Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983
17
Níels P. Sigurðsson
gegn aðildarríkjunum. Rétt er að
telja jafnframt samninginn um
friðsamlega notkun Suðurheim-
skautsins frá 1. desember 1959, en
samningurinn bannar, að á Suður-
heimskautslandinu fari fram til-
raunir með vopn og heræfingar
eru einnig bannaðar á Suðurheim-
skautinu.
í afvopnunarnefndum Samein-
uðu þjóðanna hafa einnig farið
fram umræður um hugsanlegar
takmarkanir langdrægra kjarn-
orkuvopna. Fljótlega kom í ljós, að
tvíhliða viðræður Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna voru vænlegri til
árangurs. Núverandi umræður
innan Sameinuðu þjóðanna um
kjarnorkuvopn eru því frekar al-
menns eðlis.
SALT-samningarnir
Svonefndar SALT I viðræður
stórveldanna um takmörkun lang-
drægra kjarnorkuvopna hófust í
Helsinki í nóvember 1969 og lauk
með samkomulagi milli Nixons og
Breshnevs í Moskvu 26. maí 1972.
Voru þar stigin fyrstu raunveru-
legu sporin í þá átt að draga úr og
takmarka kjarnorkuvopnavígbún-
að stórveldanna tveggja. Sam-
kvæmt SALT I eru varnarkerfi
(ABM) stórveldanna gegn kjarn-
orkueldflaugum takmörkuð við 2
kerfi hvors aðila um sig. Þessu var
síðar breytt í eitt kerfi kringum
Moskvu og Grand Forks í Norð-
ur-Dakota. ABM-kerfið er þó ekki
bundið við þessa staði, því flytja
má það til varna annarra staða. í
reynd hefur Grand Forks kerfið
verið lagt niður og Moskvu kverfið
því eitt við lýði. ABM-samkomu-
lagið er ótímabundið, en endur-
skoða má það á 5 ára fresti. Tak-
mörkun varnarkerfis gegn ICBM
dregur úr áhuga stórveldanna á að
endurbæta og fullkomna kjarn-
orkueldflaugar og markvísi þeirra.
Virkar það því sem hemill á þróun
kjarnorkuvopna.
Hinn hluti SALT I var bráða-
birgðasamningur til 5 ára um að-
gerðir til takmörkunar lang-
drægra kjarnorkuvopna (ICBM).
Samningurinn „frysti" fjölda
skotpalla fyrir langdræg kjarn-
orkuvopn (ICBM) við þá, sem voru
fyrir hendi eða í byggingu. Kjarn-
orkueldflaugum í kafbátum
SLBM, mátti ekki fjölga nema á
kostnað eldri skotpalla ICBM og
SLBM eldflauga.
SALT I fjallaði hvorki um
hreyfanlega skotpalla fyrir lang-
drægar kjarnorkueldflaugar né
kjarnorkuvopn Breta og Frakka,
enda var hér einungis um tvíhliða
samninga Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna að ræða.
í sambandi við heimsókn
Breshnevs til Washington í júní
1973 gerðu þeir Nixon og Breshnev
samning um ráðstafanir til þess
að koma í veg fyrir hættu á kjarn-
orkustyrjöld. Markmiðið með
samkomulagi þessu er að minnka
ennfremur hættuna á, að kjarn-
orkustyrjöld brjótist út milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna,
heldur en gert var í svipuðum
samningi sömu aðila frá 30. sept-
ember 1971.
Þeir Nixon og Breshnev hittust
aftur i júlí 1974 í Moskvu. Þá und-
irrituðu þeir samning um tak-
markanir eða „þak" á styrkleika
tilraunasprenginga með kjarn-
orkuvopn neðanjarðar (TTBT).
