Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983
ftom$mbUútíb
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, stmi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið.
Stjórnarmyndun
Fljótlega eftir að Geir
Hallgrímsson hóf til-
raun sína til stjórnarmynd-
unar beindist hún að alvar-
legum viðræðum við Fram-
sóknarflokkinn og að nokkru
leyti Alþýðuflokkinn. Þegar
Steingrímur Hermannsson
hafði haft umboð til stjórn-
armyndunar með höndum í
rúman sólarhring tók hann
ákvörðun um að óska eftir
frekari viðræðum við
Sjálfstæðisflokkinn. Hvers
vegna þessi mikla áherzla á
samstarf þessara tveggja
flokka?
Þegar upp var staðið að
kosningum loknum lá beint
við að kanna möguleika á
þriggja flokka stjórn
Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Bandalags jafnað-
armanna. Þetta voru þeir
þrír flokkar, sem höfðu verið
í stjórnarandstöðu og skörp-
ust skil yrðu milli þess, sem
hefur verið og verða mundi
með myndun slíkrar ríkis-
stjórnar. En fyrstu dagana
eftir kosningar kom skýrt í
ljós, að þá a.m.k. töldu al-
þýðuflokksmenn þetta ekki
raunhæfan kost vegna
deilna þeirra við Bandalag
jafnaðarmanna og sneru sér
að því að kanna viðhorf full-
trúa kvennalistans. Áhugi á
samstarfi við Alþýðuflokk-
inn var ekki heldur mikill
innan Bandalags jafnaðar-
manna.
Alþýðubandalagið dæmdi
sjálft sig úr leik í kosninga-
baráttunni og með störfum
sínum í ríkisstjórn þeirri,
sem enn situr, með því að
marka stefnu í stóriðjumál-
um og flugstóðvarmálum,
sem útilokað er að aðrir
flokkar geti fallizt á. Eini
möguleikinn til þess að Al-
þýðubandalagið gæti orðið
aðili að viðræðum um
stjórnarmyndun var sá, að
flokkurinn félli frá stefnu
sinni í þessum tveimur stóru
málum og það er auðvitað
algerlega óraunhæft að ætla
að flokkurinn muni gera
það, hvað sem verður.
Miðað við þessa stöðu
mála hlaut tilraun Geirs
Hallgrímssonar til stjórn-
armyndunar að beinast að
viðræðum við Framsóknar-'
flokkinn og Alþýðuflokkinn.
Innan Sjálfstæðisflokksins
hefur ríkt takmörkuð hrifn-
ing á hugsanlegu samstarfi
við Framsóknarflokkinn og
það mun vera gagnkvæmt í
Framsóknarflokknum. Þetta
er gömul saga og á sér dýpri
rætur en stjórnarsamstarf
þessara tveggja flokka
1974-1978. Hins vegar
verða  menn  að  horfast  í
augu við staðreyndir í
stjórnmálunum, eins og þær
blasa við á hverjum tíma.
Samtöl fulltrúa þessara
tveggja flokka báru ekki
árangur í fyrstu lotu, enda
má segja að það sé nánast
útilokað     fyrir    þann
stjórnmálaforingja, sem
fyrstur fær umboð til stjórn-
armyndunar að koma á rík-
isstjórn, þar sem svo mörg
sjónarmið eru í gerjun
fyrstu vikurnar eftir kosn-
ingar.
Steingrímur Hermanns-
son og þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hafa vafa-
laust leitt hugann að því,
hvort hægt væri að mynda
nýja vinstri stjórn, sem er
uppáhaldsstjórn framsókn-
armanna. Það geta þeir hins
vegar ekki nema með sam-
starfi fjögurra aðila og í öll-
um tilvikum þarf Alþýðu-
flokkur að vera aðili að slíku
samstarfi. Það er ólíklegt,
svo að ekki sé meira sagt, að
Alþýðuflokkur mundi fallast
á málamiðlun við Alþýðu-
bandalag í stóriðjumálum,
varnarmálum og flugstöðv-
armálinu. Mjög erfitt hlýtur
að vera að koma á samstarfi
fjögurra aðila í ríkisstjórn,
hvað þá að halda því gang-
andi þegar í stjórn væri
komið. Þetta er vafalaust
ástæðan fyrir því, að
Steingrímur Hermannsson
hefur óskað eftir frekari við-
ræðum við Sjálfstæðisflokk-
inn. Honum er ljóst, að
Framsóknarflokkurinn á
ekki margra kosta völ.
