiö upp úr góðri forvinnu, einnig þjálfa ég fólkiö sem ég Ijósmynda áður, til að venja það við Ijós- myndavélina. Yves Pedron hefur fengist við fleiri listgreinar um ævina. Meðal annars mál- aralist og um t(ma starfaöi hann, sem tískuljósmyndari. Nú beinist hugur hans að myndbandinu og möguleikum þess. Hann vinnur um þessar mundir aö kvikmynd í samvinnu við American Film Institute. Þá hefur hann hug á að gera myndband í svipuðum anda og Ijós- myndir hans. Hann segir aö myndband- ið bjóði upp á þann möguleika að gera stuttar, hnitmiðaðar myndir meöan film- an gefi fremur tilefni til lengri mynda, þess vegna hrífist hann fremur af myndbandinu. Aðstoðarmaöur Pedron er eins og áöur segir Jeróme-Cécil Auffret. Hann er aðeins aðstoöarmaöur Pedron að þessu sinni. Eftir fslandsferöina munu þeir Pedron og Auffret vinna saman aö gerö myndbanda og „electrical paint- ing“, sem framkvæmd er meö tölvubún- aöi, en þaö eru sérsvið Auffret. Hið síð- arnefnda er ný tækni og tiltölulega l(tt þekkt. Það var komiö að lokum þessa stutta spjalls og við spuröum hvort þeir vildu bæta einhverju við. „Við ætlum aö koma aftur til íslands og ferðast um landið." sem farin er af landi brott. Hafa þau tekið viötöl og greinar fyrir tvö frönsk blöð, „Votre Beauté," og „Decoration' International". Fyrir fyrrnefnda blaðið sem er tfskurit fjalla þu einkum um Is- lensku konuna, stöðu hennar, hugmynd- ir og fegurð. Meðal annara töluöu þau við forseta vorn, Vigdlsi Finnbogadóttur, Kristlnu Jóhannesdóttur kvikmyndaleik- stjóra, Sigurö Pálsson rithöfund og leik- stjóra, Bryndlsi Schram, Ragnhildi I Grýlunum og Þóru Kristjánsdóttur list- fræðing, svo einhverjir séu nefndir. En hvað finnst þeim svo um Islenskar konur? „Þær hafa sterka skapgerö, hafa mikiö að gera og mörg járn I eldin- um, en hér virðast vera mörg tækifæri fyrir konur," sögöu þeir. Fyrir tlmaritiö Decoration Inter- national hafa þau heimsótt tvö heimili og tekið Ijósmyndir. Yves Pedron kom ekki aðeins til ís- lands til aö Ijósmynda fyrir tlmarit heldur einnig til að undirbúa opnun sýningar á Ijósmyndum hans, sem hefst á Kjarvalsstöðum 16. aprfl nk. Þessa sýningu kallar Pedron „Ennore Legend for a blue man. Ennore er nafn á stúlku, sem er á flestum myndum hans, en hér er um myndröð að ræða, sem sýnir tilfinningar manna á „symbóllskan" hátt. Við hverja mynd er Ijóð, sem vinur hans hefur gert. Pedron sagöi það ósk slna að myndir hans vektu llka Ijóð I brjósti (slenskra áhorfenda. Við spuröum Pedron að þvl, hvernig myndir hans yrðu til. Þið eigiö óvenjulegt og fallegt land, það er svo fullt af andstæðum og sama er aö segja um skapgerð ykkar, stund- um eruð þið ógurlega glöð en I annan tlma þungbúinn. Lundarfari ykkar má llkja við veöráttuna hér, hún er svo breytileg. Ég kann vel við Islendinga, þeir eru tilfinn- inganæmir og skapandi .. . hér eru ótrúlega margir, sem vinna að málaralist og skrifa. Islendingar eru llka vingjarn- legir og lausir við hroka. Þannig lýsir Frakkinn og Ijósmyndarinn Yves Pedron okkur. Hann hefur verið hér I tvær vikur ásamt aðstoöarmanni slnum, Jeróme- Cécil Auffret, og frönskum blaöamanni, Yves Pedron ad störfum. Að breyta út frá venjunni ... ... og þá er kominn föstudagur og helgin framundan. Við