Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÍ), LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983

Hluti hópsins í hádegisverðarboði í höfuðstöðvum EBE í Briissel.
Efnahagsbandalag Evrópu:
Ljósm. Mbi. Fríóa Proppé.      Á ráðstefnu í húsakynnum EFTA í Genf.
„Sterkasta aflið til að
viðhalda lýðræði íEvrópu
((
UNDIRRITUÐ átti þess kost að heimsækja aðalstöðvar EFTA í
Genf og Efnahagsbandalagsins í Brussel sl. haust á vegum samtak-
anna Viðskipti og verzlun. Á báðum stöðunum voru haldnar ráð-
stefnur fyrir hópinn þar sem starfsemin var kynnt. Það sem vakti
hvað mesta athygli og kom a.m.k. sumum á óvart var, hversu
gífurlegt veldi Efnahagsbandalagið er á heimsmarkaðinum og þá
ekki síður þau víðtæku áhrif sem það virðist hafa stjórnmálalega séð
í Evrópu, eða eins og einn viðmælandi minn í aðalstöðvum EBE
orðaði það: Efnahagsbandalagið gegnir viðamiklu hlutverki pólitískt
séð og líklega er það sterkasta aflið til að viðhalda lýðræði í Evrópu.
Gagnstætt við EBE lætur EFTA sig stjórnmál engu varða. „Erum
viðskiptabandalag — látum pólitík í friði", sagði einn ræðumanna
þar. Niðurstaða ferðar þessarar var að mati kaupsýslumanna í hópn-
um sú, að mikið andvaraleysi ríki hérlendis gagnvart EBE og höföu
þeir á orði að íslendingar gerðu sér enga grein fyrir áhrifamætti
bandalagsins.
Viðskipti og verzlun hafa í
framhaldi af ferðinni, verið í
sambandi við Efnahagsbanda-
lagið og n.k. föstudag, 20. maí,
gangast samtökin fyrir ráð-
stefnu um málefni EBE þar
sem þrír fulltrúar frá Efna-
hagsbandalaginu flytja fyrir-
lestra og svara fyrirspurnum.
Ráðstefnan verður auglýst
nánar síðar.
Hér á eftir verður stiklað á
stóru um það sem fram kom í
fyrirlestrunum sem hópurinn
og EBE
verzlun
Evrópu
sat í höfuðstöðvum EBE í
Brussel. Móttökur bæði hjá
EFTA í Genf og EBE í Brussel
voru frábærar og allt gert til
þess að gera dvölina þar
áhugaverða. Þess má geta að
þessi ferð er ónnur ferðin í
höfuðstöðvar EFTA
sem Viðskipti og
stendur fyrir.
Efnahagsbandalag
er stærsta efnahagsblokk í
heiminum í dag með tíu aðild-
arþjóðir sem telja hátt í 300
milljónir manna, þar af eru nú
um 10 milljónir atvinnulausar.
Efnahagsbandalagið hefur
höfuðstöðvar sínar í Brussel
og af um 10 þúsund starfs-
mönnum þess ganga um 7 þús-
und til daglegra starfa í aðal-
byggingunni í Brussel, en
byggingin sjálf gefur þeim er
þangað  koma  í fyrsta  sinn
strax tilfinningu fyrir veldi og
umfangi bandalagsins. Tungu-
málum aðildarþjóðanna er
gert jafnhátt undir höfði og
fer því gífurlegur tími starfs-
fólksins í þýðingar og túlkun
og mun einn þriðji starfshóps-
ins einvörðungu vinna við þau
störf.
Varla verður hjá því komist
að hugsa til smæðar okkar ís-
lendinga, þegar setið er undir
fyrirlestrum hjá Efnahags-
bandalaginu um stöðu mark-
aðsmála í heiminum. ísland
varðar í dag líklega mest
svonefnd bókun 6 sem við höf-
um viljað líta á sem samning
við EBE. „Þetta er bara bók-
un", svaraði einn fyrirlesarinn
spurningunni um hvernig þeir
litu á þennan samning og auð-
heyrt var á mörgum að þeim
finnst við aðeins vera þiggj-
endur en ekki veitendur. Lík-
lega er það rétt og þó inn-
ganga okkar í EFTA og samn-
ingurinn við EBE hafi áreið-
anlega veitt nokkurt aðhald í
efnahagsmálastefnu innan-
lands, svo sem gagnvart hug-
myndum um haftastefnu, höf-
um við líklega lítið meira að
sækja til EBE miðað við
óbreytta stefnu þeirra, án þess
að þurfa að fórna meiru en við
mundum hagnast á.
