Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGlíBLAÐI
151. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Walesa
hótað
brott-
rekstri
Varsjá. 6. júlí. AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, sam-
taka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í
Póllandi virti í dag að vettugi boð yfir-
manna sinna, er hann sneri ekki aftur
til vinnu innan tilskilins tínu úr
sumarleyfi því, sem hann á að hafa
tekið sér án leyfis. Lýsti Walesa því
yfir, að hann myndi halda áfram orlofi
sínu, nema því aðeins að hann yrði
„fluttur til baka með valdi". Talsmað-
ur vinnuveitanda Walesa sagði hins
vegar, að svo gæti farið, aö hann yrði
rekinn úr starfi.
„Walesa á á hættu að verða rekinn
fyrir agabrot," sagði talsmaðurinn,
Danuta Oczki, sem er starfsmanna-
stjóri við skipasmíðastöðina í
Gdansk, þar sem Walesa hefur unnið
sem rafvirki. „Fjarvera hans frá
vinnu er alvarlegt brot á starfsregl-
um verkamanna."
Sjálfur sagði Walesa í viðtali við
vestrænan fréttamann í dag, að
hann hefði verið viðbúinn einhverj-
um hefndaraðgerðum af hálfu ráða-
manna við skipasmíðastöðina. „t>eir
báðu nokkra menn úr minni deild,
sem áttu að fara í sumarleyfi f ágúst,
að taka orlof sitt í júlí," sagði Wal-
esa. „Allir þessir menn höfnuðu því
og héldu fast við þá ákvörðun sína að
fara heldur í ágúst. Þetta sýnir, að
fjarvera mín er aðeins notuð sem yf-
irvarp, þegar hótað er að reka mig
Lyfta bjálka
Hermenn úr friðargæzlusveitum Frakka í Líbanon lyfta bjálka úr
fjögurra hæða byggingu, sem hrundi til grunna í Beirút í gær. Ekki
er vitað um fjölda þeirra, sem misstu lífið eða slösuðust, en útvarp-
ið í Líbanon sagði, að fimm lfbanskir verkamenn og tveir franskir
hermenn hefðu beðið bana.
Sji f rétt á bls 22.
Sýrland:
Koma Shultz
árangurslaus
Segir enga lausn í Líbanon í sjónmáli
Jerúsalen), 6. júlí. AP.
GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Handaríkjanna. tókst ekki að fá
sýrlenzk stjórnvöld til að kanna möguleikana á að flytja her sinn frá Lfban-
on. Var fri því skýrt í Damaskus í dag, að fyrri afstaða sýrlenzkra stjórn-
valda í þessu efni stæði óbreytt og væri óhagganleg. Þar sem Shultz tókst
ekki ætlunarverk sitt í Sýrlandi, er nú talin mikil hætta i, að ekkert verði úr
framkvæmd i samkomulagi því, sem iður hafði niðst milli Lfbanons og
ísraels um brottflutning ísraelshers fri Lfbanon.
Shultz átti fimm klukkustunda
fund með Hafez Assad Sýrlands-
forseta, þar sem hann reyndi að f á
þann síðarnefnda til þess að fall-
ast á áætlun Bandarikjastjórnar
um brottflutning allra erlendra
herja frá Líbanon. Þá hélt Shultz
einnig margra klukkustunda fund
með Abdul-Halim Khaddam,
utanríkisráðherra Sýrlands, í
sama skyni. Þreyttur og vonsvik-
inn viðurkenndi Shultz að lokum,
að enginn árangur hefði náðst.
„Við ræddum um öll grundvallar-
atriði málsins," sagði hann, „en
náðum alls engu samkomulagi um
þetta samkomulag". Skfrskotaði
hann þar til samkomulags þess,
sem áður hefur verið gert milli
ísraels og Líbanons.
Shultz tók það fram f viðtali við
fréttamenn að viðræðunum lokn-
um, að einskis illvilja hefði gætt í
þeim. „Skoðanir okkar stönguðust
einfaldlega með öllu á," sagði
hann. Helzta mótbára sýrlenzku
stjórnarinnar við tillögum Banda-
ríkjamanna væri sú, að þær fælu í
sér hættu gagnvart fullveldi Líb-
anons. „Við aftur á móti teljum,
að með tillögum okkar sé óskert
fullveldi Líbanons tryggt," sagði
Shultz og bætti við: „Að svo
komnu tel ég engar líkur á því, að
útlendir herir verði á brott frá
Líbanon á næstunni."
Útilokar ekki toppfund
Reagans og Andropovs
Kohl kanslari vonbetri um sam-
komulag í Genfarviðræðunum
Moskvu. 6. júlf. AP.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, sagði í dag, að „mjög yfir-
gripsmiklar viðræður" sínar við Yuri Andropov, forseta Sovétríkjanna,
hefðu gert sig vonbetri um, að samkomulag ætti eftir að nást eigi síðar en
um na-stu áramót um takmarkanir i kjarnorkuvopnum í Evrópu. „Ég
lagði i það iherzlu við leiðtoga Svoétrfkjanna, að við í stiórn Sambands-
lýðveldisins værum þeirrar skoðunar, að i þeim tímr, sem eftir er til
aramóta, ætti að gefast tækifæri til þess að ná raunhæfum árangri í
Genfarviðræðunum um takmarkanir i meðaldrægum eldflaugum," sagði
Kohl á fundi með fréttamönnum í Moskvu í dag og bætti síðan við:
„Sovézki leiðtoginn útilokaði það alls ekki, að irangur gæti niðst á bessu
sviði á þessu ári."