„Þakið" er miðað við 150 kílótonn
eða 150 þúsund tonn af TNT. Sam-
kvæmt samningi þessum er bann-
að að gera tilraunir með kjarn-
orkuvopn neðanjarðar, sem eru
meira en 10 sinnum sterkari en
sprengjan, sem varpað var á
Hiroshima 1945. Er þetta í reynd
víkkun á alþjóðasamningnum frá
1963 um takmarkað bann við til-
raunum með kjarnorkuvopn.
Samningurinn um „þakið" bíður
fullgildingar í öldungadeild
Bandaríkjaþings í Washington.
Einnig bíður þar fullgildingar
samningur frá 28. maí 1976 milli
stórveldanna tveggja um kjarn-
orkusprenginar neðanjarðar f
friðsamlegum tilgangi (PNE).
Samningur þessi fjallar um allar
kjarnorkusprengingar neðanjarð-
ar í friðsamlegum tilgangi, sem
ekki verða framkvæmdar á svæð-
um þeim, sem samningurinn frá 3.
júlí 1974 um „þak" á tilraunum
með kjarnorkuvvopn neðanjarðar
fjallar um.
Þriðji samningurinn og sá þýð-
ingarmesti, sem bíður fullgild-
ingar hjá öldungadeildinni er
SALT II samkomulagið, en SALT
II samningarnir hófust í samræmi
við VII. grein SALT I í nóvember
1972. Tilgangurinn með SALT II
viðræðunum var að ná samkomu-
lagi til langs tíma um takmörkun
á langdrægum eldflaugum búnum
kjarnorkuvopnum. Hins vegar er
SALT II samkomulagið ekki mið-
að við fjölda kjarnorkuvopnaodda.
Gekk frekar illa að samræma
skoðanir Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna um þessi vandasömu
mál. Það var fundur æðstu manna
stórveldanna, þeirra Breshnev og
Ford, sem leysti hnútinn í Vladiv-
ostock í nóvember 1974. Gert var
ráð fyrir, að SALT II samningur-
inn ætti að gilda til ársloka 1985
og (1) takmarka m.a. eldflaugar
skotið af landi og úr sjó og
sprengjuflugvélum, auk ASBM
flauga hvors aðila við 2400, og (2)
við 1320 eldflaugaskotpalla skv.
MIRV-kerfinu og sprengjuflugvél-
ar útbúnar með langdrægum stýr-
iseldflaugum.
Það var þó ekki fyrr en 18. júní
1979, að þeir Breshnev og Carter
undirrituðu SALT II samninginn
á fundi í Vínarborg. Þessi dráttur
á undirritun var aðallega vegna
ágreinings um, hvort telja bæri
svonefndar stýriseldflaugar og
Backfire sprengjuflugvél Sovét-
manna með leyfðum fjölda slíkra
vopna. Samkomulag um þetta
tókst ekki í grundvallaratriðum,
en ágreiningsefnin voru leyst til
bráðabirgða (til 2V2 árs) með bók-
un um, að báðir aðilar myndu fara
varlega í sakirnar, að því er þessi
vopn og færanleg langdræg
flugskeyti og markvísi slíkra
vopna varðaði.
SALT II samningurinn tók ekki
gildi, þar sem öldungadeildin í
Washington hefur ekki staðfest
hann. Hins vegar hefur í fram-
kvæmd verið staðið við samning-
inn af beggja hálfu. Segja má, að
START-viðræður þær, sem nú
fara fram í Genf um takmörkun
langdrægra kjarnorkuvopna séu
framhald af SALT II og vísir að
SALT III samningi.
Níels P. Sigurðsson er fulltrúi ís-
lands á Madrid-rádstetnunni um
samrinnu og örjggi íErrópu.
Námskeið
í sjúkra-
flutningum
UNDANFARIN ár hafa
Rauði kross íslands og Borg-
arspítalinn gengist fyrir nám-
skeiðum fyrir sjúkraflutn-
ingsmenn og í vor var eitt
slíkt haldið og hófst það í
Borgarspítalanum 25. aprfl
og lauk 6. maí.
Undirbúning að námskeiðinu
önnuðust læknarnir Kristinn Guð-
mundsson og ólafur Z. Ólafsson,
Guðrún M. Þorsteinsdóttir, hjúkr-
unarkennari, Hólmfríður Gísla-
dóttir, deildarstjóri RKf, og Hörð-
ur S. óskarsson, skyndihjálpar-
kennari RKÍ. Nefndin naut að-
stoðar ýmissa aðila er tengjast
sjúkraflutningum og voru haldnir
fyrirlestrar af kunnáttufólki,
verklegar æfingar, og farið í heim-
sóknir til slökkviliðs, lögreglu og
Almannavarna ríkisins.
Alls hafa 80 manns nú notið
fræðslu á námskeiðum RKÍ og
Borgarspítalans, en aðstandendur
námskeiðanna telja að nauðsyn-
legt sé að sjúkraflutningsmenn
séu nægilega menntaðir til að
bregðast réttilega við þeim vanda-
málum sem upp kunna að koma í
flutningum, engu síður en að til
starfans veljist traustir menn og
nærfærnir.
Hópurinn sem tók þitt f nimskeiðinu í ár, en þau voru 21 og komu frá 18 stöoum i landinu.
Geysisgos
á laugardag
GEYSISNEFND hefur
ákveðið að setja sápu í
Geysi í Haukadal laugar-
daginn 9. júlí næstkomandi
kl. 15.00. Má því gera ráð
fyrir gosi nokkru síðar, ef
veðurskilyrði verða hag-
stæð, segir í frétt frá Geys-
isnefnd.
Kjörmannafundur
í Isafjarðarsýslu:
Kjarnfóður-
skatt og
launamál
bar hæst
í almennum
umræðum
Bolni. fsafjirterdjúpi. 5. jiíli.
Kjörmannafundur Stéttarsam-
bands bænda í Norður-ísafjarðar-
sýshi var haldinn í Reykjanesi laug-
ardaginn 2. júlí. Kumiinn sátu 15
fulltrúar. auk Inga Tryggvasonar
formanns Stéttarsambandsins og
Sigurður Jarlssonar ráðunauts, er
stjórnaði fundinum í fjarveru Guð-
mundar Inga Kristjánssonar, sem er
formaður Búnaðarsambands Vest-
fjarða. Einnig sátu fundinn nokkrir
áheyrnarfulltrúar, þeirra á meðal
Ólafur Þórðarson alþingismaður, en
hann sat fyrri hluta fundar.
Ingi Tryggvason flutti mjög yfir-
gripsmikið og ítarlegt framsöguer-
indi og kom víða við. Sigurður Jarls-
son ræddi í sinni framsógu um fram-
töl og skattamál. Umræður voru al-
mennar og málefnalegar. Var mikið
ra-tt um kjarnfóðurskatt og niður-
greiðslu áburðarverðs úr kjarnfóð-
ursjóði. Launamál voru einnig mikið
rædd og hart árferði svo og afkomu-
niismunur milli góðhéraða og harð-
býlli héraða. Þá lýstu fundarfulltrú-
ar áhyggjum sínum yfir því hve lána-
fyrirgreiðsla, svo og skattalög gera
ungu fólki erfitt fyrir að hefja bú-
skap og er þetta hvað alvarlegast
fyrir harðbýlli héruð.
Kulltrúar á aðalfund Stéttarsam-
bands bænda 1983 og 1984 voru
kjórnir aðalmenn: Ágúst Gíslason,
Hoini. Halldór Þórðarson, Lauga-
landi. varamenn: Haildór Hafliða-
son, Ögri, Engilberg Ingvarsson,
Tyrðilsmýri.
Fréttaritari.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
aUea itölsk svefnherbergishtegog*
T
HUSGOGN
Langholtsvegi 111, simar 37010—37144.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48