Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 151. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JULÍ 1983
1000
KRÓNURÚT
Philips ryksugur.
2JA ÁRA B IRGDIR AF POKUM
W"
Skrúfur
á báta
og skip
Allar stasroir frá 1000—4500
mm og allt að 4500 kíló.
Efni: GSOMS—57 —F—45
Eöa. GNIALBZ—F—60.
Fyrir öll klössunarfélög.
Skrúfuöxlar eftir teikningu.
tMmmmzm <& <&s>
Vesturgotu 16,
Sími14680.
Látið ykkur líða vel á með-
göngutímanum, tækifæris-
belti, tækifærisnærbuxur,
mjólkurgjafabrjóstahöld.
Viðurkenndar
gæðavörur.
I__llympíi
Laugavegi 26, sími 13300.  Glæsibæ, sími 31300.
mitsubÍsÍK
4WD

Framdrlfsiokur - Aflstýri - Litað gier - Rúllubelti -
upphituö afturrúöa - Þurrka og vatnssprauta á
afturrúöu • o.m.fI.
Verö frá kr. 514.000
(Gangi 31.5. '83)
ll  [hIhekiahf
\S-i  LE-EJ Laugavegi 17Q-172 S<mi 2124Q
v^            ----i
ÓFRIÐARALDA í SUÐUR-AMERÍKU — Atvinnuleysingjar þustu um göt-
ur ( Sao Paulo, Brasilíu, fyrr i árinu, brutu ruður og nendu vcrzlanir. Á
myndinni mi sji ad bankavörðurinn t.v. er við ðlhi búinn. Atvinnuleysi í
Brasilíu hefur aldrei verið meira en nú.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BRUCE HANDLER, fréttamann AP
greiðslur við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn.
Skyndiverkföll hafa verið tíð í
Perú og þann 27. maí færðu
vinstrisinnaðir skæruliðar sér
óreiðuna í nyt og tóku allt raf-
magn af höfuðborginni, Lima,
með sprengjuáras á rafveitu-
mannvirki. Urðu hermdarverkin
til þess að Fernando Belaunde,
forseti, lýsti yfir neyðarástandi
og gaf hernum aukin völd.
I Argentínu, þar sem verka-
lýðsfélög sæta enn „eftirliti" her-
stjórnarinnar, efndu verkalýðs-
leiðtogar til allsherjarverkfalls
28. mars, sem nánast lamaði at-
vinnulíf landsins. Kröfðust þeir
meiri launahækkana svo verka-
menn gætu haldið í við verðbólgu,
sem er 300 prósent á ári og er
hvergi meiri í veröldinni. At-
vinnuleysi í Argentínu er nú 12
Ókyrrðaralda í
Suður-Ameríku
Efnahagslegir örðugleikar hafa hrundið af stað ókyrrðaröldu um gervalla
Suður-Ameríku að undanförnu. Óðaverðbólga og atvinnuleysi isamt vand-
ræðum margra landa með endurgreiðslur i erlendum linum, hafa leitt til
fjöldamótmæla, verkfalla, götubardaga og framleiðslustöðvunar um heims-
ilfuna þvera og endilanga. Óinegja almennings, sem skýra verður f Ijósi
samdrittar í heiminum, verðfalls i hriefnum, óhóflegrar lintöku og
éstjórnar, kynni að hafa afdirfaríkar pólitískar afleiðingar ef fram fer sem
horfir.
Aðþrengdir íbúar Suður-Amer-
íkuríkja hafa ekki aðeins
mótmælt rótgrónum herstjórnum
á hægri væng stjórnmálanna
heldur einnig borgaralegum
stjórnvöldum, sem vart hafa slit-
ið barnsskónum síðan herstjórn
lauk.
Mest hefur ókyrrðin verið í
Chile, þar sem þúsundir manna
æddu um götur 11. maí og 14.
júní, köstuðu grjóti, settu upp
vegartálma og Iétu glymja í pott-
um og pönnum. Fimm manns létu
lífið og átján hundruð voru hand-
teknir í mótmælum þessum, sem
urðu út af banni við hækkun
kaupgjalds og þreföldun atvinnu-
leysis á skömmum tíma.
Chile var fyrir þungu áfalli á
síðasta ári er samdráttur varð á
heimsmarkaði og verð féll á kop-
ar, en það er aðalútflutningsvara
landsins. í janúar sótti stjórn
Pinochets um lán til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins að upphæð 882
milljónir Bandaríkjadala og
ákvað sjóðurinn að verða við
beiðninni gegn því að Pinochet
reisti skorður við opinberum fjár-
útlátum. Verkalýðsfélog í landinu
hafa á hinn bóginn krafizt þess
að stjórnin sparaði minna við sig
til að örfa eftirspurn neytenda og
skapa atvinnu. Bændur, flutn-
ingabifreiðastjórar og smá-
kaupmenn, sem studdu stjórn
Pinochets áður en kreppan skall
á, hafa nú einnig skellt skuldinni
á hershöfðingjann fyrir minni
viðskipti og meiri skuldir. Allir
þessir hópar hafa heimtað að
borgaralegri stjorn verði komið á
að nýju, en Pinochet hefur þrá-
faldlega neitað að verða við því.