Stærsti viðskiptaaðili EBE
eru Bandaríkin og kom fram í
fyrirlestrum að áhyggjur fara
vaxandi af erfiðleikum í sam-
skiptum við þau. Oftast hafa
verið erfiðleikar á einhverjum
sviðum, en aldrei áður á þeim
öllum eins og nú er. Sagði einn
ræðumanna að samskiptin
hefðu ekki verið eins slæm í 20
ár. Japan hefur síðustu árin
Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins:
í frekari samningum
þurfum við að láta
mikilvæg réttindi
„Efnahagsbandalagið er mikið
bákn og með fjölda starfsmanna
sem vinnur á mörgum tungumál-
um. Maður fær þá tilfinningu aö
það sé þungt í vöfum, en það er
óneitanlega mikilvægt, ekki ein-
ungis í efnahags- og viðskipta-
málum heldur einnig í vaxandi
mæli í utanríkismálum. Við þurf-
um því að þekkja til bandalagsins
"lí fy'gjast með framvindu mála,"
sagði Arni Árnason framkvæmda-
stjóri Verzlunarráðs íslands, er
Mbl. spurði hann álils á EBE, en
Árni er einn þeirra sem fór í
EFTA- og EBE-ferðina sl. haust.
Þá sagði Árni: „ísland hefur
náð mjög mikilvægum fríversl-
unarsamningi  við  bandalagið
sem veitir okkur verulegt tolla-
hagræði og það þurfum við að
vernda. Mér virðist að við getum
ekki vænst þess að ná fram
hagsmunum okkar betur með
aðild að Efnahagsbandalaginu
eða með frekari samningum frá
því sem við höfum þegar gert. í
frekari samningum þurfum við
að láta mikilvæg réttindi á móti.
Nú eru einnig aðstæður breyttar
og ég tel tvímælalaust að við
hefðum ekki náð þessum samn-
ingum sem við höfum, værum
við nú að semja um aðild að
EFTA eða um fríverslun við
Efnahagsbandalagið.
Fríverslunarsamningurinn
við EBE veitir okkur aðhald í
viðskiptamálum og setur okkur
Árni Árnason
þau skilyrði að við byggjum upp
iðnað okkar í ljósi fríverslunar
og á grundvelli raunhæfrar
gengisskráningar og eðlilegra
starfsskilyrða fyrir iðnaðinn.
Þeirri stefnu vérða stjórnvöld
að fylgja þegar í alvöru verður
farið að vinna að uppbyggingu
iðnaðar í landinu."
Jónína Michaelsdóttir framkvæmdastjóri
Viðskipta og verzlunar:
Almennt áhugaleysi
hérlendis varðandi
þessa ríkjasamsteypu
„EFTIR að hafa komist í snert-
ingu við Efnahagsbandalag Evr-
ópu vildi ég helst senda alla sem
hafa eitthvað með viðskipti, fjöl-
miðlun og stjórnmál að gera í
kynnisferð þangað. Manni bregð-
ur þegar maður áttar sig á hvað
þarna er á ferðinni og hversu al-
mennt áhuga- og skilningsleysi er
ríkjandi hérlendis varðandi upp-
bygging". starfsemi og langtíma-
markmið þessarar ríkjasam-
steypu," sagði Jónína Michaels-
dóttir, framkvæmdastjóri Við-
skipta og verzlunar, en hún var
fararstjóri í ferðinni til EFTA og
EBE sl. haust.
Jónína sagði einnig: „Þetta er
feikileg valdastofnun  og þeir
starfsmenn sem við hittum afar
hæfir og meðvitaðir um fram-
tíðarmarkmið bandalagsins,
sameinaða Evrópu.
Ég hef áður bent á í umfjöll-
un um EBE, að þjóðir innan
bandalagsins eru í vaxandi
mæli að grípa til aðgerða sem
binda saman og í framtíðinni
verður ekki samið við hinar ein-
stöku þjóðir, þá verða menn að
snúa sér til Brussel. Við erum
jaðarþjóð með einhæfa fram-
leiðslu og eigum allt undir
viðskiptum við aðrar þjóðir.
Þess vegna verðum við að fylgj-
ast mjög vel með því sem gerist
á hverjum tíma á þessum vett-
vangi. Með þessu er ég ekki að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48