Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
Byggjum á verkum
Krists í þágu sjúkra
Rætt við Francis Grim, formann alþjóða-
hreyf ingar kristilegra heilbrigðisstétta
HÉR Á landi eru nú stödd hjónin
Krancis og Erasmia Grim frá Suður-
Afríku. Eru þau hér á vegum Kristi-
legs félags heilbrigðisstétta en
Francis Grim er stofnandi alþjoða-
hreyfingarinnar          „International
Hospital Christian Fellowship".
Þetta er fjóröa heimsókn Grim til
íslands en hingað kom hann fyrst
1957. Kristilegt félag heilbrigðis-
stétta var stofnað 1978 og tók þá við
af Kristilegu félagi hjúkrunar-
kvenna, sem starfað hafði frá 1952.
í samtali við Mbl. var Francis
Grim fyrst spurður um tilgang og
starfsemi alþjóðahreyfingarinnar.
„Grundvöllurinn sem hreyfingin
byggist á," sagði Grim „eru verk
Jesú Krists í þágu sjúkra og beiðni
hans um að þau mættu verða okk-
ur mönnunum til eftirbreytni.
Starf Krists fólst í aðhlynningu og
kristilegri hughreystingu þeirra
sem við sjúkdóma áttu að stríða
og það er markmið hreyfingarinn-
ar. Við vitum að fleiri koma á
sjúkrahús en í kirkjur og hvar
ætti fólk, sem lifir í hraða og erii
nútímaþjóðfélags, að finna sér
þann tíma til andlegrar umhugs-
unar og kristilegrar íhugunar sem
það hefur við sjúkrahúsdvöl? Það
má segja að í amstri daglegs lífs
sjái fólk heiminn í láréttu ljósi en
á sjúkrahúsum í lóðréttu — og þá
hugsa menn upp í mót.
Francis Grim, forseti alþjóðahreyf-
ingar kristilegra heilbrigðisstétta.
Ein góð ástæða önnur," sagði
Grim ennfremur, „án þess að ég
vilji blanda kristni við svo verald-
legan hlut sem pólitík er, að í
löndum þar sem kommúnistar
fara með völd á kristin kirkja oft í
vök að verjast. Kirkjum er jafnvel
lokað og starf þeirra bælt niður.
Sjúkrahús eru hins vegar staðir
þar sem kristinnar aðhlynningar
er ekki síður þörf og þeim er aldrei
lokað. í framhaldi af þessu vil ég
einnig minnast á að starf okkar
fer fram í löndum múhameðstrúar
og búddisma, þó við viðurkennum
ekki kirkjur þeirra sem slíkar."
Aðspurður um hvernig starfið
færi fram, sagði Grim: „Alþjóða-
hreyfingin beinir starfi sínu frem-
ur til þeirra sem vinna á sjúkra-
húsum en til sjúklinga. Þá á ég
ekki aðeins við lækna og hjúkrun-
arfræðinga heldur alla starfs-
menn. Andleg aðstoð við sjúka er
síðan í höndum þessa fólks, því má
ekki gleyma að andleg aðstoð er
nauðsynleg jafnhliða líkamlegri.
Starfsfólk þarf að geta tekist á við
þá örvæntingu sem oft grípur um
sig í hugum sjúklinga, það verður
að geta rætt um hluti eins og
dauðann, sem ég tel að engin
sannkristinn maður þurfi að ótt-
ast. Sjúkir þurfa oft að.^opna hug
sinn gagnvart lífinu, Guði og
dauðanum en aðstandendum reyn-
ist yfirleitt erfitt að ræða slík mál.
Það getur oft reynst starfsmönn-
um sjúkrahúsa erfitt líka og verð-
ur því að undirbúa þá á allan hátt
sem best.
Starfsemi okkar er margþætt,"
sagði Grim, „aðalstöðvar hreyf-
ingarinnar eru í Suður-Afríku en
Margrét Hróbjartsdóttir, formaður Kristilegs félags heilbrigðisstétta, Er-
asmia Grim og Francis Grim.
þjálfunarstöð fyrir enskumælandi
fólk er i Hollandi og önnur slík
fyrir frönskumælandi verður sett
á laggirnar í Sviss innan skamms.
Þá eru gefin út rit á vegum hreyf-
ingarinnar og alþjóðaráðstefnur
haldnar á nokkurra ára fresti. Sú
síðasta var í Englandi 1981 og
voru þátttakendur um eitt þúsund
frá 102 löndum, þar af tólf frá ís-
landi. Næst verður ráðstefna hald-
in árið 1986 og verða þá liðin 50 ár
frá stofnun hreyfingarinnar.
Að lokum var Francis Grim
spurður um aðdragandann að
starfi sínu.
„Þannig var," sagði hann, „að
faðir minn lést á jólanótt fyrir 47
árum, eftir þriggja mánaða
sjúkrahúsvist. Á þeim tíma höfð-
um við bræðurnir, Carl Grim og
ég, heimsótt hann oft og vorum
við sammála um að þörf væri fyrir
kristilega íhugun og fræðslu með-
al sjúklinga og starfsfólk. Rædd-
um við þetta meðal sjúklinga og
héldum nokkra fundi með starfs-
og forráðamönnum sjúkrahússins.
Fékk hugmynd okkar um stofnun
slíks félags strax mikinn hljóm-
grunn og var innan skamms stofn-
að félag sem náði til flestra
sjúkrahúsa í Suður-Afríku. 1951
fór ég siðan til Evrópu og undirbjó
stofnun kristilegra félaga heil-
brigðisstétta þar og má nú segja
að starf okkar nái til flestra landa
heims."
