Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1983 Jónas Antonsson trésmiður — Minning Þann 1. júní sl. andaðist hér í Reykjavík vinur minn Jónas Ant- onsson trésmiður. Skagfirðingur að ætt og upp- runa. Hann var jafnlyndur maður og lífsglaður, skrafhreifinn og skemmtilegur, duglegur og árris- ull alla tíð — meðan heilsan leyfði. Hans er nú saknað og minn- ingar margar þyrpast fram þá hann er kvaddur hinstu kveðju, en það er í dag frá Fossvogskapellu. Jónas var fæddur að Deplum í Stíflu 14. ágúst 1909. Foreldrar hans voru hjónin sem þar bjuggu, Anton Grímur Jónsson, f. 11. des. 1882, og Jónína Stefanía Jónas- dóttir, f. 15. maí 1881. Anton var sonur Jóns Gunn- laugssonar bónda að Garði, síðast að Móafelli í Stíflu, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Jónína Stefanía var dóttir Jónasar Jósaf- atssonar, síðast bónda á Knapp- stöðum, og fyrri konu hans Guð- laugar Jónsdóttur bónda í Mó- skógum Jónssonar bónda á Helgu- stöðum ólafssonar í Stóraholti Jónssonar. Foreldrar Jónasar Antonssonar gengu í hjónaband 1905 og fluttust að Deplum 1907 og bjuggu þar í 13 ár en fluttust þá að Reykjum í Ólafsfirði og síðar 1924 að Nefs- stöðum í Stíflu. Voru þau fyrst leiguliðar þar en keyptu síðan jörðina. Eftir að Stefanía og Ant- on hófu búskap að Nefsstöðum hófu þau endurbætur á jörðinni, byggðu myndarlegt íbúðarhús, ásamt stóru fjárhúsi og hlöðu úr steinsteypu. Þessar framkvæmdir á tíma erfiðleika og fátæktar, sýna vel áræði og stórhug þessara hjóna. Anton var góður smiður og átti því léttar með að byggja hús sín en margir aðrir á þessum slóð- um. Jónas Antonsson sem kvaddur er hér með þessum línum var fæddur eins og fyrr segir að Depl- um og var elstur sinna systkina er upp komust. Anton og Stefanía misstu tvö ung börn en systkini Jónasar sem upp komust eru hér talin í aldurs- röð: 1. Steinunn, búsett í Siglu- firði. 2. Jóhanna, gift Sigurbirni Bogasyni frá Skeiði, búsett í Siglufirði. 3. Guðmundur Ingimar, kvæntur Árnýju Jóhannsdóttur frá Gautastöðum, búsettur í Siglu- firði. 4. Sigríður, gift Guðmundi Jónssyni frá Molastöðum, búsett í Reykjavík. Fósturdóttur tóku Nefstaða- hjónin, Stefaníu Guðnadóttur, f. 17.10.1926, gift G. Hjálmari Jóns- syni frá Sléttu, búsett í Reykjavík. Hjónin á Nefstöðum komust vel af á sinni búskapartíð sakir fyrir- hyggju og dugnaðar. Anton andaðist snögglega 26. apríl 1931 þá staddur í Siglufirði tæplega fimmtugur, var það mikið áfall fyrir fjölskylduna en bót í máli að þrjú elstu börnin voru um og yfir tvítugt. Stefanía hélt áfram búskap í nokkur ár eftir lát manns síns en síðar tók Jónas við búsforráðum á Nefstöðum. Stefanía Jónasdóttir andaðist 24. apríl 1954 eða 23 árum eftir lát manns síns. Ég hefi hér fjölyrt nokkuð um foreldra Jónasar Ant- onssonar og aðstæður þær sem þau bjuggu við. Jónas vandist ung- ur vinnusemi á æskuheimili sínu og varð hann hinn duglegasti maður. Um móður hans var sagt að sjaldan eða aldrei hafi heyrst frá hennar munni styggðaryrði eða illt umtal, það sama mátti segja um Jónas, hann var aðgætinn og orðvar. Ég sá Jónas fyrst þegar hann kom til Siglufjarðar 1925. Hann var þá að koma til föður míns í vinnu og trésmíðanám þó ungur væri. Hann var hár og herðabreið- ur og minnti frekar á tvítugan mann en 15 ára ungling. Hann bjó heima hjá okkur og var mér og jafnöldrum mínum og vinum sérstaklega notalegur. Það var margt snjóhúsið sem hann byggði fyrir okkur án bygg- ingarleyfis og aldrei þreyttist hann á því að flytja okkur í stór- byljum milli húsa. í fangi hans var maður öruggur, þó vart sæist út úr augum. Árin liðu — Jónas óx úr grasi og við líka guttarnir á eyrinni. Eins og fyrr segir tók Jónas við búsforráðum á Nefstöðum nokkru eftir lát föður síns. Meðan Jónas bjó á Nefstöðum kvæntist hann 26.12. 