Kohl lagði áherzlu á, að báðir
aðilar yrðu að sýna vilja sinn f
verki, til þess að árangur gæti
náðst. Hann gaf bó ekki i skyn,
að afstaða Sovétstjórnarinnar í
eldflaugamálinu hefði breytzt.
Sjálfur lýsti Kohl för sinni til
Sovétríkjanna nú sem „vinnu-
ferðalagi", sem hefði ekki sízt
gildi sökum þess, að með því gæf-
ist sér tækifæri til þess að kynn-
ast Andropov og ræða við hann.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Vestur-Þýzkalandi
nú, að eftir viðræður þeirra
Kohls og Andropovs í gær hafi
þeirri skoðun vaxið mjög fiskur
um hrygg, að nú geti aðeins
toppfundur milli Reagans
Bandarfkjaforseta og Andropovs
blásið nýju lffi í afvopnunarvið-
ræðurnar í Genf. Kohl var spurð-
ur um hvort og hvenær slíkur
fundur þeirra Reagans og Andro-
povs gæti átt sér stað og neitaði
hann þvi ekki, að slíkur fundur
gæti komið til greina, en sagði:
„Það hefur ekki verið rætt um
neinn ákveðinn tíma til sliks
fundar. Hugmyndin um slíkan
fund á því aðeins rétt á sér, að
fundurinn yrði rækilega undir-
búinn og að hann yrði ekki bara
áróðursæfing."
A heima-
tilbúinni
rellu yfir
N-pól
Pboenii, Arizona, 6. júlí. AP.
SEXTÍU og fjógurra ára gamall
fyrrum flugmaður úr bandaríska
flughernum, maður sem flaug
margar herferðir i P-40 stríðs-
flugvélum Bandarfkjamanna,
ætlar að verða fyrstur manna til
að fljúga yfir Norðurpólinn i
heimatilbúinni flugvél.
Don Taylor, en svo heitir
maðurinn, mun fljúga eins
hreyfils Thorp T-18-flugvél
sem hann hefur dundað við að
setja saman í bflskúrnum
heima hjá sér. Þetta er 5,5
metra löng vél og árið 1976
flaug hann henni f kring um
hnöttinn. 1980 flaug hann
henni frá Bandaríkjunum til
Ástralíu og Nýja Sjálands og
svo til baka.
„Þetta verður eflaust mjög
erfitt, það eru engin skilti
þarna upp frá sem stendur á að
maður sé komin til Norður-
pólsins og áttavitinn er gagns-
laus vegna segulmagnsins. Það
eru allar áttir i suður þegar
maður er á Norðurpólnum. Sól-
in sést ekki i þessum slóðum i
þessum irstíma, en það mun
ekki koma að haldi, ísinn og
vatnið býður ekki upp i kenni-
leiti," sagði Taylor við frétta-
menn og fleiri forvitna í gær.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, i fundi með fréttamönnum í
Moskvu í ger, þar sem hann skýrði fri viðræóum sínum við Yuri Andropov,
forseta Sovétríkjanna, daginn iður.
Framlög til varnar-
mála hækka um 13%
London, 6. júlf. AP.
BREZKA stjórnin birti í gær nýja áa-tl-
un í varnarmálum, þar sem fram kem-
ur, að hún hyggst verja 15,97 milljörð-
um sterlingspunda til varnarmila i
næsta fjárhagsári og er það um 13,4%
aukning frá herútgjöldum yfirstand-
andi irs. Af þessari fjárhæð verður 624
nullj. pundum varið til þess að standa
straum af kostnaði við 4.000 manna
herlið Breta á Falklandseyjum, sem
Bretar niðu aftur i sitt vald í júní í
fyrra eftir 10 vikna styrjöld við Argent-
ínu.
í sérstakri yfirlýsingu, sem fylgir
skýrslunni, ítrekar Michael Hasel-
tine varnarmálaráðherra einlægan
og afdráttarlausan stuðning Bret-
lands við Atlantshafsbandalagið:
„Viðbrögð Breta á síðasta ári í Falk-
landseyjastríðinu voru einhver ör-
uggasta sönnunin fyrir veru okkar
og stuðningi við NATO, sem hægt er
að hugsa sér," sagði Haseltine enn-
fremur á fundi með fréttamönnum í
dag. „Sérhver, sem vill staðreyna
eðli og getu hins vestræna varnar-
bandalags og vilja þess til þess að
verja sig, getur ekki virt að vettugi
hinar sálrænu afleiðingar Falk-
landseyjastríðsins."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48