Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1983, Blaðsíða 9
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1983 Megi börn okkar byggja þessa jörð — eftir Gerði Steinþórsdóttur Föstudaginn 27. maí sl. var stofnuð friðarhreyfing íslenskra kvenna á fundi í Norræna húsinu. Þetta var stór stund. Að þessu markmiði hafði friðarhópur kvenna unnið í tíu og hálfan mán- uð — og þetta er aðeins byrjunin. Við fengum friðflytjanda til landsins til að halda fyrirlestur á stofnfundinum um baráttu kvenna fyrir friði. Þetta var Maj- Britt Theorin, sænskur þingmaður og afvopnunarsendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar og hefur verið nefnd arftaki Ölvu Myrdal í friðarmálum á alþjóðleg- um vettvangi. í ræðu sinni í Norræna húsinu varaði Maj-Britt við þeirri hættu að konur sætu hjá og legðu ákvörðunarvaldið í hendur misvit- urra karlmanna. í lok ræðu sinnar sagði hún, og beindi orðum sínum til okkar hverrar og einnar: Þú verður að þora að trúa á til- finningar þínar og skynsemi og bregðast við eftir þeim leiðum sem þér eru færar. Notaðu eigið hug- myndaflug. Skrifaðu með skýrum hætti alveg eins og þú hugsar. Eitt einasta bréf hefur gildi. Sendu inn lesendabréf í blöðin — búðu til vísur. Teiknaðu, dansaðu, syngdu, saumaðu út, skipulegðu friðarmót. Berðu baráttumerki. Láttu and- stöðuna sjást. Skrifaðu niður til- lögur og samþykktir. En fyrst og fremst: Bættu við þekkingu þína. Þá getur þú rætt við samferða- menn þína, vinnufélaga og fólkið í búðinni. Vertu með í þeim hreyf- ingum sem þér henta best. Ræddu málin þar sem þú býrð, talaðu við félagana í klúbbnum og í félaginu. En fyrst og fremst, gerðu upp- reisn. Þorðu að setja fram kröfur. Taktu þína ábyrgð á friðnum. Af- vopnun kemur ekki af sjálfu sér, — við verðum að vinna að henni sjálf.“ Þar sem þverpólitísk friðar- hreyfing er orðin að veruleika þykir mér tilhlýðilegt að gera grein fyrir aðdragandanum, störf- um friðarhóps kvenna og skipu- lagi hreyfingarinnar. Breiðfylking kvenna Það var 16. júlí í fyrra að átta konur komu saman í Norræna húsinu til umræðu um hugsanlega friðarhreyfingu kvenna hér á landi. Slíkar friðarhreyfingar eru öflugar víða erlendis og vil ég nefna sérstaklega friðarstarf kynsystra okkar á Norðurlöndum. Til þessa fyrsta fundar komu Guð- rún Helgadóttir, Margrét Björnsdóttir, Kristín Ástgeirs- dóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, ólöf P. Hraunfjörð og Kristín Guðmundsdóttir. Við vorum mættar þarna sem ein- staklingar en störfuðum í þremur stjórnmálaflokkum (Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki, Fram- sóknarflokki), í kvennaframboð- inu, Menningar- og friðarsamtök- um íslenskra kvenna (MFÍK) og í verkalýðshreyfingunni (Sókn). Niðurstaða þessa fyrsta fundar var að fá í hópinn einstaklinga úr fjölmennum kvennasamtökum, fulltrúa sjálfstæðiskvenna og áhugakonur um friðarmál. Á þann hátt yrði hægt að fá fram sem flest sjónarmið og kanna hvort grundvöllur og áhugi væri fyrir því að stofna þverpólitíska frið- arhreyfingu, breiðfylkingu ís- lenskra kvenna um frið og afvopn- un. Það var álit okkar að konur myndu sýna meira frumkvæði ef þær störfuðu í kvennahreyfingu. Á næstu fundum var unnið að því að fá meiri breidd í hópinn. Ekki voru ritaðar fundargerðir fyrr en síðar, en af nafnalistum má sjá að á öðrum fundi í júlí eru konur sem starfa í Kvenréttinda- félagi íslands (KRFÍ), Bandalagi kvenna í Reykjavík og í Skáta- hreyfingunni, á þriðja fundi bæt- ast við konur úr samvinnuhreyf- ingunni og Kvenfélagasambandi íslands (KFSÍ) og á fjórða fundi konur sem starfa í Sjálfstæðis- flokknum og verkakvennafélaginu Framsókn. Þetta var 9. ágúst. Á fyrstu fundum voru