rák- umst á greinarstúf í erlendu tímariti fyrir skömmu þar sem dr. Harry nokkur Heath setur fram nokkur heil- ræði um hvernig menn geti fengið sem mest út úr þessum frítíma sínum, og á boðskapur hans eflaust eins er- indi til okkar íslend- inga. Hann ræðir í upphafi um þá þróun sem hefur orðið í atvinnulífinu á síðustu árum, en í dag eru æ fleiri sem hafa atvinnu sína af einhverskonar skrifstofuvinnu, eða vinnu sem krefst ekki mikils líkamlegs erf- iðis. í vikulok eru því fleiri þreyttir af ýmsum vanabind- andi þáttum sem eru vinnunni samfara og í sumum tilfellum hefur vinnuvikan verið fremur tilbreytingarlítil. Það skiptir því miklu máli að áliti dr. Heaths að helgin sé andstæða þess sem á undan er komið, þannig að menn geti safnað kröftum fyrir næstu viku. Miklu skiptir einnig hvaöa viðhorf menn hafa til frítímans og tómstundarverkefna. Marg- ir hafa komið sér upp ákveðn- um reglum í sambandi við frí- dagana, hafa t.d. þá reglu aö spila alltaf badminton á laug- ardagsmorgnum svo eitthvaö sé nefnt. En æskilegt er að skipuleggja frítímann sem minnst. Ekki er þar meö sagt að badminton eða aörar álíka íþróttir séu ekki hollar og veiti kyrrsetufólki ekki góða hreyf- ingu. Það sem átt er við er ein- göngu að frítíminn á aö veita fólki ánægju fyrst og fremst og það er ákveðin hætta á því aö allt sem er of reglubundið verði með tímanum leiðinlegt. Það er því hægt að verja tímanum á misjafnlega upp- byggilegan hátt. Til aö helg- arnar geti veitt fólki þá hvíld og endurnæringu sem það þarf á aö halda er því nauðsynlegt aö breyta út frá áöur óskrifaðri venju. Þeim, sem vinna mikiö í hávaðasömu umhverfi, er ráð- lagt að gefa sér kyrrláta stund einhverntíma helgarinnar, t.d. með því að setjast niður og lesa einhverja bók sem við- komandi hefur lengi langað til að gefa sér tíma til að liggja yfir. Eins getur veriö gott að sleppa skipulögðum íþróttaæf- ingartímum annað slagið og gera eitthvað annað í staðinn. Tómstundirnar eiga að vera sem frjálsastar og veita sem flestum möguleika á að gera hlutina á jafn óskipulegan og þægilegan hátt og hverjum og einum hentar best. Miklu skiptir einnig aö losna við áhyggjur og eril vinnunnar og er fólki bent vinsamlega á aö skilja vinnuna eftir á skrif- borðinu eða á vinnustað þegar heim er farið á föstudags- kvöldi. Auövitað þarf stundum að nota helgar aö einhverju leyti til vinnu, en Dr. Heath leggur áherslu á að vernda þær eins og unnt er. Margir eiga erfitt með að hvílast um helgar og gera eitthvað fyrir sjálfa sig og finnst þeir sífellt verða að afkasta einhverju. Þeim sem þannig er ástatt um, gefur Heath eftirfarandi ráö: „Gefðu sjálfum þér frí í þaö minnsta eina helgi og sjáöu hvaða áhrif þaö hefur. Komdu sjálfum þér á óvart, hvernig væri t.d. að draga fram myndavélina og taka nokkrar myndir? Eða ná f vatnsliti barnanna og athuga hvort þú búir ekki enn yfir duldum lista- mannshæfileikum. Fá sér göngu- eða skíðagönguferð úti í náttúrunni? Heimsækja gamla vini og kunningja sem þú hefur ekki séð lengi? Vertu viss, þú hefur erindi sem erfiði og verður mættur fyrstur manna á vinnustað á mánu- dagsmorgni og að þessu sinni eins og nýsleginn túskilding- ur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.