Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 7. JULÍ 1983
Varað við
lampaolíu
— börn hafa lent í lífshættu hennar vegna
„OKKUR BÁRUST aðvaranir frá læknum vegna þess að dæmi voru fyrir því
að börn hefðu drukkið lampaolíu, sem er þeim annmbrkum háð að hún gefur
frá sér sérstakan ilm, sem laðar að sér börnin. Það eru dæmi þess að börn
hafi drukkið slíka olíu og veikst alvarlega, jafnvel komist í lífshættu," sagði
Kolbrún Haraldsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins í viðtali við Mbl., en
Hollustuvernd ríkisins hefur sent viðvörunarbréf til heilbrigðisnefnda og
starfandi heilbrigðisfulltrúa í landinu vegna þessa máls.
Hollustuverndin  vekur  einnig   að heilbrigðiseftirlit og heilbrigð-
athygli á vörum sem eru til sölu á
bensínafgreiðslustöðvum og í
verslunum sem versla með olfu-
vörur og svokallaðar „grillvörur".
Þess er óskað í framhaldi af því,
isnefndir fylgist sérstaklega með
því að umræddar vörutegundir og
aðrar vörur i þessu sambandi séu
ekki á boðstólum nema merktar í
samræmi við lög og reglur.
Biskup vísiter-
ar vesturhluta
Skaftafells-
prófastsdæmis
BISKUP íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vísiterar vesturhluta Skafta-
fellsprófastsdæmis í næstu viku. Vísitasían hefst 10. júlí kl. 14.00 í Vfk í
Mýrdal en lýkur með hátíðarguðsþjónustu í Prestsbakkakirkju á Síðu 17.
júlí.

>- /
• - •
Ný brú byggð á Sigurpál
**r"
— Ljódmjíd Mbl. Steinfrimar.
„VIÐ reiknum með að skipið verði tilbúið í ágústmánuði og fari þá á veiðar," sagði Ómar Hauksson,
framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins ísafoldar f Siglufirði, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir
gangi mála með nýyfirbyggingu á Sigurpáli, sem fyrirtækið keypti á dögunum úr Sandgerði. Byggð
verður ný brú á skipið, sem er 35 metrar að lengd og er um 203 tonn. Því hefur enn ekki verið gefið nýtt
nafn.
Bráðabirgðakennslustofur
reistar á lóð Melaskólans
í ferðinni skoðar biskup kirkjur,
bænahús og kapellur og heldur
fundi með safnaðarfólki, sóknar-
nefndum og sóknarprestum. í för
með biskupi verða Sólveig Ás-
geirsdóttir, biskupsfrú, sr. Fjalar
Sigurjónsson, prófastur og sr.
Magnús Guðjónsson, biskupsrit-
ari.
Dagskrá vísitasíunnar verður
sem hér segir:
Sunnudagur 10. júlí: kl. 14.00
Víkurkirkja í Mýrdal, kl. 20.30
Reyniskirkja i Mýrdal.
Mánudagur 11. júlí: kl. 14.00
Sólheimakapella í Mýrdal, kl.
20.30 Skeiðflatarkirkja í Mýrdal.
Þriðjudagur 12. júlí: kl. 14.00
Þykkvabæjarklausturkirkja     í
Álftaveri, kl. 17.00 Grafarkirkja í
Skaftártungu.
Miðvikudagur 13. júlí: kl. 14.00
Langholtskirkja í Meðallandi.
Fimmtudagur 14. júlí: kl. 14.00
Kálfafellskirkja í Fljótshverfi, kl.
17.00 bænahúsið að Núpstað í
Fljótshverfi.
Föstudagur 15. júlí: Kirkjuskoð-
un fer fram þann dag í Prests-
bakkakirkju á Síðu, bænahúsinu
að Þykkvabæ, sem enn hefur ekki
verið vígt, og minningarkapellu
Jóns Steingrímssonar, en þar
stendur yfir sýning þessa dagana.
Sunnudagur 17. júlí: kl. 14.00
Prestsbakkakirkja á Síðu. Verður
minnst um leið 200 ára afmælis
Eldmessu sr. Jóns Steingrímsson-
ar.
í HAUST verður reist einingahús á
lóð Melaskólans, sem í verða tvær
kennslustofur. Að sögn Markúsar
Arnar Antonssonar, formanns
fræðsluráðs, var þetta fyrirkomulag
samþykkt á fræðsluráðsfundi fyrir
nokkru og síðan nýlega staðfest í
borgarráði, en þetta er gert vegna
fjölgunar nemenda í skólaumdæmi
Melaskólans, sérstaklega á Granda-
svæðinu.
Markús  Örn  sagði  að  þessi
ráðstöfun væri gerð til bráða-
birgða því fyrri áætlanir um bygg-
ingu sérstaks skóla eða skólaúti-
bús á Grandasvæðinu fyrir yngri
börnin væru enn í fullu gildi, en
ekki væru eins og er skilyrði til að
byggja þann skóla. Hann sagði að
keypt yrði tilbúið einingahús, sem
kostaði um 1.200 þúsund kfonur og
ætti að taka það í notkun í haust.
Sagði hann að jafnframt yrði at-
hugað með að taka upp sérstakan
skólaakstur á milli Eiðsgranda-
hverfisins og Melaskólans, eða að
laga leiðakerfi Strætisvagna
Reykjavíkur betur að þörfum íbú-
anna þarna, með tilliti til stað-
setningar skólans.