Annar ólgupottur er Brasilia
þar sem meira en tvö þúsund at-
vinnuleysingajar í stærstu borg
landsins, Sao Paulo, gerðu há-
reysti á götum úti, brutu rúður,
rændu verzlanir og voru nærri
búnir að brjótast inn í höll ríkis-
stjórans í apríl.
Atvinnuleysi í Brasilíu er 15
prósent og hefur aldrei verið
meira. Þjóðin hefur lítið fé til
ráðstöfunar og hefur engin tök á
að greiða erlendar skuldir sínar
að upphæð 90 milljarða Banda-
ríkjadala. Lán þessi voru tekin að
mestu á sjöunda og áttunda ára-
tugnum til að fjármagna viða-
mikil þróunaráform og greiða
þeim fjölmörgu skiffinnum sem
spruttu upp eins og gorkúlur í
kring um áformin. Eftir að út-
flutningsmarkaðir brugðust og
gífurlegir olíureikningar tóku að
setja strik í reikninginn nýlega
snéri stjórnin sér til Alþjóögjald-
eyrissjóðsins og stórbanka í
Bandaríkjunum og Evrópu og fór
fram á neyðarlán. Hafa stofnanir
þessar lánað Brasilíumönnum
milljarða Bandaríkjadala með
því skilyrði að þeir hertu aðhald
og hættu sóun. Stjórnvöldum hef-
ur hins vegar gengið treglega að
gera alvöru úr loforðum sínum.
Pegar stungið var upp á að fríð-
indi yrðu tekin af starfsmönnum
ríkisfyrirtækja, sem margir fá
ríflegar aukagreiðslur fimm sinn-
um á ári, brutust út víðtæk verk-
föll embættismanna.
Forseti landsins, Joao Figu-
eiredo hershöfðingi, sem leitast
við að koma á borgaralegri stjórn
eftir nítján ára herstjðrn, hefur
þó sagst vera staðráðinn i að
binda endi á forréttindi og hefur
hann sýnt verkfallshópunum
fulla einurð.
í Perú létust fjórir í mótmæla-
aðgerðum gegn fjárhagsstefnu
stjórnarinnar í mars. Verðbólga í
Perú er 101 prósent í ár, en var 62
prósent í fyrra. Atvinnuleysi,
opinbert og dulbúið, er talið vera
um 50 prósent og er það hærra
hlutfall en nokkru sinni fyrr. Bú-
ist er við að heildarþjóðarfram-
leiðsla skreppi saman um 5 pró-
sent á árinu sem er að líða, en
lítilsháttar vöxtur átti sér stað í
fyrra. Stjórnvöld í Perú, sem lýst
hafa yfir að þau hafi engin tök á
að greiða aftur erlendar skuldir
að upphæð ellefu milljarða
Bandaríkjadala, eru um þessar
mundir  að  semja  um  endur-
prósent og hefur kaupgeta Arg-
entinumanna rýrnað um helming
síðan herinn tók völd, árið 1976.
Herstjórnin, sem búist er við að
hverfi frá að loknum almennum
kosningum síðar á árinu, snéri
sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og bað um hjálp til að endur-
greiða hluta erlendra skulda, að
upphæð fjörutíu milljarða
Bandaríkjadala. Sjóðurinn sam-
þykkti að verða við beiðninni, en
gerði að skilyrði að kauphækkan-
ir yrðu stöðvaðar og taumhald
haft á peningamagni í umferð.
Aðgerðirnar hafa að sjálfsögðu
mælst illa fyrir hjá milljónum
verkamanna og benda skoðana-
kannanir til að þeir muni ljá fylgi
sitt stjórnmálaflokki, sem hefur
hugsjónir Perons, fyrrverandi
einræðisherra, að leiðarljósi.
í landbúnaðarríkinu Uruguay
stöðvuðu bændur framleiðslu í
einn dag, 15. júní, til að mótmæla
samdrætti í efnahagslífi, sem tíu
ára gamalli herstjórn landsins er
kennt um. Verðbólga skauzt upp í
45 prósent á þessu ári, en var 20
prósent í fyrra.
Gripið hefur verið til verkfalla
annað veifið í Bóliviu það sem af
er árinu, en víðtækar mótmæla-
aðgerðir hafa ekki sézt ennþá.
Borgaraleg ríkisstjórn hefur nú
setið að vðldum í Bólivíu í níu
mánuði, en áður hafði einræðis-
stjórn hersins farið með völd í
tuttugu ár.
Vinstrisinnar mótmæltu efna-
hagsráðstöfunum Beatncur for-
seta í Kólumbíu 24. júní, en þar er
að jafnaði allt með kyrrum kjör-
um. Mótmælendurnir sögðu að
stjórnin beitti verkamenn mis-
rétti með því að halda niðri laun-
um þeirra til að greiða úr fjár-
hagsvanda ríkisins.
Ökyrrð er á hinn bóginn algeng
í Venezuela, en afkomu landsins,
sem byggist að verulegu leyti á
olfuútflutningi, er nú ógnað
vegna verðstríðs innan OPEC.
Stjórnvöld settu á gjaldeyris-
hömlur í febrúar í fyrsta skipti í
tuttugu ár og semja nú við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn      um
endurgreiðslur á skammtímalán-
um að upphæð sextán milljarða
Bandarikjadala. Engin uppþot
hafa verið i Venezuela það sem af
er árinu og biða íbúar eftir að
stjórnarskipti verði að loknum
kosningum í desember.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48