Nú er aftur á móti hugs-
anlegt að samstarf geti tek-
izt milli Alþýðuflokks og
Bandalags jafnaðarmanna,
en með því stefna þeir að því
að skapa grundvöll fyrir
samstjórn þeirra og sjálf-
stæðisflokksins. Hitt er svo
annað mál hvort nægilegur
veigur sé í slíku samstarfi.
Eins og mál standa nú á
vettvangi stjórnmálanna
virðast möguleikar á meiri-
hlutastjórn fyrst og fremst
tveir. Ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar-
flokks eða ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Bandalags jafnað-
armanna.
í báðum tilfellum gegna
sjálfstæðismenn lykilhlut-
verki. Það á ekki að þurfa
langan tíma fyrir þá að
meta, hvor kosturinn er
vænlegri. Auðvitað sá, sem
hefur í för með sér sem
sterkust áhrif sjálfstæðis-
stefnunnar á íslenzkt þjóð-
líf. Það væri líka affara sæl-
ast fyrir íslenzkt efnahagslíf
og þjóðina í heild.
Afþrýstiklefí eins og Slysavarnafélagið hefur fest kaup á: Sjúklingurinn er settur inn í klefann, og hann siðan
fluttur til sjúkrahúss, þar sem hann fær framhaldsmeðferð. Enn er slík aðstaða ekki til hérlendis, og yrði því að
flytja sjúklinga utan, en enn sem komið er hafa alvarleg tilfelli kafaraveiki ekki komið upp hér.
Slysavarnafélag íslands:
Kaupir afþrýstiklefa til
notkunar gegn kafaraveiki
og sprungnum lungum
Slysavarnafélag íslands hefur
ákveðið að festa kaup á svoköll-
uðum „afþrýstiklefa", en hann
er mikilvægt öryggistæki fyrir
kafara, sem við köfun hafa feng-
ið kafaraveiki eða sprengt í sér
lungu við köfun. Afþrýstikiefinn
hefur þegar verið pantaður frá
Vestur-Þýskalandi og er hann
væntanlegur hingað til lands í
ágúst eða september næstkom-
andi, að því er þeir Haraldur
Henrýsson forseti og Hannes Þ.
Hafstein     framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins sögðu í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins.
Slysavarnafélagið efnir til
happdrættis nú í vor, þar sem
aflað er fjár til starfseminnar,
en megináhersla er þar lögð á
uppbyggingu hjálparsveitanna.
Nú eru starfandi 93 hjálpar-
sveitir SVFÍ um allt land, og
sagði Haraldur Henrýsson það
hafa sýnt sig, að mikil þörf
væri fyrir slíkar sveitir, og
ekki væri séð að aðrir en frjáls
félagasamtök á borð við SVFÍ
inntu þessa þjónustu betur af
hendi. Eitt af því, sem nú verð-
ur lögð sérstök áhersla á, er
eigin búnaður hjálparsveit-
anna og öryggi leitar- og björg-
unarmanna. Menn þeir er
leggja á sig vinnu í þágu sveit-
anna stofna sér oft í mikla
hættu við störf sín, og hefur
því þótt nauðsynlegt að efla ör-
yggi þeirra sjálfra, sem svo
aftur eykur um leið öryggi alls
þess fólks er þeir aðstoða. —
Hluti þess fjár, sem nú safnast,
mun svo renna til kaupa á af-
þrýstiklefanum sem áður get-
ur, en hann mun kosta um 300
þúsund krónur kominn hingað
til lands, án tolla og opinberra
gjalda.