Sykurneyzla dróst
saman um 9,2% 1982
ÍSLENDINGAR neyttu samtals um
10.265.000 kg af sykri á síðasta ári
og hafði neyzlan minnkað um liölega
9,2% milli ára, því hún var samtals
um 11.130.200 kg á árinu 1981.
„Þetta er búið að
vekja heimsathygli"
— segir Kristján Jóhannsson um upp-
færslu Ken Russells á Madame Butterfly,
en Kristján fær mjög góða dóma
„ÞETTA er búið að vekja heimsathygli og mér hefur geng-
ið geysivel, röddin í toppformi. Ég þarf að gera mjög erfiða
hluti, til dæmis syng ég mestallan ástardúettinn í fyrsta
þætti liggjandi á dýnu á gólfinu að sið Japana og enda
hann með því að syngja háa c-ið með sópransöngkonuna í
fanginu, en hún er um sextíu kfló. Þetta hefur vakið mikla
athygli," sagði Krislján Jóhannsson óperusöngvari er Mbl.
ræddi við hann símleiðis í Spoleto á Italíu á þriðjudags-
kvöld í lok sjöundu sýningar á uppfærslu Ken Russells á
Madame Butterfly. Kristján hefur fengið mjög góða dóma
fyrir frammistöðu sína og atvinnutilboð streyma til hans
víðs vegar að úr veröldinni og sagðist hann vera með tilboð
og beiðnir allt til ársins 1986. Uppfærsla Russels var m.a.
send út í heild í Eurovision-sjónvarpskerfinu.
Kristján sagði að listafólkið
fengi allt mjög góða dóma, en
hið sama væri ekki að segja um
uppfærslu Ken Russells. „Krítik-
in á uppfærslunni er hrikalega
neikvæð. ítölum finnst hún
hrein móðgun við Puccini ogLib-
erotto, þessu væri alltof mikið
breytt. Kristján lýsti uppfærslu
Russells á eftirfarandi hátt:
„Hann þeytir þessu fram um
hundrað ár, alveg til síðari
heimsstyrjaldarinnar.     Upp-
færslan er mjög nútímaleg,
menn jóðla tyggjó og drekka
coca-cola  og  bjór.  Við  erum
reykjandi og undir áhrifum eit-
urlyfja og við erum meira og
minna svifandi um á sviðinu all-
an tímann. Kórinn er til dæmis
svo til allan tímann á sviðinu, þó
hann sé ekki að syngja. Kórfólk-
ið dansar þá um sviðið og á að
vera í eiturlyfjavímu. Þetta er
meira eins og gleðileikur þó
okkur sé gefið fullt svigrúm til
að syngja."
Aðspurður um hvernig væri að
vinna með Ken Russell sagði
Kristján: „Ég var hálfskjálfandi
og hræddur í byrjun því ég hafði
heyrt svo svakalegar sögur af
honum. Svo er þetta herramaður
alveg fram í fingurgóma, mjög
elskulegur og gott að vinna með
honum."
Kristján sagði að meðal frum-
sýningargesta hefðu verið Fan-
fani forsætisráðherra og Spadol-
ini fyrrverandi forsætisráð-
herra. Panfani hefði gert sér
ferð til Kristjáns í búningsher-
bergi hans í lok sýningarinnar
tii að óska honum til hamingju.
Uppselt er á allar tíu sýningarn-
ar og sagði Kristján að slegist
hefði verið um hvern miða.
Kristján var í lokin spurður
hvað tæki við hjá honum eftir
síðustu sýninguna á uppfærslu
Ken Russells í Spoleto sem verð-
ur á sunnudag. „Þá fer ég og
hvíli mig í svona tvær vikur og
fer síðan beint að vinna að plöt-
unni íslensku í London. Síðan fer
ég til Belgíu og syng Rigólettó,
síðan byrjar söngtímabilið á
fullu. Ég kem heim í nóvember í
tilefni af útkomu plötunnar og
held þá tónleika í Háskólabíói."
Kristján sagði í lokin, að hann
vonaði að íslenska sjónvarpið
fengi til sýningar uppfærslu Ken
Russells frá Eurovision.
Ef litið er á sykurneyzluna á
hvert mannsbarn á siðasta ári
kemur í ljós, að hún var um 43,9
kg, borið saman við 48,2 kg á árinu
1981.
Á árabilinu 1956-1960 var
meðalársneyzla landsmanna á
sykri um 53,7 kg. Frá þeim tíma
hefur sykurneyzla því minnkað
um 18,25%.
ítalirnir
ennþá hér
á landi
ÍTALSKA flugsveitin, sem kom
hingað til lands í fyrradag, er hér
enn, þar sem veður hafa verið óhag-
stæð á Grænlandi, en haldið verður
af stað, þegar veður leyfir.
Um kvöldmatarleytið í gær
héldu flugkapparnir sýningu, sem
vakti athygli áhorfenda.
Innbrots-
þjófur á ferð
í Kópavogi
SAMKVÆMT upplýsingum lögregl-
unnar í Kópavogi hefur maður nokk-
ur verið á ferðinni undanfarið og far-
ið inn í hús til að stela. Hann fór inn
í sex hús í gærdag.
Lögreglan vildi beina þeim til-
mælum til fólks í bænum, að það
hugi að því, að geymslur og her-
bergi séu lokuð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48