Meðan á dvöl þeirra hjóna
stendur halda þau fujidi og bæna-
stundir með starfsfólki sjúkra-
húsa og félagsmönnum. Einnig
halda þau fundi sem opnir eru öll-
um og helgarsamvera verður á
þeirra vegum í Bjarkarhlíð við
Bústaðaveg 8.-9. júlí. Þá talar
Francis Grim við guðsþjónustu á
Landspítalanum kl. 10.00 sunnu-
daginn 10. júlí.
Heimurinn er ekki eins svart-
ur og menn vilja mála hann
Rætt við bjartsýnismanninn Peter Bröste
„MEÐ BJAKTSÝM er allt framkvæmanlegt. Erfiðleikar og krepputíð
eru hlutir, sem við mannfólkið búum til. Ef bjartsýnishugsjónin rédi
hugum manna og gjörðum væru engin slík vandamál. Þess vegna vinn
ég á allan hátt að því að örva bjartsýni á mc-ðal fólks, heimurinn er ekki
eins svartur og mönnum hættir til að mála hann." Þessi orð eru höfð
eftir Peter Bröste, veitanda „Bjartsýnisverðlauna Bröste", en hann var
nýlega staddur hér á landi af því tilefni að aldarfjórðungur er liðinn frá
því fyrirtæki hans setti á fót Brðste-umboðið á íslandi.
„Bjartsýnisverðlaun Bröste"
hafa verið veitt íslenskum lista-
mönnum undanfarin þrjú ár,
Garðari Coretes 1981, Braga Ás-
geirssyni 1982 og nú síðast Þor-
gerði Ingólfsdóttur.
í samtali við Mbl. var Bröste
fyrst spurður að því hver tildrög
verðlaunanna hefðu verið og
sagði hann að hugmyndin hefði
komið upp meðan heimsókn for-
seta íslands, Vigdísar Finnboga-
dóttur, til Danmerkur 1981 stóð
yfir. Hefði hann þá á einhvern
hátt viljað treysta tengsl fyrir-
tækis síns við ísland. Sagði
hann bjartsýni forsetans og
menningaráhuga hafa heillað
sig mjög og hefði því verið af-
ráðið að Bröste-stofnunin myndi
árlega veita einum íslenskum
listamanni verðlaun, sem næmu
25.000 krónum dönskum.
Aðspurður um val verðlauna-
hafans hverju sinni, sagði
Bröste að viðkomandi listamað-
ur yrði að hafa með list sinni
sýnt bjartsýni og dugnað og
væri oft erfitt að velja einn úr
hópi íslenskra listamanna. Sér-
stök nefnd sér um að útnefna
listamann hverju sinni en í
henni eiga sæti þeir Gylfi Þ.
Gíslason, fv. ráðherra, Gunnar
J. Friðriksson, framkvæmda-
stjóri og Árni Kristjánsson
píanóleikari. Verndari verðlaun-
anna er forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir og sagði Bröste
sér mikinn heiður af samstarfi
við þetta fólk. Val listamannsins
sagi Bröste að öllu leyti vera í
höndum nefndarinnar og for-
seta. Skilaði nefndin nafni þess
er útnefndur væri fyrir fyrsta
maí og eftir samþykki forseta
væri reynt að finna tíma, sem
hentaði öllum aðilum til afhend-
ingar verðlaunanna. Listamann-
inum er þá boðið ásamt gesti til
»***Jé
Listasafnið f Kröste húsinu, þar sem verðlaunin eru veitt.

Bröste ásamt eiginkonu og börnum. F.v. Sören Peter Brttste, Betty, Heidi Bröste og Ulf.
Kaupmannahafnar en afhend-
ingin fer fram í húsi Bröste
fyrirtækisins þar. Til afhend-
ingarinnar er boðið öllum helstu
dönsku listamönnunum sem
starfa að samskonar list og
verðlaunahafinn svo og ýmsum
gestum og fréttamönnum. Sagði
Bröste verðlaunaafhendinguna
hafa vakið mikla athygli í fjöl-
miðlum, m.a. hefði danska út-
varpið tekið upp tónleika sem
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórn-
aði við verðlaunaafhendinguna
9. júní sl.
Ekki tengist Bröste-fyrirtæk-
ið listamenningu einungis með
verðlaununum því í húsi þess í
Christianshavn í Kaupmanna-
höfn er að finna listasafn sem
rekur sögu danskra skipa-, sigl-
inga- og vöruflutninga. Sagði
Bröste safnið hafa verið sett á
laggirnar til að tengja starfsemi
fyrirtækisins, sem er verslunar-
og flutningafyrirtæki, við þá tíð
er Christianshavn var helsti við-
komustaður skipa í Kaup-
mannahöfn. Eru munir safnsins
allt frá 1618 og saga danskra
siglinga sýnd með myndum, lík-
önum, gömlum skipsmunum og
vörum.
Peter Bröste er mikill áhuga-
maður um ísland og íslands-
vinur og er þetta í þriðja skiptið
sem hann dvelur hér. Fannst
honum mikið til íslenskrar
gestrisni koma og kvaðst hvergi
í heiminum hafa hitt jafn-
hreinskilið fólk og íslendinga.
Vonaðist hann til að geta ferð-
ast um landið en hann er hér
ásamt konu sinni og börnum,
systrum og móður. Það mark-
verðasta í ferðinni kvað hann
vera heimsókn sína til Bessa-
staða.
Að lokum sagðist Bröste von-
ast til að geta veitt sem flestum
íslenskum listamönnum bjart-
sýnisverðlaun og kvaðst þess
viss að í hverri grein íslenskra
lista starfaði mikið af bjartsýnu
dugnaðarfólki.
ye.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48