1934 Hólmfríði Guðleifu Jónsdóttur frá ólafsfirði. Nokkru síðar fluttu þau þangað þar sem Jónas vann við smíðar. Árið 1953 fluttu þau til Siglufjarðar og bjuggu þar til 1961 að þau fluttu í Kópavog. Þau reistu skála um þjóðbraut þvera bæði í ólafsfirði, Siglufirði og síðar í Kópavogi. Og þar var gestkvæmt — frændlið húsráðenda vissi að það var velkomið og það naut þess að dvelja þar. I Siglufirði vann Jónas við smíð- ar eins og í ólafsfirði en þau hjón fluttu til Kópavogs 1961 eins og fyrr segir. I Reykjavík og Kópa- vogi vann hann einnig að iðn sinni. Hólmfríður andaðist 25. jan. 1972 og var það Jónasi og Önnu dóttur þeirra og Margréti fóstur- dótturinni, mikill missir. Anna er gift Páli Guðbjartssyni rafv. meistara en Margrét er gift Hirti Ingólfssyni starfsmanni hjá fSAL. Barnabörn Jónasar sex að tölu og barnabarnabörn tvö, voru yndi og eftirlæti afa síns. Við Jónas hittumst oft á Reykjavíkurdögum okkar. Gamlar minningar voru rifjaðar upp og ferðalög norður bollalögð. Hann unni norðlensku byggðunum í Fljótum og Siglufirði og bar einn- ig einstaka hlýju til þeirra staða er voru heimkynni hans á efri ár- um. Til dóttur sinnar og tengdason- ar flutti hann árið 1973 og naut þar góðrar umhyggju. Hann and- aðist á Elliheimilinu Grund en þar dvaldi hann síðasta árið. Ég minntist margra kosta Jónasar í upphafi þessara kveðjuorða, allt er það satt og rétt sem þar er sagt. Hann var sómamaður í hvfvetna og öllum vildi hann vel. Stíflan, sveitin sem ól hann og fóstraði, þykir flestum falleg einkum þó að horfa inn yfir hana af Stífluhólun- um. Sveitin er fögur. Guðmundur Davíðsson á Hraunum, sá sómamaður, sagði að Stíflan væri smáfríð því hún væri fremur lítil og þröng. Jónas minntist oft á þessa fegurð, fjöllin háu, stöðuvatnið, lygnu ána, sem liðast eftir engjum og rennisléttar grasflesjur. Frá þessari „fögru veröld" flutti Jónas ungur en gleymdi henni eigi. Nú er hann fluttur á ný, hann kveið engu en þráði hvíld. Hann var þakklátur fyrir veru sína í þessum heimi, hann var þakklátur öllum sem höfðu liðsinnt honum fyrr og síðar. Hann taldi sig hafa lifað lengst af sæll og glaður og gat því við leiðarlok tekið undir með Jóhannesi úr Kötlum þar sem hann segir í kvæði sínu Heima: Hnípir sunna til sævar kvedur sólheitur dagur. undrast hugtir minn hrifinn hvaA þú beimur ert fagur. Fjölskylda mín og ég minnumst Jónasar Antonssonar með söknuði og þökkum honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Jón Kjartansson. I dag er borinn til hinstu hvílu Jónas afi okkar, sem lést í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. júní. Jónas var fæddur 14. ágúst 1909 að Deplum, Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jónína Stef- anía Jónasdóttir og Anton Grímur Jónsson. Ólst hann þar upp ásamt systkinahópi. Hann starfaði við trésmíðar mestan hluta starfsævi sinnar. Jónas giftist árið 1934 konu sinni Hólmfríði Guðleifu Jónsdóttur, en hún lést árið 1972. Þau eignuðust 3 börn, tveimur þeirra auðnaðist ekki líf. Dóttir þeirra Stefanía Anna Jónasdóttir giftist síðan Páli Guðbjörnssyni. Ásamt Önnu ólu þau upp fósturdóttur sína Minning: Magnús Egjólfsson frá Snorrastöðum Fæddur 12. júlí 1891. Dáinn 1. júní 1983. Magnús Eyjólfsson, frændi minn og vinur, kvaddi þennan heim að kvöldi miðvikudagsins 1. júní sl., tæplega 92 ára að aldri. Hann var orðinn hvíldarþurfi eftir langan og farsælan vinnudag, og nú síðast allstranga viðureign við Elli kerlingu, sem um nokkurt skeið hafði þar haft undirtökin. Kynslóð Magnúsar, aldamóta- kynslóðin, átti því láni að fagna umfram flestrar aðrar á uppvaxt- ar- og manndómsárum sínum, að vera þess fullviss að horfa mót batnandi heimi. Hún ólst að vísu upp við kjör, sem nú væru talin örbirgðakjör, jafnvel þótt á svo- kölluðum bjargálna heimilum væri. En þótt efnahagur þjóðar- innar leyfði takmarkaðan munað dagsdaglega, hygg ég annar að- búnaður og öll mannleg samskipti Fædd 19. febrúar 1919 Dáin 14. maí 1983 Þegar góðir vinir kveðja, finnst okkur oft eins og með þeim fari hluti af okkur sjálfum. Líkt er um vinnustað þegar góður og gróinn starfsmaður kveður eftir langa dvöl — það skarð er vandfyllt. Þó er ekki um slíkt að fást, að „heils- ast og kveðjast, það er lífsins saga“. Þannig er okkur farið, sam- starfsmönnum Áslaugar Guð- mundsdóttur. Með henni er geng- inn hluti okkar daglegu tilveru um langt skeið — en minningin lifir lengi um traustan og góðan félaga. Aslaug átti sér heita og einlæga trú — trúin var hennar hjartans mál. Þar var engin hálfvelgja — enginn millivegur. Með sömu ein- lægni gekk hún að starfi sínu, heil og óskipt, af alúð og samvizku- hafi þá verið nánari og mennskari en nútíma velferðin býður upp á. Stórheimilin gömlu hýstu gjarna þetta frá 12 til 30 manns. Þetta voru t.d. bændahjónin með sín sex, átta til tíu börn, húskarla, hús- konur, vinnumenn, vinnukonur, afa, ömmu, eitthvað af börnum vinnuhjúa, tökubarn eitt eða fleiri eftir atvikum o.s.frv. Þessi ágætu sveitaheimili stóðu aldeilis fyrir sínu í uppeldi og nestisbúnaði barna sinna, fyrir því þykist ég hafa sönnun af kynnum mínum við það fólk sem ólst upp á slíkum stofnunum. Magnús heitinn er einmitt ágætt dæmi um þetta fólk, því grandvarari og í hvívetna vandaðri maður er ekki á hverju strái. Magnús fæddist á Snorrastöð- um í Laugardal þann 12. dag júlí- mánaðar árið 1891, fjórða og síð- asta barn hjónanna Sigríðar semi. Slíkir eiginleikar eru ætíð verðmætir, ekki sízt í starfi sem varðar heill og heilsu almennings. Við sem unnum með Áslaugu í Reykjavíkur Apóteki — sumir um áratuga skeið — kunnum vissu- lega vel að meta þessa eiginleika hennar og söknum trausts starfsmanns og góðs vinnufélaga sem aldrei brást í neinu verki. Þótt Áslaug væri dul í skapi og flíkaði lítt sínum einkamálum við okkur félaga sína, átti hún létta lund og ríkt skopskyn. Dillandi hlátur hennar, þegar eitthvað skemmtilegt bar á góma, mun okkur lengi í minni. Síðasta æviár sitt átti Áslaug við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem hún þó bar æðrulaus með hjálp sinnar heitu trúar, unz yfir lauk. Við viljum nú þakka Áslaugu Gísladóttur og Eyjólfs Magnús- sonar, sem þar bjuggu. Eyjólfur var áður kvæntur Ragnheiði Eyj- ólfsdótstur og eignaðist með henni eina dóttur, Guðjónu, sem fluttist ung til Vesturheims og á þar af- komendur, hið ágætasta fólk. Magnús heitinn ólst upp í sinum föðurgarði á Snorrastöðum við hin hefðbundnu sveitastörf, hjásetur, heyskp, gegningar, tóskap og kvöldvökur, eins og gerðist og gekk á sveitaheimilum eins og ég áðan freistaði að lýsa ögn, auk þess sem hann reri til sjávar á vertíðum, þegar aldur og þroski leyfði. Ég hef kynnst að töluverðu ráði og sumu náið, því fólki sem ólst upp í gömlu Snorrastaða- baðstofunni, báðum megin við aldamótin, og verst ekki þeirri hugsun, að þá væri hugnanlegra mannlíf á plánetunni, ef engri mennta- eða menningarstofnun tækist að útskrifa lélegri karakt- era en baðstofuakademíunum tókst þegar best lét. Þarna ólst Magnús upp, við þann aga og í þeim guðsótta og góðum siðum, sem þessum tímum heyrðu til, þó að því leyti af betra tagi, sem harðstjórn og þröngsýni munu þar langa og góða samfylgd í blíðu og stríðu, og