Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 Bjarni Matthíasson Fossi - Minningarorð Bjarni Matthíasson, mágur minn og gamall félagi, er fallinn í valinn. Hann var fæddur í Háholti í Gnúpverjahreppi 10. apríl 1907, sonur Jóhönnu Bjarnadóttur frá Glóru og Matthíasar Jónssonar frá Skarði. Foreldrar hans fluttu að Skarði þegar hann var barn að aldri og bjuggu þar í fullan ald- arfjórðung. Bjarni ólst þar upp ásamt fjórum systkinum sínum og uppeldisbræðrum tveimur. Æskuheimili hans var um marga hluti athyglisvert. Þar var umsvifamikill búskaður og snyrti- lega gengið um alla hluti á búinu, svo að hvergi var aðfinnsluvert. Þar var og rómað menningar- heimili, enda húsráðendur annál- aðir fyrir gáfur svo sem þau áttu kyn til. Það kom snemma í ljós að Bjarni í Skarði hafði margt það til að bera sem prýða mátti unga menn enda var hann í reynd for- stöðumaður heimilisins frá tví- tugsaldri. Hann var góður og traustur hestamaður og átti jafn- an afburða gæðinga, dugandi hesta og fjörharða. Hann var svo góður eldsmiður strax á ungum aldri að hestajárn og brennimörk sem hann lét frá sér fara voru eft- irsótt, enda óvenju svipgóð og vel unnin. Svo var og um hverskonar smíðar er hann fékkst við, stór- smíðar og smærri verk. Bjarni hafði fengið í ættarfylgju góða greind og einkar næma athyglis- gáfu. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu hlutir, sem hann hafði virt fyrir sér, þótt ekki væri nema í sjónhendingu, stóðu honum ljósir fyrir sjónum og þeg- ar hann hugsaði sér að smíða sam- bærilega hluti, þá þurfti hann ekki að rýna í teikningar eða bera fyrir sig mælikvarða. Um skeið vann Bjarni í Vél- smiðjunni Héðni í Reykjavík. Það er alltítt að ungir menn fari í fjár- öflunarskyni til vinnu á slíkum 1 íloroiunblabib Á SKÍÐUM 1983 1. JANÚAR — 30. APRÍL Skráníngarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Hérað Hve oft Skiliö skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíöastaö eða til annarra aöilja sem veröa auglýstir síöar. SENDA MÁ SPJALDID MERKT SKÍOASAMBANDI ÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖDINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. SKlCWSAMBANO ÍSIANDS NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍÐUM 1983 |llor0unblntiib vinnustöðum og eflaust hefur Bjarni haft það í huga öðrum þræði. En hann sá lengra. Skörp athygli og snilli handa hans gerðu vinnubrögð hans í Héðni miklu þýðingarmeiri en venjulegt brauðstrit er mörgum manninum. Og þegar fjölskylda Bjarna nam nýtt land á eyðibýlinu Fossi í Hrunamannahreppi, árið 1936, þá kom að góðum notum sú reynsla og þekking, sem hann hafði aflað sér í Héðni. Rafstöð var byggð til nota fyrir heimilið, til lýsingar, hitunar og eldunar, draumsýn sem Bjarni sá um leið og hann kom þar á staðinn og fann sig nú mann til að láta rætast. Þá smíðaði hann súgþurrkunarblásara, sem hann dreif með rafmagni. Dæmi þess voru fá á þeim tíma. Þannig var Bjarni. Fljótur að átta sig á aðstæðum, fram- kvæmdahraður og forgöngumaður á mörgum sviðum. Ekki verður Bjarna minnst á verðugan hátt svo að ekki komi fram frásögn af brautryðjandastarfi er hann stóð að með sveitungum sínum, m.a. Árna Ögmundssyni í Galtafelli, er þeir keyptu og gerðu út fyrstu beltadráttarvélina, sem sett var til vinnu í Hreppunum. Þá var unnið við hvort tveggja, vegagerð og ræktunarstörf. Við þau störf var ýmsum verk- lægnum mönnum gefinn kostur á að reyna hæfni sína. Þó hygg ég að það sé samróma álit þeirra sem til þekktu á þeim árum, að Bjarni hafi sýnt þá leikni við stjórn jarð- ýtu, hvort sem um var að ræða tilflutning jarðvegs eða fínni frá- gang vegagerðar eða ræktunar- landa að aðrir hafi ekki staðið þar jafnfætis. Oft kemur það upp í huga þess, er þessi orð festir á blað, hvort fordæmi Bjarna á Fossi við listi- legan frágang með stórvirkri vinnuvél sé ekki orsök þess, að um allmörg undangengin ár hafa sveitungar hans, miklu yngri menn að vísu, verið eftirsóttir ýtu- menn þegar verklok, þ.e. frá- gangur stórverka er unninn. Mikið má það vera ef þar er ekki sam- band á milli. Þegar Bjarna á Fossi er minnst kemur margt upp í hugann, en fátt af því verður rakið í þessari fáorðu minningargrein. En þegar ég hugsa til liðinna ára og geng- inna samverustunda, bregður bliki fyrir sjónir sem birtu leggur frá. Við áttum saman ógleymanlegar stundir á hestbaki þegar því varð við komið og á næðisstundum á heimilum okkar, bar margt á góma. Við ræddum nýjar bækur, liðna atburði, og menn og málefni hins daglega lífs. Þó man ég hann kannski best sem hinn stórbrotna höfðings- bónda, sem ekki vílaði fyrir sér að rétta náunga sínum hjálparhönd með svo stórmannlegum hætti, að fáheyrt var. Sá sem hjálparinnar naut, var þó sá eini sem vissi til þess að Bjarni hefði komið þar við sögu. Því var hann ekki að flíka. Kannski þekkti ég þessa hlið á Bjarna á Fossi manna best. Ég get hennar hér af ríku tilefni, en tí- unda það ekki frekar. Nú skilur leiðir um sinn. Heim- ili Bjarna mágs míns og Rúnu mágkonu minnar hefur fengið annan og óvæntan svip. En minn- ing okkar, vina hans, um þann sér- stæða reit, sem þau systkin höfðu skapað á mörkum byggðar og ör- æfa, er ógleymanleg og fyrnist aldrei. Bjarni lést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt fyrsta sumardags. Hann hafði veikst skyndilega og dró hratt til úrslita, hraðar en nokkurn óraði fyrir. Hann er í dag bórinn til grafar í Tungufelli og hefur kosið sér legstað við hlið móðursystur sinn- ar og í nánd við foreldra sína. Þannig var Bjarni, sterkur í lífi sínu og samkvæmur sjálfum sér. Síðasta ákvörðun hans um hvílu- stað að lífi loknu vitnar um það. Drottinn blessi för hans um ný og óþekkt svið. Hafi hann þökk fyrir líf sitt og litríkt starf. Steinþór Gestsson Vorsýning Myndlistar- skólans í Reykjavík Myndlistaskólinn í Reykjavík heldur sína árlegu vorsýningu nú um helgina í skólahúsinu, Tryggvagötu 15. Myndlistaskólinn skiptist I 21 deild og eru nemendur liðlega 300 talsins á öllum aldri, kennarar eru 18. Sýnd verða verk úr öllum deild- um skólans, en þær eru teikni- deildir ýmiss konar, málunar- deildir (vatnslitur og olía), högg- myndadeild, dúkrista og barna- og unglingadeildir. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14—22. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.