lögð fram ýmis gögn um friðarmál enda eitt markmiðið að dreifa upplýsingum, bæta við þekkingu sína og skapa umræður. Hér vil ég nefna þrjár ályktanir sem þá voru splunkunýj- ar: ályktun Prestastefnu 1982 um friðar- og afvopnunarmál, áskor- un Kvennanefndar Alþjóðasam- bands samvinnumanna til kvenna í samvinnufélögum um heim all- an, undirrituð í Reykjavík í júlí 1982, og Yfirlýsing evrópskra og bandarískra friðarhreyfinga sem birt var í Bonn 9. júlí 1982. í ályktun Prestastefnunnar er lögð áhersla á uppeldi til friðar. Ég vil vitna í hana á tveimur stöð- um: „Vér bendum á að málefni frið- ar og afvopnunar eru ofar flokkssjónarmiðum stjórnmála- flokkanna. í málefnum friðar og afvopnunar hljóta allir að vera kallaðir til ábyrgðar." Þá hvetur kirkjan „til að byggja upp gagn- kvæmt traust milli einstaklinga og hópa og vinna gegn fordómum með því að hvetja menn til þess að virða skoðanir annarra". Snemma kom fram áhugi á því að lýsa yfir stuðningi við þessa ályktun og fá prest í hópinn. Kirkjunnar menn eru víða í far- arbroddi í umræðu um afvopnun- armál og vísa ég hér til ályktunar sem kirkjunnar menn gerðu í Uppsölum nýlega. Friðarhópur kvenna leitaði til séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og brást hún vel við málaleitan okkar. f áskorun samvinnukvenna seg- ir á einum stað: „Konur um heim allan bera enn meginábyrgðina á börnunum. Það er því eðlilegt að konur í samvinnufélögum láti sig framtíð þessara barna varða og krefjist algjörrar útrýmingar all- ra kjarnorkuvopna og styðji alla viðleitni til afvopnunar." Sigríður Thorlacius hafði verið fulltrúi ís- lands á þessum fundi og leituðum við til hennar og sýndi hún málinu mikinn áhuga. Þar kom að talið var að fullkom- in breidd væri komin í hópinn og voru þá samankomnar konur sem störfuðu í Bandalagi kvenna í Reykjavík, KFSÍ, kvennaframboð- inu, MFÍK, í Prestafélaginu, sam- vinnuhreyfingunni, skátahreyf- ingunni, stjórnmálaflokkunum fjórum og verkalýðshreyfingunni. Avarpið Var nú tekið að ræða málefna- grundvöll hugsanlegrar friðar- hreyfingar. Ljóst var að konur greindi á um ýmis atriði í friðar- málum og vil ég nefna friðlýsingu einstakra svæða og einhliða af- vopnun. I þessari umræðu hrikti í samstarfinu en viljinn til að halda saman varð yfirsterkari. Ljóst var að þaö sem þessi hópur gæti komið sér saman um gætu allar konur á íslandi sameinast um. Að lokum var ávarpið tilbúið og undirritað 30. ágúst af 27 konum: Avarp Við viljum frið Við viljum að framleiðsla kjarn- orkuvopna verði stöðvuð og bann verði lagt á framleiðslu efnavopna og sýklahernað. Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð. Við viljum afvopnun. Við viljum að konur beiti sam- takamætti sínum til að vinna að friði og stuðli að samstarfi allra þeirra hópa og einstaklinga sem vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun. Öll erum við ábyrg fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að stríði eða friði. Við lýsum eindregnum stuðn- ingi við áiyktun Prestastefnu Is- lands 1982 um friðarmál og hvetj- um landsmenn til að taka þátt í þeim aðgerðum sem þar eru boð- aðar. Við tökum undir þau sjónarmið evrópskra og bandarískra frið- arhreyfinga að þjóðir heimsins marki sér stefnu óháð hagsmun- um risaveldanna. Við óskum sam- starfs við alla sem vilja vinna að friði og tryggja að mannréttindi séu í heiðri höfð. Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Bilið milli ríkra og fátækra þjóða eykst stöð- ugt. Vígbúnaðarkapphlaupið magnast þó að þau vopn sem þeg- ar eru til nægi margfaldlega til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísindamanna nota hugvit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta eytt öllu lífi á þessari jörð. Þetta er mesta ógnun sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verð- um því sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum saman, konur sem karlar, og vinna markvisst að því að ókomnar kynslóðir fái að byggja þessa jörð. Okkur er ljós sá styrkur sem felst í samtökum kvenna og því skorum við á allar konur á Islandi að þær hugleiði þessi mál og taki þau til umræðu og umfjöllunar hvar sem því verður við komið. Sigríður Thorlacius Unnur S. Ágústsdóttir María Pétursdóttir Klín Pálmadóttir Ksther Guðmundsdóttir Guðrún Einarsdóttir Guðlaug Pétursdóttir Margrét Sigrún Björnsdóttir Helga Jóhannsdóttir Margrét Einarsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Valborg Bentsdóttir Gerður Steinþórsdóttir Guðrún Helgadóttir Guðríður Þorsteinsdóttir Björg Einarsdóttir Bessí Jóhannsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Auður Eir Vilhjálmsdóttir Hrefna Arnalds Ólöf P. Hraunfjörð María Jóhanna Lárusdóttir Ragna Bcrgmann Helga Kristín Möller Sigrún Sturludóttir Álfheiður Ingadóttir Svanlaug Á. Árnadóttir Gerður Steinþórsdóttir „Þar sem þverpólitísk friðarhreyfing er orðin að veruleika þykir mér tilhlýðilegt að gera grein fyrir aðdragandanum, störfum friðarhóps kvenna og skipulagi hreyfingarinnar.“ Leitað liðsinnis Skrifað var bréf með ávarpinu og sent stjórnum og kvennasam- tökum um land allt þar sem leitað var liðsinnis félaganna við starfi á þeim grundvelli sem í ávarpinu felst. I bréfinu var óskað eftir því að félögin héldu fund um friðar- mál og ræddu hvernig konur gætu beitt samtakamætti sfnum til að vinna að þessu brýnasta hagsmuna- máli mannkynsins. Yrðu undirtekt- ir góðar myndi friðarhópurinn boða til ráðstefnu á fyrri hluta ársins með fulltrúum sem flestra félagasamtaka og einstaklinga. Þar yrði tekin ákvörðun um stofn- un friðarhreyfingar íslenskra kvenna og þau verkefni sem slík hreyfing gæti unnið að. I tilefni ávarpsins var tekin glæsileg mynd af undirbúnings- hópnum á tröppum Norræna húss- ins og fréttatilkynning send fjöl- miðlum ásamt ávarpinu og það birt samtímis í blöðum. Var nú beðið eftir viðbrögðum en svör áttu að berast fyrir janú- arlok. Fyrsta bréfið barst frá skagfirskum konum svohljóðandi: „Formannafundur Sambands skagfirskra kvenna haldinn á Sauðárkróki 7. okt. 1982 vill af al- hug taka jákvætt undir þá um- ræðu og það starf sem til heims- friðar og afvopnunar stefnir.“ I ályktun frá eyfirskum konum seg- ir m.a.: „Aðalfundur Sambands eyfirskra kvenna hvetur allar ís- lenskar konur til að leiða hugann að vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna. Ekkert nema öflugt al- menningsálit getur snúið þeirri óheillaþróun við. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við friðarhreyf- ingar hvarvetna í heiminum og fagnar því að hér er hún einnig að skjóta rótum." Að lokum vil ég nefna bréf frá friðarhópi kvenna á Egilsstöðum sem hefur starfað í nokkra mán- uði og haft samband við Kvinner for fred í Noregi og fengið frá þeim ábendingar um lestrarefni um friðarmál. Hér má bæta við að friðarhópur kvenna í Reykjavík skrifaði friðarhreyfingum á Norð- urlöndum, greindi frá starfinu og óskaði eftir samstarfi og upplýs- ingum. Hefur borist bréf frá Kvinder for fred í Danmörku þeg- ar þetta er ritað, sem fagna sam- starfi. I kjölfar bréfs og ávarps var fundað víða um land. Á degi Sam- einuðu þjóðanna, 24. október, sáu tvær konur úr friðarhópnum um útvarpsþátt um friðarmál. I tilefni hans orti Jónbjörg Eyjólfsdóttir á Eiðum kvæði og birti ég hér eitt erindið: Burt með hræóslu sem byrgð er inni, burt með hatriö úr veröldinni, burt med sprengjur sem brenna svörd. Biddu með mér um frið