Talið er að hér á landi sé nú
til um 700 kafarabúningar, og
talsvert fleiri stunda íþróttina,
flestir í sportköfun, en nokkrir
sem atvinnukafarar. Slysa-
varnafélagið hefur því talið
mikla og vaxandi þörf á auk-
inni fræðslu um köfun, en víð-
ast hvar erlendis fá menn
hvorki að kaupa né leigja köf-
unartæki né loft á kúta sína,
nema að framvísa fullgildum
skírteinum um þjálfun í köfun.
Gunnar Karl Guðjónsson kaf-
ari hefur gefið Slysavarnafé-
laginu þýðingu sína að sænskri
bók um köfun, og hefur verið
ákveðið að hún komi út í sumar
í samvinnu við Bókaútgáfu
Arnar og Örlygs.
Á  fundi  með  blaðamanni
Slysavarnafélagsmenn á fundi með blaðamanni Morgunblaðsins: Har-
aldur Henrýsson forseti, Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri og
Gunnar Karl Guðjónsson kafari.
Morgunblaðsins gerði Gunnar
Karl grein fyrir því í hverju
kafaraveikin felst, og jafn-
framt sagði hann frá öryggi
því, sem felst í tilkomu af-
þrýstiklefans. Gunnar sagði:
„Margir hafa heyrt talað um
kafaraveiki en það eru fáir,
nema kafarar, sem vita hvers
eðlis þessi veiki er. Þegar kafað
er andar kafarinn að sér and-
rúmslofti en það er um 20%
súrefni og 80% köfnunarefni.
Köfunarefni hefur þá eigin-
leika að það binst vökva og
blóði líkamans sem veldur því
að hlutaþrýstingur þess í lík-
amanum hækkar við köfun.
Þessi þrýstingur köfnunarefnis
í líkamanum, er háður dýpi og
tíma þannig að kafarinn verð-
ur ávallt að taka tillit til þess-
ara þátta, þegar hann reiknar
út þrýsting köfnunarefnis í lík-
amanum.
Ef mistök verða í útreikningi
og kafarinn fer of hratt upp til
yfirborðsins — minnkandi
þrýstingur — nær köfnunar-
efnið ekki að veðrast úr líkam-
anum en þess í stað myndast
loftbólur, sem innihalda köfn-
unarefni.
Skoðið loftbólur sem mynd-
ast þegar tappinn á gos-
drykkjaflðsku er tekinn snöggt
af. Það er háð staðsetningu og
stærð bólanna í líkamanum
hvað skemmdir verða miklar,
en allar valda þær mjög mikl-
um sársauka og jafnvel lömun
og dauða, ef ekkert verður að
gert. Þess skal getið að ef kafað
er dýpra en 10 m og dvalist þar
í of langan tíma myndast
hætta á kafaraveiki."
„Ef kafari veikist af kafara-
veiki verður hann strax að
komast í afþrýstiklefa til að,
undir auknum þrýstingi, fá
bólurnar til að minnka og bind-
ast aftur vökva líkamans,"
sagði Gunnar. „Síðan er þrýsti-
ingurinn í klefanum minnk-
aður eftir ákveðnum reglum
þannig að bólur myndist ekki.
Afþrýstiklefa verður einnig
að nota ef kafari sprengir í sér
lungu, en við það getur loft
komist inn í blóðrásina og
myndað stíflur.
Hér á landi hefur alvarlegra
tilfella kafaraveiki ekki orðið
vart en hættan vex stöðugt þar
sem sportköfun hefur aukist
mjög mikið á síðustu árum.
í nágrannalöndum okkar fer
tíðni kafaraveiki stöðugt vax-
andi, en það er einmitt sú
þróun, sem hefur vakið Slysa-
varnafélag íslands til umhugs-
unar um nauðsyn þess að í
landinu sé til afþrýstiklefi, en
án hans er lítil von um björg-
un."
Gunnar sagði, að unnt væri
að flytja afþrýstiklefann hvert
á land sem væri, setja sjúkl-
inga í hann og flytja þá til út-
landa til frekari meðferðar.
Væri þetta stórkostlegt örygg-
isatriði, því án klefans væri
ekki hægt að koma sjúklingum
til útlanda, því flugferð þyldu
þeir ekki vegna minnkandi
loftþrýstings í flugferðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48