óska henni blessunar Guðs á göngunni löngu. Megi trú hennar og von leiða hana til ljóss- ins. Blessuð sé minning hennar. Vinnufélagar í Reykja- víkur Apóteki hafa verið mjög í hófi. Magnúsi mun aldrei hafa lærst að ota sín- um tota í keppni um lífsgæði eða frama, enda af þeirri manngerð, sem meira mat það að vera sannur maður en „mikill maður". Magnúsi Eyjólfssyni var af for- sjóninni úthlutað sínum hluta af almennri greind, var hann og hinn farsælasti starfsmaður að hverju sem hann gekk. Hann hlaut í vöggugjöf músíkeyra og tónnæmi, sem hljóta að hafa verið töluvert í meira lagi, því um eða innan við tvítugt auðnaðist honum að eign- ast vandað orgel og verða sér úti um tilsögn í meðferð þess sem nægði honum til að ná á því þeim tökum að hann gat veitt sér og öðrum ómælda ánægju með leik sínum. Hefur undirritaður fyrir satt að sjaldan hafi Magnús verið svo þreyttur að loknu dagsverki, að ekki tæki hann í orgelið sitt áður en hann gengi til náða. Hér skal ekki reynt að útlista hver feikna fjárfesting orgelkaupin voru lítt fjáðum sveitadreng á fyrstu áratugum aldarinnar, sem auk þess hefur fengið takmarkaða hvatningu. Hitt væri freistandi, ef manni leyfist að meta fjárfest- ingar eftir því hverja lífsnautn, fyllingu og þroska hún veitir, að fullyrða að þessi fjárfesting var góð. Yndisstundir þær, sem Magn- ús átti með litla stofuorgelinu sfnu voru öllu gulli dýrri. Magnús heitinn var í lægra meðallagi á hæð, en þrekinn og samsvaraði sér vel. Hann var hinn mesti knáleikamaður, þótt hóg- værð hans leyfði enga auglýsingu um slíka eiginleika. Hann var miklu fremur fríður sýnum, en þó einkum svipgóður. Framkoma hans var hlý og þokkafull. Skemmtilegur og þægilegur var Magnús í viðræðu, enda gæddur ágætri kímnigáfu, sem var tempr- uð af meðfæddri smekkvísi og kurteisi, engan mátti særa, hvorki viðstadda né fjarverandi. Ungur að árum kynntist Magn- ús fallegri ungri konu, Hallbjörgu Ingvarsdóttur frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Mér þykir ekki ótrú- legt að þá þætti Hallbjörg einn glæsilegasti kvenkostur þar um sveitir, en fjölyrði ekki þar um. Þau giftu sig árið 1920 og hófu þá búskap á Þóroddsstöðum við hlið Ingvars, föður Hallbjargar. Þar bjuggu þau til ársins 1936, að þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu hér á ýmsum jörðum í grenndinni til ársins 1955, en þá tók borgin flest grasbýli hér til sinna nota. Eftir það stundaði Magnús ýmsa verkamannavinnu, eftir því sem til féll, uns aldur og heilsa bönn- uðu. Á Þóroddsstöðum eignuðust þau hjónin tvo syni, en misstu þann fyrri í bernsku. Yngri sonurinn, Árni prentmyndasmiður, og kona hans, Guðfinna Gissurardóttir, ásamt börnum þeirra, hafa síðan átt sitt heimili í sama húsi á Nönnugötu 16 hér í borg, og séð til með þeim gömlu hjónunum eftir að heilsu þeirra tók að hraka að ráði. Hjónaband þeirra Hallbjargar og Magnúsar stóð í hér um bil 63 ár með miklum ágætum. Þau voru mjög samhent alla tíð, og kom það ekki síst greinilega fram eftir að bæði voru orðin mjög lasburða, að þá voru áhyggjur þeirra beggja jafnan meiri af líðan hins, en af sinni eigin líðan. Má með sanni segja, að nærgætni þeirra og um- hyggja hvort fyrir öðru væri bein- línis hrífandi. Mátti þó oft ekki á milli sjá hvors líðan var lakari. Það var gott að vera gestur á heimili þeirra Magnúsar og Hall- bjargar. Þar var manni fagnað með þeim hætti, að enginn komst hjá að finna hversu velkominn hann var. Auk þess sem húsfreyja bar af í rausn og reisn, voru bæði gædd þeirri ljúfmennsku og hjartahlýju sem engan lét ósnort- inn. Áslaug Guðmunds- dóttir — Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.