á jörð. Burt með hungur og burt með sorgir, burt með deilur og hrundar borgir, burt með sprengjur sem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Ráðstefnan skipulögð I janúarlok höfðu allmörg bréf borist og var nú farið að ræða um ráðstefnu. Kom fram sú hugmynd að bjóða erlendum fyrirlesara til landsins. Mikill áhugi var að fá Ölvu Myrdal sem hafði hlotið frið- arverðlaun Nóbels árið 1982 og eru störf hennar að friðarmálum heið- ur og hvatning öllum norrænum konum. Var nú leitað til forstöðu- manns Norræna hússins, Ann Sandelin, um samvinnu og tók hún erindinu afburðavel. Því miður treysti Alva Myrdal sér ekki að koma en sendi bréf þar sem segir m.a.: „Ég óska ykkur góðs gengis í starfi ykkar og allra kvenna fyrir hugsjón friðarins og vona að körl- um fjölgi sem leggi því starfi lið.“ Þá sneri friðarhópurinn sér til Evu Nordland sem er norsk en hún var upphafsmaður friðar- göngunnar frá Kaupmannahöfn til Parísar árið 1981 — en hún gat ekki þegið boðið. Var nú gerð þriðja tilraun og leitað til Maj- Britt Theorin sem er nær óþekkt hér heima en mjög þekkt og virt í Svíþjóð og á alþjóðlegum vett- vangi. Þrátt fyrir mikið annríki breytti hún um áætlun til að geta komið til (slands og sýndi hún okkur mikinn heiður með því. Dvöl hennar hér tókst í alla staði hið besta. En án fulltingis Nor- ræna hússins hefði friðarhópurinn ekki lagt í að fá erlendan fyrirles- ara og þökkum við Norræna hús- inu innilega fyrir góða samvinnu og mikinn stuðning í undirbún- ingsstarfi. Þá leitaði friðarhópurinn til Margrétar Heinreksdóttur frétta- manns og talaði hún á stofnfund- inum um vígbúnaðarkapphlaupið. Á fundinum var síðan rætt um starf friðarhópsins, skipulag hreyfingarinnar og verkefni. Fundinum barst hlýlegt skeyti frá forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur. Fundinn sátu um 130 kon- ur alls staðar af landinu. Áður en ég kem nánar að skipulagi hreyf- ingarinnar þykir mér rétt að nefna tvo fundi með erlendum gestum sem voru hér á ferð og friðarhópurinn frétti af og hafði samband við. Þýskur prestur, Christa Springe, greindi okkur frá starfi kirkjunnar í Þýskalandi að friðarmálum. Hér var á ferð Helga Stene frá Noregi. Hún hélt fyrirlestur um friðarmál í 4000 ár — hvorki meira né minna — sem hún nefndi Frá Abraham til Ölvu Myrdal. Var hann sérdeilis fróð- legur og skemmtilegur. Greindi hún frá persónum í bókmenntum sem komu í veg fyrir stríð. Hér er nýtt þema fyrir bókmenntafræð- inga og friðarsinna. Nefndi Helga m.a. eitt ágætasta dæmið úr fs- lendingasögum um kristnitökuna árið 1000 og viturleg ráð Þorgeirs Ljósvetningagoða. Einnig greindi hún frá friðarhreyfingum og frið- arstarfi kvenna. Skipulag hreyfingarinnar Skipulagið felur í sér að sem víðast á landinu stofni konur frið- arhópa. Reynslan í Danmörku er sú að best er að hafa þá fremur fámenna, ekki fjölmennari en tíu í hóp. Þessir hópar fá upplýsingar frá friðarhópi kvenna í Reykjavík, sem nú kallast Miðstöð, en þeir hafa frelsi um verkefnaval og vinna í eigin nafni. Ástæðan fyrir því að ekki var kosið í Miðstöð á stofnfundi, heldur verður sami hópur áfram, er sú að talið var affarasælast að þessi hópur ynni enn frekar að mótun hreyfingar- innar, a.m.k. í eitt ár. Við erum hvort sem er flestar sérfræðingar í þverpólitísku samstarfi. Hér verður skipulagið birt í heild eins og það var samþykkt á stofnfundi: 1. Grunneiningar hreyfingarinn- ar eru svonefndir friðarhópar kvenna, sem stofnaðir verði

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 138. tölublað - II (22.06.1983)
https://timarit.is/issue/119200

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

138. tölublað - II (22.06.1983)

Aðgerðir: