Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚtí 1983
19
Lítið um innlent
sjónvarpsefni
í júlí og ágúst
EINS OG sjónvarpsáhorf-
endur hafa tekið eftir er sú
nýbreytni á sumardagskrá
sjónvarpsins að útsending
fellur ekki niður í júlímán-
uði. Lítið verður þó unnið í
upptökusal utan fastra liða,
þ.e. frétta og þáttanna ,,Sjón-
varp næstu viku" og „A döf-
inni". Eitthvað verður um
útitökur og samsetningu
þátta og unnið verður að gerð
þáttar um Ásgrím Jónsson,
listmálara, en á vegum
frétta- og fræðsludeildar
verður gerður þáttur um
Skaftárelda sem Magnús
Bjarnfreðsson hefur umsjón
með.
Dagskrá júlímánaðar byggist
því að mestu á erlendu efni en ein
íslensk kvikmynd, „Vandarhögg",
sem Hrafn Gunnlaugsson gerði
eftir leikriti Jökuls Jakobssonar,
verður endursýnd. Þá verður sýnt
frá söngvakeppninni í Cardiff í
Wales og hægt að fylgjast með ár-
angri íslenska þátttakandans, Sig-
ríðar Gröndal.
Að sögn Tage Ammendrup, dag-
skrárgerðarstjóra, starfa allt að
30 manns í tengslum við upptökur
á sjónvarpsefni, þar af um 14
tæknimenn og verður ekki fækkað
í starfsliði upptökusals þrátt fyrir
færri verkefni. Sagði Tage að eftir
sem áður yrðu tveir vakthópar að
störfum og yrði reynt að haga
sumarlcyfum starfsmanna á þann
hátt sem hentugast væri. Var
Tage ánægður með þá breytingu
að loka ekki sjónvarpi í júlí en
sagði að vissulega hefði verið
æskilegt að vinna meira í upp-
tökusal i sumar. Sagði hann því
lítið um íslenskt efni allt fram til
ágústloka og myndi vinna ekki
hefjast af fullum krafti í upptöku-
sal fyrr en í september.
Ekki sitja þó tæknimenn sjón-
varps aðgerðalausir í ágúst því þá
hefjast upptökur á tveimur ís-
lenskum leikritum. Eru það verkin
„Þessi blessuð börn" eftir Andrés
Indriðason í leikstjórn Þórhalls
Sigurðssonar og leikrit Kjartans
Ragnarssonar „Matreiðslunám-
skeiðið", sem höfundur leikstýrir.
í október verður leikrit Svein-
björns Baldvinssonar „Þetta verð-
ur allt í lagi" tekið upp, en því
verður leikstýrt af Steindóri
Hjörleifssyni.
Aðspurður um breytinguna á
sumardagskránni sagði Tage að
lokum: „Þetta er auðvitað tilraun.
Heldur vcrður tómlegt um að litast f upptökusal sjónvarpsins í sumar.
Það hefur oft verið til umræðu í
útvarpsráði að sjónvarþa í júlí en
aldrei verið hrundið í framkvæmd
fyrr en nú. Ég held að þetta breyti
miklu  fyrir  þá  sem  dvelja  á
sjúkrahúsum eða eiga á annan
hátt erfitt með dægrastyttingu
utan heimilisins, mikið af eldra
fólki er mjög háð sjónvarpi og
fyrir hönd þessa hóps fagna ég
mjög breytingunni. Ég hef ekki
trú á öðru en að þetta fyrirkomu-
lag haldist í framtíðinni. Fólk
sleppir ekki svo auðveldlega því
sem einu sinni er fengið."
:#"»"'¦¦-' ¦ -^/vv,;;;ví v, ¦:--"-- ¦¦ - -w v v ¦ - ^¦¦¦¦"'¦"¦^&;--*^ ¦ -':' '¦'¦'liil
...........  .. ._________________........................  ______________:________.......................   _________-........................_____________________í________________...........,
[
Borgarráð:
Stefnt að
þátttöku í
vernduð-
um vinnu-
stað á
næsta ári
Á FUNDI borgarráðs Reykjavikur
nýlega var samþykkt að stefna að
því að koma upp vernduðum vinnu
stað fyrir fatlaða frá og með 1. janú-
ar 1984, í framhaldi af tillögu sem
félagsfræðingarnir Bjargey Krist-
jánsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir
hafa lagt fyrir borgarráð.
Að sögn Markúsar Arnar Ant-
onssonar, forseta borgarstjórnar
Reykjavíkur, sendi borgarráð til-
lögu félagsfræðinganna til um-
sagnar félagsmálaráðs, atvinnu-
málanefndar og félagsmálastjóra
og tóku allir þessir aðilar jákvætt
undir hana. Sagði Markús örn að
1. janúar á næsta ári tækju gildi
lög sem gerðu ráð fyrir 85% hlut-
deild ríkisins í stofnkostnaði
verndaðra vinnustaða á móti 15%
kostnaðarhlutdeild viðkomandi
sveitarfélags. Sagði hann að til-
lögunni hefði verið vísað til gerðar
fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár,
en stefnt væri að því að borgin
tæki þátt í þessum tiltekna vernd-
aða vinnustað strax á næsta ári,
en tíminn þangað til yrði notaður
til undirbúnings.
(lERA 41(&^^^V
Hollensk hágæðavara
á sérstaklega
hagstæðu verði
AFE523 — Frystiskápur ,  140
lítra með sérstökum hraöfrysti.
Verö kr. 14.280,- H. 85 cm. B. 55
cm. D. 60 cm.

ARC358  —  Lúxus  barskapur
meö teak-áferö. 90 lítra. Sérstakt
frystihólf fyrir ísmolagerö.
Verð kr. 8.710,- H. 52,5 cm. B.
52,5 cm. D 60 cm.
ARF805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur. 2ja dyra meö
65 iítra  frystihólfi.  Auöveldur  aö  þrífa. Sjálfvirk afþýöing.
Verö kr. 16.520,- H. 139 cm. B. 55 cm. D. 58 cíti.
HUOMBÆR
\  ARF874 — ísskápur, 270 lítra
I  með 24 lítra frystiholti.
Verð kr. 12.685,- H. 134 cm. B.
55 cm. D. 60 cm.
HIJOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
AFE268 — Isskapur, 340 lítra
með 33 lítra frystihólfi.
Verð kr. 14.460,- H. 144 cm.
B. 60 cm. D 64 cm.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48